Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 03.10.2005, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ef til vill má segja að ný doktorsnáms-braut við lagadeild Háskóla Íslands,sem hóf göngu sína haustið 2004, fari ró-lega af stað því aðeins einn nemandi er skráður. Hlýtur hann þann sérstaka sess að vera fyrsti doktorsneminn í lögum við íslenskan háskóla. Ekki hvað síst er áhugavert að þar er á ferðinni Færeyingur, Kári á Rógvi að nafni, fæddur og upp- alinn í bænum Vestmanna í Færeyjum. Hann kom til landsins í janúar á síðasta ári og hyggst ljúka doktorsprófinu 2008. Í raun var það ákveðin tilviljun að Kári tók upp á því að hefja doktorsnám á Íslandi því hann hafði upphaflega sótt um doktorsnám við Columbia- háskólann í New York en þar var orðið fullskipað í 12 manna deild og stjórnendur þar á bæ lögðu því að Kára að sækja aftur um ári seinna. Um það leyti var hann hins vegar í heimsókn á Íslandi og frétti af nýju námsbrautinni við HÍ sem er með samstarf við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn í Færeyjum. Kári hafði unnið verkefni við Columbia-háskóla og leið- beinandi hans þar hvatti hann til að fara í dokt- orsnámið við HÍ. Kári sló til og er nú kominn á kaf í rannsóknarefni sitt. Hann er 31 árs að aldri og lauk lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og meist- araprófi frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Hann er giftur Jóhönnu á Rógvi, uppeldisfræðingi sem sem hefur dvalið talsvert hérlendis. Lagasetningar í samræmi við stjórnarskrá? Í stuttu máli felst doktorsverkefnið í því að rann- saka og bera saman endurskoðunarvald norrænna dómstóla þ.e. hvernig dómstólar í Noregi, Dan- mörku, Færeyjum og Íslandi meta hvort lagasetn- ingar frá löggjafans hendi séu í samræmi við stjórnarskrá landanna. „Noregur var fyrsta Evrópuríkið til að koma á fót endurskoðunarvaldi og heimila dómstólum til að kveða upp úr með það hvort lagasetningar fari gegn stjórnaskránni,“ segir Kári. „Þetta var á 19. öldinni en Danmörk kom þessu á fót fyrir aðeins tveimur árum. Ísland er þarna á milli og það eru nokkrir íslenskir hæstaréttardómar sem koma við sögu í rannsókn minni, þar á meðal hinn svonefndi kvótadómur.“ Námið sækist vel að sögn Kára. Á námstímanum skilar hann þremur ritgerðum, þeirri fyrstu í sept- ember. Leiðbeinandi hans er Eiríkur Tómasson prófessor, en hann er formaður doktorsnefndar sem fjallar um verkefni Kára. Í henni eru Björg Thorarensen prófessor og Róbert Spanó dósent. Ákveðið vandamál fyrir allar þjóðir „Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta efni var sú að ég vildi rannsaka málefni sem hefði gildi fyrir fleiri en bara Færeyinga sem eru að endurskoða stjórn- arskrá sína. Þess vegna vildi ég efna til samanburð- arrannsóknar á því hvernig norrænar þjóðir halda tryggð við stjórnarskrána. Þetta er ákveðið vanda- mál sem allar þjóðir eiga sameiginlegt og í fæstum tilvikum hefur það verið hugsað til enda hvaða aðili ætti sérstaklega að vera til þess bær að túlka stjórnarskrána. Ríki geta tapað dómsmálum fyrir Evrópudómstólnum eða Mannréttindadómstól Evrópu ef þessi atriði eru ekki í lagi og því þurfa þau að hugsa hlutina upp á nýtt og athuga hvort nauðsynlegt sé að heimadómstólar hugsi meira um stjórnarskrána í þessu tilliti. Þetta leiðir hugann að lýðræðinu í heild og sambandi fulltrúa lýðræðisins við rétt þegnanna sem stjórnarskráin á að tryggja þeim.