Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU 27. sept. sl. talar Styrmir Gunnarsson ritstjóri um það, að hann hafi stundum velt því fyrir sér að fara út í pólitík til að berjast gegn öflum sem séu að leggja undir sig landið. Og hann segir ennfremur: „Það er gengið þannig frá málum að það þorir eng- inn að segja neitt og ef hið lýðræð- islega Alþingi getur ekki tekið á því veit ég ekki hver á að gera það.“ Og áfram heldur Styrmir: „Það þarf einhverja menn á hinum lýðræð- islega vettvangi til að berjast fyrir þessu, en hvar eru þeir? Þeir hafa ekki verið í Sjálfstæð- isflokknum nema að mjög takmörk- uðu leyti og það hefur kannski ekki verið ástæða til að búast við því. En af hverju eru þeir ekki í Samfylk- ingunni eða Vinstri grænum? Mað- ur skyldi ætla að miðað við rætur þeirra flokka væru þar menn sem vildu berjast gegn þessum kapital- isma sem ryðst hér yfir allt.“ Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Ritstjóri Mbl. virð- ist þarna vera að kalla eftir póli- tísku mótvægi við óhefta frjáls- hyggju auðvaldsaflanna í þjóðfélaginu. Hann virðist sjá að full þörf væri fyrir Alþýðu- bandalagið gamla á sviðinu í dag, svona til að tryggja aðhald gegn öfgunum til hægri. En hvaðan er hann kominn, þessi kapitalismi sem ryðst hér yfir allt? Er hann ekki skilgetið afkvæmi stjórnarhátta Davíðs Oddssonar síð- asta hálfan annan áratuginn eða svo? Hver afnam aðhald ríkisins gegn slíkum yfirgangi, hver leysti þessi ógnaröfl úr læðingi sem nú ógna eðlilegri íslenskri þjóð- artilveru? Og hver er nú að fara frá borði og skilja við málin í þessum farvegi? Við Íslendingar stöndum nú frammi fyrir þeirri hrollköldu stað- reynd, að örfáir menn í okkar litla samfélagi hafa safnað sér í hendur gífurlegu peningavaldi. Það hefur verið gert í skjóli þess óhefta frelsis sem stjórnvöld hafa veitt slíkum aðilum á undanförnum árum. Alikálfar Davíðs hafa verið margir og markaðsrakkarnir ekki færri. Nokkuð er síðan sumir þeirra fóru að glefsa í hendur húsbóndans, jafnvel meðan hann var að fóðra þá. Sjaldan launa kálfar ofeldi og ekki eru rakkarnir betri. Ritstjóri Morgunblaðsins er þjóð- legur maður þó hann búi að eigin sögn yfir innmúraðri tryggð við flokkinn sinn. Honum blöskrar þessi ógnarkapitalismi sem veður nú yfir allt, alinn og leiddur á legg af forustu Sjálfstæðisflokksins með dyggri aðstoð maddömu Fram- sóknar. Hann veit að þessi yf- irgangur táknar ófarnað fyrir land og þjóð, hann veit að mótvægis gegn honum er tæplega að vænta frá eigin flokki, hann veit að þessar skoðanir hans eru í bullandi minni- hluta í Sjálfstæðisflokknum, en hann tjáir sig samt með þessum hætti. Hann veit eflaust líka, að gíf- urlegt fjármagn getur haft sitt að segja gagnvart þingmönnum sem sitja á Alþingi en telur samt eðlilega að þinginu beri að taka í taumana. Og hann spyr áhyggjusamlega: „Af hverju er slíkt mótvægi ekki í Samfylkingunni og Vinstri græn- um? Það er athyglisvert að heyra það frá ritstjóra Morgunblaðsins, gam- alreyndum innanbúðarmanni í kjarna Sjálfstæðisflokksins, að það sé orðin þjóðarnauðsyn að berjast gegn því óíslenska auðvaldsafli sem stjórnarhættir flokksins hafa vakið upp á síðustu árum. Já, bragð er að því þegar slíkir menn ganga fram fyrir skjöldu og vara við. Og sem betur fer finnast enn þjóðlegir menn í öllum flokkum, jafnvel Sjálf- stæðisflokknum. Er ekki kominn tími til að þessi þjóðlegu öfl taki höndum saman á Alþingi og setji fram þær leikreglur sem binda Fenrisúlf frjálshyggjunnar þannig til frambúðar, að hann gleypi hér ekki allt og alla. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Skagaströnd. Bragð er að … Frá Rúnari Kristjánssyni: EINUNGIS eru um 8 mánuðir í næstu sveitarstjórnarkosningar. Í Reykjavík hafa væntanlegir leiðtog- ar tveggja stærstu flokkanna og raunar fleiri, þ.e. Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, lýst því yfir að miðstöð innanlandsflugs verði að víkja fyrir annarri byggð í Vatns- mýrinni. Það blasir því við að nýr meirihluti í borginni og er þá nánast sama hverjir að honum standa, muni hafa það sem forgangsverkefni sitt að hraða brottflutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni. Að sjálfsögðu eru mörg góð og gild rök fyrir því að flugvöllurinn verði að víkja og ætlum við ekki að tíunda þau hér en á öllu má vera ljóst að miðstöð innanlandsflugs er á leið úr Vatns- mýrinni. Einungis er spurning um hvert miðstöð innanlandsflugs flyst. Margar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu nýs flugvallar, en að okkar mati og margra annarra er „Keflavíkurvalkosturinn“ eina raunhæfa lausnin. Það er því afar mikilvægt að samgönguyfirvöld móti sér sem fyrst raunhæfa stefnu í mál- inu sem snúi einkum að því að stytta ferðatíma frá Keflavík til höfuðborg- arsvæðisins. Á Suðurnesjum er í burðarliðnum stofnun þverpólitískra samtaka sem ætla að sýna fram á að „Keflavíkurvalkosturinn“ sé eina raunhæfa lausnin og er það markmið samtakanna að skapa þjóðarsátt um „Keflavíkurvalkostinn“. Í um- ræðunni undanfarið hafa margir komið með góð og fullgild rök fyrir ókostum „Keflavíkurvalkostsins“, eru þar einkum nefnd atriði eins og sjúkraflug, varaflugvöllur, staðsetn- ing einkaflugs þ.e. kennslu- og útsýn- isflug, en það eru einmitt þessi atriði sem samtökin ætla að skoða sér- staklega og koma með tillögur til móts við þessi sjónarmið. Þá hefur einnig gætt misskilnings hjá mörg- um sem hafa verið að tjá sig um mál- ið og snýr sá misskilningur aðallega að því hversu langan tíma það taki að aka frá Keflavík til Reykjavíkur og að það taki svo langan tíma að kom- ast í gegnum Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Fyrir það fyrsta tekur ekki langan tíma að aka frá Keflavík til höfuðborgarsvæðisins, það tekur einungis 16 mínútur að aka frá Kefla- vík til Hafnarfjarðar. Í öðru lagi, ef miðstöð innanlandsflugs yrði flutt til Keflavíkur myndi verða byggð ný flugstöð fyrir innanlandsflugið á Keflavíkurflugvelli og hafa skipu- lagsyfirvöld á Keflavíkurflugvelli m.a. gert ráð fyrir því í sinni skipu- lagsvinnu. Kostirnir við „Keflavík- urvalkostinn“ eru ótvíræðir Ekki einungis sparast tugir millj- arða við uppbyggingu nýs flugvallar og þeirra samgöngutenginga sem til þyrfti heldur myndi einnig sparast rekstrarkostnaður sem nemur vel á fjórða hundrað milljónum króna á ári fyrir utan stofnkostnað og