Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 33 BIRGIR Hilmarsson hefur víða komið við í íslenskri tónlist, leikið allt frá rafmögnuðu rokki í tölvu- vætt popp. Hann hefur alltaf verið leitandi, verið við jaðarinn og óhræddur við að breyta um stíl og stefnu eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Nýjasta sönnun þess er afbragðsskífan Blindfold sem kom út fyrir stuttu, en á henni er hann einn að verki að mestu. Birgir kynnir plötuna þannig á vefsetri sínu að hún sé samin í vetrarmyrkri og kulda sem skýrir kannski drungann sem víða má greina í tónlistinni, en þar er einn- ig að finna hlýju og von. Fyrsta lag plötunnar, „Intro(Vert)“, er reyndar ekki ýkja hrífandi, en það er létt yfir því. Í „Sleepless Night“ er meira myrkur, sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi heitis lagsins, en söngur í því er vel af hendi leystur, sérstaklega er röddun skemmtileg. Birgir leikur á öll hljóðfæri sjálfur og kemst einkar vel frá því. Hann er hugmyndaríkur gít- arleikari, heyr frábæra spretti í „Daze“, og lipur Rhodes-spilari, aukinheldur sem flest annað virð- ist leika í höndunum á honum. Prince Valium leggur Birgi lið í hljóðgervlaspili í nokkrum lögum og gerir það smekklega eins og hans er von og vísa. Skreytingar hans í titillagi plötunnar eru mjög snyrtilegar, ágengar án þess að vera að trana sér fram um of. Stafrænn Hákon á líka stjörnu- leik í lögum eins og „Ofsa“, drungalegt lag með skældum gít- arhljómi, og „I Will See You Thro- ugh Me“, sem er býsna „há- konslegt“ á köflum, mjög skemmtilegt lag. Söngur í því er góður, en ef hlustendur langar að komast á snoðir um hvað er sung- ið eru textar á vefsetri Blindfold (ampop.co.uk/blindfold). Þar er einnig hægt að hlusta á einmitt þetta lag. Ekki má svo gleyma slagverks- leik Jóns Arnar Arnarssonar sem er gríðarlega vel útfærður, naum- hyggjulegur og síbreytilegur. Platan fer hægt af stað, full- hægt kannski, en þegar komið er fram yfir miðbik hennar er ekki yfir neinu að kvarta, hvert af- bragðslagið rekur annað. Áður er getið „I Will See You Through Me“, en næsta lag þar á eftir, „Interval“, en enn betra og þar á eftir kemur besta lag skífunnar, „Don’t Despair“, með fjörlegum takti og stígandi spennu; frábært lag. Hljómborðsklifunin í „Myrk- fælni“ er líka einkar skemmtileg og brak og suð í því lagi gæða það skemmtilega ógnandi blæ. Í vetrar- myrkri og kulda TÓNLIST Geisladiskur Blindfold, fyrsta plata samnefndrar eins- mannssveitar tónlistarmannsins Birgis Hilmarssonar. Birgir leikur á gítar, ýmis hljómborð og fjölda annarra hljóðfæra. Honum til aðstoðar í nokkrum lögum eru Jón Örn Arnarsson, sem leikur á slag- verk, Ólafur Jósepsson, stundum kall- aður Stafrænn Hákon, sem leikur á gítar, og Þorsteinn Ólafsson, eða Prince Vali- um, sem leikur á hljóðgervla. Öll lög og útsetningar eftir Birgi. Resonant gefur út. Blindfold – Blindfold  Árni Matthíasson AÐ undanförnu hefur staðið yfir ís- lensk tónlistar- og kvikmyndahátíð í leikhúsinu Lantaren Venster í Rotterdam, undir yfirskriftinni „Reykjavík to Rotterdam, Icelandic Culture Festival“. Til stendur að hátíðin verði haldin á tveggja ára fresti héðan af. Hljómsveitin Trab- ant reið á vaðið um síðustu helgi og gerði að sögn „allt vitlaust“ og auk þess lék Jóhann Jóhannsson tón- skáld ásamt Eþos kvartettinum í Laurenskerk, kirkju í bænum. Dans- og tónlistarverk Jóhanns og Ernu Ómarsdóttur, IBM 1401 not- endahandbók, var einnig flutt um helgina. Á miðvikudagskvöldið komu svo fram Mugison og Kira Kira, en fyrsta breiðskífa Kiru Kiru, Skotta, kemur út hjá Smekkleysu í október. Með þeim spilaði Kippi Kaninus, en kvöldið eftir birtist Pétur Bene- diktsson með gítarinn sinn. Uppselt var á alla tónleikana. Kira Kira kom fram í gullskikkju ásamt myndlistarmanninum Magn- úsi Helgasyni sem sýndi súper 8 bíóglefsur sínar. Þegar leikar stóðu sem hæst tóku Kira Kira, Mugison og Pétur Ben. svo saman lagið „Bless martröð“ eftir Kiru. Einnig voru sýndar kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar, Dags Kára Péturssonar, Þorgeirs Guð- mundssonar og Hrafns Gunnlaugs- sonar. Mugison hélt tónleikareisu sinni áfram um Evrópu og Trabant sigldi yfir til Berlínar til að taka þátt í Icelandic Invasion-hátíðinni á veg- um Klink og Bank. Reykjavík til Rotterdam Mugison og Kira Kira fóru mikinn í Rotterdam. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.