Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTOR kl. 3.30 - 6 - 8.20 -10.10 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY VIP kl. 3.30 - 6 - 8.20 STRÁKARNIR OKKAR kl. 4 - 6 - 8 - VIP 10.40 b.i. 14 HERBIE FULLY LOADED kl. 4 - 6.15 THE ISLAND SKELETON KEY RACING STRIPES DUKES OF HAZZARD MADAGASCAR RACING STRIPES Charlie and the Chocolate .. kl. 5.40 - 8 og 10.20 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 Racing Stripes kl. 6 Head in the Clouds kl. 8 og 10.30 b.i. 16 The Skeleton Key kl. 5.50 - 8 og 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 The Island kl. 8 og 10.30 b.i. 16   S.V. / Mbl. NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. ÞRÍR listamenn opnuðu sýningar í Nýlistasafninu á laugardaginn var; Ásta Ólafsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Unnar Jónasson Auðarson. Ásta sýnir í norðursal safnsins en sýning hennar ber nafnið Áttarhorn/ Azimuth, sem er tilvísun í stjarn- fræðilega vídd. Þá er áttarhornið það horn sem er á milli þeirrar áttar sem þú vísar til og höfuðáttar. Ásta út- skrifaðist úr Jan Van Eyck- akademíunni í Hollandi árið 1986 og hefur sýnt verk sín heima og erlendis. Daði Guðbjörnsson sýnir í suður- hluta safnsins verk sem hann kallar Málverk. Það átti að hans sögn upp- haflega að vera einskonar uppgjör við það í hans höfundarverki sem kennt hefur verið við hina svokölluðu hug- myndalist eða konseptlist, sem hann er efins um að hann tilheyri á neinn hátt. Daði útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1980 og nam síðar við Rijksakademi van Beldende Kunst í Amsterdam. Unnar Jónasson Auðarson kallar sína sýningu „SamanSafn, Rjóður, Ákvarðanir“, en verkið Rjóður er hugsað til að tengja saman sýningar hinna listamannanna tveggja. Sýn- ingin er innsetning sérstaklega gerð með sýninguna á Nýlistasafninu í huga en verkið er safn ólíkra gagna sem tengjast öll á einn eða annan hátt. Sýningarnar standa til 2. október. Nýlistasafnið er nú til húsa á Lauga- vegi 26, fyrir ofan plötubúð Skíf- unnar. Inngangur er frá Grettisgötu og um undirgang frá Laugavegi. Safnið er opið miðvikudaga til sunnu- daga frá kl. 13–17. Ásta, Daði og Unnar í Nýló Morgunblaðið/Golli Böðvar Bjarki og Daði Guðbjörnsson, en Daði kallar sýningu sína Málverk. Haraldur Jóhannsson, Fjóla Friðriksdóttir og Soffía Þorsteinsdóttir.Fyrir þau sem enn ekki vita er Nýlistasafnið nú til húsa ofan við verslun Skífunnar á Laugavegi. „HVERNIG borg má bjóða þér?“ spyrja aðstandendur sýningar sem opnuð var í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Sýningin er afrakstur samstarfs Listasafns Reykjavíkur og skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Henni er ætlað að varpa ljósi á fortíð og framtíð skipulagsmála í borginni, en eins og að- standendurnir benda á stendur nú fyrir dyrum skipulag Vatnsmýrarinnar, eitt stærsta skipulagsverkefni sem borg- arbúar hafa tekist á við. Á sýningunni getur að líta gríðarlega stóra loftmynd af Reykjavík, módel, ljós- myndir, skipulagsdrög og teikningar. Þar er einnig vettvangur fyrir fagfólk og leik- menn til að skoða skipulag borgarinnar og koma með hugmyndir að nýjum lausn- um. Borgarbúar og aðrir gestir sýning- arinnar geta tekið þátt á ýmsa vegu, með- al annars í tilraunastofunni Úrbanistan. Á sýningartímabilinu verður efnt til op- inna umræðuþinga og boðið upp á ýmsar uppákomur. Sýningarstjóri er Ágústa Kristófersdóttir. Guðrún Vera Hjartardóttir opnaði sýningu á höggmyndum sínum í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið. Morgunblaðið/Eggert Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri skoðar borgina sína. Borg í boði í Hafnarhúsinu Dagur B. Eggertsson, Árni Geirsson og Halldóra Hreggviðsdóttir voru hress.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.