Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Aukin virðisauka- skattsvelta ● VIRÐISAUKASKATTSVELTA jókst um 12,6% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári. Á tímabilinu júlí 2004 til júní 2005 jókst virðisaukaskattsvelta um 14,6% miðað við sama tímabil á ár- unum 2003-2004. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofu Íslands fyrir septembermánuð. Mest var aukningin í bygging- arstarfsemi, 31,8% á fyrri hluta árs- ins en 28,8% á 12 mánaða grund- velli. Húsnæðismarkaður- inn í Bretlandi róast ● HÚSNÆÐISVERÐ í Bretlandi er nú 1,8% hærra en það var fyrir ári. Þetta er minnsta hækkun á tólf mánaða tímabili í nærri áratug. Verðið lækk- aði um 0,2% milli ágúst og sept- ember í ár og hefur verðið þá lækkað milli mánaða tvisvar í röð. Í frétt á vefmiðli BBC segir að lækkun stýrivaxta breska seðlabank- ans í ágústmánuði síðastliðnum, úr 4,75% í 4,5%, ýti undir lántökur al- mennings. Því sé búist við hækkun á markaðinum á næstunni. ÍSLENSKT atvinnulíf var í brenni- depli á ársfundi hinna dönsku Sam- taka iðnaðarins (Dansk Industri) sem haldinn var síðastliðinn fimmtu- dag í Bella Center ráðstefnumiðstöð- inni í Kaupmannahöfn. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Meet the Win- ners“ og var sérstaklega fjallað um Ísland, Írland og fylkið Massachu- setts í Bandaríkjunum, sem dæmi um „sigurvegara“ í samkeppni þjóð- anna, þar sem hagvöxtur og almennt rekstrarumhverfi fyrirtækja væri til fyrirmyndar. Um 200 danskir stjórnendur, þingmenn og ráðherrar tóku þátt í umræðum um Ísland og var í upphafi umræðunnar sýnt myndband um ís- lenskt atvinnulíf þar sem Vigdís Finnbogadóttir fjallaði um viðhorf Íslendinga til vinnu og viðskipta. Í myndbandinu kom m.a. fram að hóf- leg skattheimta og hærri eftirlauna- aldur væru meðal þess sem treysti samkeppnisfærni íslenskra fyrir- tækja. Tryggvi Þór Herbertsson, dósent í hagfræði, skýrði fyrirkomu- lag íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hvernig það gerir íslenskum fyrir- tækjum kleift að fjármagna framrás og vöxt á erlendum mörkuðum. Íslenska lexían Að kynningunni lokinni unnu fundarmenn í hópum og reyndu að komast að því hvað læra mætti af Ís- lendingum. Meðal þeirra sem tóku þátt í því voru Jørgen Lindegaard, forstjóri SAS, Claus Hjort Freder- iksen, atvinnumálaráðherra og Mari- anna Jelved, þingmaður og fyrrum efnahagsmálaráðherra Danmerkur. Meginniðurstaða fundarins var sú að nauðsynlegt væri að endurskoða danska eftirlaunakerfið, en í dag tryggir danska ríkið öllum rétt til eftirlauna við 60 ára aldur. Þá töldu fundarmenn að endurskoða þyrfti skattkerfið þar sem há skattheimta í Danmörku væri dragbítur á frum- kvöðlastarf og háir persónuskattar gerðu það að verkum að launafólk væri síður tilbúið að vinna eftirvinnu. Már Másson, viðskiptafulltrúi við sendiráðið í Kaupmannahöfn, tók þátt í fundinum og sagðist ánægður með umfjöllunina. „Það er afar mik- ilvægt fyrir okkur að samtök á borð við Dansk Industri fjalli á svo yfir- vegaðan hátt um íslenskt atvinnulíf og ánægjulegt að sjá hvernig um- ræðan um Ísland er að verða jákvæð- ari hér í Danmörku,“ segir hann. Danir fjalla um ís- lenskt atvinnulíf Ísland er umfjöllunarefnið Hans Skov Cristensen, framkvæmdastjóri Dansk Industri, heldur hér tölu á ársþingi samtakanna. ACTACIS Group hf. hefur undirrit- að samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Í til- kynningu frá Actavis segir að kaup- verðið og aðrar fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin séu ekki gefin upp. Gert sé ráð fyrir að kaupin hafi óveruleg áhrif á afkomu Actavis á árinu 2005. Kéri Pharma var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Samkvæmt tilkynningu Actavis er stærsti mark- aður fyrirtækisins í Ungverjalandi en aðrir markaðir Pólland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Eystrasalts- ríkin. Um 80 manns starfa hjá Kéri Pharma og eru höfuðstöðvar fyrir- tækisins í borginni Debrecen. Kéri einbeitir sér einkum að sölu geð-, hjarta- og gigtarlyfja. Segir í til- kynningunni að fyrirtækið hafi yfir 20 lyf á markaði, til viðbótar við 23 lyf í skráningum og þróun. Þá segir að Kéri muni setja á markað tvö lyf á árinu frá Actavis. Actavis kaupir fyrirtæki í Ungverjalandi Óvænt afsögn seðlabanka- stjóra LARS Heikensten, formaður bankastjórnar sænska seðlabank- ans, tilkynnti á fimmtudaginn að hann mundi láta af störfum í síðasta lagi hinn 1. mars næstkomandi. Ástæða uppsagnarinnar er sú að hann hefur verið útnefndur til setu í endurskoðunarrétti Evrópusam- bandsins fyrir hönd Svíþjóðar. Miklar vangaveltur eru nú uppi í sænsku viðskiptalífi um hver verður eftirmaður hans en Heikensten hef- ur notið virðingar meðal markaðs- aðila. Flestir þeirra vilja að Irma Rosengren taki við af honum en hún hefur gegnt starfi aðstoðar- seðlabankastjóra á undanförnum árum. Uppsögn Heikenstens bar brátt að en hann tók við starfinu árið 2003 og átti að gegna því til ársins 2008. Að því er fram kemur í frétt á vefmiðli Dagens Nyheter óttast ýmsir sérfræðingar að vegna þess hve uppsögnin kom flatt upp á marga verði næsti seðlabankastjóri valinn úr röðum stjórnmálamanna. Segir blaðið að margir telji það ekki vera heillaspor. Heikensten sjálfur er menntaður hagfræðingur og gegndi m.a. starfi aðalhagfræðings Handelsbanken og forstöðumanns efnahagsdeildar sænska fjármála- ráðuneytisins áður en hann fór í seðlabankann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.