Morgunblaðið - 12.09.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tókýó. AP, AFP. | Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Japans, og flokk-
ur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokk-
urinn, unnu stórsigur í kosningun-
um í gær samkvæmt öllum
útgönguspám. Hefur Koizumi því
fengið skýrt umboð frá kjósendum
til að hrinda í framkvæmda helsta
kosningamálinu, einkavæðingu
póstþjónustunnar.
Útgönguspár sýndu, að flokkur
Koizumis fengi hreinan meirihluta í
neðri deild þingsins í fyrsta sinn í
15 ár en hann boðaði til kosning-
anna eftir að ýmsir þingmenn í
hans eigin flokki komu í veg fyrir
þá fyrirætlan hans að einkavæða
póstþjónustuna. Er þar um að ræða
risavaxið fyrirtæki með um 400.000
manns í vinnu en hún er jafnframt
stærsti banki eða fjármálastofnun í
heimi.
Gangi útgönguspár eftir fær
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
sem hefur verið við stjórnvölinn í
Japan lengst af frá stríðslokum, 307
þingsæti af 480 í neðri deildinni og
bætir við sig 58. Helsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, Lýðræðisflokkur-
inn, virtist mundu frá 105 þingsæti
en hafði 177 fyrir. Leiðtogi hans,
Katsuya Okada, viðurkenndi í gær
ósigurinn og sagði jafnframt af sér
sem leiðtogi flokksins. Fyrir Koiz-
umi er sigurinn afar sætur. Það var
ekki aðeins, að margir í hans eigin
flokki væru andsnúnir einkavæð-
ingu póstþjónustunnar, heldur
hafði því verið spáð er hann boðaði
til kosninga, að með því væri hann
að fremja pólitískt sjálfsmorð.
Koizumi, sem vill skipta upp
póstþjónustunni og einkavæða fyrir
árið 2017, hefur nú fengið umboð til
þess og sigurinn auðveldar honum
einnig að ráðast í umbætur á lífeyr-
iskerfinu, sem er í alvarlegum
kröggum. Þá vill hann líka útrýma
þeim sið í sínum flokki og annarra
að vera stöðugt að þóknast kjós-
endum og þar með þingmönnum í
kjördæmum hingað og þangað með
fjárframlögum til verkefna, sem
stundum eru jafnvel út í hött.
Hefur póstþjónustan lengi verið
sjóður, sem þingmenn Frjálslynda
lýðræðisflokksins hafa sótt í til að
styrkja sína stöðu í kjördæmunum,
og yfirmenn hennar hafa verið ötul-
ir stuðningsmenn flokksins.
Skýr málefni
„Málefnin í þessum kosningum
voru skýr. Við spurðum kjósendur
hvort við ættum að hrinda í fram-
kvæmd óhjákvæmilegum breyting-
um að okkar mati og svarið var já,“
sagði Shinzo Abe, frammámaður í
flokki Koizumis, en margir veðja á,
að hann muni síðar leysa Koizumi
af hólmi. Sagði Abe, að þótt flokk-
urinn fengi hreinan meirihluta,
myndi hann áfram starfa með Nýja
Komei-flokknum, sem er flokkur
búddista.
Kjörtímabili Koizumis sem leið-
toga Frjálslynda lýðræðisflokksins
lýkur á næsta ári og hann hefur lýst
yfir því, að þá muni hann draga sig í
hlé. Nú er hins vegar búist við, að
hart verði lagt að honum að sitja
lengur.
Stórsigur Koizumis í þing-
kosningunum í Japan
Hefur fengið umboð til að einkavæða póstþjónustuna og til annarra umbóta
AP
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, setur rauða rós við nafn eins
frambjóðanda flokks síns, Frjálslynda lýðræðisflokksins, til marks um sig-
ur hans. Voru rauðu rósirnar orðnar meira en 300 áður en lauk.
NOKKRIR þekktir vísindamenn í
Bandaríkjunum hafa sakað þing-
menn úr röðum repúblikana um
„nornaveiðar“ gegn sérfræðingum á
sviði rannsókna á loftslagsbreyt-
ingum í heiminum.
