Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svavar Á. Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 18. september 1945. Hann lést á krabba- meinsdeild 11E á Landspítala 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Auð- bergsson, f.. 8. mars 1910, d. 17. apríl 1988, og Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 15. júní 1909, d. 15. janúar 1993. Systkini Svavars eru Sigrún Auð- ur, f. 21. janúar 1934, maki Jón Þ. Bergsson og eiga þau fjögur börn; Haraldur, f. 12. desember börn. Hinn 26. desember 1967 kvæntist Svavar Sigurborgu Kol- beinsdóttur, f. 9. nóvember 1947, d. 11. apríl 1994. Foreldrar Sig- urborgar voru Kolbeinn Stein- grímsson, f. 1 ágúst 1907, d. 7. mars 1985, og Þórhildur Árna- dóttir frá Hergilsey, f. 11. sept- ember 1919, d. 14. júní 1999. Svavar og Sigurborg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Þórhild- ur, f. 1967, gift Guðmanni Hauks- syni og eiga þau tvö börn, Jónas og Ragnhildi. 2) Sigrún, f. 1967, gift Skafta Fanndal og eiga þau tvö börn, Birgittu Svövu og Sig- urborgu Svövu, Skafti á eina dótt- ur, Evu Ósk. 3) Ásgeir, f. 1969, unnusta hans er Brynja Hjarðar Þorsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Svavar Þór, Daníel Þór og Evu Maríu. 4) Ragnar, f. 1977, hann á einn son, Jakob Inga. Útför Svavars verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1936, d. 6. september 2003, maki hans er Margrét Margeirs- dóttir; Þórður, f. 18. febrúar 1938, d. 26. febrúar 1989, hann átti fjögur börn; Ingibjörg, f. 13. apríl 1939, maki hennar var Hilmar Krist- jánsson sem er lát- inn, Ingibjörg á tvö börn; Svavar, f. 27. janúar 1941, d. 17. mars 1942; Halldór Jón, f. 6. nóvember 1947, maki Edda Björnsdóttir, þau eiga tvo syni; og Guðjón, f. 18. apríl 1952, maki hans er Sig- ríður Ásgeirsdóttir, Guðjón á tvö Elsku pabbi minn, þá er komið að leiðarlokum í þínu lífi. Það er svo margt skemmtilegt sem kemur upp í hugann, ég man sérstaklega eftir þegar að mamma fór á fæðingadeild- ina að eiga Ragga bróður þá spurðir þú mig og Geira hvað við vildum hafa í kvöldmatinn og bæði í kór svöruð- um við „kakósúpu“. Ekki að spyrja að því, þú reddaðir því, hún varð þó heldur þykk og þegar við fórum að kvarta þá sagðir þú: „Komið þessu bara í andlitið á ykkur,“ og skelltir göfflum á borðið. Það var svo líkt þér að gera það besta úr öllu. Mér er líka mjög minnisstætt hvað þú syrgðir sárt eftir að mamma heitin dó 11. apríl 1994, það var sérlega erfitt fyr- ir þig, pabbi minn. Þegar Sigurborg Sara fæddist eða „Bogga litla“ eins og þú kallaðir hana, var hún fyrirburi og þú komst og hélst á henni í kassanum, hvað hendurnar þínar voru stórar, hún bókstaflega sat í lófanum á þér. Einnig man ég vel þegar við fluttum út til Bandaríkjanna 1996. Þá spurð- ir þú mig: „Sigrún, ertu alveg viss um að þetta sé það sem þú vilt?“ Þér þótti erfitt að við færum með stelp- urnar þínar Birgittu Svövu og Boggu litlu. En eftir að þú komst í heimsókn til okkar varstu mjög sáttur enda komstu þrisvar sinnum út til okkar, síðast í vor í ferminguna hennar Birgittu með Dúddu og Guðmanni, og tengdaforeldrum Guðmanns, Hauki og Rögnu. Fyrir það erum við þákklát. Þú hafðir líka voðalega gaman af að sprella svolítið í Skafta með það hvort vara sem keypt væri í Bandaríkjunum væri „made in .....“ Þú hélst fram að íslenskt væri það besta eða sænskt eins og Volvoinn gamli, en Skafti auðvitað mótmælti. Það var líka svo gaman að þú hringdir alltaf í mig á föstudögum til Bandaríkjanna og við enduðum sím- talið alltaf eins ég sagði: „I love you, pabbi minn og farðu vel með þig,“ og þú sagðir á þinni skemmtilegu ensku: „I love you too.