Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 14
Hægt er að lifa ágætu lífi með sjúkdómnum U m fimm hundruð manns hafa sjúkdóminn hverju sinni hér á landi og það koma fram þrjátíu til fjörutíu nýgreiningar á hverju ári,“ segir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknir sem hefur verið að skoða faraldsfræðileg atriði í Parkinsonveiki á Íslandi. Parkinsonsjúkdómurinn er kenndur við breska lækninn James Parkinson sem fyrstur lýsti honum árið 1817. „Þessi sjúkdóm- ur er talinn vera taugahrörnunarsjúkdómur, þar sem taugahrörnunin á sér stað í ákveðnu kerfi í heilanum sem fínstillir hreyfingar fólks. Ekki er vitað hvað veldur þessari hrörnun í taugunum. Viss teikn eru um það að sjúkdóm- urinn byrji hugsanlega í öðrum kerfum, til dæmis í sjálfvirka taugakerfinu og lyktartaug- inni. Tap á lyktarskynjun getur því verið fyrsta einkenni á Parkinson.“ Heldur algengara meðal karla Sigurlaug segir Parkinsonsjúkdóminn í sumum tilvikum liggja í ættum. „Við höfum verið að skoða erfðir í Parkinson í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og fundist hefur grunsamlegt set á litningi eitt hjá hluta sjúk- linga. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós nokkra erfðagalla hjá litlum hluta sjúklinga. Hjá þorra sjúklinga hafa erfðagallar ekki fundist. En rannsóknir eru enn í gangi og ein- hvern daginn getum við kortlagt þetta bet- ur.“ Sigurlaug segir algengast að sjúkdómurinn greinist á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára og að hlutfallslegt algengi aukist með hækkandi aldri. „Hér á Íslandi eru aðeins tíu prósent sjúklinga á aldrinum fimmtíu ára eða yngri þegar sjúkdómseinkennin koma fram. Yngsti sjúklingur sem ég hef fengið til meðferðar var 22 ára þegar hann byrjaði að fá einkenni, en er- lendis veit ég um tilfelli þar sem einkenni koma fram um sextán ára aldur. Kynjadreifingin er nokkuð jöfn, en þó er Parkinson heldur algeng- ara meðal karla. Parkinson er í raun margir sjúkdómar því sjúkdómseinkennin eru misjöfn á milli einstaklinga og eins þróast hann mis- hratt hjá fólki og svörun við lyfjameðferð er ekki eins hjá öllum,“ segir Sigurlaug og bætir við að vegna stirðleika og breytinga í hreyfi- færni, sé mikilvægt að Parkinsonsjúklingar stundi líkamsþjálfun og hreyfi sig reglulega. Lyfjameðferðin er síbreytileg Parkinsonsjúkdómurinn orsakast af skorti á boðefninu dópamíni, sem er lykilboðefni í fín- stillikerfi hreyfinga. Hægt er að leiðrétta þennan skort á dópamíni upp að vissu marki með lyfjum sem innihalda efni sem breytast í dópamín í heilanum. „Einnig er hægt að beita meðferð lyfja sem örvar dópamínkerfið og eins eru gefin lyf sem leiðrétta aðra þætti sem tengjast sjúkdómnum, til að gera meðferðina áhrifaríkari. Komið geta fram aukahreyfingar vegna meðferðarinnar, og þá þarf að gefa lyf til að draga úr þeim, þannig að lyfjameðferðin er síbreytileg og flókin og hana þarf að laga stöðugt að ástandi viðkomandi.“ Sigurlaug leggur áherslu á að fyrstu árin eftir greiningu séu stundum kölluð „Tími hveitibrauðsdaganna“, því þá er lyfjasvörun yfirleitt góð og engar aukahreyfingar og fólk geti unnið sína vinnu og lifað eðlilegu lífi. Þetta góða tímabil getur varað í mörg ár. Raförvun hentar aðeins sumum Sigurlaug segir að erlendis séu gerðar skurðaðgerðir á Parkinsonsjúklingum. „Raf- örvun í heila er algengasta aðgerðin sem gerð er í þeim tilgangi að draga úr einkennum. Svona aðgerð hefur gefið góða raun, en það þarf að velja vel þá einstaklinga sem í hana fara, því hún hentar ekki nema hluta Park- insonsjúklinga og vert er að taka fram að sjúk- dómurinn heldur áfram að þróast, þrátt fyrir svona aðgerð.“ Um tuttugu Íslendingar hafa farið í raförv- unaraðgerðir og í flestum tilvikum voru þær framkvæmdar í Svíþjóð. Frumuígræðslu fylgja siðferðileg vandamál Önnur skurðaðgerð, sem hefur verið beitt í baráttunni við Parkinson, er ígræðsla fóstur- fruma (stofnfruma) í einn kjarna í þessu hreyfikerfi heilans. „Enginn hér á landi hefur farið í frumuígræðsluaðgerð, enda hafa mjög fáar slíkar aðgerðir verið framkvæmdar í heiminum, aðeins um tuttugu í Svíþjóð og svip- að í Bandaríkjunum, á síðustu tveimur áratug- um. Bandaríkjamenn hafa hætt að gera svona aðgerðir, því aukaverkanir komu fram sem þeir töldu óviðunandi. Svíarnir hafa haldið áfram, þótt aðgerðirnar séu mjög fáar, því það eru líka ýmis siðferðileg vandamál sem tengj- ast þessu, meðal annars vegna þess að frum- urnar til ígræðslunnar eru fengnar úr fóstur- eyðingafóstrum. Nú er verið að rannsaka hvort möguleiki sé að nota stofnfrumur úr fylgju, sem myndi leysa mörg siðferðileg vandamál. En þær rannsóknir eru enn á dýra- tilraunastigi.