Morgunblaðið - 22.08.2005, Page 36
framkalla áleitnar myndir í
huga hlustandans. Það lag
er nota bene líklega eitt
besta lag sem hefur verið
samið á íslenskri grundu
síðan Þeysararnir sömdu
„Rúdolf“.
Þar fyrir utan hefur Alex
eina frambærilegustu rödd
sem undirritaður hefur
heyrt hjá íslensku bandi. Að
vísu er hér ekki um al-
íslenskan söngvara að ræða
– en hvað um það. Raddir
eru einnig hljóðblandaðar
mjög framarlega en það er
annað merki um einurð og
öryggi sveitarinnar í sköpun
sinni.
Eins og áður sagði er
platan ellefu laga en sjötta
lagið „Hlé“ skiptir plötunni í tvo
hluta. Fyrri hlutinn er óneitanlega
auðmeltari og fjörugri en seinni
hlutinn er seigari í gegn. Hug-
myndin á bak við þessa skiptingu er
líklega einhver en hún er ekki
gegnsæ fyrir hinn almenna hlust-
anda og því þarf nokkra festu til að
keyra seinni helminginn í gegn. Í
heild er Arctic Death Ship afbragðs-
plata sem afrekar það sem margir
reyna en fáum tekst – að gera rokk-
tónlist að marktæku listaverki.
HANN er þröngur slóðinn sem
margir tónlistarmenn reyna að fóta
sig á til að falla ekki ofan í hyldýpi
meðalmennskunnar sem gapir á
aðra hliðina og listræns rembings
sem gapir á hina. Í seinni tíð hefur
hljómsveitum eins og Mars Volta
tekist þetta með afbrigðum og hér
áður fyrr tókst Bítlunum að halda
jafnvægi með Hvíta albúminu svo-
kallaða. Arctic Death Ship með Kim-
ono skipar sér í hóp þessara platna
og fleiri náttúrlega. Það fer ekki
framhjá neinum sem hlustar á þessa
ellefu laga plötu að hún er gífurlega
metnaðarfullt og djarft verk. Tón-
smíðarnar eru úthugsaðar og út-
setningarnar frum-
legar án þess að
verða á nokkurn
hátt yfirdrifnar.
Gítarleikurinn er í
alla staði frábær og
bassa- og trommu-
leikur skapa lögunum traustan
grunn. Textar Alex McNeil eru að
sama skapi vandaðir og þó að sumir
þeirra séu greinilega byggðir á per-
sónulegri reynslu sem hlustandinn á
erfitt með að ná utan um eru aðrir á
borð við „Aftermath“ sem ná að
Tónlist
Íslenskar plötur
Kimono eru Kjartan (trommur), Dóri
(bassi), Alex (söngur, gítar) og Gylfi (gít-
ar). Viðbótarásláttur var í höndum Arons
Arnarssonar og Eggerts Pálssonar,
Hrafnkell Flóki spilar á trompet í „Son-
ar“, Leifur Jónsson spilar á básunu og
Þráinn leikur á rhodes-píanó í „Onoma-
topoeia“. Tekið upp og hljóðblandað í
Tíma, Thule og Sýrlandi. Tónjafnað af
Mike Marsh í Exchange í London. Öll lög
eftir Kimono. Textar eftir Alex. Smekk-
leysa gefur út.
Arctic Death Ship – Kimono Höskuldur Ólafsson
Í góðum hópi
36 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„The Island, virkilega
vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
„The Island er fyrirtaks afþreying.
Ekta popp og kók sumarsmellur. “
-Þ.Þ. Fréttablaðið.
l i i .
ll .
- . . r tt l i .
Frábær
Bjölluskemmtun
fyrir alla.
Skelton Key kl. 5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16
Herbie Fully Loaded kl. 6 - 8 - 10
The Island kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16
Dark Water kl. 10 b.i. 16
Madagascar - enskt tal kl. 6 - 8
Batman Begins kl. 6 - 8.30 b.i. 12
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ
KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT
AF EINHVERJUM ÖÐRUM?
fólks sem upplifði hörmungarnar í
landinu fyrir rúmum áratug síðan
og leitaði skjóls á hótelinu á sínum
tíma.
Cheadle var til-
nefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir
hlutverk sitt sem Ru-
sesabagina og myndin
Hótel Rúanda hefur
hlotið viðurkenningar
víða um heim og þótti
meðal annars besta
myndin á Iceland Int-
ernational Film Festi-
val hér á landi fyrr á
árinu.
Hljómsveitin GreenDay neyddist til
að fresta tvennum tón-
leikum í tónleikaferð
sinni um Bandaríkin
vegna skipana frá
lækni söngvarans, Bil-
lie Joe Armstrong.
Armstrong hefur átt
við hæsi og raddleysi
að stríða að und-
anförnu og taldi lækn-
irinn hans ekki ráðlegt
að hann héldi tón-
leikana tvenna vegna
álags á röddina.
