Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 17
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
Birkiaska
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Í gegnum árþúsundir hafa Kínverjar þróað fullkomnar
aðferðir til eflingar líkama og heilsu
• Hugræn teygjuleikfimi
• Tai Chi
• Kung Fu - fyrir börn, unglinga
og fullorðna
Sérhæfð heilsumeðferð
Dekur að kínverskum hætti
Heilsute - gjafavörur - verkjastillandi jurtaolíur
Skeifan 3 ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is
Hóptímar
Einkatímar
Við hjálpum þér að ná jafnvægi milli huga og líkama
BERJASPRETTAN í ár virðist al-
mennt vera nokkuð góð og víða far-
ið að sjást til fólks í berjamó að tína
aðalbláber, bláber og krækiber.
Ber eru náttúrulegur hollustu-
gjafi og því full ástæða til að hvetja
fólk til að tína ber og nýta sér þau,
bæði til að borða beint og í mat-
argerð. Ekki skaðar að með því að
fjölskyldan fer saman í berjatínslu-
ferð þá skapast skemmtilegar sam-
verustundir og það er um að gera
að leyfa börnunum að tína berin
upp í sig eins og þau lystir – börn á
Íslandi borða almennt of lítið af
ávöxtum.
Vítamínauðug og
hitaeiningasnauð
En hvað er svona hollt og gott við
berin? Jú, þau eru auðug af vítam-
ínum, steinefnum, trefjaefnum og
öðrum hollustuefnum. Sérstaklega
eru þau rík af C-vítamíni og talsvert
er af E-vítamíni í aðalbláberjum og
bláberjum. Bæði þessi vítamín eru
andoxunarefni en þau hindra mynd-
un skaðlegra sindurefna í frumum
líkamans. Þessi sindurefni eru talin
tengjast hrörnun og því að ákveðnir
sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s.
krabbamein, æðakölkun og ský á
auga.
Rannsóknir hafa sýnt að bláber
hafa sérstaklega mikla andox-
unarvirkni en auk áðurnefndra vít-
amína er litarefnið anthocyanin,
sem gerir þau blá, virkt andoxunar-
efni en það er talin vera ástæðan
fyrir þessari sérstöðu bláberjanna.
Töluvert er af járni í krækiberjum
en rannsóknir sýna að mörg börn
og konur á Íslandi fá ekki nægj-
anlegt magn járns úr fæðunni.
Krækiber og aðalbláber eru einnig
trefjarík en trefjaefni eru nauðsyn-
leg fyrir eðlilega meltingu. Margir
eru að huga að þyngdinni og þeir
geta glaðst yfir því að óhætt er að
borða töluvert af berjum, því í 100
g, sem er um einn og hálfur desi-
lítri, eru ekki nema á bilinu 27-60
hitaeiningar, minnst í krækiberjum
en mest í bláberjum. Sama magn af
bláberjum veitir 38 mg af C-
vítamíni sem eru tæplega 2/3 hlutar
af ráðlögðum dagskammti og
fimmta part af ráðlögðum dag-
skammti af E-vítamíni.
Varðveitum hollustuna
og minningarnar
Þó gott sé að tína berin beint upp
í sig þá fara nú flestir í berjamó til
að tína nægilegt magn af berjum til
að taka með heim og nýta í mat-
argerð, strax eða yfir vetrarmán-
uðina. Nýtínd ber eru bragðmeiri ef
þau eru borðuð við stofuhita heldur
en ef þau eru köld. Til að varðveita
hollustuefnin sem best eru berin
fryst og þess gætt að merja þau
ekki. Best er að frysta þau lagskipt
í boxi og helst ekki mjög mikið
magn í hverju. Eins er gott að stilla
magninu í hóf ef berin eru fryst í
poka. Þetta er til að þau frjósi sem
jafnast og verði fyrir sem minnstu
hnjaski. Svo eru sultur og saft úr
berjum alltaf jafnvinsælar og minna
okkur á sumarylinn og ferðina í
berjamó í kuldanum og skammdeg-
inu í vetur.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Það er um að gera að leyfa börnunum að tína berin upp í sig því börn á Íslandi borða almennt of lítið af ávöxtum.
Náttúruleg
hollusta
í berjum
Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð .
Rannsóknir hafa sýnt að
bláber hafa sérstaklega
mikla andoxunarvirkni
en auk vítamína er lit-
arefnið anthocyanin,
sem gerir þau blá,
virkt andoxunarefni
ÁSTAND naglanna á fingrunum
getur gefið heilmiklar vísbend-
ingar um almennt heilsufar við-
komandi. Á vef sjúkrastofnunar-
innar Mayo Clinic í
Bandaríkjunum er því lýst hvern-
ig hægt er að lesa í neglurnar.
