Morgunblaðið - 03.10.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tilfinningar skiptaekki síður máli enhagkvæmnismat,
þegar fólk metur kosti og
galla sameiningar sveitar-
félaga, að sögn dr. Grétars
Þórs Eyþórssonar.
„Það er algengt að fólk
taki afstöðu í sameining-
arkosningum út frá til-
finningalegum þáttum, en
margir mynda sér líka
skoðanir á grundvelli
kaldrar rökhyggju,“ segir
Grétar. Væntumþykja um
sveitina sína og sitt nán-
asta umhverfi er oft
blönduð ótta við að verða útundan
í stóru sveitarfélagi. Grétar segir
að eina svar sameiningarsinna við
því sé að sameining sveitarfélaga
snúist að einhverju leyti um traust
milli fólks. Aðrir eru andvígir
sameiningu af fjárhagslegum
ástæðum. Vilja t.d. ekki sameinast
skuldugu sveitarfélagi. Þá afstöðu
er auðveldara að rökræða en til-
finningarnar.
Grétar segir erfitt sé að sann-
færa fólk um sum helstu rökin fyr-
ir sameiningu sveitarfélaga.
Reynslan af sameiningum hafi t.d.
ekki sýnt fram á að hagræðingar
hafi skilað bættri fjárhagsstöðu. Í
aðdraganda væntanlegra samein-
ingarkosninga leggi margir
áherslu á að sameina þurfi minni
sveitarfélög til að styrkja þau í
baráttu fyrir byggðamálum. Grét-
ar telur erfitt fyrir hinn almenna
kjósanda að meðtaka þetta. „Það
er vandi sameiningarsinna að það
„kaupa“ ekki allir þessi rök, þau
eru síður áþreifanleg en bláköld
niðurstaða,“ segir Grétar.
Það er munur á sameiningu
sveitarfélaga hér á landi og því
hvernig farið hefur verið að t.d. í
Svíþjóð og Danmörku. „Stærsti
munurinn er að samkvæmt ís-
lenskum lögum má ekki sameina
sveitarfélög nema að undangeng-
inni atkvæðagreiðslu þar sem
meirihluti íbúa segir já. Svíar tóku
hins vegar ákvörðun um að fækka
sveitarfélögum úr 821 í 278. Það
ferli hófst með lagasetningu 1962.
Sveitarfélögin fengu nokkur ár til
að gera þetta sjálf, sem þau gerðu
ekki. Sænska ríkisstjórnin gafst
upp á biðinni og þvingaði fram
sameiningu með lögum1968. Síð-
ustu sameiningarnar tóku gildi
1974,“ segir Grétar. Þessari fram-
kvæmd fylgdi mikil verkefnatil-
færsla frá sænska ríkinu til sveit-
arfélaganna. Mikil vinna var lögð í
að finna út hver væri heppilegasta
stærð sveitarfélaga til að geta
annast rekstur félagslegrar þjón-
ustu og fleira. Grétar segir að nú
séu Danir að keyra í gegn mjög
viðamiklar sameiningar sveitarfé-
laga. Ömtin eru lögð niður og
sveitarfélögum fækkað úr 271 í 98
með skipun að ofan.
Grétar bendir á að hér hafi
sveitarfélögum fækkað mikið frá
því að átak var gert til samein-
ingar sveitarfélaga 1993. „Þá
gerðist lítið í atkvæðagreiðslunni
sjálfri, en í kjölfarið hefur sveit-
arfélögum fækkað nánast um
helming. Í langflestum tilvikum er
um frjálsar sameiningar að ræða.“
Grétar skoðaði árangur af sjö
sameiningum sveitarfélaga á síð-
asta áratug, ásamt Hjalta Jóhann-
essyni.
„Við skoðuðum Fjarðabyggð,
Snæfellsbæ, Árborg, Skagafjörð,
Dalabyggð, Borgarfjarðarsveit og
Vesturbyggð. Almenn talað virtist
fólk vera svolítið óánægt með
sameininguna. En þegar spurt var
efnislega út í hvernig þjónusta og
ýmislegt annað hefði breyst í kjöl-
far sameiningar virtist vera
þokkaleg ánægja með það. Þegar
fólk var beðið um að leggja mat á
breytinguna var ánægjan öllu
meiri en óánægjan. Við fundum
einnig að fólk í jaðarbyggðunum
upplifði lýðræðishalla. Það hafði
ekki lengur sveitarstjórnina ná-
lægt sér og þurfti að hafa meira
fyrir því að hafa samband við
sveitarstjórnarmenn til að hafa
áhrif á gang mála.“ Grétar segir
rannsóknina hafa sýnt að þjón-
ustustig, einkum í dreifbýli, hefði
víða batnað þar sem dreifbýli og
þéttbýli sameinuðust. Átti það við
um félagsþjónustu og fleira.
