Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 16
16 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
Flogaveiki erlæknisfræðilegtástand semmargir hafa
heyrt um en þó er rík
ástæða til að vekja fólk
til umhugsunar varðandi
einkennið þar sem for-
dómar gagnvart því eru
algengir. Flogaveiki er
ekki smitandi, einkennið
er ekki sjúkdómur og
það er ekki tengt geð-
rænum vandamálum.
Fólk veit oft ekki hvern-
ig það á að bregðast við
ef það verður vitni að
flogakasti en hér á landi
greinast um 40-50 börn
með flogaveiki árlega.
Því hefur verið gefinn
út sérstakur bæklingur
fyrir kennara með upp-
lýsingum um hvernig á
að takast á við flogaveiki
hjá börnum á skólaaldri.
Það er Lauf sem gefur
bæklinginn út en Lauf stendur
fyrir Landssamtök áhugafólks um
flogaveiki.
Tuttugu mismunandi
gerðir af flogum
Pétur Lúðvíksson er sérfræð-
ingur í heila- og taugasjúkdómum
barna. Hann segir mikilla fordóma
gæta í sambandi við flogaveiki og
ekki hjálpi til hversu illa heitið á
sjúkdómnum hljómi. En hvað er
flogaveiki?
„Talað er um að einstaklingur,
barn eða fullorðinn, sé með floga-
veiki ef hann hefur fengið tvö eða
fleiri flog. Flog verða til vegna
rafmagnstruflana í heilanum og
þau geta verið margvísleg. Sumir
fá störuflog þar sem þeir detta út
í nokkrar sekúndur og stara út í
bláinn. Einnig eru svokölluð
krampaflog betur þekkt, þar sem
fólk dettur niður og fær mikla
krampa,“ segir Pétur. Aðrir geta
fengið eitt flog, svokallað stakflog,
og síðan ekkert meir.
Það eru til um tuttugu mismun-
andi gerðir af flogum og ganga
sum yfir á nokkrum sekúndum en
önnur geta varað í mínútur. Ef
flog varir í lengri tíma en fimm
mínútur er ráðlegt að leita eftir
læknisaðstoð.
Góð hvíld mikilvæg eftir flog
Það er hins vegar algengur mis-
skilningur að einstaklingur sem
fær flogakast þurfi alltaf á lækn-
isaðstoð að halda.
„Ef flogeinkennin eru þekkt,
það er ef einstaklingur hefur áður
fengið flog og vitað er hvað veldur
flogunum, er ekki nauðsynlegt að
senda eftir sjúkrabíl. Það þarf
hins vegar að leyfa viðkomandi að
jafna sig eftir flog og hafa ber í
huga að heilinn þarfnast góðrar
hvíldar eftir svona átök og sumir
jafnvel sofna djúpum svefni á eft-
ir“ segir Pétur.
Hann útskýrir að flogaköst séu
yfirleitt hættulaus.
„Flogaköst geta verið óhuggu-
leg og vakið hræðslu hjá fólki sem
verður vitni að þeim. Sumir halda
jafnvel að börnin séu að deyja þar
sem þau verða öll blá í framan og
tíminn sem kastið varir, kannski
þrjár til fjórar mínútur, virðist
eins og heil eilífð. Hins vegar lítur
flogaveiki út mun verr en hún
raunverulega er. Hættan af flog-
unum er lítil og sjaldgæft er að
fólk verði fyrir heilaskaða.“
Alls ekki setja neitt
upp í munn
Pétur ítrekar líka að það eigi
alls ekki að setja neitt upp í
munninn á þeim sem fær krampa-
kast, eins og áður var talið. „Í
fyrsta lagi á að forða viðkomandi
frá slysum og meiðslum og þá
gagnast vel að setja fólk í læsta
hliðarlegu svo slím eða æla renni
auðveldlega upp úr því.
Í öðru lagi á að hlúa að fólki en
alls ekki að setja eitthvað upp í
munn þess. Það þarf ekki að koma
í veg fyrir að viðkomandi bíti í
tunguna á sér eða hafa áhyggjur
af því að hann geti kafnað.
