Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 10
„ÉG ER afar þakklátur fyrir þennan mikla stuðning og ánægður með að hafa náð þessu markmiði,“ sagði Borgar Þór Einarsson lögfræðingur í samtali við Morgunblaðið, þegar ljóst lá fyrir að Borgar hefði verið kjörinn formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna á 38. þingi sambandsins sem haldið var í Stykkishólmi um helgina og lauk í gær. Borgar var sá eini sem gefið hafði formlega kost á sér til formanns og hlaut hann 165 atkvæði eða 72% gildra at- kvæða, en alls greiddu 235 manns atkvæði í kosningunum. Aðspurður sagði Borgar Þór þetta meiri stuðning en hann hefði átt von á. „Því ég vissi að framboð mitt var ekki óumdeilt. Þegar haft er í huga að ég hef verið nokkuð gagnrýninn á starfshætti fráfarandi stjórn- ar átti ég satt að segja ekki von á þetta góðri kosningu.“ Spurður hvað framundan sé fyrir hann sem formaður SUS segist Borgar hafa það að markmiði að koma aftur á þeirri grunnhugmynd að félögin eigi sambandið og að það starfi í þágu aðild- arfélaganna. „Ég held að það muni bæði styrkja fé- lögin sem slík og sam- bandið í heild sinni. Þetta þýðir í reynd að fela félögunum bæði aukin verkefni og ábyrgð og þar með aukið vægi,“ segir Borgar Þór og segir þetta stefnumál sitt hafa verið grunnforsenda þess að hann gaf yfirhöfuð kost á sér í embættið. Önnur atkvæði í formannskjörinu féllu þannig að Helga Lára Haarde fékk 42 at- kvæði, Davíð Þorláksson og Pétur Jónsson fengu 4 atkvæði hvor og einnig fengu Einar Sigurðsson, Friðjón Rex Friðjónsson, Haf- steinn Þór Hauksson, Helga Sjöfn Ein- arsdóttir, Óttar Snædal og Víðir Petersen 1 atkvæði hvert. Þess má geta að Helga Lára er systir Borgars Þórs og þegar blaðamað- ur innti hann eftir því hvernig skýra mætti gott gengi hennar í kosningunum sagði hann að hún hefði væntanlega fengið at- kvæði sem annars hefðu verið auð. „Þarna er á ferð ákveðin húmor og raunar ágætur sem slíkur. Hún var að taka þátt í sínu fyrsta SUS-þingi og þetta var mjög óvænt- ur stuðningur við hana,“ segir Borgar og tók fram að sjálf hefði Helga verið furðu lostin yfir atkvæðafjöldanum. Helga Kristín Auðunsdóttir var kjörin fyrsti varafor- maður SUS með tæpum 68% atkvæða. Borgar Þór Einarsson Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á þriðja hundrað manns sótti þing Sambands ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Borgar Þór kjörinn formaður SUS 10 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMBAND ungra sjálfstæðismanna telur opinberan rekstur leikskóla tímaskekkju og hafnar hugmynd- inni um gjaldfrjálsan leikskóla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun um mennta- og menning- armál sem samþykkt var á nýafstöðnu SUS-þingi. „Einkaframtakið þarf að hafa svigrúm í leik- skólakerfinu, enda eru einkaaðilar betur til þess fallnir að sinna starfsemi leikskóla en stjórn- málamenn. Valfrelsi í menntun á grunnskólastigi er verulega takmarkað og í flestum tilfellum velja for- eldar hverfisskóla fyrir börn sín, enda er sérstaða einstakra gunnskóla lítil. Með aukinni aðkomu einka- aðila í rekstri grunnskóla eru skólar betur í stakk búnir til að marka sér sérstöðuna og auka þannig úr- val í námi. Ríkisvaldið þarf að draga verulegu úr af- skiptum sínum varðandi kennsluhætti og kennslufyr- irkomulag, svo auka megi sveigjanleika í leiðum til náms,“ segir í ályktun þingsins. Hvað rekstur framhaldsskóla viðvíkur telja ungir sjálfstæðismenn að hann sé betur kominn í höndum einkaaðila en opinberra og hvetur nýja rekstraraðila til að stofna nýja eða taka yfir rekstur núverandi framhaldsskóla. „Námskrár