Morgunblaðið - 05.09.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ER fyrirfram smeykur við
múslíma. Mér sýnist að mörg óáran í
heiminum tengist þeim trúar-
brögðum. Hryðuverka-
menn samtímans eru
líka flestir múslímar.
Q.e.d., þessvegna er ég
fyrirfram smeykur.
Mér er sagt að islömsk
lög séu æðri öðrum
lögum hjá múslimum.
Ég er því fyrirfram
smeykur við að hingað
komi illir múllar á veg-
um múslima og hvetji
þeirra ungu sálir til
óhæfuverka. Ýmislegt í
fari múslíma veldur því
að mér finnst öruggara
fyrir Íslendinga að tak-
marka sem mest inn-
flutning þeirra. Ég
vorkenni að vísu hvers-
konar strangtrúarfólki,
vegna þess andlega
ófrelsis sem það und-
irgengst. En strang-
trúarfólk er því miður
oft árásargjarnt og
óumburðarlynt. Hvað
gerðist í krossferð-
unum?
Mér er sagt að ekki megi lengur
kenna kristnifræði í skólum, og músl-
ímakrakkar fái frí frá trúar-
bragðatímum. Í mínu ungdæmi var
kristnifræði uppsláttarfag, sem ég
lærði utanbókar, alveg án þess að ég
hafi lagt trúnað á biblíusögur, hvorki
þá né síðar.. Ég held samt að það hafi
ekkert skaðað mig að hífa upp aðal-
einkunnina með þessu hætti. Ekki
frekar en að mér var skipað að læra
margföldunartöfluna án þess að vilja
það sjálfur. Skólarnir núna virðist
hættir að sinna þessu grundvall-
aratriði reikningskennslunnar og ég
þekki tólf ára börn sem geta ekki
reiknað af því þau kunna ekki töfl-
una.
Mér heyrðist að til hafi staðið að
banna að gefa börnunum svínakjöt í
gamla skólunum mínum af tillitsemi
við einhverja innflutta trúarhópa.
Það var hellt uppí mig lýsi í þessum
skóla í dentíð án þess að ég fengi
rönd við reist. Er ekki þetta umburð-
arlyndi okkar ekki komið útí öfgar?
Verður ekki að ríkja agi í þjóðfélag-
inu á undan eftirgjöfum?
Ég er líka fyrirfram smeykur við
blökkumenn. Í Bandaríkjunum eru
þeir um 10% fólksins en fremja há-
vaðann af öllum glæpum í landinu.
Meðal þeirra virðast finnast fleiri
frumstæðir einstaklingar en meðal
annarra kynþátta. Sem valdahópar
eða þjóðir fara blökkumenn gjarnan
mjög illa með fólk eins og er í Afr-
íkuríkjunum. Við blasir að það er
mjög erfitt fyrir svarta
og hvíta að samlagast.
Þessvegna held ég að
innflutningur á blökku-
fólki til Íslands eigi að
vera í lágmarki, bæði
þess fólks og okkar
vegna.
Núna ríkir neyð víð-
ast hvar í Afríku þar
sem áður var gnægta-
búr á nýlendutímunum.
Ég las það í frönsku
blaði eftir virtan stjórn-
málamann, að eina leið-
in til að bjarga Afríku sé
að þeir leggi inn sjálf-
stæðið og verði nýlendur
aftur. Mér finnst þetta
ekki það vitlausasta sem
ég hef heyrt. Verst settu
þjóðunum kæmi best, að
leggja sjálfstæðið inn til
SÞ til geymslu meðan
stofnunin reyndi að
koma böndum á ástand-
ið. Þessháttar stjórn-
arbót kemst hinsvegar
ekki á nema með algeru stjónvaldaaf-
sali og hervaldi. SÞ reyndu til dæmis
til þrautar að koma á reglu á Haiti í
með samvinnu og aðstoð við þarlent
fólk. Þær urðu að gefast upp og
hætta. Þar ríkir nú alger skálmöld.
