Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 17
UMRÆÐAN
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
ÞEGAR fólk greiðir atkvæði í
þingkosningum greiðir það til-
teknum flokki atkvæði sitt. Ekki
einstaklingi eða ein-
staklingum. Vissulega
eru einhverjir ein-
staklingar í framboði
fyrir flokkinn. Skárra
væri það nú. Annars
væri enginn flokkur
og enginn listi yrði
til. En hérlendis tíðk-
ast listakosning en
ekki einstaklings-
kosning og af fjölda
atkvæða ræðst hve
margir einstaklingar
af lista viðkomandi
flokks komast á þing
hverju sinni.
Það hlýtur þannig
að vera deginum ljós-
ara að það er flokk-
urinn á bak við
listann sem á þessi
atkvæði en ekki þær
persónur sem listann
skipa. Jafnvel þó
kjósanda líki ekki
einhver eða ein-
hverjir einstaklingar
á listanum kemur
fyrir lítið að strika út
nafn hans – í reynd
skiptir það engu máli.
Þess vegna skýtur
skökku við þegar
maður sem flýtur inn á þing á at-
kvæðum tiltekins lista segir skilið
við flokkinn á bak við þann lista
sem bar hann uppi og stekkur til
liðs við annan flokk. Hann fer þá
með atkvæði sem nýi flokkurinn á
ekki.
Eflaust er þetta hægt miðað við
gildandi reglur – eða kannski gild-
andi skort á reglum – en þetta er
gjörsamlega ósiðlegt. Bæði af
hálfu þess sem svíkur þá kjós-
endur sem kusu hann og líka af
hálfu þess flokks sem er svo lít-
ilþægur að taka við þessum lít-
ilmótlega þingmanni og atkvæð-
unum sem hann tekur með sér og
eru þá honum og nýja flokknum
illa fengin.
Hvaðan svo sem þessar reglur
koma eru þær ranglátar og ósið-
legar. Þess vegna ber að breyta
þeim. Málið er einfalt:
hafi þingmaður ekki
lengur þor eða þol til
að vera á þingi fyrir
þann flokk sem fleytti
honum á þing ber hon-
um einfaldlega að
segja af sér og hverfa
af þingi. Við tekur sá
sem næstur er í gogg-
unarröð viðkomandi
lista.
Annað eru hrein
svik við kjósendur, svo
lengi sem kosningar til
þings eru bundnar
lista en ekki tilteknum
persónum.
Nú gerðist það síð-
ast liðið vor að maður
stökk frá lista Frjáls-
lynda flokksins. Voru
atkvæðin sem fleyttu
honum þangað inn
hans persónulega eign,
eitthvað sem honum
var heimilt að ráðskast
með?
Hvar stöndum við
kjósendur? Er einhver
ástæða til að vera að
kjósa ef við getum átt
von á því að menn
hlaupi út og suður
með atkvæði okkar eins og þau
hafi verið greidd þeim persónu-
lega?
Eins og þetta blasir við gekk
maðurinn nú með atkvæði sem
Frjálslynda flokknum voru greidd
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem
lét sér vel líka að tileinka sér at-
kvæði sem greidd voru öðrum
flokki og ætlar nú að dilla liðhlaup-
anum.
Megi báðir njóta eins og efni
standa til.
Flokkaflakk með
illa fengin atkvæði
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
fjallar um atkvæði og flokka
Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson
’...hafi þing-maður ekki
lengur þor eða
þol til að vera á
þingi fyrir þann
flokk sem fleytti
honum á þing
ber honum ein-
faldlega að
segja af sér...‘
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
HVAÐ olli því að íslenskir frétta-
menn hringdu í KB banka í Lúx-
emborg til að spyrjast
fyrir um lög-
reglurannsókn þar áð-
ur en sjálfir rannsókn-
araðilarnir voru
mættir á staðinn?
Hver er skýringin á
því að sjónvarps-
fréttamenn Ríkissjón-
varpsins voru mættir
að höfuðstöðvum
Stöðvar 2 og Norður-
ljósa áður en rann-
sóknaraðilar mættu
þar til að hefja
stærstu innrás til þess
tíma í íslenskt fyr-
irtæki? Hver er skýringin á því að
hin fræga og afdrifaríka Baugs-
innrás var myndum prýdd í fjöl-
miðlum frá því að rannsóknarmenn
renndu í hlað og þar til yfir lauk?
Frú Ragnhildur Kolka lífeinda-
fræðingur svarar í gær með nokkr-
um þjósti í Mbl. grein minni um
þessi álitaefni o.fl. frá sl. helgi.
