Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HERT Á SÓKN Um 1.000 bandarískir hermenn hertu í gær á sókn sinni gegn skæru- liðum í og við borgina Sadah í Vest- ur-Írak en að þeirra sögn hefur hún lengi verið mikil miðstöð skæruliða- starfseminnar í landinu. Sagt er, að hundruð manna hafi flúið yfir til Sýrlands. Svo virðist sem vaxandi væringar séu með Kúrdum og sjít- um, sem eru saman í stjórn, og saka Kúrdar sjíta um að einoka allt stjórnmálalegt vald og neita að ræða mál, sem Kúrdum eru mikilvæg. Talsmaður Jalal Talabanis forseta og Kúrda sagði í gær, að hann hefði skorað á Ibrahim al-Jaafari for- sætisráðherra og sjíta að segja af sér. Merkel vann í Dresden Kristilegir demókratar sigruðu í þingkosningunum í Dresden í Þýskalandi en þeim var frestað fyrir hálfum mánuði vegna andláts eins frambjóðanda. Hafa þeir nú 226 menn á þing á móti 222 jafn- aðarmönnum og styrkir það Angelu Merkel, leiðtoga kristilegra demó- krata, í átökum hennar við Gerhard Schröder um kanslaraembættið. Slippstöðin endurreist? Mikill vilji virðist fyrir því að end- urreisa Slippstöðina á Akureyri, en gjaldþrotabeiðni núverandi eigenda verður tekin fyrir í dag. Að mati stjórnarformanns Slippstöðvarinnar eru góðar líkur á því að fyritækið verði endurreist af nýjum aðilum og segist hann vita um fleiri en einn að- ila sem sýnt hafi því áhuga. Fólskuleg líkamsáras Fólskuleg líkamsáras átti sér stað í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þegar fjórir átján ára piltar réðust á tvo jafnaldra sína með stóru egg- vopni. Særðist annar drengurinn al- varlega á höndum og höfuðkúpu- brotnaði, en hinn slasaðist minna. Eru tildrög árasarinnar rakin til þess að ungu piltarnir mættu í sam- kvæmi í heimahúsi þar sem áras- armennirnir voru fyrir og hugnaðist þeim ekki viðvera piltanna. Upphóf- ust þá átök sem lauk með fyrr- greindum afleiðingum. Vilja fækka ráðuneytum Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að ráðuneytum verði fækkað úr þrettán í níu og hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp þess efnis á haust- þingi. Einnig hyggst þingflokkurinn leggja fram frumvarp um hækkun grunnlífseyris og tekjutryggingar lífeyrisþega. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 28/31 Viðskipti 11 Myndasögur 28 Vesturland 12 Víkverji 28 Erlent 13 Staður og stund 30 Daglegt líf 14/15 Leikhús 32 Umræðan 17/18 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Minningar 22/26 Veður 39 Brids 27 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VILHJÁLMUR Jóns- son, fyrrverandi for- stjóri Olíufélagsins hf., lést sl. föstudag. Vil- hjálmur var fæddur 9. september 1919 í Graf- argerði í Hofsóshreppi, Skagafirði. Foreldrar hans voru Jón Vil- hjálmsson, bóndi og söðlasmiður, og Sigur- laug Barðadóttir. Vilhjálmur varð stúd- ent frá MA 1942 og Cand. juris frá Háskóla Íslands 1947. Hdl. 1948 og hrl. 1954. Hann var lögfræðingur Sambands ísl. sam- vinnufélaga og Samvinnutrygginga g.t. og lögfræðilegur ráðunautur kaupfélaganna 1947–1959. Hann var stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1945–49, Samvinnuskól- ann í Reykjavík 1949–54 og við laga- deild Háskóla Íslands 1954–55. Vil- hjálmur var forstjóri Olíufélagsins hf. 1959–1991. Vilhjálmur átti sæti í Stúdentaráði HÍ 1945–46, í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur 1948–49, í stjórn lífeyrissjóðs SÍS 1948–59, í stjórn Sam- vinnulífeyrissjóðsins 1954–62, í bankaráði Samvinnubankans 1962–90, í landskjör- stjórn 1953–91 og for- maður 1974–79. Vil- hjálmur var formaður stjórnar Arnarflugs hf. frá stofnun félagsins 1976–79, sat í stjórn undirbúningsfélags fyrir olíuhreinsunar- stöð á Íslandi 1971, í stjórn Harðfrystihúss Grundarfjarðar hf. 1975–87, í blað- stjórn Tímans 1979–81, í stjórn Við- lagasjóðs 1973–1982, formaður stjórnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. 