Morgunblaðið - 05.09.2005, Page 31

Morgunblaðið - 05.09.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 31 DAGBÓK Kennsla hefst 12. september Upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 14-18 www.ballett.is Álandinu eru stödd um þessar mundinhjónin Mary Ellen Mark og MartinBell. Bæði eru þau í fremstu röð hvortá sínu sviði: Mary Ellen er heims- frægur ljósmyndari og Martin margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður. Þau halda í kvöld kl. 20 fyrirlestur og sýningu á verkum sínum í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Einar Falur Ingólfsson er einn af aðstand- endum viðburðarins sem haldinn er á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur. „Þetta er í fjórða sinn sem Mary Ellen Mark kemur til landsins. Fyrst kom hún hingað sem ferðamaður og í tvö skipti opnaði hún sýningar á verkum sínum á Kjarvalsstöðum: yfirlitssýningu árið 1994 og sýn- inguna American Odissey árið 2001. Að þessu sinni er hún hér á landi til að vinna að ljós- myndaverkefnum sem birtast munu í Morg- unblaðinu.“ Martin Bell, eiginmaður Mary Ellen, er kvik- myndagerðarmaður og einkum kunnur fyrir heimildarmyndir sínar, eins og myndina Streetw- ise sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna á sínum tíma, en auk þess hefur hann hlotið ótal verðlaun fyrir kvikmyndir sínar og auglýsingar. „Á fyrirlestrinum í Hafnarhúsinu mun Mary Ellen sýna myndirnar úr nýjustu bók sinni, Ex- posure, sem kom út á vegum Phaidon í ár en í bókinni getur að líta yfirlit yfir 40 ára ljós- myndaferil hennar,“ segir Einar Falur. „Þá mun Martin Bell sýna splunkunýja stuttmynd, Erin, sem fjallar um konuna Tiny. Henni hafa þau hjónin fylgt eftir síðustu 20 árin og myndað reglulega en Tiny var ein aðalhetja Streetwise, sem einnig varð að frægri bók, og segir frá hópi götubarna í Seattle. Var Tiny ein þeirra en hún er nú orðin 36 ára gömul níu barna móðir. Hún hefur átt ansi viðburðaríka ævi eins og fólk mun sjá bæði af ljósmyndum Mary Ellen og kvik- mynd Martins.“ Einnig mun Mary Ellen sýna ljósmyndir úr bókinni Twins sem kom út árið 2003. Eins og tit- ill bókarinnar gefur til kynna eru í bókinni myndir af tvíburum. Í lokin mun Martin sýna samnefnda kvikmynd sem hann gerði þegar Mary Ellen vann að bók sinni. Einar Falur segir hjónin hafa hrifist mjög af landi og þjóð en Mary Ellen hefur ljósmyndað margbreytilegt mannlíf hér á landi, meðal annars busavígslu og réttir, auk þess að hún tók port- rettmyndir af nokkrum íslenskum myndlist- armönnum og varði heilum degi við ljósmyndun í Öskjuhlíðarskóla. Ljósmyndun | Ljósmyndari og heimildarmyndasmiður í fremstu röð á Íslandi Mary Ellen Mark og Martin Bell  Einar Falur Ingólfs- son fæddist í Keflavík 1966. Hann lauk námi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1991 og mastersgráðu í ljós- myndun frá School of Visual Arts í New York árið 1994. Hann hóf störf hjá Morg- unblaðinu fyrir 25 ár- um og hefur verið við- loðandi blaðið síðan, síðustu 10 árin sem myndstjóri. Sambýliskona Einars Fals er Ingibjörg Jó- hannsdóttir, skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík, og eiga þau tvær dætur. Skynsamlegur siður. Norður ♠843 ♥ÁD7 N/Enginn ♦ÁG ♣DG632 Vestur Austur ♠65 ♠KD1092 ♥9542 ♥863 ♦86432 ♦1097 ♣K7 ♣Á10 Suður ♠ÁG7 ♥KG10 ♦KD5 ♣9854 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 1 spaði 3 grönd Pass Pass Pass Einn besti siður sem hægt er að temja sér við spilaborðið er að hugsa sig vel um áður en spilað er í fyrsta slag. Sem er einfalt fyrir tvo spilara – þann sem á út og sagnhafa. Þessir tveir geta tekið sér þann tíma sem þeir þurfa án þess að