Afríkupreláti einn kom fram á dög-
unum í íslenzku sjónvarpi og sagði að
skuldaniðurfelling Afríkuríkja væri
ágæt byrjun. Nú þyrfti hjálpin hins-
vegar að fara að berast sem fyrst.
Mun neyðin í Afríku ekki halda
áfram hvað sem sent er þangað? Afr-
íkuþjóðirnar flestar geta ekki séð fót-
um sínum forráð því fólkið þar virðir
hvorki lög né mannréttindi. Það virð-
ist því næsta vonlaust að senda Afr-
íkumönnum mat, peninga eða vopn til
að breyta núverandi ástandi. Vanda-
mál Afríkuþjóðanna er að agann
vantar í þjóðfélögin og þjóðirnar geta
ekki haldið honum uppi sjálfar vegna
uppeldisleysis og offjölgunar.
Ég er smeykur við afleiðingar þess
fyrir íslenzka þjóð, að flytja inn hópa
af framandi fólki, sem er aðeins að
flýja fátæktina heima fyrir. Því fá-
tækt og offjölgun er það eina sem nóg
er af í heiminum. Er ekki blekking að
kalla slíkt fólk flóttafólk til að vekja
samúð almennings? Hvað er fólk að
flýja sem flýr eigin þjóð? Kólumbía
er ekki tiltakanlega vanþróað lýð-
ræðisríki. Vissulega hefur Asíufólkið
auðgað þjóðlífið okkar á margan hátt,
en hvort það samlagast okkur efa ég.
Af hverju erum við skipulega að
búa innflytjendavandamál til hér
þegar við þurfum þess ekki? Nú eru
StórDanir víst fyrirsjánlega að deyja
út í landi sínu og aðrir kynstofnar
munu byggja Danmörku framtíð-
arinnar, þökk sé innflytjendavíðsýn-
inni. Og Bretland stefnir í að verða
múslímaríki aðfluttra. Viljum við að
einhverjir lesi fornsögur okkar í
framtíðinni? Hvað þolir tungan mik-
inn innflutning fólks?
Ég er smeykur við að núlifandi Ís-
lendingar, bæði á mínum aldri og
yngri, hugsi ekki fram í tímann og
séu uppteknir af stundarhag sínum
og sjálfsaðdáun. Ég er smeykur við
þann hugsunarhátt, að ein kynslóð
Íslendinga telji sig geta sölsað undir
sig verðmæti þjóðarinnar, sem marg-
ar kynslóðir á undan hafa byggt upp.
Sóað því síðan í sjálfa sig með skatta-
lækkunum án tillits til afkomend-
anna.
Ég er smeykur við að einstakir
valdamenn okkar telji sig æ bærari
að ráðstafa verðmætum lands og
þjóðar í sína og sinna þágu, án þess
að nokkur minnist Einars Þveræ-
ings.
Já, – stundum er ég smeykur.
Stundum er
ég smeykur
Halldór Jónsson fjallar
um ólíka kynþætti
Halldór Jónsson
’Af hverju erum við skipu-
lega að búa
innflytjenda-
vandamál til hér
þegar við þurf-
um þess ekki?‘
Höfundur er verkfræðingur.
SÍÐDEGIS í gær, í þættinum
Víðsjá á Rás 1, fjallaði Bjarni
nokkur Bjarnason um ráðstefnu
samkynhneigðra í
Færeyjum sem haldin
var þar í síðustu viku.
Fór hann hörðum orð-
um um mennta-
málaráðherra eyjanna
og aðra tvo kristna
stjórnmálamenn þar í
landi sem telja sam-
kynhneigðan lífstíl og
kynlíf samkyn-
hneigðra óeðlilegt.
Nefndi hann a.m.k.
