Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívíddSýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 4 ísl.tal Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is Topp5.is Miðaverð 450 kr. Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. . Miðaverð 450 kr. Skilaboðin eru sýnd á heimilum nunna og munka, verslunareig- enda í Lhasa, hirðingja sem búa í tjöldum og fleira fólks. Þetta er gert með leynd því kínverska hættan vofir stöðugt yfir. Að sjá fólkið sem sennilega býr í stærsta fangelsi veraldar fá skilaboðin er einstök upplifun. Sumir tárfella og ég er viss um að einhverjir meðal áheyrenda gera það líka. Tortryggniraddir heyrast þó einnig. Vissulega segjast flestir biðja stöðugt um að Kínverjar láti þá í friði en ein kona veltir því fyrir sér hvort þau hafi misst land sitt vegna þess að báðu OF mikið. Tíbetskt þjóðfélag grundvallaðist ekki að heimsækja land sitt, rúm- lega milljón innfæddra hefur horf- ið sporlaust síðan Kínverjar náðu völdum og í dag er nafnið Tíbet ekki einu sinni að finna á mörgum landakortum af Asíu. Um þetta fjallar heimild- armyndin Okkar arfur (What Remains of Us), en þar er sýnt þegar flóttakona að nafni Kalsang Dolma flytur samlöndum sínum skilaboð frá Dalai Lama, en hann er búsettur á Indlandi og hefur ekki ávarpað þjóð sína síðan hann neyddist til að fara í útlegð. Við sjáum lítið tæki með skjá sem er vafið inn í gylltan klút og fylgj- umst með hvert það er borið. KANNSKI má segja að eini ljósi punkturinn við innrás kínverskra stjórnvalda í Tíbet árið 1959 sé að tíbetski búddisminn náði fótfestu á Vesturlöndum. Fram að þessum tíma var Tíbet einangrað frá um- heiminum; nú er boðskap Dalai Lama, andlegs leiðtoga tíbetskra búddista, að finna í næstu bóka- búð. Ef haft er í huga hversu vel bækurnar hans hafa selst hafa Vesturlandabúar greinilega haft mikla þörf fyrir þær. Þetta afsakar þó engan veginn þau voðaverk sem Kínverjar hafa unnið í Tíbet, en þau eru með því viðbjóðslegasta sem maður hefur lesið um. Og það hvítþvær ekki heldur okkur Vesturlandabúa; við látum okkur fátt um finnast af þeirri einföldu ástæðu að við græðum svo mikið á viðskiptum okkar við Kínverja. Menning Tíbetbúa er hægt og rólega að eyðast, Dalai Lama fær snemma á andlegum gildum og hugsanlega trúðu þeir einum of mikið á hið góða í manninum. Þessu atriði er ekki gert nægi- lega vel skil í myndinni, kjarninn í trúarbrögðum Tíbetbúa er ekki al- mennilega útskýrður; hætt er við að einhverjum kunni að finnast að kannski hafi innrás Kínverja ein- mitt verið „frelsun“ fólksins eins og Kínverjar hafa ávallt haldið fram. Ég get vel ímyndað mér að framandi helgisiðir Tíbetbúa eins og þeir birtast í myndinni virki eins og hver önnur hjátrú sem hefur haldið þjóðinni í helj- argreipum í gegnum aldirnar. Í þessu sambandi hefði verið gagn- legt að fá að vita meira um tíb- etskt þjóðfélag eins og það var og á hverju það byggðist, áður en Kínverjar réðust inn í landið. Það sem myndin hefur þó fram að færa er einstakt í sjálfu sér og senurnar með fólkinu að sjá skila- boðin frá Dalai Lama hljóta að hreyfa við samvisku okkar hinna. Höfum við Íslendingar gert eitt- hvað til að mótmæla meðferð Kín- verja á Tíbetbúum? Varla svo mikið. Voðaverk kínverskra stjórnvalda KVIKMYNDIR Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í Háskólabíói Leikstjórn: Hugo Latulippe & Francois Prevost. Kanada 2004.  Okkar arfur (What Remains of Us) Jónas Sen Í BROTAKENNDU Tékklandi nú- tímans þarf að teygja sig lengra eftir hamingjunni. Stestí gerir þessari fálmandi leit sérlega eftirminnileg skil á margslunginn hátt. Oftast er myndin mjög átakanleg en þó er stutt í tragi-kómíkina. Stundum jaðrar við væmni, en þar sem leikstjórnin öll og leikurinn eru svo hárfín verður myndin þess í stað verulega hjart- næm. Monika, Dasha og Tonik hafa öll alist upp í sömu blokkinni í iðnaðarhverfi. Tonik er leynilega skotinn í Moniku, en hún bíður þess að komast til Bandaríkjanna þar sem kærastinn hefur verið svo heppinn að fá vinnu. Dasha er hins vegar einstæð móðir með tvo drengi. Hún heldur við giftan nuddpottasölumann en sam- bandið er alveg að fara með tæpt taugakerfið. Þegar það brestur, taka Tonik og Monika drengina að sér og við það myndast óvænt lítil fjölskylda sem oft á ljúfar stundir í miðjum öm- urleikanum. Myndin er mjög vel skrifuð, og það er skemmtilegt hvernig langanir fólks togast á. Allir vilja það sem hinir hafa eða vita þá að þeir vita ekkert hvað þeir vilja. Sem er kannski skilj- anlegt þegar úr engu er að velja. Persónurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar, og um leið bæði raunsæislegar og trúverðugar. Það er erfitt að skrifa og leika geðveikt fólk svo vel