Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 21 veldað alla umræðu um stjórnarskrána ef það liggja fyrir vel samdir dómar sem fela í sér túlkun á stjórnarskránni. Drjúgur hluti minnar rannsóknar er því helgaður því hvernig dómar að þessu leytinu eru samdir.“ Ísland ekki síðri heimavöllur en Færeyjar Þegar Kári er spurður hvort hann ætli að setjast að á Íslandi, tekur hann vel í það. Ísland sé ekki síðri heimavöllur hans en Færeyjar „Það er miklu auð- veldara að ferðast á milli þessara nágrannalanda en áður var,“ segir hann. „Í dag er mögulegt að búa tímabundið á hverjum stað, ég gæti t.d. hugsað mér að kenna hér á landi um tíma og dvelja reglulega í Færeyjum,“ segir hann. „Eins er það með fær- eyska námsmenn, þeir geta tekið hluta námsins í Danmörku og hluta á Íslandi. Tungumálaörð- ugleikar eru hverfandi enda eru málin mjög lík. Það tekur ekki nema nokkrar vikur fyrir Færeying að koma sér inn í íslenskt lesmál. Íslenskan hljómar reyndar skringilega í eyrum þeirra fyrsta kastið og líklega er það gagnkvæmt hjá Íslendingum gagn- vart færeyskunni. En munurinn liggur aðallega í mismunandi sérhljóðaframburði. Ég held að þessar frændþjóðir geti átt bjarta framtíð á sviði mennta- samstarfs. Við Fróðskaparsetrið stendur til að bjóða upp á laganám þar sem hluti námsins er tek- inn í Danmörku eða á Íslandi. Færeyjar munu líka geta boðið útlendingum, sem hafa tekið lögfræði- próf, upp á meistaranám. En til þess að geta byggt upp þessar námsbrautir verðum við að eiga sam- starf við erlenda háskóla og þar kemur Háskóli Ís- lands mjög sterkur inn.“ durskoðunarvald dómstóla Morgunblaðið/Golli „Ég gæti t.d. hugsað mér að kenna hér á landi um tíma og dvelja reglulega í Færeyjum.“ Í SKRIFUM Staksteina Morg- unblaðsins fyrir fáeinum dögum er því hafnað að sömu lögmál gildi um birtingu stolinna bréfa íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar, í svo- kallaðri SÍA skýrslu, annars vegar og hins vegar um birtingu „illa fengins“ tölvupósts, sem nú birtist í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, um samskipti manna úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. SÍA skýrslurnar hafi verið birtar á stríðs- tímum: „Það var að vísu ekki heitt stríð heldur kalt en stríð engu að síður. Í stríði gilda önnur lögmál og aðrar reglur en á frið- artímum.“ Stak- steinahöfundur minn- ir síðan á njósnastarfsemi stórveldanna hér á landi og annars staðar á þessum tíma og kemst að þeirri niðurstöðu að sá tilgangur að kveða niður kúg- un kommúnismans hafi réttlætt birtingu bréfanna. Að varpa ljósi á valdatengsl kann að vera réttlætanlegt Nú þurfa menn að fara mjög varlega í öllum samanburð- arfræðum. Þó má reyna að greina ákveðin grunnviðmið. Þannig er það staðreynd, og gildir þá einu hvað Staksteinahöfundi finnst um þá staðreynd, að á Íslandi eru þeir margir sem telja að til langs tíma hafi sterk stjórnmálaöfl teygt anga sína um allt þjóðlífið og haft mjög óeðlileg áhrif í samfélaginu, stýrt miklum fjármunum og völdum á bak við luktar dyr. Þessir þræðir hafi meðal annars legið um Valhöll og ritstjórnarskrifstofur Morg- unblaðsins. Þegar nú bjóðist gögn sem sýni hvernig þessi „innvígðu“ og „innmúruðu“ valdatengsl hafa legið, þá sé það í senn skylda fjöl- miðlanna og réttur þeirra að upp- lýsa um málið. Tilgangurinn helgi þarna meðalið. Í þessum skilningi séu hlutaðeigendur ekki prívat- persónur heldur valdamenn og það sem þeir segi, og lýtur að stöðu þeirra sem slíkra, hafi þýðingu í ís- lensku samfélagi. Ekki er þetta þó skýrara en svo, að það hlýtur að viðurkennast, að hér erum við á gráu svæði. Það á vissulega við í því máli sem nú ríð- ur húsum á Íslandi, Baugsmálinu sem svo er nefnt. Réttlætingin fyr- ir birtingu gagna í því máli hlýtur að lúta að því hvort um sé að ræða umfjöllun um stjórnmálatengsl sem mikilvægt sé að draga fram í dagsljósið. En jafnvel þótt menn kynnu að komast að þeirri nið- urstöðu að í þessu máli væri ekki á ferðinni pólitísk spilling – að máls- sóknin á hendur Baugi væri ekki vegna stjórnmálahagsmuna – sjálfum þykir mér það varla geti talist vera siðferðilega saknæmt að aðstoða mann við að leita réttar síns í dómskerfinu, einsog reyndar Tryggvi Jónsson Baugsmaður lagði til sjálfur í einum af tölvu- póstunum sem birtir hafa verið – þá segir engu að síður orðalagið í orðsendingum ritstjóra Morg- unblaðsins og öll umgjörðin sitt um þau reglubræðralegu tengsl sem eru greinileg á milli æðstu manna Sjálfstæðisflokksins og öfl- ugasta miðilsins á íslenskum blaðamarkaði. Færa má rök fyrir því að umfjöllun um þessi tengsl, studd dæmum, geti verið réttlæt- anleg. Ef við tækjum þá grjóthörðu línu að aldrei megi birta skjöl sem vafasamt er hvernig aflað er, þá höfnum við Wa- tergate og Íraks- uppljóstrunum. Þeg- ar svo út fyrir þessi mörk kemur, þegar sleppir hinni póli- tísku skírskotun er mín sannfæring og afdráttarlausa af- staða sú, að frið- helgin eigi að gilda. Þegar um persónuleg mál er að ræða, að ekki sé minnst á þau sem byggð eru á getgátum, þá eiga að gilda allt önnur sjónarmið. Þetta vildi ég segja um þær grundvall- arreglur – prinsippin – sem ég tel að eigi að gilda, hvað sem líður stærðargráðu málsins. Á þessu er að sjálfsögðu einnig önnur hlið sem lýtur að afstöðu Baugsmanna. Þegar þeim þykja það vera ofsóknir að grennslast sé fyrir um skattamál þeirra, og þeir krefjast afsagnar þeirra sem leyfa sér að rannsaka þau mál, þá er að því að hyggja að þótt menn verði umsvifamiklir í efnahagslífinu verða þeir ekki þar með hafnir yfir lög og rétt. Þvert á móti er það fullkomlega eðlilegt að möguleg brot þeirra á landslögum, rétt eins og annarra þegna þjóðfélagsins, stór eða smá, komi til rannsóknar og sakfellingar ef fyrir því eru ástæður. Fráleitt er að gera þá tortryggilega sem stuðla að slíku eða hafa slíka rannsókn með hönd- um. Of sjaldan tilburðir til fréttamennsku á dýptina Hvort íslenskir fjölmiðlar eru í réttum farvegi er svo allt önnur saga. Á undanförnum árum hafa átt sér stað geysilegar tilfærslur fjármuna í íslensku samfélagi þar sem einstaklingar og hópar, sem standa í skjóli helstu ráðamanna þjóðarinnar, hafa hagnast um milljarðatugi. Þessi tilflutningur á almannaeignum til pólitískra skjól- stæðinga ráðamanna kalla á rann- sókn sem enn hefur lítið farið fyrir í íslenskum fjölmiðlum með heið- arlegum undantekningum þó. Í áranna