trufla framgang spilsins. En sá í þriðju hendi er í reynd undir meiri þrýstingi að flýta sér. Skoðum dæmið að ofan. Suður spil- ar lúseðlileg þrjú grönd og vestur kemur út með spaðasexuna. Sagnhafi getur leyft sér að spila hratt úr borði og hugsa svo þegar austur er búinn að láta í slaginn. Reyndir spilarar kunna þá list að stela tíma af mótherjunum án þess að sjá endilega fyrir til hvers það leiðir. Í þessu tilfelli gæti austur fipast og sett upp spaðadrottningu, eins og oftast er rétt. En þá er það suður sem tekur sér stund til íhugunar og kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að dúkka. Suður fær næsta slag á spaðagosa og spilar laufi. En nú á vestur engan spaða til, svo hann getur ekki nýtt innkomu sína á laufkóng til að hjálpa til með spaðauppbrotið. Við sjáum hver rétta vörnin er: Austur verður að láta spaðaníu í fyrsta slaginn og gefa suðri strax slag á gos- ann. Ef austur fær nægan tíma ætti hann að finna þessa vörn (hann veit að út- spilið er frá tvílit og eina vonin er að makker eigi innkomu á lauf). En af hverju tekur austur sér ekki allan þann tíma sem hann þarf? Það er góð spurning – ekkert í bridslögunum bannar það, en vel upp dregnum spil- urum er einhvern veginn tamt að láta ekki bíða eftir sér í „augljósum stöð- um“. Eina örugga leiðin til að standast „þrýstinginn í þriðju hendi“ er að gefa sér ALLTAF tíma og láta andstöðuna vita af því fyrirfram. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 Be7 7. 0–0 b6 8. b3 Bb7 9. Bb2 0–0 10. Dc2 Dc7 11. Had1 Had8 12. Re5 Hfe8 13. f4 Rf8 14. cxd5 Rxd5 15. Rxd5 exd5 16. Hc1 Bd6 17. e4 dxe4 18. Bxe4 c5 19. b4 Bxe4 20. Dxe4 De7 21. dxc5 bxc5 22. b5 Bxe5 23. Dxe5 Dxe5 24. Bxe5 f6 25. Bc7 Hd2 26. Hf2 Hxf2 27. Kxf2 Re6 28. Bd6 Hd8 29. f5 Rg5 30. Bxc5 Hd2+ 31. Ke3 Hxa2 32. h4 Rf7. Staðan kom upp á Norð- urlandamótinu í skák sem lauk í gær í Vammala í Finnlandi. Nicolai V. Pedersen (2.488) hafði hvítt gegn Hans Simonsen (2.305). 33. Bxa7! Rd6 33. … Hxa7 hefði ekki gengið upp vegna 34. Hc8+ og hvítur myndi vinna manninn til baka og fá unnið hróksendatafl. 34. b6 Hb2 35. Hc5 Kf8 36. g4 Ke8 37. h5 Kd8 38. Hc7 Re8 39. Hf7 Kc8 40. Kd4 Rd6 41. Hxg7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. „Mikið er um dýrðir hér“ ÖLL deilum við þeirri von að ekki séu þeir margir Íslendingar sem rata svo sína ævibraut að þeir fái aldrei augum litið gamla Þingvöll og þau hrífandi verk frumkrafta jarðar sem eru umgjörð hans. Þingvalla- sveitin og hið eldi gerða landmót ár- þúsunda orkuðu þann veg á næm- asta og skyggnasta ljóðasmið þjóðarinnar að hann orti um þessa svipsterku veröld eitt myndauð- ugasta kvæði tungunnar. Menn reika um Þingvöll í hugarástandi sem er dálítið upphafið og að sumra dómi helgað. Margir leggja leið sína í Valhöll en hin gömlu hús hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga, bæði gistihús og veitingasalir hafa tekið stakka- skiptum en öll endurgerð og ný- smíði með þeirri varfærni gerð, að gamalt og nýtt fellur í faðma, og hinn sérstæði dvalarþokki í þessum húsum umvefur mann eins og ætíð hefur verið á þeim bæ. Valhöll er nú í höndum Krist- bjargar Kristinsdóttur og er hún höfundur að hinu nýja yfirbragði staðarins. Hún hefur við fram- kvæmdir notið ráða og reynslu föð- ur síns, Kristins Kristinssonar, sem er kunnur athafnamaður en einnig vel kynntur sem veitingastjóri á Hótel Borg þar til fyrir skömmu; einnig hefur Dagný, móðir Krist- bjargar, verið ráðholl. Ég var svo lánsamur að eiga nú í ágústmánuði góða dagsstund á Þingvöllum ásamt nokkrum lífs- reyndum félögum. Við gengum í veitingasal og báðum að okkur væri færð veiði úr