þrjá þeirra með nafni
og kallaði þá „tríó
færeyskra Bakkabræðra“ sem
gerðu sig seka um „heimsku“,
„falska tóna“ og „yfirgengilega
sértrúarþröngsýni“. Sagði hann
orð menntamálaráðherrans væri
sennilega „Norðurlandamet í
heimsku“. Sagði hann skoðanir
þeirra „andlátshryglur úrkynjaðra
viðhorfa“ og að hér væru á ferð-
inni „ómannúðleg viðhorf kristinna
öfgamanna“ og bætti við að „taka
þyrfti höndum saman til að koma
þeim frá“. Talaði hann auk þess
háðuglega um annað kristið fólk í
Færeyjum. Ummæli pistlahöfund-
arins voru með ólík-
indum.
Ég var sjálfur í
Færeyjum sl. viku og
hitti suma þessara
færeysku stjórnmála-
manna við kirkju-
vígslu í Þórshöfn.
Þeir eru þjóð sinni til
sóma.
Fyrir stuttu var
fréttamaður útvarps-
ins á Selfossi leystur
frá því starfi og hon-
um fengið annað inn-
an stofnunarinnar vegna þess að
hann fór niðrandi orðum um
þekkta menn í okkar þjóðfélagi.
Mér er spurn, má fara niðrandi
orðum um forystumenn einnar
okkar bestu nágrannaþjóðar? Í
gær var Davíð Oddsson utanrík-
isráðherra í Færeyjum þar sem
hann hitta suma þessara manna
og undirritaði viðskiptasamning
við þá fyrir hönd Íslands. Við vilj-
um hafa góð tengsl við þessa
frænd- og vinaþjóð og forðast að
fara niðrandi orðum um þá, þótt
svo við séum þeim e.t.v. ekki sam-
mála um alla hluti. Kristin siðferð-
isviðhorf eru hátt metin í Fær-
eyjum enda þjóðin mun betur
kristin en við Íslendingar. Þeir
vilja halda í þau viðhorf og efla
gott siðferði með þjóð sinni og það
mega þeir.
Mér finnst það okkur Íslend-
ingum til skammar að ríkisrekinn
fjölmiðill skuli leyfa sér að níða
niður færeyska stjórnmálamenn
vegna þess að þeir eru kristnir og
andsnúnir samkynhneigðum lífs-
stíl. Má fara um menn niðrandi
orðum í opinberum fjölmiðli fyrir
það eitt að þeir eru á móti sam-
kynhneigðum lífsstíl og staðfestri
samvist samkynhneigðra? Ef
gagnkynhneigðir hafa talað ógæti-
lega og farið dæmandi orðum um
samkynhneigða þá hafa þeir ald-
eilis fengið að heyra það frá þeim
síðarnefndu og þeim hótað máls-
sókn, en virkar þetta bara í aðra
áttina? Hvers konar þjóðfélag er-
um við að verða? Hvað um um-
burðarlyndi fyrir skoðunum ann-
arra?
Mér finnst að umræddur Bjarni
Bjarnason eigi að biðjast afsök-
unar opinberlega á ummælum sín-
um um hina færeysku stjórn-
málamenn ella verði honum sagt
upp starfi sem pistlahöfundur hjá
RÚV. Ekki á að leyfst að menn
noti opinberan fjölmiðil til að ata
aðra auri.
Færeyingar skammaðir í Víðsjá
Friðrik Schram fjallar
um ummæli Bjarna Bjarna-
sonar í Víðsjá ’Mér finnst að um-ræddur Bjarni Bjarna-
son eigi að biðjast afsök-
unar opinberlega á
ummælum sínum um
hina færeysku stjórn-
málamenn.‘
Friðrik Schram
Höfundur er prestur.
SÍÐAN Ísland gerðist aðili að
Evrópska efnahagssvæðinu hafa við-
skipti neytenda yfir landamæri auk-
ist. Ýmsar pólitískar,
landfræðilegar og
tæknilegar hindranir
sem áður stóðu því í
vegi að neytendur
keyptu vöru og þjón-
ustu í öðru ríki hafa
verið á undanhaldi.