Aðskotahlutur er líklegri til að
valda meiðslum.“
Í 70-80% tilvika næst góð stjórn
á flogaveikinni með lyfjum og
einnig eldist hún oft af börnum.
Mikilvægt er að muna að börn
með flogaveiki eru fyrst og fremst
börn. „Meirihluti þessara barna
eru bara í skólanum sínum, þurfa
kannski að taka lyf en eru að öðru
leyti heilbrigð,“ segir Pétur að
lokum.
BÆKLINGUR | Fjörutíu til fimmtíu börn greinast árlega með flogaveiki hér á landi
Miklir fordóm-
ar gagnvart
flogaveiki
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
Pétur Lúðvíksson læknir segir að
flogaveiki eldist oft af börnum.
Morgunblaðið/Eyþór
Börnin þurfa kannski að taka lyf en eru að öðru leyti heilbrigð.
Margir vita ekki hvernig þeir eiga
að bregðast við ef barn fær flog.
Við krampaflog er gott að hafa
þetta í huga:
Gættu að öryggi barnsins og að
það geti ekki meitt sig á stein-
um eða oddhvössum hlutum
Ekki hindra hreyfingar barnsins
Settu eitthvað mjúkt undir
höfuðið
Ekki setja neitt inn í munn
barnsins
Ekki gefa vökva eða lyf (nema
annað hafi verið ráðlagt)
Reyndu að taka tímann ef
mögulegt er til að átta þig á
hversu lengi flog varir
Haltu ró þinni og hughreystu
önnur börn sem kunna að vera
viðstödd með því að útskýra
Hvernig á að bregðast við?
hvað gerðist og af hverju
Jákvæð viðbrögð fjölskyldu og
vina eru mikilvæg, svo og stuðn-
ingur kennara og samnemenda.
Þessi atriði gilda einnig fyrir full-
orðna.
Önnur flog
Fyrir önnur flog (eins og ráð-
villuflog, störuflog og aðrar gerð-
ir) gildir eftirfarandi:
Haltu ró þinni og hughreystu
barnið
Gott er að segja því hvað gerð-
ist því oft veit það ekki sjálft af
því og getur orðið ringlað
Hafðu í huga að barn getur ver-
ið ráðvillt og syfjað eftir flog
svo gefðu því tíma til að jafna
sig.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
TÓMATAR eru bráðhollir og geta
haft fyrirbyggjandi áhrif gegn ýms-
um kvillum, t.d. krabbameini í
blöðruhálskirtli. Einnig geta þeir
lækkað kólesteról í blóði og blóð-
þrýsting, að því er fram kemur á
vefnum forskning.no.
Tómatsósan á pítsunum sem
renna inn fyrir varir landans getur
verið mikil hollusta og rannsókn hef-
ur sýnt fram á að hún getur minnkað
hættuna á hjartaáfalli um helming,
ef nógu mikið er borðað af henni.
Rannsóknin er að vísu ítölsk, eins og
fleiri sem sýna fram á hollustu
ítölsku pítsunnar. Oft getur verið
betra að neyta tómata eftir að þeir
hafa verið eldaðir eða þá tómatsafa
þar sem þá verður upptaka efnisins
lycopren meiri í líkamanum. Tóm-
atsúpa getur verið góð í því skyni og
ekki flókin matreiðsla á bak við heita
og holla tómatsúpu:
½ l grófhakkaðir ferskir tómatar,
1 lítill laukur,
½ planta fersk basilíka,
3–4 hvítlauksrif,
chilipipar,
1 l grænmetissoð,
1 rifin gulrót,
4 msk. tómatpuré,
salt og pipar,
skvetta af balsamediki,
skvetta af ostrusósu (ef vill).
Maukið tómata, lauk, basilíku,
hvítlauk og chili í matvinnsluvél.
Sjóðið vatn og tening í grænmet-
issoð og hellið tómatblöndunni
ásamt gulrót og tómatpuré út í.
Sjóðið í 10 mínútur. Smakkið til með
salti, pipar, balsamediki og ostru-
sósu.
Geta lækk-
að kólester-
ól í blóði
TÓMATAR
Morgunlaðið/Ásdís