Tilefni ásökunarinnar er að repú-
blikaninn Joe Barton hóf umfangs-
mikla rannsókn á starfsferli þriggja
þekktustu sérfræðinganna á þessu
sviði. Barton hefur verið formaður
orkumála- og viðskiptanefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings í ellefu
ár og á þeim tíma lagst gegn öllum
frumvörpum um aðgerðir til að
stemma stigu við hlýnun andrúms-
loftsins, að því er fram kom í frétt
breska blaðsins The Guardian.
Vísindamennirnir þrír eru Michael
Mann, forstöðumaður rann-
sóknastofnunarinnar Earth System
Science Center við ríkisháskóla
Pennsylvaníu, Raymond Bradley,
forstöðumaður Climate System
Research Center við Massachusetts,
og Malcolm Hughes, fyrrverandi for-
stöðumaður Laboratory of Tree-
Ring Research við Arizona-háskóla.
Rannsóknir þessara manna voru á
meðal mikilvægra gagna sem lögð
voru fram til að staðfesta að hlýnun
andrúmsloftsins stafaði að minnsta
kosti að hluta til af loftmengun af
mannavöldum. Milliríkjanefnd um
loftslagsbreytingar notaði gögnin ár-
ið 2001 í skýrslu sem sannfærði leið-
toga flestra ríkja heims – þó ekki
George W. Bush Bandaríkjaforseta
– um að brýnt væri að gera ráðstaf-
anir til að draga úr loftmenguninni.
Nefnd Bartons hóf rannsóknina
eftir að The Wall Street Journal birti
grein þar sem haft var eftir hagfræð-
ingi og tölfræðingi að aðferðafræði-
legir gallar og staðreyndavillur væru
í útreikningum vísindamannanna
þriggja. Þeir sökuðu þá um að neita
að leggja fram upprunalegu gögnin
til að hægt yrði að sannreyna þau.
Barton óskaði þá eftir upplýs-
ingum um allt sem birst hefur eftir
vísindamennina og öll grundvall-
argögn þeirra. Hann sagði að upp-
lýsingarnar væru nauðsynlegar
vegna þess að þingið þyrfti að taka
mikilvægar ákvarðanir sem byggð-
ust meðal annars á rannsóknum
þeirra. Nefnd hans þyrfti því að
kanna gildi þeirra.
Barton óskaði síðan eftir upplýs-
ingum um allt vísindastarf sérfræð-
inganna frá því að þeir hófu störf, um
fjármögnun rannsóknanna og reglur
um birtingu gagna sem þeir studdust
við.
„Pólitísk þvingun“
Barton hóf rannsóknina í sam-
starfi við Ed Whitman, formann und-
irnefndar sem rannsakar hugsan-
legar yfirsjónir. Að sögn The
Guardian hefur rannsóknin valdið
titringi meðal bandarískra vísinda-
manna sem hafa kvartað yfir því að
þeir séu undir þrýstingi frá Banda-
ríkjastjórn sem tengi fjárframlög til
vísindarannsókna við stefnu hennar í
mikilvægum málum.
Nokkrir vísindamannanna hafa
jafnvel líkt rannsókninni við „norna-
veiðar“ Joe McCarthys gegn komm-
únistum á sjötta áratug aldarinnar
sem leið.
Átján af áhrifamestu vísinda-
mönnum landsins frá Princeton og
Harvard hafa skrifað Barton og
Whitfield bréf þar sem þeir láta í
ljósi „miklar áhyggjur“ af málinu.
Þeir segja að margar af þeim upplýs-
ingum, sem óskað er eftir við rann-
sóknina, tengist á engan hátt lofts-
lagsvísindum.
Vísindamennirnir segja að þegar
þingnefndir óski eftir öllum vinnu-
gögnum, sem tengjast hundruðum
útgefinna rita og spanni áratugi,
megi líta á það sem pólitíska „þving-
un“, hvort sem hún er viljandi eða
ekki. Slíkar rannsóknir geti því graf-
ið undan sjálfstæði vísindamanna
sem eru stjórnvöldum til ráðgjafar,
sjálfstæði sem skipti sköpum fyrir
vísindin og stuðli að því að stjórnvöld
fái hlutlæga ráðgjöf frá vís-
indamönnum.
