Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 13 ERLENT Van. AP. | Önnur skólavikan er hafin og Mehmet Sadik Altin, bænaprestur í tyrk- nesku borginni Van, þrammar að stein- steyptu húsi með moldarþaki og krefst skýringar á því hvers vegna fimm stúlkur í húsinu eru ekki í skólanum. „Við eigum ekki peninga fyrir brauði,“ hrópaði húsmóðirin Meryem Benek og með henni eru þrjú börn hennar í slitnum plast- skóm og snjáðum peysum. „Hvernig get ég sent stelpurnar mínar í skólann?“ Eftir að hafa þrætt og rökrætt við kon- una í hálfa klukkustund tekst Altin og fylgdarmönnum hans – skólastjóra og nokkrum kennurum – að telja hana á að senda dæturnar í skólann gegn því að hún fái mánaðarlega greiðslu til að standa straum af kostnaðinum. Hundruð kennara leita nú í fátækrahverf- um tyrkneskra borga og í þorpum að um það bil 520.000 stúlkum sem áætlað er að gangi ekki í skóla í Tyrklandi. Er þetta lið- ur í herferð um allt landið til að sjá til þess að stúlkurnar fari ekki á mis við undir- stöðumenntun. Árangur herferðarinnar getur haft mikla þýðingu fyrir landið. Tyrkir hefja aðild- arviðræður við Evrópusambandið á mánu- daginn kemur og athyglin beinist þá að málefnum eins og mannréttindum, jafnrétt- ismálum og þörfinni á því að bæta efnahag landsins. Íhaldssöm viðhorf og fátækt helstu hindranir Herferðin hefur yfirleitt gengið vel til þessa. Um 120.000 stúlkur hafa verið skráð- ar í skóla frá því að herferðin hófst fyrir tveimur árum, þar af um 20.000 í Van þar sem bænapresturinn Altin lætur til sín taka. Það er þó erfiðleikum bundið að ná mark- miðinu vegna íhaldssamra viðhorfa foreldra, sem telja að stúlkur eigi ekki að ganga í skóla, og einnig vegna fátæktar. Allt að helmingur stúlknanna utan skóla Áætlað er að í nokkrum fátækum hér- uðum gangi um helmingur stúlknanna ekki í skóla þrátt fyrir lög sem kveða á um skyldunám barna til fjórtán ára aldurs. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og eiginkona hans, Emine, hafa oft látið í ljósi stuðning við herferðina. Menntamálaráðherrann Huseyin Celik, sem er frá Van, sagði blaðamönnum nýlega að bræður hans hefðu gengið í skóla en ekki systur hans. „Herferðin er ekki í þágu Evrópusam- bandsins, heldur í þágu Tyrklands sjálfs,“ sagði Fatma Ozdemir Uluc, mennta- málafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF. „Þessar stúlkur eru fram- tíð okkar.“ Herferðin, sem nefnist „halló stelpur, göngum í skóla!“, hófst í Van í austanverðu Tyrklandi, á svæði sem er aðallega byggt Kúrdum, við landamærin að Íran. Hún hef- ur nú færst út til 53 héraða og virðist njóta mikils stuðnings meðal Tyrkja. Í einu úthverfa Ankara var nýlega haldin hjólreiðakeppni til að safna fé til stuðnings herferðinni. Tyrknesk smáfyrirtæki hafa lagt í púkkið og stórfyrirtæki lofað miklum fjárhæðum. Barnahjálp SÞ lagði til 420.000 dollara, sem samsvarar 26 milljónum króna. Skortur á skólum Mikið af fénu verður notað til að bæta úr skorti á skólum í Tyrklandi. Í þorpi einu nálægt Van er aðeins einn skóli með tvær stofur og einn kennara fyrir 185 nemendur. „Markmið okkar er að öll börnin gangi í skóla ekki síðar en árið 2007,“ sagði Servet Ozdemir, deildarstjóri grunnskóladeildar tyrkneska menntamálaráðuneytisins. Með aðstoð Alþjóðabankans greiðir nú tyrkneska ríkið fátækustu foreldrunum and- virði 1.900 króna á mánuði fyrir hverja stúlku sem gengur í skóla og 1.750 fyrir hvern dreng til að standa straum af kostn- aðinum af skólagöngunni. Einn af mikilvægustu þáttum herferð- arinnar er að fá bænapresta eins og Altin til að sannfæra íhaldssama Tyrki um að það sé ekki í andstöðu við íslamstrú að stúlkur gangi í skóla. „Fólk segir að stúlkur geti gengið í hjónaband þegar þær verða sextán ára og hvers vegna ættu þær þá að ganga í skóla?“ sagði Zeki Tanriant, bænaprestur í Van. Tanriant sagði að íslam krefðist þess beinlínis að stúlkur fengju menntun. „Fyrstu fyrirmæli Allah til Múhameðs spá- manns voru „lesið!“ Allah sagði ekki „lesið strákar!“ eða „lesið stelpur!