Ef neglurnar eru gulgrænar að
lit er líklegt að viðkomandi
þjáist af einhverjum krank-
leika í öndunarfærunum, t.d.
bronkítis. Þegar neglurnar
verða gular verða þær einnig
þykkari og hægir á vexti
þeirra. Þegar neglurnar eru
svona á sig komnar geta þær
að lokum losnað frá fingrinum.
Litabreytingin verður vegna
þess að hægt hefur á vextinum
og ekki þarf öndunarerfiðleika
til að svo verði.
Blettóttar neglur eru algengar
hjá fólki með psoriasis. Slíkum
nöglum hættir til að brotna.
Blettóttar neglur hafa einnig
verið tengdar við króníska
bólgu í höndum.
Neglur sem bogna mikið fram
yfir fingurgóminn orsakast af
lágu súrefni í blóðinu og geta
verið merki um lungnasjúk-
dóm.
Neglur sem sveigjast upp á alla
kanta og líkjast eiginlega
litlum skálum geta verið merki
um blóðleysi af völdum járn-
skorts.
Mattar, hvítar neglur með
dökkri línu fremst eru kallaðar
neglur Terrys. Þetta ástand er
stundum tengt við öldrun en
getur líka verið merki um al-
varlegan sjúkleika eins og
krabbamein, hjartasjúkdóma,
sykursýki eða lifrarsjúkdóma.
Skýr dæld eða lína á miðri
nöglinni er kölluð lína Beus.
Slíkt getur komið í ljós ef vöxt-
ur truflast vegna slyss eða al-
varlegs sjúkleika eins og
hjartaáfalls. Línurnar geta líka
verið merki um vannæringu.
Þegar nöglin losnar frá fingr-
inum er það kallað onycholysis.
Slíkt getur verið fylgifiskur
meiðsla, skjaldkirtilssjúkdóms,
sveppasýkingar, lyfjanotkunar
eða psoriasis, auk þess sem lík-
aminn getur myndað viðbrögð
af þessu tagi við naglaherði
eða akrýlnöglum.
LÍKAMINN
Járnskort, hjartasjúkdóma og
skjaldkirtilssjúkdóma má jafnvel
lesa úr nöglum fólks.
Neglurnar segja heil-
mikið um heilsufarið
Morgunblaðið/ÞÖK
REGLUR um tæknifrjóvgun eru að
breytast í Bretlandi á þann hátt að
foreldrar geti jafnvel valið af hvoru
kyninu væntanlegt barn þeirra er. Á
vef Berlingske Tidende kemur fram
að þetta hafi hingað til einungis ver-
ið leyfilegt af læknisfræðilegum or-
sökum, t.d. til að forðast arfbundna
sjúkdóma. Fyrirhugaðar breytingar
hafa hrint af stað umræðum um sið-
ferðislegar spurningar í þessu sam-
bandi, t.d. um hvort leyfilegt eigi að
vera að ósk um jafnvægi í fjölskyld-
unni geti verið eina ástæðan fyrir
ákvörðun kynsins.
Fyrir tveimur árum lýstu fjórir af
hverjum fimm andstöðu við hug-
myndir af þessu tagi í skoð-
anakönnun í Bretlandi en breska
ríkisstjórnin íhugar þrátt fyrir það
að leyfa breytingarnar. Búist er við
því að niðurstaða liggi fyrir árið
2008, að því er fram kemur í Berl-
ingske. Félagasamtök sem beita sér
fyrir sem bestu siðferði í sambandi
við fólksfjölgun (Comment on
Reproduction Ethics – CORE) eru
alfarið á móti hugmyndunum. Fiona
Pinto sem er með doktorsgráðu í sið-
ferði læknavísinda segir að með því
að breyta reglunum gangi það gegn
grundvallarmannréttindum. Þegar
fólk velji annað kynið velji það hitt
kynið sjálfkrafa í burtu og það sé
rangt. „Ef við byrjum á kyninu er
engin leið að stöðva þróunina. Næst
verður það augna- og háralitur, eða
að fóstureyðing verður valin vegna
þess að ófædda barnið á kannski á
hættu að fá krabbamein þegar það
verður fertugt,“ segir Fiona Pinto.
BARNEIGNIR
Hvort viltu strák
eða stelpu?