Samfara þessari þróun
hefur framkvæmda-
stjórn Evrópu-
bandalagsins (EB)
reynt að efla traust
neytenda á milliríkja-
viðskiptum sem veitir
innlendum seljendum
aukna samkeppni.
Aukið valfrelsi neyt-
enda í viðskiptum er
talið leiða til lægra
verðs og meiri gæða á
ýmiss konar vöru og
þjónustu.
Á vettvangi fram-
kvæmdastjórnarinnar
hefur verið unnið að
því að samræma reglur
aðildarríkjanna á ýms-
um sviðum viðskipta,
meðal annars þær sem snerta neyt-
endur. Forsenda fyrir trausti neyt-
enda er að reglur sem gilda eiga um
viðskipti þeirra séu skýrar og að-
gengilegar. Engin lög eru góð nema
þeim verði framfylgt með viðhlítandi
hætti. Öryggisleysið sem fylgir því
að versla við fjarlægan seljanda kall-
ar á að neytandi geti aflað sér upp-
lýsinga um löggjöf í landi seljanda
sem ætlað er að gilda um viðskiptin.
Einnig þarf neytandi að eiga þess
kost að fá leyst úr vandamálum sem
risið geta vegna kaupanna.
Með framangreint í huga settu að-
ildarríki Evrópubandalagsins í sam-
starfi við framkvæmdastjórnina á
laggirnar tvö þjónustunet, European
Consumer Centre og EEJ-Net, sem
hafa það hlutverk að aðstoða neyt-
endur í tengslum við kaup á vöru og
þjónustu af seljanda í öðru aðild-
arríki. European Consumer Centre
hefur haft að meginstefnu til það
hlutverk að annast samskipti neyt-
enda við seljendur á fyrstu stigum
ágreinings en ef ekki næst að leysa
úr hefur EEJ-Net veitt leiðsögn um
viðeigandi úrskurðaraðila til að
skera úr ágreiningi. Frá árinu 2004
hefur verið stefnt að samruna þess-
ara þjónustuneta í eitt, það á að heita
European Consumer Centre Net
(Evrópska neytendaaðstoðin). Að
minnsta kosti ein miðstöð á að starfa
í hverju aðildarríki.
Ísland og Noregur hafa tekið þátt
í ofangreindu samstarfi vegna að-
ildar sinnar að hinu
Evrópska efnahags-
svæði. Evrópska
neytendaaðstoðin á Ís-
landi tók til starfa á
stofndegi þessa sam-
starfs hinn 16. okt.
2001. Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið hafði
frumkvæði að því að
tryggja þátttöku Ís-
lands og hafði umsjón
með starfinu í upphafi
en í byrjun árs 2003
tóku Neytenda-
samtökin við starf-
rækslu útibúsins.
Kostnaður af rekstr-
inum skiptist jafnt á
milli íslenska ríkisins
og framkvæmda-
stjórnar EB.
Íslenska ríkið hefur
fram til þessa ekki ver-
ið fullur þátttakandi í
samstarfinu heldur hef-
ur starfsemi útibúsins
hér á landi að mestu
einskorðast við að
benda neytendum á þar til bæra úr-
skurðaraðila sem geta skorið úr
ágreiningi þeirra við seljendur vöru
eða þjónustu (EEJ-Net starfsemi).