1985–1992 og varaformaður stjórnar Íslandslax 1984–87. Vilhjálmi var veittur riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1989. Vilhjálmur kvæntist 1946 Katrínu Sigríði Egilsdóttur, en hún lést árið 2001. Börn Vilhjálms og Katrínar eru Málfríður Ingunn, Sigurlaug og Jón. Andlát VILHJÁLMUR JÓNSSON „ÞETTA er búið að vera ánægju- legt – ég er hér á landi í fimmta sinn og gestrisni ykkar Íslendinga er einstök,“ sagði Dame Kiri te Kanawa, að loknum masterklassa í Söngskólanum í Reykjavík í gær. „Hér er fullt af hæfi- leikafólki og góðar söngraddir, en það er aldrei ofsagt, að söngv- arar verða að læra að þora að anda. Kennarar brýna fyrir nem- endum sínum að anda sparlega og aðeins á réttum stöðum – en gald- urinn í söng er að anda þar sem maður þarf að anda, með tilliti til tónlistarinnar,“ sagði Dame Kiri. „Spurðu mig eftir tíu daga,“ sagði Jón Leifsson söngnemi, inntur eftir því hvaða lærdóm hann hefði dregið af handleiðslu óperustjörnunnar. „Ég lærði alla vega að anda. Það er svo margt í höfðinu á manni svona rétt á eftir að hafa sungið fyrir hana; og nú hefst vinnan við að melta þetta. Það er auðvitað stórkostlegt að fá Kiri hingað, og eins Robin Staple- ton sem spilaði á píanóið á nám- skeiðinu.“ „Ég lærði að anda“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Dame Kiri te Kanawa er nú á Íslandi í fimmta sinn á tveimur árum og er þegar farin að skipuleggja næstu heimsókn. FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins mbl.is hefur slegið nýtt met í flett- ingum íslenskra vefja, en alls voru yfir fimmtíu milljón flettingar í septembermánuði. Það jafngildir að meðaltali 1.690.367 flettingum á dag. Mbl.is hefur tekið þátt í sam- rýmdri vefmælingu fyrirtækisins Modernus frá upphafi mælinga 1. maí 2001, en þá voru fjórtán vefir á lista Mod- ernus. Nú eru vef- irnir í sam- rýmdu vef- mælingunni um 115 talsins. Að sögn Jens Péturs Jensen, framkvæmdastjóra Modernus, er þetta mesta umferð sem hefur mælst hjá mbl.is frá upphafi. Til samanburðar má nefna að heild- arfjöldi flettinga á mbl.is fyrsta mælda mánuðinn, maí 2001, var 5.950.054. Í síðasta mánuði voru yf- ir 50 milljónir flettinga eins og áður segir. Þannig hefur umferðin u.þ.b. tífaldast á rúmum fjórum árum. „Það er ljóst, ef litið er til einstakra vefhluta, að fréttavefur mbl.is er langvinsælasti fréttavefur landsins, með 120.281 notanda í liðinni viku,“ segir Jens. Modernus áformar nú að hefja birtingu á sérstökum lista yfir bloggvefi, sem eru mældir með samræmdri vefmælingu með svip- uðu sniði og nú er. Þá muni blogg- vefirnir jafnframt hverfa af hinum hefðbundna lista Samræmdrar vef- mælingar. Ástæðan fyrir þessu er, að sögn Jens Péturs, sú að notkunin á bloggvefjum er í raun öðruvísi en notkun á öðrum vefjum. Þannig getur umferð á bloggvefjum gert samanburð milli vefja ótrúverð- ugan, þegar sumir vefir á lista inni- halda bloggvefi en aðrir ekki. Jens segir ennfremur áformað að bjóða upp á ódýrari vefmælingu fyrir bloggvefi. Metumferð hjá mbl.is DÝRAVERNDUNARSAMBAND Íslands hefur óskað eftir því við um- hverfisráðuneytið að það afturkalli skotveiðileyfi, sem það hefur árlega gefið Vestmannaeyingum til að skjóta kanínur og útrýma þeim. Að mati Dýraverndunarsam- bandsins eru kanínur búfé sam- kvæmt þrennum lögum þ.e. lögum um dýrasjúkdóma o.fl. búnaðarlög- um og lögum um búfjárhald. Auk þess séu kanínur taldar gæludýr samkvæmt reglugerð. Hvergi í lög- um um vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og villtum spendýrum séu kanínur nefndar. „Þrátt fyrir það hefur umhverfis- ráðuneytið undanfarin ár gefið út skotveiðileyfi á þessi dýr, sem eru lögverndaður búfénaður og nýtur auk þess lagalegrar