“ Þín verður saknað. Ég hugga mig við að þið eruð saman á ný, þú og mamma og ábyggilega engin logn- molla þar. Ég kveð þig í hinsta sinn. pabbi minn, og bið góðan Guð að varðveita þig. Sigrún og fjölskylda, Sioux Falls, Suður-Dakóta. Elsku pabbi, nú ert þú farinn og ég veit að það verður vel tekið á móti þér, mamma bíður eftir þér. Ég, Bogga og Ragnhildur vorum einmitt að tala um það hvort þið færuð ekki beint að byggja sumarbústað það var ykkar yndi að vera í sveitinni. En eft- ir að mamma dó var mjög erfitt fyrir þig að vera einn í sveitinni. Þú varst alltaf hægur og yfirvegaður. Þú hafðir ánægju af að fylgjast með æf- ingum og leikjum á Fylkisvelli. Síð- asta ár var oft erfitt hjá þér. Þú varst mjög glaður að við skyldum gefa þér ferð út til Sigrúnar. Það létti aðeins tilveruna hjá þér að hlakka til vors- ins. Þú fórst í geisla í janúar og febr- úar og bjóst þá á Rauðakross hót- elinu. Þar leið þér vel. Ég man alltaf eftir því að þegar þú varst lagður inn á spítala þá talaðir þú um að þér liði svo vel hjá henni Bryndísi. Þegar leið á vorið þá kom spenningur að fara út, þú varst mjög hress og þessi ferð var yndisleg. Þarna úti áttum við góða stund með Sigrúnu og fjöl- skyldu. Eftir að þú náðir þessum áfanga versnaði þér og þú fórst aftur á Rauðakross hótelið. Eftir að þú hættir að geta keyrt bílinn þá fannst þér góð tilbreyting að koma í mat eða fara í heimsóknir með okkur. Þú hafðir mjög gaman af að fylgjast með gömlum vinnufélögum og at- huga hvað þeir væru að smíða. Þú sýndir mér hvað þið hefðuð smíðað á síðustu árum. Ég var alltaf með sím- an á mér svo þú gætir náð í mig. Það eru margar ferðirnar sem ég hef þurft að fara snögglega til þín. Síðan beiðst þú eftir öðrum áfanga til að hlakka til en það var afmælið þitt og Sigrún og Bogga voru væntanlegar. Veislan tókst vel, þetta var skemmti- leg stund og ógleymanleg, þú varst ánægður að þið systkinin komuð öll saman. Ég borðaði með þér í hádeg- inu 25. september. Það var síðasta skipti okkar saman sem þú varst sæmilega hress. Þessar síðustu stundir okkar systkinanna með þér eru okkur dýrmætar. Ég vil þakka starfsfólki Rauða kross hótelsins, 11 E, og heimahlynningu fyrir að ann- ast þig . Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði, en ég veit að þú ert í góðum höndum. Guð blessi þig. Þórhildur Svavarsdóttir. Í dag verður okkar elskulegi bróð- ir jarðsunginn. Ég man eftir Svavari þegar ég var um tíu ára gamall. Við vorum mörg systkinin og var Svavar fimmti í röðinni af okkur. Svavar kynntist snemma konu sinni Sigur- borgu. Þau náðu snemma vel saman enda bæði dugleg og heiðarleg í alla staði. Ég man enn í dag þegar ég vaknaði um morgun á heimili okkar á Kleppsvegi 90, stundum kallað Oddshöfði. Þá sá ég hlut sem ég hafði aldrei séð áður. Ég spurði Svavar hvað þetta væri. „Þetta keypti ég í útlöndum,“ svaraði hann. Seinna frétti ég að þau Bogga hefðu kynnst þá. Svavar var hörkuduglegur til vinnu og menntaði sig sem járnsmið. Á þessum tímum var ekki létt verk fyrir ungan mann að mennta sig, en Svavar sýndi hvað í honum bjó. Í upphafi sambúðar þeirra Sigurborg- ar bjuggu þau uppi í Selási. Þau hjónin áttu fjögur börn. Eftir að Svavar veiktist höfðum við mikið samband enda var það Svavar sem vildi halda fjölskyldunni saman. Með trega kveðjum við góðan dreng sem verður alltaf í hjörtum okkar. Við Inga systir biðjum