Sakaðir um að ofsækja vísindamenn
Bandarísk þingnefnd rannsakar störf sérfræðinga á sviði loftslagsrannsókna
ÞÚSUNDIR mótmælenda unnu
mikil hervirki í Belfast á Norður-
Írlandi í fyrrakvöld og fyrrinótt en
þá hafði samtökum þeirra, Óraníu-
reglunni, verið bannað að fara í
sína árlegu göngu framhjá hverfi
kaþólskra manna. Beittu þeir bens-
ínsprengjum og byssum gegn lög-
reglunni og brenndu og eyðilögðu
nokkra tugi bifreiða. Hér eru
slökkviliðsmenn að glíma við eld í
stórum flutningabíl en í átökunum
særðist fjöldi lögreglumanna og
einnig óbreyttir borgarar. Um var
að ræða mestu óeirðir af hálfu mót-
mælenda frá því í júlí 1996 og þá
var ástæðan sú sama, göngu Ór-
aníureglunnar hafði verið bægt frá
hverfum kaþólskra. Nokkuð var
um, að kaþólskir menn tækju þátt í
ofbeldinu og þá gegn hvorum-
tveggju, lögreglu og mótmæl-
endum.
Óeirðir og
eyðilegging
í Belfast
AP
Dubai. AFP. | Skæruliðasamtök í
Írak, tengd al-Qaeda-hryðjuverka-
samtökunum, hótuðu í gær að beita
efnavopnum gegn bandarískum og
íröskum hermönnum ef þeir hættu
ekki sókn gegn skæruliðum í borg-
inni Tal Afar, sem er nærri sýr-
lensku landamærunum.
„Ákveðið hefur verið að ráðast á
hernaðarlega mikilvæg skotmörk
og stöðvar Bandaríkjamanna og
villutrúarmannanna (íraskra stjórn-
valda) í Bagdad með efnavopnum
nema því aðeins, að hætt verði við
hernaðinn í Tal Afar,“ sagði í yf-
irlýsingu á netinu frá samtökum,
sem kalla sig Hið sigursæla sam-
félag. Sagði í henni, að „heilagir
stríðsmenn“ hefðu sett vopnin sam-
an og væru reiðubúnir til árása inn-
an sólarhrings.
Hryðjuverkahótun
á myndbandi
Á myndbandi, sem sent var
bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC
News í Pakistan, kemur fram
grímuklæddur maður, sem hótar
hryðjuverkum í Los Angeles og
Melbourne í Ástralíu. Talið er, að
maðurinn sé Adam Yahiye Gadahn,
Bandaríkjamaður frá Kaliforníu,
sem snerist til íslamstrúar og fylgi-
lags við al-Qaeda. Er hann eftirlýst-
ur af FBI, bandarísku alríkislög-
reglunni. Kallaði hann hryðjuverkin
11. september 2001 „blessunarríka
atburði“.
Hóta
efnavopna-
árásum
♦♦♦
New York. AFP. | Að minnsta kosti
7.000 manns í austanverðu Kína
hafa verið neyddir til að gangast
undir ófrjósemisaðgerð á þessu
ári. Kemur það fram í bandaríska
tímaritinu Time, sem kemur út í
dag.
Tímaritið hefur það eftir kín-
verskum lögfræðingum, að þetta
hafi verið gert í Yinan-héraði í
Shangdong frá því í mars til júlí.
„Þeir sögðu mér, að þetta væri
mér fyrir bestu en þeir hafa eyði-
lagt líf mitt,“ hefur Time eftir
konu, sem var gerð ófrjó en tíma-
ritið segist hafa heimildir fyrir því,
að nokkrir þorpsbúar hafi verið
barðir til dauða fyrir að hjálpa
ættingjum sínum við að sleppa við
ófrjósemisaðgerð. Þá hafi aðrir
verið fangelsaðir fyrir að leita sér
lögfræðiaðstoðar.
Mannfjöldinn í Kína fór yfir 1,3
milljarða fyrr á árinu og yfirvöld
óttast afleiðingarnar haldi fólkinu
áfram að fjölga.
Neydd í
ófrjósemis-
aðgerð