verndar, sem gæludýr. Þessi leyfi eru talin byggð á lögunum um vernd, friðun og veið- ar o.s.frv. og eiga sér því ekki laga- stoð samkvæmt framansögðu. Því er um ólöglega veiðiheimild að ræða og hefur Dýraverndunarsamband Ís- lands krafist þess að ráðuneytið aft- urkalli þessi veiðileyfi þegar í stað,“ segir í fréttatilkynningu frá Dýra- verndunarsambandinu. Veiðar á kan- ínum verði stöðvaðar ICELAND Seafood hefur lokað flokkunar- og pökkunarstöð fyrir saltfisk, sem starfrækt hefur ver- ið í Hafnarfirði frá 1998. Átta starfsmönnum var sagt upp störf- um. Fyrir nokkrum árum störfuðu 40–45 manns í þessari deild, að sögn Kristins Lund, skrifstofu- og starfsmannastjóra Iceland Sea- food. Þegar stöðin var reist voru margir smáir framleiðendur sem frumunnu saltfisk, sem síðan var flokkaður og pakkað í stöðinni. Kristinn sagði miklar breytingar hafa orðið á saltfisksframleiðslu, sem nú færi fram hjá stærri salt- fisksframleiðendum. Þeir sæju sjálfir um flokkunina og pökk- unina. Stöðin hafi ekki haft næg verkefni síðasta árið og því hafi henni verið lokað. Iceland Seafood lokar saltfiskstöð ÍSLENDINGAR eru í öðru sæti á lista yfir fæsta dagreykingamenn í Evrópu, bæði karlar og konur, að því kemur fram í nýrri skýrslu sænsku hagstofunnar og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um tób- aksreykingar í Evrópu árið 2004. Svíar verma efsta sætið hjá báðum kynjum hvað mest reykleysi varð- ar. Þannig reykja aðeins 15% sænskra karlmanna daglega en hins vega nota 23% þeirra reyk- laust tóbak daglega. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir reyklaust tóbak vera mikla tískubólu í Svíþjóð um þessar mundir og hafi því ákveðin áhrif á tíðni reykingamanna. Hann segir Íslendinga standa tiltölulega vel að vígi og jöfn og stöðug fækk- un reykingafólks á undanförnum árum sýni að þjóðin sé á réttri leið. Á Íslandi reykti 21,1% íslenskra karlmanna 15 til 89 ára í fyrra en tæplega fjögur prósent notuðu reyklaust tóbak. Tæp 19% ís- lenskra kvenna reyktu daglega á síðasta ári og er hlutfallið næst lægst á Norðurlöndum en 17,5% sænskra kvenna reykja daglega. Frá því árið 1991 hefur hlutfallið lækkað um tíu prósent hjá báðum kynjum og Matthías segist nánast viss um að reykingafólki muni halda áfram að fækka á næstu ár- um, tóbakið sé svo til dottið úr tísku og fólk gerir sér jafnframt betur grein fyrir hættunni sem fylgir. Matthías bendir á að þessi jákvæða þróun muni skila sér í fækkun á lungnakrabbameini á komandi árum. Á Norðurlöndunum reyktu flest- ir karlmenn daglega í Danmörku eða 28% árið 2004 en 27% norskra og finnskra karlmanna. Fjórðung- ur norskra kvenna reykti daglega sem er það mesta miðað við kyn- systur þeirra á Norðurlöndum. Þegar litið er á Evrópu standa lettneskir karlmenn verst að vígi en rúmlega helmingur þeirra reykti tóbak daglega á síðasta ári. Ísland kemur vel út í skýrslu um reykingar í Evrópu Íslendingar eru í öðru sæti á eftir Svíum Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKILL erill var í sjúkraflutningum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins um helgina, en sjúkrabílar Slökkviliðsins voru sendir í meira en fimmtíu útköll á dagvakt sunnudags. Þá voru meira en tuttugu flutningar á hvorri næturvakt aðfaranótt laug- ardags og sunnudags. „Við finnum fyrir mikilli aukn- ingu um helgar,“ segir stoðdeild- armaður á Slökkvistöðinni í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er farið að verða eins þungt og í miðri viku. Það er mikið verið að færa til á milli spít- ala og meira að gera en var. Þetta er mikið álag á þessa fjóra sjúkrabíla sem eru á vakt, en við getum farið upp í allt að átta, með því að nýta fjóra varabíla sem við höfum yfir að ráða.“ Erill í sjúkra- flutningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.