góðan Guð að vernda börn og barnabörn Svavars. Guðjón Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir. Elsku afi, ég mun sakna þín mjög mikið. Við höfðum mjög skemmtilegt þegar þú komst til Ameríku í vor í fermingarveisluna hennar Birgittu systur minnar. Ég elska bláa arm- bandið sem þú gafst mér. Ég veit að allir elskuðu þig mikið, einnig mamma, Dúdda, Raggi og Geiri. Þú varst svo góður við alla. En núna hittir þú ömmu aftur eftir 12 ár og þið verðið ánægð. Ég græt mikið því að ég sakna þín svo. Ég vona að allt verði í lagi á leiðinni upp til himna gegnum skýin. Sigurborg Sara Skaftadóttir, Sioux Falls SD. Í dag kveðjum við með söknuði kæran vin okkar Svavar Ásgeir Sig- urðsson eftir veikindi sem hann tókst á við með hugprýði og æðru- leysi. Sumir fara í gegnum lífið án þess að mikið sé tekið eftir þeim og það átti svo sannarlega við Svavar vin okkar. Hann hafði ekki hátt um hlutina, vann sína vinnu og sinnti sinni fjölskyldu með myndarbrag. Fjölskylda okkar kynntist Svavari og Sigurborgu konunni hans þegar Þórhildur dóttir þeirra og Guðmann sonur okkar felldu hugi saman og í dag höfum við í langan tíma deilt gleði og sorg með þessum indælu hjónum. Strax frá upphafi mynduð- ust á milli fjölskyldna okkar góð vin- áttutengsl. Við höfum öll komið oft í sumarbústað þeirra hjóna og átt þar margar góðar stundir. Hann hægur, rólegur og glettinn, en hún hress og kát. 11. apríl 1994 missir hann Boggu sína, Sigurborgu Kolbeinsdóttur og það var mikill missir og sorg fyrir bæði hann og fjölskylduna. Síðan þetta gerðist urðu tengsl okkar við Svavar enn meiri og við höfum átt saman mörg yndisleg jól og áramót í gegnum síðasta áratug. Við hjónin áttum í vor ógleyman- legar stundir með Svavari og börn- unum okkar Þórhildi og Guðmanni í ferð til Sioux Falls í Suður-Dakota í Bandaríkjunum í fermingu Birgittu dóttur Sigrúnar systur Þórhildar. Það var gaman að sjá hvað Svavar var glaður að njóta þess að heim- sækja dóttur sína, tengdason og barnabörnin yndislegu, Birgittu Svövu og Sigurborgu Söru. Þessar minningar og fleiri frá góðum stund- um munu ylja okkur í framtíðinni þegar við minnumst þessa hægláta og hógværa vinar okkar. Við biðjum guð að geyma góðan vin og færum ykkur Þórhildi, Sig- rúnu, Ásgeiri, Ragnari og fjölskyld- um innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ragna, Haukur, börn og fjölskyldur. Látinn er langt fyrir aldur fram en þó eftir langa vanheilsu Svavar Sig- urðsson járnsmíðameistari, Norður- ási 4 í Reykjavík. Ég kynntist Svavari þegar við hjón tókum á leigu landspildu í landi Trönu í Borgarbyggð til að byggja okkur sumarbústað. Fáum árum áð- ur hafði Svavar og Sigurborg kona hans byggt sér sumarhús þar skammt frá. Þarna var að rísa lítil en sérstæð sumarhúsabyggð úti í höfða rétt ofan Hvítárósa. Löndin eru nokkuð dreifð um höfðann og liggja fæst saman. Til að komast út þangað þarf að aka yfir sand sem flæðir yfir á stórstraumsflóði og einnig við flóð í Hvítá. Aðgengið var og er enn því nokkuð sérstætt. Þeir sem þarna komu saman voru einnig nokkuð sérstæðir að því marki að þeir vildu flestir banga saman sínum húsum sjálfir. Þarna myndaðist fljótt samhent og gott samfélag þar sem hjálpast var að við daglegt amstur eins og vatnslagnir, brúarsmíð eða draga hver annan upp úr ánni eða úr snjósköflum. Svo var slakað á saman og skemmt sér. Svavar og Bogga eins og þau voru gjarnan nefnd og þá bæði í sömu andránni voru afar samhent í öllum athöfnum og settu mikinn svip á þetta litla