Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á fyrri helmingi árs-ins voru fluttirinn fólksbílar til
landsins fyrir 13,9 millj-
arða. Þetta er aukning
um 84,2% frá sama tíma-
bili í fyrra. Þessi tala sýn-
ir kannski betur en margt
annað að það er mikill
vöxtur í efnahagslífinu.
Almenningur í landinu er
að eyða peningum sem
aldrei fyrr, en það er
kannski ekki að ástæðu-
lausu því kaupmáttur hef-
ur aukist og atvinnuleysi
hefur ekki verið minna í
sjö ár.
Þegar eftirspurn er mikil og
atvinnuleysi lítið eru miklar líkur
á verðbólgu og vissulega hafa
menn haft áhyggjur af henni.
Seðlabankinn hefur reynt að
hamla á móti með hækkun vaxta
og ríkissjóður hefur dregið úr op-
inberum framkvæmdum, sér-
staklega í vegamálum, þó að
margir telji að ríkið hefði mátt
ganga lengra í aðhaldi útgjalda.
Verðbólgan er núna um 3,7%.
Þetta er meiri verðbólga en kem-
ur fram í verðbólgumarkmiðum
Seðlabankans. Það sérstaka við
þessa verðbólgu er að hún er nær
algerlega drifin áfram af hækkun
á fasteignaverði. Samkvæmt töl-
um Hagstofunnar hækkaði
neysluverðsvísitala án húsnæðis
um 0,1% á síðustu 12 mánuðum.
Ef sama mælikvarða er beitt á
tímabilið ágúst 2003 til ágúst
2004 er hækkunin 2,9%.
Hátt gengi krónunnar á sinn
þátt í því að verðbólgan hefur
ekki verið meiri en hún er, en við
gengishækkun lækkar verð á inn-
fluttum vörum. Þetta háa gengi
hefur hins vegar verið útflutn-
ingsfyrirtækjum erfitt. Nokkur
fyrirtæki í fiskvinnslu hafa hætt
starfsemi á síðustu misserum og
sum önnur hafa fækkað starfs-
fólki. Störfum í fiskvinnslu hefur
því fækkað hratt að undanförnu.
Verðbólgan er talvert hærri en
gert var ráð fyrir í forsendum
kjarasamninga sem gerðir voru í
byrjun síðasta árs. ASÍ hefur lýst
því yfir allar horfur séu á upp-
sögn samninga í haust vegna
þessa. Þó ber að hafa í huga að
verðbólgan nú er miklu lægri en
hún var í ársbyrjun 2002 þegar
hún fór yfir 9%.
Tekjur ríkissjóðs jukust um
23,9% á fyrri hluta ársins
Fjármálaráðuneytið spáði því í
vor að einkaneysla á þessu ári yk-
ist um 7,6%. KB banki bendir á
það í skýrslu um efnahagsmál frá
því sumar að einkaneysla hafi
komist „á verulegt flug“ sl. vetur.
Hins vegar séu takmörk fyrir því
hvað hún geti vaxið hratt, ein-
faldlega vegna þess að það séu
takmörk fyrir því hvað hver fjöl-
skylda geti eignast marga bíla
o.s.frv. Þess vegna sé líklegt að
það dragi fyrr en seinna úr þess-
ari miklu einkaneyslu.
Mikil einkaneysla, aukinn
kaupmáttur og lítið atvinnuleysi
eru góðar fréttir fyrir ríkissjóð.
Tekjur ríkissjóðs hafa aukist
gífurlega á síðustu misserum.
Aukningin á fyrri hluta ársins er
23,9% miðað við sama tímabil í
fyrra.
Neikvæða hliðin á þessari
miklu þenslu í efnahagslífinu er
að halli á vöruskiptajöfnuði við
útlönd (þ.e. munur á verðmæti
útflutnings og innflutnings) hef-
ur aukist mjög mikið. Fyrstu sex
mánuði ársins voru fluttar út
vörur fyrir 96,8 milljarða króna
en inn fyrir 131,1 milljarð króna.
Halli var því á vöruskiptunum við
útlönd sem nam 34,3 milljörðum
króna, en á sama tíma árið áður
voru þau óhagstæð um 13,3 millj-
arða á sama gengi. Aukningin er
mest vegna innflutnings á bílum
og olíu, en verð á olíuvörum hefur
hækkað mjög mikið að undan-
förnu. Þá hefur innflutningur á
fjárfestingarvörum hækkað mjög
mikið, en það skýrist m.a. af því
að nú er verið að byggja hér á
landi tvö álver (á Reyðarfirði og
Grundartanga) og þrjár virkjanir
(á Kárahnjúkum, Hellisheiði og
Reykjanesi). Þessar miklu stór-
iðju- og virkjanaframkvæmdir
eiga að sjálfsögðu mikinn þátt í
þeirri þenslu sem verið hefur hér
á landi síðustu misserin.
Halli á vöruskiptum var 37,8
milljarðar í fyrra, en í þjóð-
hagsspá fjármálaráðuneytisins
frá því í vor var spáð að hann
myndi verða 79 milljarðar á
þessu ári. Ný spá hefur ekki verið
gefin út en vel er hugsanlegt að
hallinn verði enn meiri. Hallinn
var t.d. 10,2 milljarðar í júnímán-
uði einum.
Atvinnuleysi
komið niður í 2%
Þenslan í efnahagslífinu hefur
einnig haft þau áhrif að dregið
hefur úr atvinnuleysi. Það var 2%
í síðasta mánuði, en það er
minnsta atvinnuleysi frá því í
september 1998, samkvæmt upp-
lýsingum frá Vinnumálastofnun.