Þessi verkefni hafa að mestu verið
unnin af einum löglærðum starfs-
manni samtakanna sem eyðir hluta
af sínum starfstíma í þágu þessa
málaflokks. Framkvæmdastjórn EB
leggur áherslu á að íslenska ríkið búi
vel í haginn fyrir starfsemina hér á
landi sem vonandi getur sinnt neyt-
endum betur í náinni framtíð. Mætti
nefna sem dæmi:
að veita neytendum lagalega ráð-
gjöf áður en þeir kaupa vöru eða
þjónustu af seljanda í öðru aðild-
arríki.
að miðla upplýsingum um neyt-
endalöggjöf innan Evrópu-
bandalagsins.
að vinna úr og kynna upplýsingar
sem varða neytendakaup í aðild-
arríkjunum, t.d. verð- og gæðakann-
anir.
að aðstoða neytendur þegar álita-
mál rísa vegna kaupa þeirra á vöru
eða þjónustu af seljendum í öðrum
aðildarríkjum, eftir atvikum með
milligöngu eða með því að vísa kvört-
unum til viðeigandi úrskurðaraðila.
að vekja athygli á starfsemi Evr-
ópsku neytendaaðstoðarinnar og
möguleikum neytenda til að fá skorið
úr ágreiningi frammi fyrir sjálf-
stæðum úrskurðarnefndum.
að eiga gott samstarf við önnur
útibú Evrópsku neytendaaðstoð-
arinnar, yfirvöld neytendamála,
neytendasamtök, aðila viðskiptalífs-
ins og önnur sérhæfð úrlausnarnet,
t.d. Solvit og Fin-net.
Hinn góði og gegni neytandi
Álitaefni sem rísa í tengslum við
kaup neytenda á vöru og þjónustu af
seljanda í öðru landi koma að jafnaði
ekki til kasta almennra dómstóla.
Vafalaust er ein helsta ástæðan sú,
að þannig málaferli kosta mikinn
pening, tíma og óhagræði í sam-
anburði við verð þeirrar vöru eða
þjónustu sem um er deilt. Eftir sem
áður geta hagsmunir sem í húfi eru
skipt neytandann miklu máli sam-
anborið við hans eigin efnahag.
Evrópskum neytendum býðst að
jafnaði mikið úrval vöru og þjónustu.
Að sama skapi geta álitaefnin sem
rísa í tengslum við kaupin verið
margþætt og ekki alltaf fyr-
irsjáanleg. Ekki er langt síðan sögur
fóru af íslenskum „ofurhugum“ sem
ferðuðust til landa í Austur- og Mið
Evrópu í þeim tilgangi að láta gera
við tennurnar í sér fyrir lítinn pen-
ing. Þeir sem versla ferðir af erlend-
um flugfélögum eða ferðaskrif-
stofum, í stað þeirra íslensku, kunna
einnig að hafa sparnaðarsjónarmiðin
að leiðarljósi, einnig þeir sem kaupa
bifreiðar á internetinu af erlendum
söluaðilum og svo framvegis. Hinn
gegni og góði neytandi hlýtur samt
ávallt að leiða hugann að því hver
hinn fjarlægi seljandi er, reglum sem
gilda eiga um viðskiptin, gæðum hins
selda og hvernig brugðist skuli við ef
eitthvað fer úrskeiðis við kaupin.
Að lokum
Hugsunin að baki Evrópsku neyt-
endaaðstoðinni er að efla traust
neytenda á viðskiptum við seljendur
í öðrum ríkjum. Fram að þessu hefur
hlutverk starfseminnar hér á landi
aðallega falist í því að aðstoða neyt-
endur við úrlausn deilumála en verk-
efnum kann að fjölga eftir því sem
viðskipti neytenda við útlönd verða
meiri. Ástæða er til að hvetja þá sem
kjósa að versla á hinu Evrópska
efnahagssvæði til að nýta sér þessa
þjónustu og um leið yfirvöld til að
styðja vel við bakið á henni.
Evrópska neytenda-
aðstoðin á Íslandi
Eiríkur A. Eggertsson
fjallar um Evrópsku
neytendaaðstoðina
’Kostnaður af rekstrinum
skiptist jafnt á
milli íslenska
ríkisins og fram-
kvæmdastjórn-
ar EB. ‘
Eiríkur Áki Eggertsson
Höfundur er fyrrverandi
starfsmaður Neytendasamtakanna.