Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 18

Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 18
18 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HUGUES Reip situr á gólfinu á vinnustofu kollega síns og vinar, Sigurðar Árna Sigurðssonar mynd- listarmanns, og raðar misstórum ís- lenskum steinum í kringum sig. Steinana ýmist keypti hann eða fann á vikulangri ferð um landið, ásamt unnustu sinni og gallerista, hinum heimsþekkta hönnuði og menningar- frömuði Agnési b. Áður en þessi franski myndlistar- maður hélt í hringferðina um landið, þar sem hann sinnti einni af ástríð- um sínum, steinasöfnuninni, auk þess að njóta náttúrunnar í heild sinni, opnaði hann sýningu í Galleríi Gangi á Rekagranda 8; heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar. „Ég var á leið í frí til Íslands þeg- ar mér bauðst að sýna í Ganginum,“ segir Reip. „Ég þekkti rýmið, hef sýnt þar tvisvar áður, árin 1991 og 2001, og vissi að það þýddi ekkert að flytja einhver þung og umfangsmikil verk hingað. Ég kaus því að sýna létt en þó umfangsmikið verk, sem ég gerði árið 1998 og á rætur hér á Íslandi.“ Verkið er 80 ferhyrndir skyggnu- rammar með jafnmörgum smáblóm- um í og er þeim dreift um rýmið. „Flestum blómunum safnaði ég á ferðum mínum um Ísland, nær undantekningalaust upp til fjalla. Þessi smágerðu blóm fann ég helst á berangurslegum svæðum. Oft eru verkin mín um óvæntar staðsetningar, söfnun og það að setja ólíklega hluti saman. Ég er líka mikill áhugamaður um vísindi, steina, blóm, gastegundir, atóm og slíkt – og það ratar inn í verkin. Formin í blómunum eru svo áhugaverð. Í verkinu sameinast margt; eins og söfnunin og arkitekt- úrískt skipulag. Verkið er í eigu safnara, ég fékk það lánað hjá hon- um, til að blómin gætu snúið heim til ættlandsins um stundarsakir,“ segir hann brosandi. Þess má geta að Reip sýndi í Gerðarsafni á þessu ári. Hann er í hópi kunnari franskra myndlistar- manna af sinni kynslóð og sýnir mestmegnis í heimalandinu, en þó var ein af síðustu sýningum hans í Brooklyn Museum í New York. Myndlist | Hugues Reip með sýningu í Galleríi Gangi Smáblómin snúa til ættjarðarinnar Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Hugues Reip dáist að hrafntinnu sem hann keypti á ferð sinni um landið. FYRIR réttu ári kom þessi sami hóp- ur, reyndar með annan sér til full- tingis, og sýndi verkið Beauty í leik- stjórn höfundar, Eyrúnar Óskar Jónsdóttur. Sú sýning þótti mér ekki heppnast sem skyldi þó svo ástríða aðstandenda væri ótvíræð, bæði gagnvart leikhúsinu og því erindi sem þau áttu við áhorfendur sína. Það er því sem því nemur ánægjulegra verk- efni að geta sagt að sýningarnar núna eru prýðilega unnar og hugsaðar og ágætis skemmtun til viðbótar við þann boðskap sem enn er rótin að því sem gert er. Greinilegt að síðasta ár í Rose Bruford-skólanum hefur skilað hópnum og forsprökkum hans bæði marktækt meiri getu og þó fyrst og fremst meira valdi á meðulum leik- hússins. Til hamingju með það. Að þessu sinni eru sýningarnar tvær, ólíkar að innihaldi og að sumu leyti hvað varðar aðferð, þótt sam- kennin séu líka skýr. Í báðum eru til- raunir með raddbeitingu áberandi og eftirtektarverðar, einnig stílfærðar hreyfingar á einstiginu milli leikhúss og dans. Grundvallaratriði í báðum, og lykillinn að árangrinum, er þó ein- faldleikinn. Einfaldleiki í sviðsetn- ingu, skýrleiki í afstöðu, ögun í efnis- vali. Í þessu liggur stóri munurinn milli ára. Fyrra verkið, Fear, ku vera loka- verkefni Eyrúnar Óskar. Það er