Fyrirtæki hafa við þessar að-
stæður átt erfitt með að fá nægi-
lega margt starfsfólk í vinnu og
því hefur erlendu starfsfólki
fjölgað mikið. Um 80% starfs-
fólks, sem starfar við byggingu
álvers á Reyðarfirði og Kára-
hnjúkavirkjunar, koma erlendis
frá.
Fréttaskýring | Íslenskt efnahagslíf ein-
kennist af mikilli þenslu á öllum sviðum
85% aukning í
bílainnflutningi
Halli á vöruskiptum nam 34,3 milljörð-
um á fyrri hluta ársins og eykst enn
Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í sjö ár.
Kaupmáttur launatekna
hefur aukist um 2,6%
Á síðustu 12 mánuðum hefur
launavísitala hækkað um 6,3%. Á
sama tímabili hefur verðlag
hækkað um 3,7%, en það þýðir að
kaupmáttur hefur aukist um
2,6%. Verðbólga síðustu mánuði
hefur verið 3-4%. Rekja má nær
alla hækkun á neysluverðsvísi-
tölu til hækkunar á fasteigna-
verði. Fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu hefur hækkað
um 40% á síðustu 12 mánuðum,
en hækkun yfir landið allt er
mun minni.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HAFIÐ hefur löngum verið yrkisefni íslenskra skálda
sem ýmist blóta sjónum eða tilbiðja hann. Ófáir söngv-
arnir fjalla um sjómennsku og þann toll sem hafið gat
tekið af lítilli þjóð sem hafði lífsviðurværi sitt af fisk-
veiðum.
Eflaust fyllast flestir lotningu og um leið óhug í fjör-
unni austan við Dyrhólaey en þar er brimið oft ægilegt.
Stúlkan á myndinni virtist þó ekki láta ölduganginn á
sig fá þegar hún fékk sér gönguferð eftir fjörunni. Öld-
urnar minntu hana samt reglulega á hver ræður þegar
þær skullu á klöppunum með tilheyrandi gusum í allar
áttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Öldurnar í ham við Dyrhólaey
LAUNAÞRÓUN ríkisstarfsmanna í
yfirstandandi samningalotu virðist
vera að þróast með svipuðum hætti
og á almennum markaði. Þetta er
mat fjármálaráðuneytisins en samn-
inganefnd ríkisins hefur nú lokið 34
kjarasamningum af 43 við alls 108
stéttarfélög.
Á síðasta samningstímabili, frá
árinu 2000 til 2004, gerði ríkið 77
kjarasamninga við alls 136 stéttar-
félög. Enn er ólokið níu samningum
við jafn mörg stéttarfélög, en þar af
eru tvö félög með bundna samninga
til loka þessa árs. Það eru Lækna-
félag Íslands og Landssamband
slökkviliðsmanna og sjúkraflutninga-
manna.
Viðræður við flugumferðar-
stjóra hefjast í lok ágúst
Fram kemur í vefriti fjármálaráðu-
neytisins að þau sjö stéttarfélög sem
eru með lausa samninga og ósamið er
við eru Félag íslenskra flugumferð-
arstjóra, Félag skipstjórnarmanna,
Vélastjórafélag Íslands, Félag mat-
reiðslumanna og félög leikstjóra,
leikmynda- og búningahönnuða og
félag hljómlistarmanna vegna Þjóð-
leikhússins. Samið var við Félag flug-
umferðarstjóra 15. júlí sl. en sá samn-
ingur var felldur í atkvæðagreiðslu.
Ætla samningsaðilar að hittast á ný
um næstu mánaðamót.
!"#
$%%!
& &
'
()
'
) +
+
$
,
-
,
+-
%
%
$
$
-
.
Ósamið
við níu
stéttarfélög
TEKIST hefur að manna allar vakt-
ir hjá Strætó bs. þannig að full þjón-
usta verður veitt í nýju leiðakerfi frá
og með deginum í dag. Að sögn Ás-
geirs Eiríkssonar, forstjóra Strætós,
tókst þetta m.a. með því að virkja
starfsmenn á skrifstofu til að keyra.
Þannig munu Ásgeir og launa-
fulltrúinn setjast undir stýri í dag,
auk fleiri starfsmanna.
„Mér skilst að ég verði á S3 í
fyrramálið,“ sagði Ásgeir galvaskur
við Morgunblaðið í gær, enda hefur
hann sem gamall vagnstjóri nokkr-
um sinnum gripið í stýri þegar þörf
hefur verið á.
Vagnstjórar koma úr sumarfríi á
föstudag og þá segir Ásgeir að vakt-
irnar verði orðnar fullmannaðar.
Fram að því verði
nokkrir starfs-
menn í redding-
um eins og hann.
Áhersla hafi verið
lögð á að hafa
fulla þjónustu
þegar grunnskól-
arnir taka til
starfa í dag. Nú
verði akstur á
stofnleiðum á allt
að 10 mínútna fresti á álagstímum
alla virka daga.
Nýtt leiðakerfi Strætós var tekið í
notkun 23. júlí sl. en vegna mann-
eklu hefur ekki tekist að manna að
fullu akstur á stofnleiðum á álags-
tímum.
Morgunblaðið/Sverrir
Forstjóri Strætó og launafulltrúinn setjast undir stýri hjá Strætó í dag.
Strætó hefur tekist að manna vaktir
Full þjónusta hjá
Strætó bs. í dag
Ásgeir
Eiríksson