rás hafa stöku sinnum verið tilburðir til að varpa ljósi á það sem gerst hefur. Þetta gerði Fréttablaðið vel og myndarlega ekki alls fyrir löngu í tengslum við bankasöluna (-ránið) og stöku sinnum hafa birst í Morgunblaðinu ítarlegar úttektir á fjármálageir- anum og átökunum sem þar eiga sér stað. Þó hefur það undantekn- ingarlítið verið svo á þeim bæ, að þegar komið er nærri innsta valda- kjarna landsins hefur málum ekki verið fylgt eftir af festu. Hér hefði ég viljað sjá miklu staðfastari og úthaldsmeiri rannsóknarfrétta- mennsku þótt ástæða sé til að ítreka að ekki megi alhæfa um of. Ég held að margir hljóti að vera mér sammála um að nauðsyn hefði verið á mun dýpri og vandaðri um- ræðu um kosti þess og galla að um- bylta þjóðfélaginu eins og gert hef- ur verið með þeim afleiðingum að dregið hefur úr vægi lýðræðisins en vald auðsins eflt að því marki að það er orðið nær allsráðandi í land- inu. Þessi þróun snertir sjálfan grundvöll samfélagsins og má furðu gegna andvaraleysi fjölmiðla hvað hana varðar. Þessi umræða er pólitísk í eðli sínu. Svo er hitt, að í þessu umhverfi hefur þrifist sviksemi, svo sem skattaundanskot og má minna á að sumir æðstu stjórnendur fjármála- lífsins hafa látið hafa það eftir sér að þeim finnist „skiljanlegt“ og „eðlilegt“ að efnafólk haldi með auð sinn úr landi og komi honum fyrir í svokölluðum skattap- aradísum. Þetta hefur verið sagt, m.a. í viðhafnarviðtölum í Morg- unblaðinu án þess að ástæða hafi þótt að fylgja því eftir. Hér hefði þurft miklu meira aðhald af hálfu fjölmiðla og að sjálfsögðu einnig yfirvalda auk þess sem þörf er á öflugu aðhaldi í löggjöf. Um síðast- nefnda þáttinn hefur Morg- unblaðið fjallað á kröftugan hátt í tímans rás. En um hina þættina síður. Nú þegar umræðan um yf- irborðið – hin persónulegu tengsl – blossar upp, er vert að minnast þess hve skort hefur á gagnrýna umræðu á dýptina. Tryggva þáttur Gíslasonar Ýmsir athyglisverðir fletir hafa komið upp í Baugsmálinu. Þar má nefna ábendingar Tryggva Gísla- sonar, fyrrum skólameistara á Ak- ureyri, í blaðagrein í Morg- unblaðinu þar sem hann talar um mikilvægi óháðs fjölmiðils, Rík- isútvarpsins, fjölmiðils sem menn eigi að geta treyst að vilji segja satt. Tryggvi Gíslason kallar eftir stuðningi almannasamtaka og vís- ar þar sérstaklega í samtök launa- fólks. Hann spyr: „Eigum við ekki að stofna frjálsan fjölmiðil fólksins í landinu eða hvað með Rík- isútvarpið? Er ekki Ríkisútvarpið orðið eina sameign fólksins í land- inu … eða á að gera Ríkisútvarpið að peningaþúfu frjálsrar sam- keppni og frjálsrar lygi?“ Þarna er ég sammála Tryggva, sem sótti um starf útvarpsstjóra og ég held að hefði átt minn stuðning, allavega fyrr á tíð þegar ég fylgdist með kraftmiklu menningarstarfi norð- lenska skólameistarans. Sem fé- lagi í Hollvinasamtökum RÚV tók ég þátt í að styðja hann sem fyrsta formann samtakanna. Síðar kom á daginn að við vorum á öndverðum meiði varðandi möguleg rekstr- arform Ríkisútvarpsins. Tryggvi taldi vel koma til greina að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en ég leit svo á að þar með væri stigið fyrsta skrefið í að gera RÚV að „peningaþúfu frjálsrar