Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRANGURSLAUS LEIT Mikill fjöldi björgunarmanna leit- aði í gær að 34 ára gömlum manni sem saknað er síðan skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags. Leit verður haldið áfram á sjó í dag og hugsanlegt að sundin verði slædd í leit að mann- inum. Lögregla og rannsóknarnefnd sjóslysa munu hefja rannsókn á til- drögum slyssins í dag, rannsaka bát- inn og taka skýrslu af karlmanni, konu og 11 ára syni þeirra sem kom- ust lífs af. Gleði hjá Blikum og FH Mikil gleði ríkti í Hafnarfirði og Kópavogi í gær þegar tveir af stærstu bikurunum sem keppt er um í knattspyrnu voru veittir. Breiðablik varð bikarmeistari í kvennaflokki eftir öruggan sigur á KR. Karlalið FH tók á móti Íslands- bikarnum eftir leik sinn við Fylki, en úrslitin í úrvalsdeildinni voru þegar ráðin. Áforma frístundaþorp Byrjað er að reisa frístundaþorp sem rísa mun á Hellnum á Snæfells- nesi, í samvinnu Íslendinga og Norð- manna. Þorpið mun heita Plássið undir Jökli, eftir fiskiþorpi sem þar stóð, og verða þar 200 íbúðir auk verslana, lista- og handverksgall- ería, hótels og annarrar þjónustu. Húsin í þorpinu verða flutt inn frá Noregi, og verða heilsárshús í nokkrum stærðum, frá 50–150 fer- metrar að stærð með risi. Óvissa í Noregi Mikil óvissa er um úrslitin í norsku þingkosningunum í dag en skoðanakannanir síðustu daga hafa ýmist spáð borgaraflokkunum og ríkisstjórn Kjell Magne Bondeviks forsætisráðherra naumum meiri- hluta eða vinstriflokkunum. Tvær kannanir, sem birtar voru í gær, urðu ekki til að greiða úr því að þær vísuðu hvor í sína áttina. Hugsast getur, að stjórnarmyndun geti oltið á stuðningi smáflokka og þá einkum Strandbyggðaflokks Steinars Baste- sens. Almennt er talið, að hann muni heldur halla sér til hægri verði hann um það spurður. Helstu kosninga- málin hafa verið einkavæðingin, sem vinstriflokkarnir berjast gegn, og hvernig skipta skuli olíuauðnum. Fórnarlamba minnst Þess var minnst í gær í Bandaríkj- unum og víðar um heim, að þá voru fjögur ár liðin frá hryðjuverkunum vestra 11. september 2001. Í New York, á grunni Tvíburaturnanna, lásu systkini hinna látnu upp nöfn þeirra. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 22/24 Viðskipti 11 Dagbók 26 Vesturland 12 Víkverji 26 Erlent 14 Velvakandi 27 Daglegt líf 15/16 Staður og stund 28 Listir 17 Menning 29/33 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 34 Umræðan 20/21 Veður 35 Bréf 21 Staksteinar 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRN Björnsson, fyrrverandi aðstoðar- forstjóri Íslands- banka, lést í gær, sunnudag, á fimmtug- asta og sjöunda ald- ursári. Björn fæddist á Ak- ureyri 24. ágúst 1949, sonur Björns Jónsson- ar, forseta Alþýðu- sambands Íslands, al- þingismanns og ráð- herra, og Þórgunnar K. Sveinsdóttur hús- freyju. Björn ólst upp á Ak- ureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969 og prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands árið 1973. Að loknu námi hóf Björn störf hjá kjararannsóknanefnd en gerðist síðar hagfræðingur Alþýðusambands Ís- lands og gegndi því starfi frá 1981–87 er hann gerðist aðstoðarmaður fjár- málaráðherra. Hann var bankastjóri Alþýðubankans 1988–89, bankastjóri hjá Íslandsbanka 1990–93 og eftir það framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, þar til hann varð aðstoðarforstjóri í ársbyrjun 2003. Hann lét af störfum í bankanum fyrr á þessu ári. Björn gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Félags viðskipta- og hagfræð- inga 1979–81 og varafor- maður þar 1980–81. Hann sat í kauplagsnefnd 1984–87 og í bankaráði Seðlabanka Íslands 1986–88. Þá var hann í milliþinganefnd um stað- greiðslu opinberra gjalda árið 1987, í stjórn Sam- bands íslenskra við- skiptabanka 1988–90 og í endurskoðunarnefnd Norræna fjár- festingarbankans 1989–94. Hann sat einnig um tíma í stjórn Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina, Reikni- stofu bankanna og Glitnis og í stjórn Fiskveiðisjóðs frá 1990–92 og frá árinu 1994. Hann var í framkvæmda- stjórn Iðnþróunarsjóðs 1992–95, sat í stjórn Greiðslumiðlunar frá árinu 1992 og var formaður stjórnar Verð- bréfamarkaðar Íslandsbanka frá sama tíma. Björn kvæntist Guðnýju Irene Að- alsteinsdóttur 1974 og eignuðust þau tvær dætur, Bryndísi og Ásdísi. Andlát BJÖRN BJÖRNSSON ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í svefnskála við Kárahnjúkavirkjun aðfaranótt sunnudags. Alls voru sext- án manns í skálanum, tólf starfsmenn og fjórir gestir, þegar eldurinn kom upp og tókst þeim öllum að komast út af sjálfsdáðum. Að