Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 13
K atrín hefur sýnt að keis- arinn er nakinn. Stór- veldi heimsins er van- máttugt frammi fyrir ofsareiði náttúrunnar,“ sagði svissneska blaðið Le Temps um afleiðingar fellibylsins Katrínar og flóðanna við Mexíkóflóa fyrir viku. Þessi orð endurspegla viðbrögð margra fjölmiðla um heim allan við hamförunum og neyð íbúanna sem urðu fyrir barðinu á náttúruöflunum. „Eyðileggingin af völdum fellibylsins Katrínar hefur sannað að jafnvel voldugasta stórveldi heimsins er bjargarlaust frammi fyrir „hryðju- verkum“ náttúrunnar,“ sagði pakist- anska blaðið The Nation. Mörg dagblöð í Evrópu sögðu að náttúruöflin hefðu „auðmýkt“ Bandaríkin sem hefðu beðið mikinn álitshnekki sem stórveldi vegna ring- ulreiðarinnar sem ríkti á hamfara- svæðunum. „Það að sjá stórveldi auðmýkt er í sjálfu sér auðmýkjandi,“ sagði í for- ystugrein breska dagblaðsins The Daily Telegraph. Minnti á þriðja heiminn Ástandið á hamfarasvæðunum minnti á Haítí, Sómalíu, Súdan, Bangladesh og fleiri þróunarlönd þar sem neyðarástand hefur skapast vegna stríðs eða náttúruhamfara. Vopnaðir glæpahópar fóru ráns- hendi um New Orleans, skutu jafnvel á þjóðvarðliða, konum var nauðgað, fólk dó af völdum hita og þorsta, lík rotnuðu á götunum, farlama fólk á hjúkrunarheimilum fékk enga umönnun og beið dauða síns. Viku eftir hamfarirnar hafa yfirvöld ekki hugmynd um hversu margir fórust. Bandarískum fréttamönnum blöskraði að það skyldi hafa tekið fimm daga að koma hjálpargögnum til tuga þúsunda manna sem urðu innlyksa í New Orleans. „Hvers vegna var ekki gripið til þess ráðs að varpa niður mat og drykkjarvatni í miklum mæli? Í Banda Aceh í Indónesíu var mat varpað niður til fólksins tveimur dögum eftir flóð- bylgjuna miklu,“ sagði fréttamaður CNN við Mike Brown, yfirmann FEMA, stofnunar sem samhæfir við- brögð yfirvalda í Bandaríkjunum við neyðartilvikum. Rakið til Íraksstríðsins Bandarísk stjórnvöld voru sökuð um að hafa brugðist seint og illa við fellibylnum og ringulreiðin á ham- farasvæðunum þykir sérlega vand- ræðaleg fyrir stjórn George W. Bush forseta vegna þess að hann hefur lagt mjög ríka áherslu á að tryggja ör- yggi landsmanna. Forsetinn hefur reyndar verið sakaður um að hafa einblínt á barátt- una gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum en vanrækt varnir gegn náttúruhamförum. Þá hafa banda- rískir demókratar og fleiri sagt að herseta Bandaríkjamanna í Írak hafi stuðlað að því hversu seint þjóð- varðliðar voru sendir á hamfara- svæðin til að aðstoða við björg- unarstarfið og halda uppi lögum og reglu. „Hér er stórveldi sem getur steypt einræðisstjórnum af stóli þegar því sýnist en situr síðan svo fast í hern- aðarfeninu að það getur ekki brugð- ist á fullnægjandi hátt við neyð tuga þúsunda manna í eigin landi vegna náttúruhamfara,“ sagði breska dag- blaðið Daily Mail. „Þetta hern- aðarlega heimskupar gæti reynst dýrkeypt fyrir Bush forseta, sem er í frjálsu falli í skoðanakönnunum.“ Embættismenn í Louisiana og Mississippi, ríkjunum sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum, þingmenn í Washington og fjölmiðlamenn lýstu viðbrögðunum við hamförunum sem „þjóðarskömm“ og gagnrýndu alrík- isstjórnina harðlega. Embættismenn Bush í Washington sneru vörn í sókn um helgina og lögðu áherslu á að þetta væru líklega mestu nátt- úruhamfarir í sögu Bandaríkjanna og stjórnin hefði gert allt sem í valdi hennar stæði til að vernda íbúa ham- farasvæðanna. „Það var eins og kjarnorku- sprengju hefði verið varpað á New Orleans,“ sagði Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann lýsti eyðileggingunni í borginni. Stjórnvöldum var vissulega mikill vandi á höndum, til að mynda vegna þess að hamfarirnar ollu tjóni á svæði sem er 230.000 ferkílómetrar og helmingi stærra en Ísland. Að- stæður til að afla upplýsinga um ástandið og bjarga nauðstöddum voru mjög erfiðar, meðal annars vegna þess að stór svæði voru án raf- magns og fjarskiptasambands, auk þess sem vegir og flugvellir lokuðust. „Segja má að stormurinn hafi máð 21. öldina af yfirborði Louisiana,“ sagði James Carafano, bandarískur