Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 33

Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 33 KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. kl. 8.20 B.i. 16 kl. 10.40 B.i. 16 m/ísl.tali. kl. 3.50 - 6 kl. 8.15 - 10.30 m/ísl.tali. kl. 4 m/ensku kl. 6 - 8.15 - 10.30 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 5.45 - 8 - 10.15 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10 b.i. 14 DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 5.50 HERBIE FULLY LOADED kl. 4 BATMAN BEGINS kl. 5.50 B.i. 12 ára. CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 6 - 8 - 10 RACING STRIPES kl. 5.50 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10 b.i. 14 CHARLIE AND THE CHOCOLATE kl. 8 - 10.15 DECK DOGZ kl. 8 DUKES OF HAZZARD kl. 10.15  S.V. / Mbl.  NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins. HIN myndræna ævintýragleði leik- stjórans Tim Burtons og hin sígilda saga Roalds Dahl, Kalli og sælgæt- isgerðin renna saman í ómót- stæðilega heild í nýjustu kvikmynd Burtons, Kalli og súkkulaðiverk- smiðjan. Hér hefur Burton fengið til liðs við sig vin sinn og samstarfs- mann úr fyrri myndum, þ.e. leik- arann Johnny Depp í hlutverk verk- smiðjueigandans Willy Wonka og frábæran hóp fullorðinna og barn- ungra leikara, sem fara með önnur hlutverk. Tim Burton hefur alla tíð verið uppteknari af lendum ímyndunarafls- ins en hinum eiginlega efnisheimi, og finnur hann sér einkar kræsilegan efnivið í umræddri sögu sem hann vinnur með af trúfestu að grunninum til, en hikar þó ekki við að fara á flug með í myndrænum útfærslum og gæða sínum eigin höfundareinkenn- um. Í upprunalegu sögunni er nóg fyrir Burton að moða úr en í þessari dæmisögu af fimm útvöldum börnum sem hreppa skoðunarferð í dularfulla súkkulaðiverksmiðju sælgætis- mógúlsins Willy Wonka, er fólgin bæði ævintýraleg upphafning á rök- leysu barnæskunnar og allt að því kvikindislegur kennisetningartónn, þar sem illt uppeldi barna kemur þeim óþyrmilega í koll. Þá felur sag- an í sér félagslegar skírskotanir þar sem dreginn er fram munurinn á hin- um fátæka og góðhjartaða Kalla og fjölskyldu hans, og ofdrekruðu og hömlulausu börnunum sem fara með í skoðunarferðina. Sjálfur er Willy Wonka öfgafull en kómísk birting- armynd hins firrta iðnjöfurs, sem ein- angrast hefur í eigin gróðahyggju, og hefur skipt vinnuafli úr heimabænum út fyrir innflutta verkamenn úr fjar- lægri heimsálfu og af dularfullum Úmpa Lúmpa-ættbálki, en þeir eru bæði lúsiðnir og tilbúnir að vinna fyr- ir lítið. Willy og vinnumenn hans lifa og hrærast innan veggja verksmiðj- unnar, sem almenningur hefur engan aðgang að, allt þar til að Willy ákveður að efna til skoðunarferðar fyrir fimm heppna kaupendur súkku- laðistykkja úr verksmiðju hans. Tim Burton gerir sér skemmtilega mat úr öllum þessum þáttum í mynd- inni. Strax í upphafi myndarinnar er áhorfandinn hrifinn inn í heim sem útfærður er á sterkan myndrænan hátt, þar sem ævintýri, húmor og hið annarlega renna saman. Iðnbærinn og kofinn sem Kalli og fjölskylda hans búa í við þröngan en samlyndan kost, hefur Dickens-legt yfirbragð, en þegar dyrnar lokast á eftir gestum súkkulaðiverksmiðjunnar fær fantas- ían að leika lausum hala. Þar lifna t.d. kvæðin úr sögu Dahls við í flippuðum dans- og söngvaatriðum þar sem Burton tvinnar inní vísanir í heim poppkúltúrs og fantasíukvikmynda. Þessi atriði verða þó ögn endurtekn- ingakennd og dvínar áhrifamáttur þeirra eftir því sem þau verða fleiri. Burton nýtur hins vegar góðs af því að hafa sterka leikara til þess að ljá hugmyndafluginu fókus og veit Johnny Depp vel hvað hann syngur í túlkun sinni á furðufuglinum Willy Wonka, en firring hans og þrá eftir horfinni barnæsku verður að nokkurs konar uppsprettu furðuveraldarinnar sem börnin ganga inn í. Burton og Depp þróa persónuna í skemmtilegar áttir og gera hann í senn furðulegri og sympatískari en í upprunalegu sögunni. Depp ekki hræddur við að impróvísera frekar en fyrri daginn og er ekki laust við að hann sæki sér ör- lítinn innblástur í poppgoðið Michael Jackson í útfærslu persónunnar. Samleikur Depps og barnanna, ekki síst Freddies Highmore sem leikur Kalla, er frábær og allt leggst þetta á eitt um að gera Kalla og súkku- laðiverksmiðjuna að bæði bráð- skemmilegri og snjallri ævin- týramynd. Furðuveröld Burtons KVIKMYNDIR Háskólabíó/Sambíóin Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: John August. Byggt á bók Roald Dahl. Aðal- hlutverk: Johnny Depp, Freddie High- more, David Kelly, Helena Bonham Cart- er og Noah Taylor. Bandaríkin, 115 mín. Kalli og súkkulaðiverksmiðjan (Charlie and the Chocolate Factory)  Heiða Jóhannsdóttir Reuters Er hægt að fá of mikið af súkkulaði? Að minnsta kosti væri gott að taka með sér smábirgðir í bíóið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.