Skólamál hafa orðið mikið
deiluefni í nokkrum tilfellum sam-
eininga, þar sem dreifbýli og þétt-
býli var sameinað, t.d í Dalabyggð
og Dalvíkurbyggð. Þau hafa ekki
valdið viðlíka deilum þar sem
þéttbýlisstaðir hafa sameinast,
eins og í Fjarðabyggð og Árborg.
Grétar telur þetta stafa m.a. af
því að fólk vill halda í gamla skól-
ann sinn og að börnin þurfi ekki að
fara um langan veg. Einnig séu
skólarnir mikilvægir vinnustaðir í
litlum sveitarfélögum og oft burð-
arásar í atvinnulífi lítilla byggða.
Því sé mikill missir að skólunum.
Ef færa á málefni fatlaðra og
hluta af heilbrigðisþjónustu til
sveitarfélaganna telur Grétar
ljóst að flest íslensk sveitarfélög
séu allt of lítil til að ráða við þau
verkefni. Jafnt þótt allar samein-
ingartillögur, sem kosið verður 8.
október nk., verði samþykktar.
„Þessar sameiningar yrðu of stutt
skref til þess að sveitarfélögin geti
tekið við þeim verkefnum sem
rætt er um að færa þeim,“ segir
Grétar. „Annaðhvort þarf að
ganga mun lengra í sameiningar-
átt eða að endurskoða áætlanir
um flutning fleiri verkefna frá ríki
til sveitarfélaganna.“
Fréttaskýring | Sameining sveitarfélaga
Tilfinningar
og hagræðing
Íslensk sveitarfélög eru mörg of lítil til
að ráða við umfangsmikil verkefni
Dr. Grétar Þór Eyþórsson
Áhrif og afleiðingar
sameiningar sveitarfélaga
Dr. Grétar Þór Eyþórsson,
prófessor í stjórnmálafræði við
Viðskiptaháskólann á Bifröst,
hefur rannsakað málefni sveitar-
félaga. Doktorsritgerð hans
fjallaði um viðhorf kjósenda og
sveitarstjórnarmanna til samein-
ingar sveitarfélaga. Hann rann-
sakaði og árangur af samein-
ingum í sjö íslenskum
sveitarfélögum, ásamt Hjalta Jó-
hannessyni. Niðurstöðurnar má
lesa í bókinni Sameining sveitar-
félaga. Áhrif og afleiðingar.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
!
"
#
"
# "
$
%#& ' ( )*' ) + #
,
$%&'()*+ ,"-*+ %)./0%
)12$+* 3-4'%-%0 5667
FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist
samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup
nú 44% og hefur aukist um nærri 8%
frá síðustu mælingu. Hefur fylgi
flokksins ekki mælst jafn mikið á kjör-
tímabilinu. Að sama skapi eykst stuðn-
ingurinn við ríkisstjórnina um 6%. Ef
fylgisaukningin er skoðuð eftir vikum
þá fór fylgið stighækkandi eftir því
sem leið á mánuðinn.
Fylgi annarra flokka breytist
minna. Næstmesta fylgisbreytingin er
hjá Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði og fór fylgið niður um tæp
5% og mælist nú rúmlega 14%. Fylgi
Samfylkingarinnar, Framsóknar-
flokks og Frjálslynda flokksins minnk-
ar um 1%. Þannig er fylgi Samfylking-
arinnar tæplega 29%, Framsóknar-
flokkurinn er með rúmlega 9% og
Frjálslyndi flokkurinn fengi rúmlega
3% ef kosið væri til Alþingis í dag.
Tæplega 19% tóku ekki afstöðu eða
neituðu að gefa hana upp og rúmlega
6% sögðust ekki myndu kjósa eða
skila auðu ef kosningar færu fram í
dag.
Í síðustu alþingiskosningum fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 33,7% atkvæða,
Samfylkingin 31%, Framsóknarflokk-
urinn 17,7%, VG 8,8% og Frjálslyndir
7,4%.
Könnunin var gerð dagana 31. ágúst
til 27. september. Úrtakið var 2.376
manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svar-
hlutfall var 62% og vikmörk 1–3%.
Sjálfstæðisflokkurinn með
44% fylgi í nýrri könnun
AÐ Reykjanesvita er gott að koma
til að horfa til hafs og fylgjast með
því hvernig hafið nartar smátt og
smátt af landinu. Reykjanesviti var
fyrsti viti Íslands og var upphaflega
reistur á Valahnúki árið 1878.
Hann var byggður á bjargbrúninni,
úr höggnu grjóti. Vitinn skemmdist
í jarðskjálfta nokkrum árum síðar
og var endurnýjaður árið 1897. Þá
var nýr Reykjanesviti byggður á
Bæjarfelli, innar á landi, árin 1907–
1908, þegar Valahnúkur fór að
hverfa meir og meir út í haf.
Ljósmyndari Morgunblaðsins átti
leið hjá Reykjanesvita, lagði bílnum
og horfði á brimið berja grýtta
strönd. Og ef segja má að speg-
ilmynd sé bergmál ljóssins, þá sá
hann enduróm vitans í hliðarspegli
bílsins og smellti af.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brim og bergmál ljóssins