skrifað undir áhrifum þjóðsagna, inn- blásið af stærstu ógnum samtímans og óttanum sem knýr menn til voða- verka. Óttanum við hið óþekkta, fjar- læga og framandi. Meginþráðurinn snýst um mann sem steypir heimin- um í glötun þegar hann telur tunglið vera helsta óvin mannkynsins, öxul hins illa mætti segja. Sagan sú hefur yfirbragð hreinræktaðrar þjóðsögu í dæmisagnarkenndum einfaldleik sín- um, og ef til vill hefði áhrifamætti hennar verið enn betur skilað með enn meiri tryggð við lögmál frásagn- arinnar. En val Eyrúnar er líka fær leið, að segja söguna í stílfærðum og sterkum brotum, með innskotum úr öðrum áttum. Ekki hefði ég viljað sjá á bak atriðinu með hermannakonun- um tveimur sem færði hina alheims- legu ógn af geimstríðinu inn í eldhús í öllum sínum hryllingi. Í Fear tekst Eyrúnu og hennar fólki að miðla því sem þau vilja segja með aðferðum leikhússins á kröftugan og eftir- tektarverðan hátt. Nana Del Caballo Allt annar tónn er sleginn í Nana Del Caballo, sem leikstjórinn Gemma Rowan byggir á smáverki eftir García Lorca, El Publico. Ekki þekki ég það verk, en viðeigandi að frum- sýninguna á Íslandi bar upp á dánar- dægur skáldsins. Hins vegar grunar mig að frjálslega sé farið með upp- leggið í þessari sýningu. Grunnurinn var Rómeó og Júlía og staða þeirra sem leikpersóna gagn- vart áhorfendum, höfundi og leik- stjóra. Sýningin var mun óræðari en hin fyrri, en aftur var skýrleiki og ná- kvæmni í fyrirrúmi þannig að hvert atriði og andartak lifði burtséð frá hvort saga eða samhengi væri til staðar. Viðfangsefnið virtist mér vera afhelgun. Afhelgun rómantískrar ást- ar, skáldskapar og karllegrar mynd- ar af konum sem viðfangi. Afhelgun sambands áhorfenda og leikenda var þarna líka. Skemmtilega gróteskt lík- amsmál leikkvennanna myndaði skemmtilega og sterka andstæðu við bleiku kjólana, og illkvittnisleg uppátækjasemi vakti tíðum hlátur í óþarflega þunnskipuðum salnum. Nana Del Caballo er sterk og hugs- unarvekjandi mynd þar sem öryggis- net framvindu og persónusköpunar eru víðs fjarri en samt tekst hópnum að svífa og miðla. Það er gaman að sjá ný andlit á sviðinu, gaman að vita hvað ungt leik- listarfólk er að fást við. Það er síðan enn meira gaman þegar tilraunir heppnast, áræðið borgar sig og erfið- ið við að ná tökum á leklistinni skilar sér. Allt þetta var til staðar í þessari ágætu sýningu Dan Kai Teatro. Óttaleysi Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Dan Kai Teatro Fear Höfundur og leikstjóri Eyrún Ósk Jónsdóttir. Nana Del Caballo Leikstjóri: Gemma Rowan, byggt á El Publico eftir Federico García Lorca. Leikendur: Gemma Rowan, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Kristján Hans Óskarsson, Ixchel Rubio Martínez og Laura González Cortón. Lækjarskóla í Hafnarfirði 19. ágúst KRÚTTKYNSLÓÐIN nær að hluta inn á svokallaða X-kynslóð og @-kynslóð. Þetta er kynslóð sem man ekki eftir sjónvarpslausum fimmtudögum og er alin upp í vernd- uðu umhverfi þar sem frelsi hennar hefur í raun aldrei verið ógnað. Í umræðu hefur þessi stimpill átt einna helst við um fólk í myndlist og dægurtónlist. Hefur þá með tjáning- armáta og framkomu þeirra að gera. Hins vegar er afar varasamt að stimpla heila kynslóð þannig og margt sem er kallað krútt get ég engan veginn séð í því samhengi. Þegar ég hugsa um krútt sé ég fyrir mér eitthvað svaka sætt, saklaust og gelt. Þ.e. list sem flýtur á appolónsk- um hæðum án átaka við díonýsíska eigind. Ég get t.d. ekki litið á tónlist hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem krútt en Sigur Rós er samt jafnan nefnd á meðal helstu fulltrúa krútt- kynslóðarinnar þótt tónlist þeirra sé uppfull af átökum á milli appo- lónskra og díonýsískra afla. Eflaust hafa menn ólíkar hugmyndir um krúttið og því hefur verið gerð til- raun til að skoða þennan stimpil. Fyrst á Listahátíð á Snæfellsnesi og nú í húsakynnum Nýlistasafnsins þar sem 19 listamenn takast á við þemað. Þessi tilraun mun þó seint teljast marktæk skoðun á krúttinu enda er sýningin allt annað en krútt. Fyrir mitt leyti er þetta antí-krútt þar sem kaldhæðnin er í fyrirrúmi, klám og ýmiss konar subbugangur sem hallast miklu frekar í átt til hins díonýsíska taumleysis en appo- lónskra skýja. Samsetningin á lista- mönnunum virðist líka fengin úr frekar lokuðum hópi listamanna (sem hver valdi eiginlega?) og fæstir þeirra gefnir fyrir tóman sætleika. Útkoman er stjórnlaus og ruslaraleg partísýning með forvitnilega yfir- skrift. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá „Krúttinu“ í Nýlistasafninu. „Útkoman er stjórnlaus og ruslaraleg partísýning með forvitnilega yfirskrift.“ Ruslaralegt krútt MYNDLIST Nýlistasafnið Opið miðvikudaga til sunnudags frá kl. 13–17. Sýningu lýkur 3. september. 19 myndlistarmenn Jón B.K. Ransu ÉG minnist þess ekki að hafa heyrt í altsöngkonunni Jóhönnu Halldórs- dóttur áður, en ég er viss um að ég á eftir að hlýða á hana oft í framtíð- inni. Á tónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar var auðheyrt að hún er verulega efnileg; rödd hennar er breið og hljómfögur og margt í túlk- un hennar gaf til kynna að hún býr yfir næmum listrænum skilningi. Vissulega er ýmislegt sem þarfnast frekari fágunar; röddin var dálítið ófókuseruð og loftkennd á neðra sviðinu auk þess sem sumt var ekki alveg hreint, en í það heila var söng- urinn ánægjulegur áheyrnar. Á efnisskránni var fyrst og fremst tónlist frá 17. öld, þar á með- al eftir eitt þekktasta kventónskáld barokktímans, Barböru Strozzi, sem var einmitt söngkona eins og Jó- hanna. Eftir hana var tónsmíðin Di mi dove sei, um aðskilnað og sárs- auka, og var hún töluvert tilþrifa- mikil og sannfærandi í meðförum Jóhönnu. Strozzi féll í gleymsku um langt skeið, en nú virðist aftur hafa vaknað verð- skuldaður áhugi á tónlist hennar. Ekki var allt sungið á tónleik- unum; Heike ter Stal flutti t.d. ein- leiksverk eftir Piccinini en gerði það ekkert alltof vel. Leikur henn- ar var óskýr og stirður, en hann lagaðist er á leið. Hann varð samt aldrei neitt sérlega grípandi, því miður. Mun skemmti- legri var túlkun Guðrúnar Óskars- dóttur á tokkötu eftir Frescobaldi, en hún var í senn vandvirknisleg og lífleg. Steinunn Stefánsdóttir lék einnig prýðilega á sellóið, reyndar oftast sem meðleikari en líka í veigameira hlutverki í einni tón- smíðinni. Eins og áður sagði mátti greina örlitla hnökra á söng Jóhönnu, sjálf- sagt vegna taugaóstyrks. Í síðasta atriði efnisskrárinnar, Lamento d’Arianna eftir Monteverdi, var þó greinilegt að söngkonan var komin í ham og rúmlega það, því söngur hennar var tær, kraftmikill og glæsilegur. Óhætt er að segja að spennandi verði að fylgjast með henni í framtíðinni. Jónas Sen Verulega efnileg söngkona á ferð TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Tónsmíðar eftir Piccinini, Frescobaldi, Monteverdi, Strozzi og fleiri. Jóhanna Halldórsdóttir (alt), Heike ter Stal (teorba), Guðrún Óskarsdóttir (semball) og Steinunn Stefánsdóttir (selló). Söng- og kammertónleikar Jóhanna Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.