Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
FIMMTÁN tegundir plantna hafa
fest rætur á nýju skeri í Breiðamerk-
urjökli, Systraskeri, sem kom upp úr
jöklinum árið 2000. Þegar bræðurnir
frá Kvískerjum, Hálfdán og Helgi
Björnssynir, komu fyrstir manna í
Systrasker haustið 2002 var þar eng-
inn gróður en í leiðangri sem farinn
var í júlí sl. á vegum Náttúru-
fræðistofnunar Íslands kom í ljós að
15 tegundir höfðu numið þar land
síðustu þrjú árin. Einnig sáust
nokkrar mosategundir.
Frá þessu er greint á vef Nátt-
úrufræðistofnunar. Leiðangursmenn
voru Hálfdán frá Kvískerjum, Bjarni
Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, og
Starri Heiðmarsson, grasafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun.
Vöktun í 40 ár
Breiðamerkurjökull, einn stærsti
skriðjökull landsins, hefur stöðugt
verið að hopa og þynnast frá alda-
mótunum 1900. Eftir því sem jökull-
inn hefur lækkað hafa ný jökulsker
litið dagsins ljós, fyrst Kárasker fyr-
ir um 60 árum, seinna Bræðrasker
fyrir um 40 árum og nú Systrasker,
sem sást fyrst haustið 2000 sem fyrr
segir. Þá hafa Esjufjöll gnæft upp úr
jöklinum miðjum og á vef Nátt-
úrufræðistofnunar segir að saman
myndi þessir staðir aldursröð sem
fróðlegt sé að skoða út frá gróður- og
dýralífi. Mun gróðurfar í Esjufjöllum
vera orðið ótrúlega fjölbreytt og
vaxtarlegt miðað við hæð þeirra yfir
sjó, allt að 900 metra. Í fjöllunum
hafa fundist yfir 100 tegundir
plantna.
Eyþór Einarsson grasafræðingur
fylgdist með framvindu gróðurs í
Káraskeri og Bræðraskeri í nærri 40
ár og fékk til þess aðstoð frá Hálf-
dáni Björnssyni. Settu þeir fyrst nið-
ur fasta reiti í Bræðraskeri árið 1965.
Niðurstöðum rannsókna Eyþórs
var lýst í grein í Kvískerjabók, sem
kom út árið 1998, en þá höfðu fundist
hátt í 50 tegundir háplantna og 30
mosategundir í Bræðraskeri og 62
tegundir háplantna og 42 mosateg-
undir í Káraskeri.
Einstakur gróður
Leiðangursmenn í sumar héldu
vöktuninni áfram auk þess sem þeir
settu upp tíu reiti í Systraskeri sem
fylgst verður með í framtíðinni. Þar
hafa sem fyrr segir 15 plöntuteg-
undir numið land og þá fundust þrjár
nýjar tegundir í Bræðraskeri; fjalla-
dúnurt, langkrækill og tófugras. Ein
ný tegund fannst í Káraskeri, eða
maríustakkur. Í leiðangrinum var
einnig gengið umhverfis öll skerin
með GPS-staðsetningartæki til að
meta stærð þeirra og gera sam-
anburð mögulegan í framtíðinni.
Starri Heiðmarsson segir við
Morgunblaðið að sérlega athygl-
isvert verði að skoða hvernig gróðri
reiðir af í Systraskeri, sem er
gabbrósker, en hin skerin eru úr bas-
alti. Hann segir Helga Björnsson
jöklafræðing hafa fyrir nokkrum ár-
um sagt fyrir um hvaða sker kæmi
næst upp úr Breiðamerkurjökli og
reyndist það síðar vera Systrasker.
Starri segir það hafa verið forrétt-
indi fyrir þá Bjarna Diðrik að fara í
leiðangurinn í sumar með Hálfdáni
frá Kvískerjum, sem nálgast nú átt-
rætt en blæs varla úr nös í fjallaferð-
um, hafsjór fróðleiks um íslenskt
dýra- og gróðurlíf.
Þá segir Starri að gróðurinn í
Esjufjöllum sé einstakur, í þetta
mikilli hæð, og hann langi mikið að
komast þangað í leiðangur næsta
sumar.