Leikarinn DanCheadle heimsótti
á dögunum í fyrsta
sinn hótelið sem fjallað
var um í kvikmyndinni
Hótel Rúanda. Þar fór
Cheadle með hlutverk
Paul Rusesabagina,
hótelstjóra Hotel des
Milles Collines í Rú-
anda. Sagan byggir á
sönnum atburðum í
landinu árið 1994 þeg-
ar Hútúar tóku að út-
rýma fólki af Tútsa-
ættbálknum í Rúanda í
skjóli afskiptaleysis
heimsins. Myndin var
tekin upp í Suður-
Afríku og því hafði
Cheadle ekki komið til
Rúanda fyrr en nú.
Hann sagði það þó
lengi hafa verið á
stefnuskránni hjá sér
og að ferðin hefði ver-
ið einstök í alla staði
en auk þess að heim-
sækja hótelið hitti
hann að máli fjölda
Fólk folk@mbl.is
ÞESSA dagana stendur hljóm-
sveitin Sign í ströngu við upp-
tökur á nýrri breiðskífu sveit-
arinnar. Hljómsveitinni barst
sterkur liðsauki að vestan í þeim
Mark Plati upptökustjóra og
Earl Slick gítarleikara en þeir
voru þeim Sign-mönnum innan
handar í síðustu viku við upp-
tökur á þremur lögum.
Mark Plati hefur áður getið
sér gott orð sem upptökumaður,
-stjóri og hljóðblandari fyrir
ekki ómerkari listamenn en Dav-
id Bowie, Philip Glass, Cure, Na-
talie Imbruglia, Wet Wet Wet,
Ninu Hagen, Pizzicato 5 og
fleiri. Saga Earls Slicks er ekki
verri. Slick hóf feril sinn sem
gítarleikari Davids Bowies og
seinna lék hann inn á Double
Fantasy-plötu Johns Lennons, en
sú plata var sú seinasta sem
Lennon gerði áður en hann féll
fyrir hendi morðingja.
Að sögn Marks og Earls
gengu upptökurnar á lögunum
vel. Mikil orka sé í hljómsveit-
inni og hæfileikarnir ekki af
skornum skammti.
„Þeir minna mig svolítið á mig
sjálfan þegar ég var á þeirra
aldri. Einlægir í tónlistarsköpun
sinni og metnaðargjarnir,“ segir
Mark Plati. „Þetta er svakalegur
skotgrafahernaður þegar maður
er að byrja og það er nauðsyn-
legt að vita að þetta er það sem
maður vill gera og gera það svo
af heilum hug.“
Þeir félagar vilja þó ekkert
gefa upp um mikilvægi þeirra
framlags til upptakanna. „Verk-
efni upptökustjóra er oftar en
ekki að beina hljómsveitum í þá
átt sem þær vilja fara en vita
kannski ekki hvernig. Það er í
raun það sem við Earl höfum
verið að gera með Sign og okk-
ur sýnist þeir vera á réttri
braut.“
Tónlist | Mark Plati og Earl Slick aðstoða Sign
Á réttri
braut
Mark Plati er þekktur
upptökustjóri ytra.
Earl Slick lék á síðustu
plötu Lennons.
Ragnar Sólberg, söngvari
og gítarleikari Sign.
KVIKMYNDIN The 40-Year-Old
Virgin (Fertugur hreinn sveinn) fór
beint í efsta sætið á lista yfir þær
kvikmyndir sem fengu mesta aðsókn
í norður-amerískum kvikmynda-
húsum um helgina. Kvikmyndin
fékk góða dóma gagnrýnenda og
þykir bæði afar fyndin og vel gerð.
Myndin fjallar um Andy, fertugan
karlmann leikinn af Steve Carell,
sem hefur gengið bærilega í lífinu að
öðru leyti en því að hann hefur aldrei
verið með konu. Vinir hans reyna að
koma slíku í kring en ekkert gengur
fyrr en hann hittir Trish, fertuga
þriggja barna móður, leikna af Cat-
herine Keener. Vinir Andys telja að
nú sé björninn loks unninn þar til
þeir frétta af því að Andy og Trish
hafa sammælst um það að sofa ekki
saman.
Önnur ný mynd fór beint í 2. sætið
á listanum. Þetta er spennumyndin
Red Eye (Rautt auga), sem fjallar
um konu, leikna af Rachel McA-
dams, sem lendir í sérkennilegri að-
stöðu um borð í flugvél.
Kvikmyndin Fjórir bræður, sem
var í efsta sæti um síðustu helgi, fór
niður í þriðja sætið.
Í sjöunda sætinu er einnig ný
mynd, Valiant, en það er tölvuteikni-
mynd um bréfdúfu sem vill komast í
hina konunglegu bréfdúfusveit. Ew-
an McGregor ljær bréfdúfunni Vali-
ant rödd sína.
Aðrar vinsælustu myndir í kvik-
myndahúsum þar vestra voru Boð-
flennurnar (Wedding Crashers),
The Skeleton Key, March of the
Penguins, The Dukes of Hazzard,
Kalli og sælgætisgerðin (Charlie
and the Chocolate Factory) og Sky
High.
Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmynd-
irnar í bíóhúsum í Bandaríkjunum
Ný gaman-
mynd beint
á toppinn
Reuters
Catherine Keener mætir til frum-
sýningar myndarinnar 40 ára
hreinn sveinn (The 40 Year-Old
Virgin) sem er vinsælasta myndin í
kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum
um þessar mundir.