yfirstjórn. Auðvelt er að draga þá ályktun að þessir fjármunir muni sparast hjá hinu opinbera vegna flutningsins. Nýting á Keflavíkurflugvelli mun aukast til muna og þar með munu fjárfestingar nýtast mun betur. Með samdrætti á starfsemi Varnarliðsins aukast líkurnar á því að við þurfum sjálf að reka Keflavíkurflugvöll og NATO greiði einhvers konar að- stöðugjald með svipuðum hætti og NATO gerir í Frankfurt í Þýska- landi. Nýting á tvöfaldri Reykjanes- braut mun aukast. Margir farþegar sem nýta sér innanlandsflug eru á leið til útlanda en ekki til Reykjavík- ur. Margir ferðamenn sem heim- sækja Ísland vilja komast beinustu leið út á land án viðkomu í Reykjavík, sem ætti að auka hlut landsbyggð- arinnar í ferðaþjónustu. Tækifæri fyrir flugrekstraraðila Árið 2005 er gert ráð fyrir að gjöld sem flugfarþegar um Keflavík- urflugvöll greiði muni nema rúmum 2 milljörðum króna. Þessi gjöld eru hluti af verði flugfarmiðans sem allir ferðamenn greiða ætli þeir sér að ferðast um Keflavíkurflugvöll. Stór hluti þessarar upphæðar rennur til Flugmálastjórnar Íslands eða tæpar 800 milljónir sem eru einkum not- aðar til reksturs flugvalla fyrir inn- anlandsflug og viðahalds alþjóðlegra varaflugvalla á Íslandi o.s.frv. Ætla má að flytjist innanlandsflug til Keflavíkur muni skapast tækifæri til að lækka þessi gjöld og þ.m. lækka flugfarmiða hins almenna flug- farþega. Hversu mikið verður hægt að lækka flugfarmiðana veit ég ekki, en þetta hlýtur að vera eitt af því sem taka verður með í reikninginn þegar málið er skoðað í heild sinni. Með lækkuðu verði hljóta að skapast tækifæri til að fjölga ferðamönnum til landsins og bjóða þeim þá beint flug út á land í framhaldi án viðkomu í Reykjavík og þannig treysta rekst- ur innanlandsflugs á Íslandi. Ein helstu rök samgönguyfirvalda fyrir því að hafa miðstöð innanlandsflugs eins nálægt miðborginni og mögu- legt er og án tillits til kostnaðar eru sjónarmið flugrekstraraðila sem lúta að því að innanlandsflug muni leggj- ast af ef af þessu yrði. Að sjálfsögðu þarf að hafa þetta í huga og taka fullt tillit til þessara sjónarmiða, en við teljum að flugrekstraraðilar þurfi að skoða málið í heild sinni ásamt sam- gönguyfirvöldum og hafa þá fleira í huga en eingöngu þá farþega sem ætla að koma við í Alþingishúsinu eða heimsækja eitthvert ráðuneyt- anna. Þjóðarsátt um Keflavíkurvalkostinn Eysteinn Jónsson, Eysteinn Eyjólfsson, Viktor B. Kjart- ansson og Páll Ketilsson fjalla um „Keflavíkurvalkostinn“ í flugvallarmálinu. ’...að okkar mati ogmargra annarra er „Keflavíkurvalkost- urinn“ eina raunhæfa lausnin.‘ Eysteinn Jónsson, Eysteinn Eyjólfsson, Viktor B. Kjartansson, Páll Ketilsson. Eysteinn Jónsson er formaður full- trúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ. Eysteinn Eyjólfsson er formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Viktor er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. Páll er ritstjóri Víkur- frétta. HLUTI menningar Íslendinga er allt sem lýtur að ætt, uppruna og tengslum við landið og hvert annað. Þar leikur sagan og átthagafræði stórt hlutverk. Að þessu leyti eru Íslend- ingar ekki einsdæmi þótt hér sé samansafn- aður