“ Sigurlaug segir að ýmislegt annað hafi verið prófað, eins og að setja taugavaxtarþætti inn í þetta hreyfikerfi heilans. „Markmið með frumuígræðslu er að frumurnar breytist í dóp- amínframleiðandi frumur. En það er svo mörgum spurningum ósvarað um það hvort þessar frumur geti myndað tengsl við boð- efnakerfið og hvort sé verið að græða í rétta kjarna, því þeir eru fjölmargir.“ Morgunblaðið/ Kristinn. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, læknir og sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum á Landspítala. Hér má sjá kerfið í heilanum sem fer úr skorðum hjá Parkinsonsjúklingum. Parkinsonveiki er langtíma sjúkdómur sem styttir ekki lífið að neinu marki. Engin lækning er til við honum en hægt er að halda einkennum hans niðri. Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum á Landspítala, sagði Kristínu Heiðu Krist- insdóttur að þróun í lyfjum og almennri meðferð hafi verið góð og nú orðið sé ástand Parkinson- sjúklinga mun lengur gott, miðað við það sem var fyrir fimmtán árum. 14 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA PRODERM · Lagar strax, þurrk, sviða og kláða. · Fyrir mjög þurra og viðkvæma húð. · Engin fituáferð. Fæst í apótekum Skráð lækningavara Vörn í 6 klst. www.celsus.is Vörn gegn klórvatni Grunneinkenni  Hvíldarskjálfti kemur fram hjá um það bil 90% sjúklinga. Byrjar yfirleitt öðrum megin og er oftast í efri útlim- um.  Stirðleiki. Oftast meiri í efri útlimum.  Hægari hreyfingar, minnkuð andlits- svipbrigði og handaklaufska.  Truflun á stöðubundnu jafnvægi eftir einhver ár með sjúkdóminn.  Komið geta fram einkenni frá sjálf- virka taugakerfinu, sem geta m.a ver- ið blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu, vandamál tengd þvagi og hægðalosun og svefntruflanir.  Ákveðinn hluti sjúklinga fær anga af vitglöpum.  Menn fara að draga fæturna, hætta að sveifla handleggjum við gang, verða hoknir og með tímanum kemur stund- um fram dettni.  Hreyfitruflanirnar byrja oftast í ann- arri líkamshliðinni en verða síðan beggja vegna með tímanum. khk@mbl.is  PARKINSON GUÐRÚN Arnalds kennir nú Kun- dalini-jóga hér á landi í fyrsta sinn eftir forskrift Yogi Bhajan. Það er hannað fyrir fólk sem lifir venjulegu lífi, fólk sem fer í vinnuna sína og er með nokkuð fulla dagskrá yfir daginn. „Þessi tegund jóga er sniðin að þörfum okkar sem höfum takmarkaðan tíma en viljum samt fá andlega upplyftingu og halda okkur í formi líkamlega. Kundalini--jóga er byggt upp á lík- amlegum æfingum sem koma okkur í gott líkamlegt form, öndunaræfingum sem hreinsa, auka orkuflæðið og tengja okkur betur við okkur sjálf. Það byggist líka á æf- ingum sem koma jafnvægi á heilahvelin og á orkustöðv- arnar. Hugleiðslan er aðgengileg fyrir þá sem eru ekki vanir að hugleiða, endurnærir hugann og er mjög ánægjuleg reynsla. Við eigum það til að festast í hugs- anamynstrum sem geta ýtt undir kvíða, áhyggjur, þung- lyndi, reiði og sorg svo eitthvað sé nefnt. Við getum lært að breyta tíðni hugans og beina honum hærra. Öndunin hefur líka bein áhrif á hugann. Ef við náum valdi yfir önduninni, náum við líka meira valdi yfir huganum. Þegar Guðrún er spurð hvernig hún hafi kynnst þess- ari tegund jóga kemur í ljós að það var eiginlega fyrir til- viljun. „Ég fann bók um Kundalini-jóga og þegar ég átti leið skömmu síðar til London prófaði ég að fara í nokkra tíma og heillaðist gjörsamlega. Ég ákvað því að læra að kenna Kundalini-jóga og fór nokkrum sinnum til London í þeim tilgangi. Guðrún byrjaði í fyrra að fikra sig áfram í kennslunni með því að flétta þetta inn í venjulega jógatíma. Nú ætlar hún hins vegar að bjóða Kundalini- jóganámskeið í Maður lifandi og á Hjónagörðum.  HREYFING Morgunblaðið/Árni Torfason Kundalini-jóga fyrir upptekið fólk TENGLAR ....................................................................... www.andartak.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.