og kjarasamningar á framhaldsskólastigi hefta hugmyndaauðgi og fjöl- breytni í vali á framhaldsskólamenntun,“ segir m.a. í ályktuninni. Þá kemur fram að ungir sjálfstæð- ismenn telja að skoða beri kosti þess að einkareka Háskóla Íslands og að afnema eigi með öllu opinbera styrki til menntamála þar sem þeir eigi ekki rétt á sér. SUS hafnar hug- myndinni um gjald- frjálsan leikskóla ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar vill að ráðuneytum verði fækkað úr 13 í níu og hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp þess efnis á haust- þingi. Einnig hyggst þing- flokkurinn leggja fram frumvarp um hækkun grunnlífeyris og tekjutryggingar lífeyrisþega. Þessi og fleiri þingmál Sam- fylkingarinnar voru kynnt á blaða- mannafundi flokksins í gær. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fyrstu þingmál vetrarins væru lögð fram undir yfirskriftinni: Stöðugleiki, jafnræði og stjórnfesta. Þingmál Samfylkingarinnar ættu að stuðla að þeim stöðugleika sem fælist í jafnræði þegnanna og jöfnun tæki- færa. Meðal þeirra þingmála sem for- ystumenn flokksins kynntu á blaða- mannafundinum í gær var frum- varp um afkomutryggingu fyrir lífeyrisþega. Í frumvarpinu verður lagt til að grunnlífeyrir og tekju- trygging verði hækkuð. „Fyrsta skrefið verði að ná því raungildi líf- eyris sem var árið 1995 þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar. „Þetta felur í sér að lífeyris- greiðslur hækki um 12 þúsund krónur á mánuði eða 144 þúsund á ári. Jafnframt er lagt til að skerð- ing vegna tekna verði minnkuð verulega til að auka svigrúm til at- vinnuþátttöku. Þannig lækki skerð- ingarhlutverkið vegna grunnlífeyr- is úr 30% í 20% og skerð- ingarhlutfall tekjutryggingar úr 45% í 30%. Kostnaður við þessar aðgerðir að teknu tilliti til veltuá- hrifa yrði um 3,9 milljaðar króna.“ Ráðuneytin verði níu Þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar einnig að leggja fram á Al- þingi frumvarp um fækkun ráðu- neyta, eins og áður sagði. Þing- flokkurinn vill að ráðuneytin verði eftirfarandi: Atvinnuvegaráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, forsætisráðuneyti, fjármálaráðu- neyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðu- neyti, umhverfisráðuneyti, utanrík- isráðuneyti og innanríkisráðuneyti. Málaflokkar á borð við samgöngu- mál og dóms- og kirkjumál myndu falla undir síðastnefnda ráðuneytið. Þá hyggst þingflokkurinn leggja fram tillögu til þingsályktunar um að fyrirkomulag við skipun emb- ættismanna verði endurskoðað í því skyni að skilja pólitísk störf frá faglega skipuðum embættum Stjórnarráðsins. Forystumenn Samfylkingarinnar boðuðu fleiri þingmál í gær. Til að mynda hyggst þingflokkurinn leggja fram frumvarp um óháðar rannsóknarnefndir sem gætu rann- sakað og gefið skýrslu um mik- ilvæg mál eða stjórnvaldsathafnir sem vörðuðu almannahag. Þá hyggst þingflokkurinn leggja fram þingmál um hlutafélög í opinberri eigu og um lagalega umgjörð einkavæðingar. Einnig má nefna þingsályktun- artillögu um að komið verði á fót fjöltækninámi, sem sérstökum námsbrautum sem og þingsályktun um heildarlög um fullorðinsfræðslu og frumvarp til laga um starfsemi símenntunarmiðstöðva. Áherslur þingflokks Samfylkingarinnar í upphafi þings Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Leggur til hækkun grunnlífeyris og tekjutryggingar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Vill að ráðuneytum verði fækkað í níu BREIÐHOLTSDAGURINN var haldinn hátíðlegur í göngugötunni í Mjódd á laugardag, með alls kyns uppákomum, skemmtiatriðum og sprelli. Var dagurinn m.a. haldinn