“,“ bætti bæna- presturinn við. Herferðin hefur einnig mætt nokkurri andstöðu meðal Kúrda sem eru andvígir því að börnunum þeirra verði kennt á tyrk- nesku. Öll kennsla í opinberum skólum í Tyrklandi fer fram á tyrknesku. Kúrdískir uppreisnarmenn, sem hafa barist við stjórn- arherinn í suðausturhluta landsins frá 1984, réðust um tíma á kennara og sökuðu þá um að taka þátt í tilraun til að neyða Kúrda til að tala tyrknesku. Reynt að koma tyrkneskum stúlkum í skóla ’Hundruð kennara leita nú í fátækrahverfum tyrk- neskra borga og í þorpum að um það bil 520.000 stúlkum sem áætlað er að gangi ekki í skóla í Tyrklandi.‘ AP Meryem Benek, móðir fimm stúlkna í borginni Van í Tyrklandi (t.v.), hlýðir á kennslukonu sem reyndi að telja hana á að senda stúlkurnar í skóla. Kuta. AP, AFP. | Yfirvöld í Indónes- íu sögðu í gær, að sjálfs- morðsárásarmenn hefðu valdið sprengingunum á eyjunni Balí í fyrradag en þær kostuðu 26 manns lífið og særðu meira en 100. Talið er, að samtök tengd al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum, hafi skipulagt þær. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, sagði í gær er hann kom til Balí, að stjórnvöld yrðu augljóslega að herða sig í baráttunni við hryðjuverkamenn. Sagði hann, að sjálfsmorðsárásar- mennirnir hefðu verið þrír og Mangku Pastika, yfirmaður lög- reglunnar á Balí, sagði, að sex menn að minnsta kosti hefðu stað- ið að ódæðisverkunum. Talið er að hver sprengnanna þriggja hafi vegið um 10 kíló. Ansyaa Mbai, sem stýrir barátt- unni gegn hryðjuverkamönnum í Indónesíu, sagði, að margt benti til, að samtökin Jemaah Islamiyah hefðu skipulagt árásirnar en þau stefna að því að koma á einu ísl- ömsku ríki í Suðaustur-Asíu. Bein- ist einkum grunurinn að tveimur Malasíumönnum, sem eru taldir hafa lagt á ráðin um hryðjuverkið á Balí fyrir þremur árum en þá týndu 202 menn lífi. Flestir Indónesar Vitað er, að flestir þeirra, sem létu lífið í sprengingunum í fyrra- dag, voru Indónesar. Tveir ástr- alskir ferðamenn biðu bana og einn japanskur. Meðal hinna særðu voru 20 Ástralar og voru 12 þeirra fluttir heim í gær. Hryðjuverkin hafa verið for- dæmd víða um heim og fyrir Indó- nesa og íbúa á Balí eru þau mikið áfall. Virtist ferðaþjónustan vera að mestu búin að ná sér eftir hryðjuverkið 2002 en nú er viðbú- ið, að aftur dragi af henni. Samtök tengd al-Qaeda grunuð um ódæðið Hryðjuverkin á Balí í Indónesíu sögð hafa verið sjálfsmorðsárásir AP Viðamiklum blómaskreytingum var í gær komið fyrir á Jimbaran-ströndinni, vettvangi hryðjuverkanna á Balí, í fyrradag til minningar um þá sem létu lífið. Meðal þeirra voru nokkrir erlendir ferðamenn. Einka- væða Bret- ar kjarn- orkuverin? SVO getur farið að breska stjórnin einkavæði kjarnorkuendurvinnslu- verið í Sellafield og önnur kjarnorku- ver landsins og má búast við að fyrir þau fengjust rúmlega 10 milljarðar punda eða vel á annað þúsund millj- arðar króna. Í frétt á vefsíðu dag- blaðsins Guardian á föstudag kemur fram að Gordon Brown fjármálaráð- herra eigi í erfiðleikum með að fjár- magna ýmis dýr kosningaloforð og því sé líklegt að orkuverin verði seld. Stofnun á vegum breska ríkisins, BNFL, annast nú öll málefni kjarn- orkuiðnaðarins og er rekstur orku- veranna sjálfra á vegum fyrirtækis er nefnist British Nuclear Group (BNG). Fyrstu verin voru reist á sjötta áratugnum, þau eru nú 12, sum með nýlega kjarnaofna eins og orkuverið Sizewell B í Suffolk. Talið er líklegt að bandarísk stórfyrirtæki á borð við Halliburton muni reyna að komast yfir BNG verði það selt. Talsmaður BNFL er sagður hafa lagt áherslu á að engin ákvörðun yrði tekin um sölu til einkafyrirtækja fyrr en ráðgast hefði verið við ríkisstjórn, stéttarfélög, viðskiptavini og aðra. Sellafield hættulegt? The Independent on Sunday birti í gær upp úr leynilegri skýrslu um Sellafield-endurvinnsluverið en í henni segir, að rekstur þess einkenn- is af „vafasömum starfsaðferðum“ og verið sé „hugsanlega hættulegt“. Segir blaðið, að skýrslan sé áfall fyr- ir Tony Blair forsætisráðherra, sem vilji fjölga kjarnorkuverum í and- stöðu við suma ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.