Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjóðum frábært tilboð til Costa del Sol. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 14. eða 21. sept. frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 14. eða 21. sept. í viku. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 14. eða 21. sept. í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina SKONNORTAN Haukur sigldi seglum þöndum til Bolungarvíkur í gær og var henni fagnað þar með mikilli viðhöfn. Bolungarvík var lengi heimahöfn skipsins. „Það er svo yndislegt veður hér að það er varla að seglin standi,“ sagði Hörður Sigurbjarnarson skipstjóri um borð í Hauki á siglingu inn Djúp- ið til Ísafjarðar frá Bolungarvík í gær. Skonnortan getur einnig siglt fyrir vélarafli og er því beitt þegar byr er óhagstæður. Lagt var af stað frá Húsavík á laugardag og gekk siglingin vel vestur fyrir land, að sögn Harðar. „Við fengum góðan byr hér í Djúpinu og sigldum fullum seglum með dautt á vél. Fínasti byr og yndislegt, eins og þetta á að vera. Við fengum móttökur eins og þjóð- höfðingjar í Bolungarvík. Fjölskylda Birnu Hjaltalín tók á móti okkur með söng og ræðuhöldum. Það komu bátar á móti okkur og settu út reyk- blys síðasta spölinn.“ Fjölskylda Birnu sigldi síðan með Hauknum inn á Ísafjörð með glað- legum söng og spili. Haukur var á sínum tíma í eigu fjölskyldunnar og Vagn heitinn Hrólfsson, eiginmaður Birnu, skipstjóri á bátnum. Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða Haukur er nú notaður til ferða- þjónustu, en var þegar farinn að gegna því hlutverki árið 1976 fyrir vestan þegar hann var notaður til að ferja ferðamenn til og frá Hesteyri í Jökulfjörðum. Skipinu var síðan breytt og það búið seglum. Að sögn Harðar skipstjóra er Haukur eina gaffalreiðaskipið í eigu Íslendinga. Frá Ísafirði liggur leiðin til Reykjavíkur, með viðkomu á Snæ- fellsnesi. Stefnt er að því að koma til Reykjavíkur í síðasta lagi á miðviku- dag. „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða,“ sagði Hörður og vitnaði í gömul sannindi. Hann sagði að mið- að væri við að koma suður í upphafi sjávarútvegssýningarinnar. Þá væri margt fólk í bænum sem tengdist sjávarútvegi. Einnig væri gaman að koma með þetta mjög svo sérstaka skip til Reykjavíkur, því þar var það smíðað í Bátasmiðju Jóns Ö. Jónas- sonar 1973. Skonnortan Haukur er tveggja mastra eikar-seglskúta og í eigu Norður-Siglingar á Húsavík. Í fréttatilkynningu frá útgerð Hauks- ins segir að tilgangur ferðarinnar sé að þjálfa áhöfnina í siglingum ásamt því að kynna skonnortuna fyrir ferðaþjónustuaðilum. Ljósmynd/Reynir Skarsgård Systurnar Soffía, Ingibjörg og Pálína Vagnsdætur sungu sjómannalög á siglingunni til Ísafjarðar í gær. Skonnortan siglir suður Ljósmynd/Norður-Sigling Skonnortan Haukur undir seglum. SIGURLÍN Huld Ívarsdóttir verður vígð djákni í ensku biskupakirkjunni þann 26. sept- ember næstkomandi. Á næsta ári verður hún vígð til prestþjónustu í sömu kirkju. Biskup- arnir Richard Chartres, biskup af London, og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, munu vígja Sigurlín í St. John’s-kirkjunni í Notting Hill í London, þar sem Sigurlín mun síðan þjóna. Er þetta í fyrsta sinn sem guðfræðingur úr íslensku þjóðkirkjunni fær vígslu í ensku biskupakirkjunni. Þetta er mögulegt á grund- velli svonefnds Porvoo-samkomulags sem stuðlar að einingu kristinna kirkna og báðar kirkjudeildirnar eiga aðild að. Ætlaði ekki að verða prestur Sigurlín er fædd og uppalin á Akureyri en hefur búið í Englandi af og til á undanförnum árum, fyrst í Jórvíkurskíri, nálægt Hull, og nú undanfarin tvö ár í London. Sigurlín var búin með ár í guðfræðinámi við HÍ þegar hún flutti ásamt fjölskyldu sinni utan í fyrsta sinn. Að- stæður leyfðu ekki að hún héldi þá náminu áfram í Englandi, bæði var grunnnám í háskóla dýrt ytra og ekki fyllilega sambærilegt við guð- fræðina hér. Sigurlín sneri aftur heim og hélt þá guðfræðináminu áfram. Fjölskyldan flutti svo til London sumarið 2003. Sigurlín hafði þá eignast tvö lítil börn og fæðingarorlof og flutn- ingur milli landa settu strik í námsframvind- una. „Ég átti þá eftir tvö próf, en var búin með kandídatsritgerðina. Síðustu tvö prófin tók ég hér í sendiráðinu. Þetta réðist svolítið af eyrna- bólgum og hlaupabólum,“ sagði Sigurlín. Hún lauk kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Ís- lands haustið 2003. Sigurlín segist ekki hafa farið í guðfræðinám til þess að verða prestur, en eftir að náminu lauk ákvað hún þó að fara í starfsþjálfun á veg- um íslensku