hátíðlegur til að fagna opnun þjón- ustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Breiðholti og undirritun samnings Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík um samvinnu í þágu íbúa í Breiðholti. Meðal þeirra sem fram komu voru leikskólabörn frá öllum leikskólum í Breiðholti, sem sungu fyrir gesti. Þá brýndu liðsmenn Lögreglukórsins raust sína fyrir viðstadda og Selma Björnsdóttir og Hansa sungu. Einnig voru danssýningar og söngatriði úr ýmsum áttum auk þess sem Vinabandið, hljómsveit eldri borgara í Breiðholti, lék. Opið hús var í Þjónustumiðstöð Breiðholts og nýrri hverfislög- reglustöð í Mjódd. Tóku starfsmenn stöðvanna á móti gestum og kynntu starfsemi, tæki og búnað. Hringurinn góð forvörn Í samningi Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík er lögð sérstök áhersla á hverfislöggæslu, eflingu félagsauðs, forvarnir og starf með börnum og unglingum. Samn- ingurinn er einnig viljayfirlýsing beggja aðila um virka samvinnu við stofnanir og félagasamtök í Breið- holti sem vinna í tengslum við börn. Samstarf lögreglunnar í Reykja- vík og borgarinnar hefur að sögn Ragnars Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar í Breiðholti, gefið góða raun og má þar nefna verkefnið Hringinn, sam- starfsverkefni þjónustumiðstöðv- arinnar og hverfislögreglunnar, sem er leið til að taka á afbrotamálum barna þar sem þolandi, gerandi og aðstandendur þeirra læra að vinna saman. Markmiðið með Hringsvinn- unni er að gefa barni sem brotið hef- ur af sér tækifæri til að læra af reynslu sinni og leggja sitt af mörk- um til að gera umhverfið öruggara. Ragnar segir Hringinn vera góða forvörn sem taki á málum barna strax í byrjun þegar afbrot er framið og geti komið í veg fyrir frekari af- brotaferil sem getur kostað mikið fyrir samfélagið til langs tíma litið. „Hringurinn gengur út á það að börnum og unglingum, sem lenda í minni háttar afbrotum, er boðið ásamt foreldrum sínum að hitta þann sem varð fyrir afbrotinu,“ segir Ragnar. „Þá er sett í svokallaðan hring gerandi, foreldrar, brotaþoli, félagsráðgjafi og lögregla. Þá er far- ið yfir málið í þessum hring og reynt að koma því til viðkomandi barns hvað þetta getur leitt af sér. Reynsla í Miðgarði í Grafarvogi er meiri en hjá okkur, en þetta hefur verið að gera sig og hefur sýnt sig að krakkar sem hafa verið að fikta við svona at- ferli hafa snúið af þessari braut. Við höfum mikinn áhuga á að þróa verk- efnið í samstarfi við lögregluna.“ Þjónustumiðstöð opnuð í Breiðholti Náin samvinna við borgarana Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is UNGIR sjálfstæðismenn telja að hætta eigi við framboð um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Ályktun þess efnis var samþykkt á nýaf- stöðnu þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Ljóst þykir að kostnaður- inn við aðildarferlið og þá kosningabaráttu sem heyja þarf vegna aðildar er gríðarlegur. Jafnframt liggur fyrir að seta í ráðinu muni hafa stóraukin út- gjöld til utanríkismála í för með sér sem næg þykja fyrir. Þá hefur engan veginn verið gerð nægileg grein fyrir því hvaða verkefnum Ísland mun beita sér fyrir í Öryggisráðinu eða öðrum ávinningi af setu landsins,“ segir í ályktuninni. SUS vill að hætt sé við framboðið til Öryggisráðsins Margrét áfram formaður MARGRÉT Frímannsdóttir var um helgina endurkjörin formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Kristján L. Möller er varaþingmað- ur þingflokksins og Þórunn Svein- bjarnardóttir er ritari. Starfsmaður þingflokksins er áfram Olav Veigar Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.