Kanna jökulsker sem kom fyrst í ljós á Breiðamerkurjökli árið 2000
Ljósmynd/Bjarni Diðrik Sigurðsson
Hálfdán Björnsson og Starri Heiðmarsson fyrir framan Systraskerið á
Breiðamerkurjökli í leiðangri Náttúrufræðistofnunar í sumar.
Fimmtán tegund-
ir hafa fest rætur
Ljósmynd/Starri Heiðmarsson
Burnirót dafnar vel á jökulskerj-
unum á Breiðamerkurjökli, enda
laus við sauðfjárbeit.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stef-
ánsson varð Íslandsmeistari í skák um
helgina, fimmta árið í röð og í sjöunda sinn
á átta árum. Aðeins
tveir íslenskir skák-
menn hafa hampað
titlinum svo oft, þeir
Baldur Möller og
Eggert Gilfer.
Hannes sagði við
Morgunblaðið að
Skákþingi Íslands
loknu að sigurinn í
landsliðsflokki nú
hefði verið erfiðari
en áður. Keppnin
hefði verið jafnari og
margir komið vel
undirbúnir til leiks. Í því ljósi væri sig-
urinn sætur og einnig ánægjulegt að hafa
jafnað met með alls sjö titlum. Hann sem
ungur maður hefði nægan tíma til að slá
sjálft metið og bæta áttunda Íslandsmeist-
aratitlinum í safnið. Hannes stefnir að því
að kljúfa 2.600 skákstiga múrinn um næstu
áramót en hann er næststigahæstur á eftir
Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara.
Tólf ára í landsliðsflokk?
Keppni í áskorendaflokki var mjög jöfn
á Skákþinginu. Þrír urðu efstir og jafnir
og tryggðu sér þátttökurétt í landsliðs-
flokki að ári en fjórir skákmenn verða að
heyja aukakeppni um fjórða lausa sætið.
Meðal þeirra eru Guðlaug Þorsteinsdóttir
og Hjörvar Steinn Grétarsson. Takist öðru
þeirra ætlunarverkið verður um sögulegan
árangur að ræða. Engin íslensk skákkona
hefur til þessa komist í landsliðsflokk og
Hjörvar Steinn yrði sá yngsti, aðeins 12
ára gamall.
Hannes
meistari í
sjöunda sinn
Stefnir á 2.600 | 4
Hannes Hlífar
Stefánsson
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu
hóf þátttöku sína í undankeppni HM í knatt-
spyrnu með 3:0-sigri á Hvít-Rússum á Laug-
ardalsvellinum í gær. Dóra María Lárusdóttir
úr Val skoraði tvö af mörkum íslenska liðsins
og Margrét Lára Viðarsdóttir eitt. Sigurinn er
gott veganesti fyrir leik íslenska liðsins gegn
hinu feikisterka liði Svía en þjóðirnar mætast í
Svíþjóð um næstu helgi. B/8.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, í baráttu við markvörð Hvít-Rússa á Laugardalsvelli í gær.
Góð byrjun hjá kvennalandsliðinu
KYNNING á íslenska skyrinu,
blönduðu dönsku plómusírópi, fór
vel af stað í Tívolí-skemmtigarðinum
í Kaupmannahöfn um helgina. Þeir
2.500 skammtar sem höfðu verið
blandaðir fyrir helgina ruku út og að
sögn Skúla Böðvarssonar hjá Agrice,
sem vinnur að markaðssetningu á ís-
lenska skyrinu á erlendum mörkuð-
um, þarf að útbúa mun fleiri þar sem
matarhátíðin í Tívolí stendur út
þessa viku.
Skúli segir skyrið hafa fengið
mjög góðar móttökur gesta á hátíð-
inni og gríðarlegur straumur verið
um bás Meyers Madhus, sem tók að
sér kynningu á skyrinu. „Skyrið
þótti bragðast mjög vel og margir
höfðu á orði að vel væri hægt að
venja sig á þennan góða og holla
mat,“ segir Skúli.
Íslenska
skyrið sló í
gegn í Tívolí
INNFLUTNINGUR á fólksbílum á
fyrri helmingi ársins nam 13,9 millj-
örðum króna. Þetta er aukning um
tæplega 85% frá sama tíma í fyrra á
föstu gengi. Innflutningur á vöru- og
sendiferðabílum hefur aukist úr 2
milljörðum í 3,4 milljarða.
85% meiri
innflutningur
á fólksbílum
85% aukning | 8
♦♦♦