“ Kári segir norræna dómstóla frábrugðna hver öðrum þegar kemur að útskýringum á stjórn- arskránni í uppkveðnum dómum. „Norrænu dóm- stólarnir senda frá sér mjög stutta dóma, sér- staklega danskir dómstólar. Í Noregi er þó meira um að dómarar útskýri í dómum sínum skilning sinn á stjórnarskránni. Það getur að mínu mati auð- Kári á Rógvi doktorsnemi í lagadeild HÍ rannsakar en „Hefur gildi fyrir fleiri en Færeyinga“ Doktorsbraut í lögfræði við HÍ er ekki fjölmenn. Aðeins einn nemandi er skráður og kemur hann frá frændþjóðinni Fær- eyjum. Örlygur Steinn Sigurjónsson hitti Kára á Rógvi að máli og spurði hann út í rannsóknina. Í KJÖLFAR þess að sýslumaður féllst á beiðni um lögbann á birtingu einkagagna í Frétta- blaðinu og tók gögnin í sína vörslu, var spurt í forundran í leiðara Fréttablaðsins hver glæpur blaðsins væri. Hinn ágæti fréttarit- stjóri þess fullyrti í við- tali að lögbannið væri aðför að ritfrelsi og málfrelsi. Stjórn Blaða- mannafélagsins tók bakföll af hneykslan og lýsti því yfir að „þessar aðgerðir sýslumanns“ væru aðför að störfum blaðamanna og tjáningarfrelsi og varaformaður félagsins taldi ástæðu til að benda á að fjölmörg dæmi væru um að einkagögn hafi birst í fjöl- miðlum „án þess að sýslumaður hafi skipt sér af því“. – Það virðist því vera að blaðamönnum sé ekki almennt ljóst hvaða réttarreglur gilda í land- inu um opinbera birtingu á einka- gögnum fólks og hvaða takmörk- unum tjáningarfrelsið er bundið. Er því greinilega ekki vanþörf á að upp- lýsa Fréttablaðið og stjórn Blaða- mannafélagsins um það hver glæpur Fréttablaðsins sé. Í 73. gr. Stjórnarskrárinnar er kveðið á um grundvallarregluna um tjáningarfrelsið sem telst óumdeil- anlega vera ein af undirstöðum lýð- ræðisþjóðfélagsins. Almennt er við- urkennt að það frelsi sé vandmeðfarið og að meðferð þess skuli vera með ábyrgð gagnvart öðrum mannrétt- indum. Af þessari ástæðu er heimilt að setja frelsinu tilteknar skorður með lögum, meðal annars, vegna rétt- inda eða mannorðs annarra. Eru þannig vegin saman réttindi manna til friðhelgi einkalífs sem vernduð eru af 71. gr. stjórnarskrárinnar, annars vegar og frelsi til tjáningar, hins veg- ar. Í ljósi þessa takmarkast tjáning- arfrelsið við það að önn- ur mannréttindi séu virt. Í ýmsum lögum er tjáningarfrelsið tak- markað með hliðsjón af persónuvernd manna og friðhelgi til einkalífs. Sú löggjöf sem snertir birtingu einkagagnanna í Fréttablaðinu er eink- um eftirtalin: Í lögum um persónu- vernd og vinnslu per- sónuupplýsinga nr. 77/ 2000, eru ýmsar greinar sem snerta meðferð á persónuupplýs- ingum í þágu fréttamennsku. Í lög- unum er m.a. kveðið á um lögmæti vinnslu á persónulegu efni. Í lögmæt- isskilyrðinu felst að upplýsingar sem nota á í opinbera fréttaumfjöllun má ekki afla með ólögmætum hætti, s.s. að hnýsast í einkabréf, tölvupósta, nota ólöglega hljóðupptökur og þess háttar. Brot á lögunum varða refs- ingu. Í lögum nr. 81/2003 um fjarskipti er sérstaklega kveðið á um að sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sér- stakrar heimildar tekur við sím- skeytum, myndum eða öðrum fjar- skiptamerkjum eða táknum eða hlustar á símtöl megi ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Að auki skal viðkom- andi tilkynna sendanda um að upp- lýsingarnar hafi ranglega borist sér og honum skylt að gæta fyllsta trún- aðar um innihald upplýsinganna. Undir þetta ákvæði fellur sending á tölvupóstum. Er lögð refsing við broti gegn þessu ákvæði. Í Almennum hegningarlögum