Þingvallavatni. Var okkur borin murta og þóttust menn ekki áður hafa gætt sér á slíku lost- æti. Var þessi réttur svo ljúffengur að við báðum einum rómi þess að mega líta snillinginn sem tilreiddi slíkan málsverð. Von bráðar birtist við borðið Úlfar Finnbjörnsson og varð hann þar vitni að þakklæti okkar allra. Myndarleg stúlka, ung og elskuleg, gekk um beina og var nú þessi stund tekin að nálgast jarð- neska fullkomnun. Kristbjörg, Dagný og Kristinn fylgdu okkur úr hlaði með hinu ljúfasta fasi. Það voru glaðir og sælir menn sem brunuðu í bæinn á ný – þeim var ljóst að í Þingvallasveit er gnótt gæða, bæði skaparans og góðra manna. Emil Als. Þakkir til Fasteignamiðlunar ÞEIR sem eru með hugann við að selja eða kaupa húsnæði ættu að leita til Fasteignamiðlunar í Síðu- múla. Þar á bæ fær maður topp- þjónustu og ég þakka þeim kærlega fyrir mig. Allt sem tengist papp- írsvinnu er pottþétt hjá þeim og augljóst að þarna starfar duglegt starfsfólk með mikla reynslu. Ólafur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Þingvallabærinn og kirkjan. SÖNGSVEITIN Fílharmónía tekur til starfa eftir sumarhlé 5. sept- ember. Kórinn undirbýr dagskrá sem flutt verður á aðventutónleikum undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar sem snýr nú aftur sem gestastjórn- andi Söngsveitarinnar en hann var söngstjóri hennar um árabil til árs- ins 2003. Um miðjan vetur tekur hins vegar við Söngsveitinni nýr söngstjóri, Magnús Ragnarsson, organisti og kórstjóri. Magnús hefur verið við nám og störf í Svíþjóð við góðan orðstír. Fyrsta verkefni Magnúsar með Fílharmóníu verða vortónleikar sveitarinnar sem eru meginverkefni vetrarins en þá er að venju flutt stórt kórverk með hljóm- sveit og einsöngvurum. Æfingar í haust verða í umsjón Guðríðar St. Sigurðardóttur píanóleikara og Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur, tónlistarkennara og kór- stjóra. Kórinn getur bætt við fé- lögum í allar raddir og verða inntökupróf haldin fyrir fyrstu æf- ingu 5. september, en æft er í Mela- skóla á mánudags- og miðvikudags- kvöldum. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 892 2613 eða 863 8746. Morgunblaðið/Jim Smart Vetrarstarf Fílharmóníu að hefjast NÝTT starfsár er í þann mund að hefjast í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, og af því tilefni er efnt til opins kynningarfundar á því sem í vændum er. Einnig verður ungum og efnilegum tónlistarmanni veitt viðurkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Dagskráin fer fram í Salnum í hádeginu á morgun, þriðjudag 6. september, kl. 12.15 og eru allir velkomnir. Á dagskrá er fyrst stutt kynning á Tíbrártónleikum starfsársins og Tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs. Þá segir bæj- arstjóri, Gunnar I. Birgisson, frá Rússneskri menningarhátíð sem fram fer í Kópavogi dagana 15. – 23. október. Að því búnu verður veitt við- urkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal að upphæð 500.000 kr. og verður það í fjórða sinn sem viðurkenning úr styrkt- arsjóðnum er afhent í Salnum á fæðingardegi Önnu. Sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlist- arnema í „söng og fíólínspili“, eins og Anna sjálf orðaði það. Þau sem hlotið hafa viðurkenningu úr sjóðn- um eru Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzósópran árið 2002, Eyj- ólfur Eyjólfsson tenór árið 2003 og Ari Vilhjálmsson fiðluleikari árið 2004. Í lok dagskár flytur nýbak- aður styrkþegi 3 lög og að því búnu verður boðið upp á veitingar í for- rými Salarins. Morgunblaðið/Golli Söngur og fíólínspil í Salnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.