sam- keppni“, svo vísað sé í mergjað orðalag Tryggva í umræddri Morgunblaðsgrein. Ekki veit ég hvort honum hefur snúist hugur. Hitt veit ég að Tryggvi telur sig þess umkominn að lýsa því yfir að ég hafi ekki áhuga á sannleikanum. Í grein sinni um heiðarleika og mikilvægi þess að fara rétt með segir hann í ákalli sínu til verka- lýðshreyfingarinnar: „Hvar eru samtök fólksins í landinu, ASÍ, BHM, BSRB (sem að vísu verða að losa sig við formanninn, gamla út- varpsfréttamanninn Ögmund Jón- asson, sem löngu er hættur að reyna að segja satt). Geta samtök fólksins í landinu ekki spornað gegn „heimskunni“ þ.e. röngum upplýsingum …“ Sjaldnast réttlætir tilgangurinn meðalið Ekki veit ég hvað vakir fyrir Tryggva Gíslasyni með því að stað- hæfa að ég hirði ekki um sann- leiksgildið. Tryggvi hlýtur að finna orðum sínum stað vilji hann láta taka sig alvarlega. Kannski er ein- hver tilgangur með þessum skrif- um sem ég þekki ekki. Menn sem í reynd praktísera formúluna um að tilgangurinn helgi meðalið, sem mér þykir Tryggvi gera, þvert á eigin boðorð, hljóta að verða að gera grein fyrir því hvað fyrir þeim vakir, hvort sem tilgangur þeirra er að kveða niður ógn- arstjórn kommúnista, svo við höld- um okkur við tilvitnaða Stak- steinaformúlu, eða að grafa undan trúverðugleika formanns í sam- tökum launafólks. Í mínum huga réttlætir tilgang- urinn sjaldnast meðalið. Það sem á við í íslenska dómskerfinu og í ís- lensku fangelsi á líka að gilda í spænskum dómssal þar sem réttað er í máli meintra hryðjuverka- manna, Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamóherfangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu. Rétt- arríki er nefnilega réttarríki, alltaf og undir öllum kringumstæðum. Líka á stríðstímum. Það á einnig við um friðhelgi einkalífsins. Hana á að virða alltaf og undir öllum kringumstæðum. Líka í stríðinu um Baug. Það er einmitt þarna sem DV með slúðurfréttamennsku hefur farið gróflega yfir strikið í árásum á ritstjóra Morgunblaðs- ins, Styrmi Gunnarsson. Fjöl- miðlar sem leggja upp úr því að níða niður fólk og dylgja um það, úr öllum tengslum við pólitíska og samfélagslega skírskotun, eiga engan rétt á sér. Slíkt er ekki að- eins tilræði við fréttamennsku heldur einnig við siðað lýðræð- isþjóðfélag. Helgar tilgangurinn meðalið? Eftir Ögmund Jónasson ’… þegar sleppirhinni pólitísku skír- skotun er mín sann- færing og afdrátt- arlausa afstaða sú, að friðhelgin eigi að gilda.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. ið því að öl, dagbækur hafa að inkamál efur komist bréf eða þekkum að- kveðið á um um aðgang ormi skuli Að auki er ýrt sé frá manns án éu fyrir aðinn. væði eru er í heimild r um lög- garfrelsinu a til friðhelgi éttablaðið hafði fengið í ganda m var hag- einkagögn- fram- ar af leiðandi era grein umanns r og að eigin n Frétta- mra fjöl- rið raunin. eiganda ðni um lög- bann á grundvelli laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann. En skilyrði lögbanns er að gert sé sennilegt að aðgerðir gerðarþolans brjóti eða muni brjóta gegn rétti gerðarbeið- anda sem ekki verði bættur með greiðslu skaðabóta. Embætti sýslu- manns féllst á að skilyrði til lögbanns