nr. 19/1940, er lögð refsing vi maður hnýsist í bréf, skjö eða önnur slík gögn sem h geyma upplýsingar um ei annars manns og hann he yfir með brögðum, opnað læstar hirslur eða beitt áþ gerðum. Er sérstaklega k að sá sem verður sér úti u að gögnum í tölvutæku fo sæta sömu viðurlögum. A lögð refsing við því að ský einkamálefnum annars m þess að nægar ástæður sé hendi sem réttlæti verkna Framangreind lagaákv skýr. Grundvöllur þeirra 73. gr. stjórnarskrárinnar mæta skerðingu á tjáning til verndunar rétti manna einkalífs. Það er óumdeilt að Fré birti einkagögn sem það h hendur án samþykkis eig gagnanna. Af þeim sökum nýting Fréttablaðsins á e unum skýlaust brot gegn anlýstum ákvæðum og þa ólögmæt. Ástæða er til þess að ge fyrir því að fulltrúar sýslu stormuðu ekki ótilkvaddir frumkvæði inn á ritstjórn blaðsins eins og lýsing su miðla benti til að hefði ver Hið rétta er að lögmaður gagnanna lagði fram beið Glæpur Fréttablaðsins Eftir Hróbjart Jónatansson ’Er því greinilegvanþörf á að upp Fréttablaðið og s Blaðamannafélag um það hver glæ Fréttablaðsins s Hróbjartur Jónatansson RÍKI Í RÍKINU? Morgunblaðið hefur á undan-förnum 5–6 árum hvatt tilþess, að íslenzku viðskipta- lífi verði settur ákveðinn starfs- rammi með lögum og hugsanlega reglugerðum. Athygli hefur verið vakin á því, að það mikla frelsi, sem viðskiptalífið hefur öðlazt á einum og hálfum áratug, fyrst með aðild Ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu en síðan með öðrum aðgerðum þings og ríkisstjórna kallaði á starfsreglur, sem settu þeim aðilum, sem starfa á vettvangi viðskipta ákveðin tak- mörk. Þessar ábendingar hafa fengið mjög takmarkaðar undirtektir. Inn- an Sjálfstæðisflokksins hafa raddir svonefndra frjálshyggjumanna verið sterkar, en boðskapur þeirra hefur verið sá að með nánast algeru frelsi muni markaðurinn sjálfur setja um- hverfinu nauðsynleg takmörk. Framsóknarflokkurinn hefur held- ur ekki verið ýkja hrifinn af lögum og reglum til þess að setja viðskiptalíf- inu takmörk. Samfylkingin bregzt einna verst við ef þessi mál bera á góma, þótt öðru gegni um Vinstri græna. Rök Morgunblaðsins – sem hefur verið málsvari frjálsra viðskipta frá stofnun blaðsins – hafa einfaldlega verið þau, að það sé ekki hægt að láta 2–3 stórar viðskiptasamsteypur kaupa upp Ísland allt. Þessi mál- flutningur byggist á gömlum grunni. Morgunblaðið barðist gegn því að samvinnuhreyfingin, sem var gífur- lega öflug í viðskipta- og atvinnulífi hér á sínum tíma gæti lagt undir sig lítil einkafyrirtæki eða rutt þeim úr vegi. Blaðið gagnrýndi Eimskipafélag Íslands líka harðlega fyrir einum og hálfum áratug, þegar félagið gerðist umsvifamikið í kaupum á öðrum fyr- irtækjum. Það skiptir því engu máli, hverjir hafa átt hlut að máli; í öllum tilvikum hefur málflutningur Morgunblaðsins verið sá, að einhver einn eða ein- hverjir tveir megi ekki verða svo stórir í viðskiptalífinu, að þeir ryðji öllum öðrum úr vegi. Það má því segja, að Morgunblaðið hafi í þessum efnum tekið að sér það hlutverk, að vera málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samkeppni þeirra við stórar fyrirtækjasamsteypur, sem allar hneigjast til þess að koma sér upp einokunarstöðu, hverjir svo sem kunna að stjórna þeim hverju sinni. Þessum málflutningi Morgun- blaðsins hefur verið fálega tekið af flestum stjórnmálaflokkum. Nú má velta því fyrir sér, hvort staðan sé að breytast innan Sjálfstæðisflokksins og hvort ungir menn þar séu