Nokkuð sýnist mér hafa skort á ná-
kvæmni vísindamannsins við lestur
greinar minnar því kjarni hennar
var tvíþættur og vék hvorki að rétt-
mæti rannsókna sem
þeirrar sem hér um
ræðir né að meintum
sakargiftum eða hugs-
anlegum niðurstöðum
dómenda.
Annars vegar gagn-
rýni ég vinnubrögð
umræddra rannsókn-
araðila ríkisins, eink-
um þá hefð sem virðist
vera að skapast þegar
viss (e.t.v. óinn-
múruð?) fyrirtæki í
landinu eru látin sæta
innrásum og rannsókn
á starfsemi sinni í
kastljósum fjölmiðla, á meðan fjöldi
annarra fyrirtækja nýtur árlega
þess sjálfsagða og eðlilega réttar að
starfsemi þeirra sé rannsökuð af
yfirvöldum í fullkominni kyrrþey
þar sem trúnaður ríkir um það sem
rannsakað er, jafnvel þó að til
ágreinings komi um tiltekin atriði.
Hins vegar bendi ég á þann
skaða sem hlotist hefur af þess kon-
ar vinnubrögðum rannsóknaraðila
og velti því fyrir mér hvort slíkt sé
með ráðum gert og ef svo sé hverj-
ar afleiðingarnar kunni að vera fyr-
ir ríkið.
Í niðurlagi greinar sinnar segir
frúin: „Varla fer Baugur að leggja
það á íslenska alþýðu að borga fyrir
þessa óháðu endurskoðun á bók-
haldinu.“ Í þessari setningu skiptir
lykilorðið óháð sköpum. Því miður
er það stærsta og mest krefjandi
spurning síðari tíma á Íslandi,
hvort hér hafi átt sér stað eðlileg og
óháð rannsókn.
Ófrávíkjanlega óháð?
Jakob Frímann Magnússon
svarar Ragnhildi Kolka ’Því miður er þaðstærsta og mest krefj-
andi spurning síðari
tíma á Íslandi, hvort hér
hafi átt sér stað eðlileg
og óháð rannsókn.‘
Jakob Frímann
Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður.
Í BLAÐINU 29. september sl. er
viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttir, formann Sam-
fylkingarinnar, þar
sem hún segir frá því
að hún sé oft ósammála
Guðmundi Ólafssyni
hagfræðingi um það að
Samfylkingin sé ekki
að ræða efnahagsmál
og hafi lítið vit á þeim.
Ingibjörg heldur því
fram að Samfylkingin
sé síst verr að sér í
efnahagsmálum en rík-
isstjórnarflokkarnir.
Einnig segir hún frá
því að minnisvarðar
Reykjavíkurlistans séu skólarnir og
leikskólarnir, ekki Perlan og ráðhús.
Athyglisvert er að lesa aðalfyr-
irsögn Fréttablaðsins á miðvikudag-
inn 28. september sl., þar sem sagt
er frá því að leikskólar Reykjavík-
urborgar búi við skort á starfsfólki
og lokanir á deildum. Á sama tíma
hafi sjálfstætt reknum
leikskólum tekist að
halda sínu starfsfólki
og ekki hafi orðið trufl-
anir á starfi þeirra.
Eru þetta minnisvarð-
arnir sem Ingibjörg er
að tala um?
Einnig má velta því
fyrir sér hvers vegna
standi á því að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé bú-
inn að vera í ríkisstjórn
síðan 1991. Ætli ástæð-
an sé ekki einmitt sú
að, jú, hann hefur vit á
efnahagsmálum og þegar kemur að
því að fólk fer á kjörstað er það ein-
mitt það sem skiptir höfuðmáli, efna-
hagsstjórn. Það verður líka það sem
mun skipta höfuðmáli í alþingiskosn-
ingunum 2007, efnahagsstjórn.
Miðað við þá skuldasöfnun sem
hefur átt sér stað hjá Reykjavík-
urborg frá því að Ingibjörg tók við
borginni 1994 tel ég ólíklegt að
landsmenn muni treysta henni og
Samfylkingunni fyrir efnahags-
stjórn landsins 2007, a.m.k. má mik-
ið útaf bera hjá ríkisstjórnarflokk-
unum til þess að það verði að
veruleika.
Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin
Annas Sigmundsson fjallar um
stjórn leikskóla Reykjavíkur í
tíð Reykjavíkurlistans ’...segir hún frá því aðminnisvarðar Reykja-
víkurlistans séu skól-
arnir og leikskólarnir...‘
Annas Sigmundsson
Höfundur er stjórnmálafræðinemi.