væru til staðar og á kröfur gerð- arbeiðanda um að byrja gerðina í húsakynnum Fréttablaðsins og taka gögnin úr vörslu blaðsins til varð- veislu. Fóru tveir sýslufulltrúar á staðinn ásamt lögmanni gerðarbeið- anda og aðstoðarmanni hans enda lögbannið rekið að frumkvæði og á ábyrgð gerðarbeiðanda. Taka gagnanna fór þannig fram að skorað var á forsvarsmenn gerðarþola að af- henda gögnin sem þeir og gerðu fús- lega hafandi áður fengið ráðrúm til þess að ná í gögnin og fullvissa sig um að þau bæru þess engin merki hvaðan þau væru fengin. Réttur Fréttablaðs- ins til leyndar um heimildarmenn var því virtur í hvívetna. Það er því mikill misskilningur hjá Fréttablaðinu og stjórn Blaðamanna- félagsins að lögbannið sé aðför að tjáningarfrelsinu eða rétti blaða- manna til leyndar um sínar heimildir. Lögbannið er fyrst og fremst aðgerð til þess að stöðva síendurtekin brot á grundvallarmannréttindum eiganda þeirra gagna sem Fréttablaðið birti með ólögmætum hætti. Er ekki nær fyrir Fréttablaðið og Blaðamanna- félagið að íhuga á hvaða leið blaða- mennska Fréttablaðsins sé, svo ég tali nú ekki um æsifréttamiðilinn DV, og hvort ekki sé ástæða til að staldra við og íhuga það skilyrði tjáning- arfrelsisins að umgangast það af ábyrgð og virðingu fyrir öðrum mannréttindum, eins og friðhelgi einkalífsins. ga ekki plýsa stjórn gsins æpur é.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SÍÐUSTU daga höfum við orðið vitni að því, að Fréttablaðið hefur verið að birta gögn úr tölvupósti, sem stolið var frá góðum borgara þessa lands, Jónínu Benedikts- dóttur. Engum hefur dulist, hvað ritstjóra blaðsins, Kára Jónassyni, eða eigendum þess, gekk til, enda situr Jónína meidd eftir. Ekkert er eðlilegra en að Jónína skuli leita réttar síns og óska lög- banns við því, að einkabréfum hennar sé áfram flett á síðum Fréttablaðsins. Krafa hennar er, að friðhelgi einkalífs hennar skuli virt eins og annarra borgara þessa lands. En þá bregður svo við, að stjórn Blaðamannafélags Íslands kemur sam- an og mótmælir því, að Jónína Bene- diktsdóttir skuli leita réttar síns og sýslumaðurinn í Reykjavík bregðast við beiðni hennar lögum samkvæmt. Jóhann Hlíðar Harðarson er vara- formaður Blaða- mannafélags Íslands. Í Frétta- blaðinu í gær eru þessi ummæli höfð eftir honum: „Ég held það séu afar fáir, ef nokkrir, blaða- menn á Íslandi sem er ekki misboðið við þessa gjörð sýslu- manns, einfaldlega vegna þess að það er verið að vega að störfum okkar, ís- lenskum fjölmiðlum og tjáningarfrelsinu.“ Ég er gamall blaðamaður og mér er misboðið, ef þessi ummæli Jóhanns Hlíðar Harðarsonar endurspegla viðhorf míns gamla félags, Blaðamanna- félags Íslands. Blaðamönnum ber að fara að lögum í störfum sínum. Tjáningarfrelsi og friðhelgi einka- lífs eru ekki andstæður, heldur tvær greinar af sama meiði. Ekk- ert frelsi fær staðist til lengdar ef því er beitt hömlulaust. Nú blöskrar gömlum blaðamanni Eftir Halldór Blöndal ’... mér er misboðið, efþessi ummæli Jóhanns Hlíðar Harðarsonar endurspegla viðhorf míns gamla félags, Blaðamannafélags Ís- lands.‘ Halldór Blöndal Höfundur er gamall blaðamaður og ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.