að byrja að átta sig á því að frelsi markaðarins eru takmörk sett. Ekki er ósennilegt að vaxandi skilningur sé á hinu sama innan bæði Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Hið sama á því mið- ur ekki við um Samfylkinguna. Ólík- legt er að Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur taki þennan pól í hæðina, þótt erfitt sé að skilja hvers vegna. Rætur flokksins liggja í hinni sósíal- demókratísku stjórnmálahreyfingu á Íslandi á 20. öldinni og ekki hefði þurft að hvetja forystumenn þeirra flokka til dáða til slíkra verka á sín- um tíma. En núverandi formaður Samfylkingarinnar sér þessa stöðu öðrum augum og ekki fráleitt að segja, að hún sé að verða einn helzti málsvari stóru fyrirtækjasam- steypnanna á Íslandi. Á tímabili mátti velta því fyrir sér, að dómgreind Samfylkingarinnar í þessum efnum hefði eitthvað truflazt vegna þess, að forystumönnum flokksins gekk illa að fást við Davíð Oddsson á vettvangi stjórnmálanna og persóna hans virtist vera einhvers konar viðmið, sem allar pólitískar ákvarðanir þeirra byggðust á en nú þegar Davíð Oddsson er að hverfa af vettvangi stjórnmálanna hefði mátt ætla að breyting yrði á en svo virðist ekki vera. Það er augljós hætta á því, að ein- hverjar þessara samsteypna fari að líta á sig sem ríki í ríkinu og séu jafn- vel byrjaðar á því. Að þeim leyfist það, sem öðrum leyfist ekki. Að þær séu jafnvel hafnar yfir lög sem ná til samborgara þeirra. Hættan er sú, þegar slíkur hugs- unarháttur skýtur upp kollinum í viðskiptalífinu, sem hefur mikið fjár- magn til umráða, að það hafi áhrif á stjórnmálamenn og stjórnmála- flokka. Að þessir aðilar þori einfald- lega ekki að setja fram skoðanir sín- ar af ótta við að viðskiptasam- steypurnar beiti sér gegn þeim í prófkjörum eða í kosningum, hvort sem er til sveitarstjórna eða þings. Skýrt dæmi er um þetta frá Bret- landi. Þar hefur fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch notið sérstakrar verndar ríkisstjórnar Tony Blair vegna þess að fjölmiðlar Murdochs veita Blair sérstaka vernd. Af þess- um sökum er hætta á því að einstakir aðilar viðskiptalífsins fari að hafa spillandi áhrif á hið lýðræðislega stjórnkerfi í landinu. Á síðasta ári urðu miklar umræður um löggjöf um eignarhald á fjölmiðl- um. Sú saga verður ekki rakin hér. Hins vegar er spurning, hvort for- sendur geti verið að skapast fyrir því, að setja ákveðnari löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum en sam- komulag varð um í fjölmiðlanefnd- inni svonefndu fyrr á þessu ári. Framvinda mála á vettvangi fjöl- miðla ætti a.m.k. að verða þingmönn- um alvarlegt umhugsunarefni. Margt bendir til að víðtæk sam- staða ætti að geta náðst á Alþingi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Vinstri grænna og hugsan- lega Frjálslynda flokksins um ákveðnari löggjöf en sett var fyrr á þessu ári um viðskiptalífið almennt og um eignarhald á fjölmiðlum sér- staklega. Það liggur orðið svo ljóst fyrir hvað er að gerast í kringum okkur í krafti peninga, að stjórn- málamenn geta ekki látið, sem þeir sjái það ekki og verði þess ekki varir. Þeir eru lýðræðislega kjörnir fulltrú- ar fólksins í landinu. Þeir verða að hafa kjark til þess að koma í veg fyrir að ein eða fleiri viðskiptasamsteypur verði ríki í ríkinu og ráði hér öllu í krafti fjármuna en lýðræðislegar stofnanir lýðveldisins verði á hliðar- línu. Getur verið að þá skorti kjark?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.