sögn Leós Sigurðssonar, yfir- manns öryggismála hjá Impregilo, fór brunaviðvörunarkerfi skálans þegar í gang og brugðust starfsmenn í skálanum strax rétt við með því að tilkynna atvikið til Neyðarlínunnar og reyna að slökkva eldinn með slöngu- kefli sem í skálanum er áður en þeir forðuðu sér út. „En snör viðbrögð starfsmanns sem reyndi að slökkva eldinn í fyrstu gerðu mikið gagn því þau komu í veg fyrir að eldurinn breiddist út,“ segir Leó. Viðkomandi starfsmaður fékk snert af reykeitrun og var fluttur til Egilsstaða, en út- skrifaður í gærmorgun. Að sögn Leós barst honum tilkynn- ing um eldinn frá Neyðarlínunni kl. 00.23. „Ég fór strax á staðinn ásamt slökkviliðs- og björgunarmönnum á svæðinu. Þegar við komum að húsinu lagði mikinn reyk frá því og voru tveir reykkafarar strax sendir inn í húsið. Þeir skoðuðu aðstæður og gengu úr skugga um að enginn væri í svefn- skálanum. Þegar hér var komið bloss- aði eldurinn hins vegar aftur upp, því hann hafði leynst í þakinu í fölsku lofti og blossaði aftur upp um leið og opnað var út og súrefni barst inn í skálann. Reykkafararnir slökktu þá eldinn á mjög skömmum tíma með slökkvi- tækjum skálans og slöngukefli sem tengd eru við vatn.“ Eldsupptökin rakin til sprittkertis Spurður um eldsupptök sagði Leó allt benda til þess að kviknað hefði í út frá sprittkerti sem komið hafði verið fyrir í anddyri skálans. Sagði hann litlar eldskemmdir hafa orðið á svefn- herbergjum starfsmanna, en tölu- verður reykur fór um skálann. „Bæði í ganginum og í anddyrinu er hins vegar nokkuð um skemmdir af völd- um elds, hita og reyks. Nú tekur við ákveðið starf við að hreinsa upp skál- ann og meta skemmdir, en það er nokkuð ljóst að svefnskálinn hefur sloppið mjög vel,“ segir Leó og tekur fram að það muni taka nokkra daga að hreinsa skálann, gera við skemmd- ir og koma rafmagni og brunaviðvör- unarkerfi aftur í lag. Fram að þeim tíma munu starfsmenn skálans búa í sambærilegum herbergjum í öðrum skálum á vinnusvæðinu. Engan sakaði í bruna í svefn- skála við Kárahnjúkavirkjun Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENDINGAR ættu að taka tyrk- neska rithöfundinn Orhan Pamuk í guðatölu eða að minnsta kosti gera hann að heiðursborgara vegna þess að hann hefur sýnt að hann er jafn sjálfstæður í hugsun og jafn óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og Íslendingar hafa ætíð verið. Þetta sagði kanadíska skáldkon- an Margaret Atwood í opn- unarræðu við setningu Bók- menntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu í gær. Atwood talaði um tilgang bók- menntahátíða og sagði þær fjalla um og fagna tungumálinu og rétt- inum til að beita því. Hún sagði að allt frá fyrstu árum byggðar hefðu Íslendingar haldið málfrelsi í heiðri. Það hafi enda alltaf ein- kennt þjóðina að vera óhrædd við að lýsa skoðunum sínum, jafnvel þegar hún var undirokuð af annarri þjóð en um það mætti til dæmis lesa í Íslandsklukku Halldórs Laxness. Orhan Pamuk hefur nú hins vegar verið dreginn fyrir rétt í heima- landi sínu fyrir að hafa talað um dauða Armena og Kúrda í Tyrk- landi á tímum fyrri heimsstyrjald- arinnar. Í ljósi þess að guðir hinnar norrænu ásatrúar komu upp- haflega frá Tyrklandi, eins og talað væri um í Snorra-Eddu, sagði Atwood að Íslendingar ættu að gera Pamuk að heiðursborgara eða jafnvel taka hann í guðatölu. „Hvers vegna eru kúgunarstjórn- ir svona hræddar við þá sem segja sannleikann?“ spurði Atwood. „Hvers vegna handtaka þær og bæla og pynta og drepa rithöfunda um alla veröld? Ástæðan er yfirleitt sú sama, vegna þess að þeir segja það sem allir vita en enginn þorir að færa í tal. Þvinguð þögn er eft- irlætisvopn kúgaranna. Að segja sögu þjóðar sinnar eins og hún var í raun og veru er hugrekki vegna þess að sannleikurinn er aldrei sléttur og felldur; þeir sem leiða hann í ljós eru heldur aldrei vinsæl- ir meðal ríkjandi valdamanna. En rithöfundar eins og Orhan Pamuk og Halldór Laxness eru ekki hér til þess að skjalla okkur og fela sann- leikann,“ sagði Atwood. Við setningu hátíðarinnar töluðu einnig forstjóri Norræna hússins, borgarstjóri, menntamálaráðherra og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Bókmenntahátíð heldur áfram í dag með samtölum við rithöfunda í Norræna húsinu kl. 12 og 15 og upplestrum í Iðnó í kvöld kl. 20. Rétturinn til að beita tungumálinu Morgunblaðið/Golli Thor Vilhjálmsson, Margaret Atwood og Graeme Gibson við setninguna í Norræna húsinu í gær. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Margaret Atwood í setningarræðu Bókmenntahátíðar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.