sérfræðingur í almannavörnum. Fyrirsjáanlegur atburður Flestir eru þó sammála um að Bandaríkin hefðu átt að geta gert betur og Bush viðurkenndi að lokum að viðbrögð yfirvalda hefðu verið „óviðunandi“. „Það er ekki hægt að verja það að slíkt gerist í Bandaríkj- unum,“ sagði repúblikaninn Newt Gingrich, fyrrverandi forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Chertoff heimavarnaráðherra hélt því fram um helgina að stjórnin hefði ekki getað séð afleiðingar hamfar- anna fyrir. „Ég tel að enginn hafi séð það fyrir að flóðvarnargarðarnir [í New Or- leans] myndu bresta,“ sagði Bush forseti einnig í sjónvarpsviðtali á fimmtudaginn var. Staðreyndin er hins vegar sú að sérfræðingar í almannavörnum höfðu lengi varað við því að flóðgarð- arnir í New Orleans þyldu ekki fjórða stigs fellibyl eins og þann sem reið yfir ströndina við Mexíkóflóa fyrir viku. Fullyrðing Bush og heimavarnaráðherrans er því ekki rétt. „Sérfræðingar innan og utan rík- isstjórnarinnar hafa ítrekað gefið út viðvaranir á síðustu árum um ein- stæða jarðfræðilega staðhætti í borg- inni [sem er að stórum hluta undir sjávarmáli] og varnarleysi hennar,“ sagði í forystugrein The Washington Post á föstudaginn var. „Og fjölmiðl- arnir endurtóku þessar viðvaranir með háværum og áberandi hætti, bæði í landinu öllu og í Louisiana. Hvernig getur staðið á því að borgin, sambandsríkið og alríkisstjórnin voru ekki með neyðaráætlun sem hægt hefði verið að koma í fram- kvæmd með skjótum hætti?“ Times-Picayune, stærsta dagblað New Orleans, og The New York Tim- es birtu ítarlegar greinar fyrir þrem- ur árum þar sem varað var við hættu sem New Orleans stafaði af flóðum í kjölfar mjög öflugs fellibyls. Times- Picayune lýsti líklegum afleiðingum slíkra hamfara mjög nákvæmlega samkvæmt spá sérfræðinga sem voru svo sannspáir að furðu sætir. FEMA, fyrrnefnd almannavarna- stofnun, komst einnig að þeirri nið- urstöðu fyrir fjórum árum að stór- skaðlegur fellibylur í New Orleans væri á meðal „þriggja líklegustu hamfaranna“ sem Bandaríkin stæðu frammi fyrir. Í ljósi þessara viðvarana óskaði USACE, stofnun sem annast slíkar framkvæmdir, eftir því að auknu fé yrði varið til að styrkja flóðvarn- argarðana í New Orleans til að bjarga borginni. Forsetinn varð ekki við beiðninni og beitti sér fyrir miklu minni fjárveitingum til verkefnisins en stofnunin bað um. Framkvæmd- irnar stöðvuðust vegna fjárskorts í sumar í fyrsta skipti í 37 ár. Taka skal fram að ólíklegt þykir að hægt hefði verið að ljúka fram- kvæmdunum áður en fellibylurinn reið yfir. Demókratar og fleiri, sem hafa gagnrýnt stefnu Bush, segja hins vegar að þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum um að skattalækk- anir Bush og kostnaðurinn af herset- unni í Írak hafi orðið til þess að Bandaríkin séu varnarlausari en áð- ur. Gagnrýna forgangsröðunina Þeir sem gagnrýna stjórn Bush segja að hún hafi lagt of mikla áherslu á hryðjuverkahættuna en of litla áherslu á varnir gegn nátt- úruhamförum. „Við erum að missa sjónar á þeirri staðreynd að við bú- um við stöðuga hættu á jarð- skjálftum, skógareldum, flóðum og fellibyljum,“ hafði Los Angeles Tim- es eftir Mark Ghilarducci, fyrrver- andi embættismanni almannavarna- stofnunar í Kaliforníu. The New York Times sagði í for- ystugrein að Bush og leiðtogar repú- blikana yrðu að breyta forgangsröð- uninni. „Bregðist þeir við þessu með því að samþykkja nokkrar nýjar neyðaraðgerðir og snúa sér síðan aft- ur að áformunum um frekari skatta- lækkanir þá þurfa Bandaríkjamenn að horfast í augu við þá staðreynd að þeir sitja uppi með leiðtoga sem hafa hvorki kunnáttu né vilja til að stjórna.“ Flestir þeirra sem urðu innlyksa í New Orleans eru fátækir blökku- menn og neyð þeirra beindi athygl- inni að gjánni milli fátækra og ríkra Bandaríkjamanna. „Hafi einhver vafi leikið á því að í auðugasta ríki heims fyrirfinnist félagslegt óréttlæti, mis- rétti og fátækt sem jafnist á við ástandið í þriðja heiminum, þá hafa þær efasemdir horfið í myrkan sjó Mexíkóflóa,“ sagði dagblaðið El Per- iodico í Barcelona. Stórveldið vanmáttugt gagnvart náttúruöflunum Reuters Barn, sem lifði af fellibylinn Katrínu, drekkur úr flösku á íþróttaleikvangi í Texas. Flóttafólk frá New Orleans var flutt þangað um helgina. Fréttaskýring | Bush Bandaríkjaforseti hefur verið sakaður um að einblína á hryðjuverkavána en vanrækja hættuna sem stafar af náttúruöflunum, skrifar Bogi Þór Arason í grein um viðbrögðin við hamförunum við Mexíkóflóa. ’Það er ekki hægt aðverja það að slíkt gerist í Bandaríkjunum.