samfélag. Gestrisin og alltaf tilbúin til að gefa góð ráð eða aðstoða ef á þurfti að halda. En svo dró ský fyrir sólu þegar Bogga greindist með krabbamein sem dró hana til dauða 1994 eftir harða baráttu. Áfallið var mikið fyrir Svavar svo hann var ekki samur maður eftir. Heilsan gaf sig og þessi vinnusami og duglegi maður varð lítt vinnufær um langa hríð. En þegar hann virtist vera að ná sér aftur og farinn að vinna og allt bjartara fram- undan kom aftur áfallið. Nú var það sem krabbinn heimsótti hann eins og konu hans og lagði hann að velli fáum dögum eftir að hann hélt upp á 60 ára afmælið. Ég vil fyrir hönd okkar frum- byggjanna í Trönuhöfða senda börn- um hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning okkar um Svavar Sig- urðsson og Sigurborgu konu hans er okkur öllum dýrmæt. Haraldur Finnsson. SVAVAR Á. SIGURÐSSON FRÉTTIR SÖFNUNINNI Börn hjálpa börn- um, sem hófst formlega á 75 ára afmælisdegi Vigdísar Finn- bogadóttur 15. apríl sl. með framlagi hennar og forseta Ís- lands Ólafs Ragnars Grímssonar, er nú lokið. Alls söfnuðust 10.067.444 krónur. Yfir 3.000 grunnskólabörn gengu í hús með söfnunarbauka í vor, en baukar hafa einnig staðið í verslunum og fyrirtækjum. Markmiðið með söfnuninni var að ná 10 milljónum króna til að byggja svefnskála fyrir 800 drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi og hefur það markmið nú náðst. Söfnunarféð, að upp- hæð 10.067.444 kr, var sent óskert til Heimilis litlu ljósanna en byggingarframkvæmdir við svefnskálana hafa staðið yfir í sumar og haust. Svefnskálar fyrir 400 drengi voru byggðir ofan á skólahús sem fyrir var á staðnum og er nú nýtt hús að rísa fyrir aðra 400 drengi. Hornsteinninn að því húsi var lagður á nýársdag 2005 að við- stöddum nokkrum Íslendingum. Hafði áður verið byggt fyrir stúlkurnar á heimilinu. Í fréttatilkynningu frá ABC- barnahjálpinni segir að mikil gleði og þakklæti ríki í garð Ís- lendinga fyrir framlagið og þá sérstaklega dugnað grunnskóla- barnanna íslensku. ABC-barnahjálp stendur fyrir mörgum brýnum verkefnum og eru framlög stuðningsaðila og söfnunarfé fyrir uppbygging- arverkefni alltaf send óskert út. Hjálparstarfið sér í dag fyrir rúmlega 5.300 börnum. Einna brýnast er að ljúka við byggingu kornabarnahúss á El Shaddai- barnaheimilinu á Indlandi og munu söfnunarbaukarnir standa áfram á ýmsum stöðum. Mun það sem safnast í baukana á næstu mánuðum renna óskert til byggingar kornabarnahússins. Um 2,8 milljónir króna vantar upp á til að ljúka framkvæmdum við kornabarnahúsið og aðstöðu fyrir forstöðukonu heimilisins. Hún hýsir nú 15 kornabörn á heimili sínu í leiguhúsnæði í Chennai, um 50 km frá hinum 170 börnum heimilisins, sem fluttu í glæsilegt hús í janúar 2004. Það hús var einnig byggt fyrir íslenskt söfnunarfé á land- skika sem ABC-barnahjálp keypti fyrir nokkrum árum. Mikilvægt er að geta sameinað heimilið og fá aðstöðu til að taka við fleiri yf- irgefnum kornabörnum. Söfn- unarreikningur fyrir byggingu kornabarnahússins er í Íslands- banka nr. 515-14-280000, kt. 690688-1589. Á heimasíðu ABC-barnahjálpar www.abc.is er hægt að gerast fósturforeldri barns á Heimili litlu ljósanna og einnig er hægt að styðja við rekstur starfsins. Um 3.000 börn söfnuðu fyrir börn á Indlandi sem njóta stuðnings ABC-hjálparstarfs 10 milljónir söfnuðust Um 800 drengir fá húsaskjól í nýja svefnskálanum á Heimili litlu ljósanna á Indlandi sem ABC barnahjálp hefur byggt upp fyrir söfnunarfé frá Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.