verði, en Sláma finnur hinn gullna meðalveg í því sem öðru í myndinni. Fínleiki virðist vera hans helsti styrkleiki sem leikstjóri. Tonik og Monika eru mjög trúan- legar og auðvelt að samsama sig þeim. Af aukapersónunum eru for- eldrar Moniku einna skemmtilegust. Móðir hennar er holdgervingur vonarinnar og fað- irinn vonleysisins. Þau eru snilld- arlega leikin af Simonu Stasová og Bolek Polívka, og komu oftar en ekki við hláturtaugar áhorfenda. Dreng- irnir litlu höfðu oft sömu áhrif á áhorfendur en þá gjarna þar sem þeir virtust alls ekki að leika, heldur var leikið í kringum þá og það kom mjög vel út. Öll framvinda myndarinnar og endirinn gera það að verkum að myndin virðist mjög sönn. Fram- vindan gerist ekki af tilviljun eða vegna vilja persónanna til að komast yfir eitthvað. Hvert skref er tekið í neyð og oft í öfuga átt við stefnu hjartans. Þessi dökki tónn gerir að verkum að eftir situr raunsæ mynd af því lífi sem margt fólk býr við í dag. Í bláendann fannst mér tónninn þó ör- lítið bjartari. En kannski var það bara óskhyggja fyrir hönd þessara yndislegu persóna. KVIKMYNDIR Regnboginn – Alþjóðleg kvik- myndahátíð Leikstjórn og handrit: Bohdan Sláma. Að- alhlutverk: Pavel Liska, Tatiana Vilhelmová og Anna Geislerová.102 mín. Tékkland 2005. Eins konar hamingja (Stestí)  Hildur Loftsdóttir BÓKUN hljómsveitarinnar Babyshambles á há- tíðina Iceland Airwaves hefur verið aflýst, í ljósi handtöku Pete Doherty, söngvara hljómsveit- arinnar, í Englandi í gær. Þorsteinn Stephensen, framkvæmdastjóri Hr. Örlygs, sem er fram- kvæmdaraðili hátíðarinnar, býst ekki við að há- tíðin sem slík skaðist vegna þessa, en segir unnið að því að finna staðgengil fyrir hljómsveitina. Iceland Airwaves fer fram dagana 19. til 24. október næstkomandi. Breska lögreglan handtók söngvarann og ólátabelginn Doherty, sem margir kannast ef- laust við sem kærasta ofurfyrirsætunnar Kate Moss, eftir að leitað var að eiturlyfjum í fórum hljómsveitarinnar og 17 annarra sem henni tengdust. Þá var leitað í tveimur ökutækjum í bænum Shrewbury, þar sem hljómsveitin hélt tónleika á laugardagskvöldið. Lagt var hald á fíkniefni við leitina og voru þau send til rann- sóknar. Doherty var yfirheyrður í gær og hélt hann fram sakleysi sínu. Hann var síðan látinn laus gegn tryggingu, en hann sagði blaðamönn- um að lögregla hefði talið að hylki sem grætt hefði verið í kvið hans innihéldi „hörð efni“. Hann sagði hylkið hins vegar vera lyfjahylki sem læknar hefðu komið fyrir, til að hjálpa honum að halda sig frá eiturlyfjum. Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að Doherty á við alvarlegan vímuefnavanda að stríða, en Ba- byshambles hefur þrátt fyrir það tekist að fá frá- bæra dóma í breskum fjölmiðlum fyrir tónleika sem sveitin hefur spilað á það sem af er árinu. Persónuleg vandamál Pete Doherty hafa hins vegar náð nýjum hæðum undanfarna daga og metur Hr. Örlygur stöðuna svo að ekki sé rétt- lætanlegt að standa fyrir komu Babyshambles til Íslands. Þorsteinn segir búið að tilkynna sveitinni um ákvörðunina, en svar frá henni hafði ekki borist í gær. „Babyshambles var eitt af okkar stærri tromp- um, þótt þeir séu ekki komnir mjög langt á sín- um ferli,“ segir Þorsteinn. „Þegar við sömdum við þá á sínum tíma benti flest til þess að þeir væru að komast út úr einhverri persónulegri krísu en síðustu vikurnar hefur ástandið hjá þeim bara versnað.“ Þorsteinn segir að unnið sé í að fá einhverja á hátíðina í stað sveitarinnar, en að ekki sé mikill tími til stefnu. „Það er enginn skortur á áhuga, það er bara spurning um hvort fyrirvarinn er nægur,“ segir hann. „Annars er hátíðin vel skipuð og yfir þrjá- tíu erlendir listamenn og hljómsveitir koma fram svo ég held að hátíðin sem slík skaðist ekk- ert við þetta. Auðvitað hefði samt verið betra að þetta hefði ekki komið upp á.“ Pete Doherty handtekinn eftir fíkniefnaleit Hætt við komu Babysham- bles á Iceland Airwaves AFP Pete Doherty mun ekki heilsa upp á íslenska aðdáendur sína á Iceland Airwaves. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FJÖLDI aðstandenda mynda verður viðstaddur sýningar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Á eftir sýningum myndanna gefst áhorfendum kostur á að spyrja þá spjör- unum úr. Í dag verða tveir leik- stjórar viðstaddir sýningar á myndum sínum. Lost Children verður sýnd í Regnboganum kl. 18 og leik- stjórinn Ali Samadi Ahadi verð- ur á staðnum. Þá sýnir Regn- boginn Shark in the Head í Regnboganum kl. 20 og leik- stjórinn María Próchaskova sit- ur fyrir svörum. Leikstjórar svara spurningum TENGLAR ................................................. www.filmfest.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.