‘ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 13 ERLENT Genf. AFP. | Um 300.000 til 400.000 börn misstu heimili sín af völdum fellibylsins Katr- ínar og flóðanna við Mexíkó- flóa, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF). „UNICEF þykir það miður að sjá, enn einu sinni, að það er fátækasta fólkið, varn- arlausustu íbúarnir, sem þjást,“ sagði talsmaður UNI- CEF, Damien Personnaz. „Börn eru um þriðjungur eða fjórðungur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna,“ sagði hann. „Þetta þýðir að af um 1,32 milljónum manna sem misstu heimili sín eru um það bil 300.000 til 400.000 börn. Þetta er gríðarhá tala og börnin verða heimilislaus í margar vikur, jafnvel mánuði.“ Allt að 400.000 börn heimilislaus Fimmtán fórust í eldsvoða í París FIMMTÁN manns, þar af að minnsta kosti þrjú börn, létu lífið í eldsvoða í París í fyrrinótt. Um 30 voru fluttir á sjúkrahús. Eldurinn kviknaði í fjölbýlishúsi í úthverfi borgarinnar og er talið að um íkveikju sé að ræða. Þrjár stúlk- ur á aldrinum 16-18 ára voru yf- irheyrðar vegna brunans en lög- reglan veitti ekki upplýsingar um hvort þær væru grunaðar um að hafa kveikt eldinn. Patrick Sève, borgarstjóri Par- ísar, sagði að sjónarvottar hefðu séð ungmenni kveikja í póstkössum í anddyri byggingarinnar. Þetta var þriðji stórbruninn í París á skömmum tíma. Embætt- ismenn segja að bruninn í fyrrinótt líkist ekki hinum brununum tveim- ur, sem urðu í niðurníddum fjöl- býlishúsum þar sem hælisleitendur höfðust við. Eldurinn kviknaði í 18 hæða fjöl- býlishúsi í Hay-les-Roses, suður af París. Um þrjár stundir tók að ráða niðurlögum eldsins en allar íbúðir í húsinu, 110 að tölu, voru rýmdar. Margir íbúanna fengu reykeitrun, þar af fimmtán alvarlega. Rehnquist látinn WILLIAM H. Rehnquist, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, lést í fyrrakvöld af völdum krabbameins í skjaldkirtli. Rehn- quist var á 81. ald- ursári. Hann sat í réttinum í þrjá ára- tugi. Richard Nixon, þáverandi Banda- ríkjaforseti, skipaði Rehnquist hæsta- réttardómara árið 1971 og hann tók sæti í réttinum árið 1972. Ronald Reagan skipaði Rehn- quist síðan forseta réttarins árið 1986. Hæstiréttur Bandaríkjanna þykir hafa færst til hægri á undanförnum áratugum og var það einkum rakið til áhrifa Rehnquists. Hann var andvígur fóstureyðingum, auknum réttindum samkynhneigðra, tak- mörkunum á skotvopnaeign o.fl. Hann skilaði oft séráliti þegar rétt- urinn kvað upp dóma. Fráfall Rehnqvists þýðir að tvö dómarasæti eru nú laus í réttinum en Sandra Day O’Connor sagði af sér embætti fyrr á þessu ári vegna aldurs. John Roberts alríkisdómari hefur verið tilnefndur hæstarétt- ardómari en bandaríska öld- ungadeildin á eftir að staðfesta til- nefninguna. Tugir flótta- manna drukkna ÓTTAST er að um 75 flóttamenn hafi drukknað þegar þeir reyndu að synda marga kílómetra frá báti að landi í Jemen í gær. Fólkið var að reyna að komast frá Sómalíu til Jemens. Þeir sem lifðu af segja að 250 manns hafi verið á tveimur bát- um og að þeim hafi verið skipað að synda marga kílómetra að landi með fyrrgreindum afleiðingum, að sögn BBC. Þúsundir Sómala og Eþíóp- íumanna reyna að komast til Jemen og þaðan til Evrópu á hverju ári. Jacques Chirac á sjúkrahús JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, var fluttur á sjúkrahús á föstudaginn var vegna sjóntruflana sem talið er að stafi af smávægilegum æðaþrengslum. Læknar hans sögðu í gær að líð- an Chirac væri „mjög viðunandi“. Læknar munu fylgjast með ástandi forsetans næstu daga og bú- ist er við að hann verði á sjúkrahús- inu í um það bil viku. Jacques Chirac William Rehnquist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.