þjóðkirkjunnar. Starfsþjálfunin fór fram hjá séra Sigurði Arnarsyni, sendiráðs- presti í London, og hjá séra Jóni Helga Þór- arinssyni í Langholtskirkju. Á sama tíma vann hún kennsluefni um trú og tólf spora kerfið ásamt tveimur stallsystrum fyrir Leikmanna- skóla þjóðkirkjunnar og kenndi þar. Kraftmikill söfnuður Undir jól 2003 fór Sigurlín í fyrsta sinn niður í Westminster í kirkjuhús ensku biskupakirkj- unnar, þar sem skrifstofur hennar eru til húsa. Þar með hófst það ferli sem leiddi til djákna- vígslu hennar og væntanlegrar prestvígslu á næsta ári. „Það er samkirkjuleg samþykkt, kennd við Porvoo, sem bæði íslenska þjóðkirkj- an og biskupakirkjan eiga aðild að. Í henni eru ákvæði um að prestar geti starfað í hvorri kirkju sem er, án þess að skipta um kirkju- deild. Þar eð ég hafði lokið prófi og hafði emb- ættisgengi vildi ég kanna möguleika mína á að starfa undir Porvoo-samkomulaginu í ensku biskupakirkjunni. En ég var ekki vígð. Það voru því engin ákvæði sem héldu beinlínis utan um mig í minni stöðu, en þetta samkomulag er í mótun og þróun svo niðurstaða fékkst í mín mál. Ég tilheyri íslensku þjóðkirkjunni en starfa hér í ensku biskupakirkjunni og geng inn í enska vígsluröð. Ég verð vígð sem djákni nú og sem prestur á næsta ári. Allir prestar ensku biskupakirkjunnar eru djáknavígðir.“ Sigurlín segir að sem djákni geti hún sinnt flestum embættisverkum í ensku biskupa- kirkjunni. Hún geti skírt, gift og jarðað og sinnt flestum prestsverkum öðrum en að ferma. Í ensku biskupakirkjunni eru það ein- ungis biskupar sem ferma. Við altarisgöngu fara djáknar ekki heldur með innsetningarorð né blessa efnin. Það er hlutverk presta og bisk- upa. En djáknar mega leggja brauðið og vínið á altarið og útdeila sakramentunum. Sigurlín mun þjóna í St. John’s-kirkjunni í Notting Hill-hverfinu þar sem hún býr í Lond- on. Hún segir að í söfnuðinum sé mikið af ungu fólki og margt barnafólk. Þetta sé kraftmikill og skemmtilegur söfnuður. Maður Sigurlínar er Helgi Bergs, fram- kvæmdastjóri Kaupþings UK í London. Þau eiga þrjá syni, 18 ára, 7 ára og 5 ára. Íslensk þjóðkirkjukona verður vígð djákni í ensku biskupakirkjunni og brýtur með því í blað KARL Sigurbjörnsson biskup Íslands segir að vígsla Sigurlínar Huldar Ívars- dóttur sem djákna í ensku biskupa- kirkjunni sé kirkju- sögulegur atburður. „Þetta er sögu- legur atburður af því að hann byggist á samkomulagi lúth- ersku kirkjunnar og ensku biskupakirkj- unnar, sem kennt er við borgina Porvoo eða Borgå í Finn- landi. Þetta er í fyrsta sinn sem sam- komulagið er virkjað með þessum hætti. Það er gagnkvæm viðurkenning á emb- ættum kirknanna,“ sagði Karl. Biskupinn af London, dr. Richard Chartres, bauð Karli að predika við vígsluathöfnina 26. september næst- komandi og mun hann gera það og taka þátt í vígslu Sigurlínar. Kirkjusögulegur viðburður Karl Sigurbjörnsson biskup Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Djákni fyrst og prestur svo eftir vígsluröð Sigurlín Huld Ívarsdóttir guðfræðingur. ÞEIR fimm einstaklingar sem tóku þátt í mannráninu við Bónus á Sel- tjarnarnesi sl. föstudag sitja í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 9. september samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á laugardag. Um er að ræða einn 26 ára mann og fjóra félaga hans innan við tví- tugt. Þar af eru þrír sextán ára pilt- ar. Allir eru fimmmenningarnir í einangrunarvist í Fangelsinu Litla- Hrauni og er gæsluvarðhaldið í þágu rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafa allir nema einn mann- anna fimm komið við sögu lögreglu vegna brota. Vegna ungs aldurs yngstu drengjanna er mál þeirra unnið í samvinnu við barnavernd- aryfirvöld. Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn seg- ir lögregluna hafa það að markmiði að flýta rannsókn mála eins og kostur er þegar sakborningar í gæsluvarðhaldi eigi í hlut, sérstak- lega þegar um unglinga ræði eins og hér. Fimm í gæsluvarðhaldi vegna mannráns ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann sem slas- aðist þegar fjórhjól hans valt í Svína- hrauni um tíuleytið í gærmorgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi sjúkrabíl og neyðarbíl fjalla- björgunarsveitar sinnar á vettvang. Hinn slasaði var mjög kvalinn og var slysstaður mjög óaðgengilegur. Var því talin ástæða til að kalla þyrluna út. Maðurinn var talinn viðbeinsbrot- inn og hugsanlega með fleiri áverka og fluttur á slysadeild Landspítalans. Slasaðist er fjórhjól valt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.