meiri fróðleikur um heila þjóð og sögu hennar í hörgul en tíðkast víða annars staðar. Netið geymir gríð- arlegt magn upplýsinga eins og flestum er ljóst. Efni um ætt og upp- runa er þar ekki undan- skilið. Þegar leitarvélar eru beðnar um að finna ákveðinn fæðingardag, verður niðurstaðan oft sú að leitin endar í niðjatali einhverrar ættar eða fjölskyldu. Þótt einnig séu dæmi þess að við leitina komi minningargreinar sem eru meiður af sama stofni auk ferils tiltekins fólks sem fætt er ákveðinn dag. Skiptir þá ekki máli hver staða og stétt viðkom- andi er. Það atriði að getið sé fæðing- ardags sýnir almennan áhuga fyrir viðkomandi þótt einhverjum þætti að slíkt breyti ekki miklu. Fjöldi manns vinnur að ættfræði- rannsóknum og gerð niðjatala. Ým- ist sem hreinir áhugamenn eða hafa af því framfæri sitt. Eitt slíkra fyr- irtækja er ættfræðistofan ORG þar sem viðamikið og óeigingjarnt starf er unnið þótt eigi sé á aðra hallað með þeim ummælum. Það sem gerir starf ORG sérstakt er hversu víða upplýsingasöfnun teygir anga sína. Reyndar út um allan heim. Starfið sem unnið er af ORG verður vart unnið nema í samvinnu við þjóðina alla og með aðstoð hennar. Hætt er við að þrátt fyrir fornfýsi geti farið svo að það verði flutt úr landi og yrði þá sannarlega skarð fyrir skildi. Höfundur hefir notið aðstoðar ORG um nokkurra ára bil sem hófust með ósk um ættrakningu er hafði komist í strand. Benti margt til þess að sam- eiginlegir forfeður yrðu fundnir eftir ákveðinni leið vegna nafna sem voru algeng í báðum fjöl- skyldum. Þær vísbend- ingar reyndust blekk- ingar einar og hrævareldar í myrki. Með lítilli fyrirhöfn af hálfu ORG var þrautin leyst. Það sem gagna- grunnur ORG hefir fram yfir flesta aðra er hversu viðáttumiklar tengingar innan hans eru og fáir ótengdir miðað við umfang hans. Nú er grunnurinn kom- inn nokkuð á sjöunda hundrað þúsund manns en enn er eftir að fóðra hann á hundruðum þús- unda sem upplýsingar liggja fyrir um þótt þeir séu ófærðar í grunninn. Vinna við slíkan grunn tekur engan enda með- an land byggist og kyn- slóðir koma og fara. Makalaust er hversu mikla sam- kennd vitneskjan um blóðbönd vekur meðal fólks þótt frændur séu oft frændum verstir. Dæmi um það eru telpur tvær vestur í Atlanta, báðar af íslenskum ættum misjafnlega langt aftur, önnur í fimmta lið en hin í ann- an. Engu að síður kalla þær hvor aðra frænkur þótt fara verði tíu ættliði aft- ur til sameiginlegra forfeðra. Til forna hafði slík vitneskja mikla þýð- ingu allt að fimmta lið vegna hefnd- arskyldu framfærsluskyldu og arfs er mann gátu átt eftir fimmmenninga við sig. Upplýsingar um blóðbönd voru einnig brýnar þar sem skyldleiki gat komið í veg fyrir hjúskap sam- kvæmd þrengri reglum en nú gilda. Höfundi er kunnugt um hjón er gefin voru saman snemma á öldinni er leið og þurftu sérstaka undanþágu frá hjúskaparlögum þar eð þau voru þremenningar. Hinn þjóðlegi fróðleikur Kristjón Kolbeins fjallar um ættfræði ’Makalaust erhversu mikla samkennd vitn- eskjan um blóð- bönd vekur meðal fólks ...‘ Kristjón Kolbeins Höfundur er viðskiptafræðingur.                       ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.