Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Star Princess lagðist að Klepps- bakka í Sundahöfn á föstudag. Um er að ræða stærsta skip sem komið hefur til Reykjavíkur á þessu ári. Skipið er síð- asta skemmtiferðaskipið sem kemur hingað til lands í sum- ar. 77 skemmtiferðaskip komu til hafnar í Reykjavík í sumar og er óhætt að fullyrða að vertíð skemmtiferðaskipa hefur aldrei lokið jafn seint og nú, samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum sf. Með Star Princess eru 2.500 farþegar og 1.100 manns í áhöfn. Skipið var smíðað á Ítalíu fyrir þremur árum og er það 108.000 rúmlestir að stærð. Héðan hélt það til Græn- lands og Kanada en endastöð þess er New York. Í sumar komu 77 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur. Er það 7 skipum fleira en á síðasta ári. Voru farþegar á árinu 54.000 og er það aukning um 8.000 farþega frá sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 17%.Morgunblaðið/RAX Síðasta skemmti- ferðaskip sumarsins Verktakar merki verkfæri LÖGREGLAN í Hafnarfirði hvetur verktaka til að gæta vel að verkfær- um sínum, geyma þau í læstum hirslum og merkja með þeim hætti að ekki sé hægt að afmá aftur. Með slíkum merkingum séu þau orðin ill- seljanleg og þjófum til lítils gagns. Að mati lögreglu er þetta góð for- vörn. Fyrir helgi var brotist inn í vél- smiðju við Óseyrarbraut og í ný- byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði og stolið þaðan handverkfærum. Þessi mál eru í rannsókn. Umboðsmaður hestsins hættur JÓNAS R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, hefur sagt upp starfinu og mun hætta um næstu áramót. Fram kemur á heimasíðu Bændasamtakanna að aðalástæðan fyrir uppsögninni sé sú að ekki hafi náðst samstaða meðal þeirra sem að verkefninu standa um að veita í það þeim fjármunum sem upphaflega var áætlað og þess vegna hafi Jónas kosið að halda ekki áfram. Jónas hefur starfað sem umboðs- maður íslenska hestsins í tvö ár. Línubátur dreginn til Skagastrandar GEFJUN KE, 14 tonna línu- og handfærabátur, varð aflvana um 17 sjómílur utan við Skagaströnd í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsing- um frá vaktstöð siglinga var björg- unarbáturinn Húnabjörg kallaður út. Setti hann taug í Gefjun og komu bátarnir til Skagastrandar rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Þrír eru í áhöfn Gefjunar, sem gerð er út frá Keflavík. Meirihlutinn á móti framboði Íslands RÚMLEGA helmingur þjóð- arinnar, eða 53%, er því andvígur að Ísland bjóði sig fram í Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna. Nærri 28% þjóðarinnar eru því hlynnt og 19% segjast hvorki hlynnt né andvíg því. Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk svarendur segjast ætla að kjósa. Meira en helmingur þeirra sem hyggjast kjósa Framsóknarflokkinn er hlynntur því að Ísland bjóði sig fram, en aðeins 18% þeirra sem styðja Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Rúmlega 30% sjálfstæð- ismanna og tæplega 24% samfylk- ingarfólks eru hlynnt framboð- inu. Einnig kemur fram mikill mun- ur á afstöðu fólks til framboðsins eftir aldri, en yngra fólk er hlynntara framboðinu en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð dagana 21. til 29. september. Úrtakið var 1.023 manns á aldrinum 18 til 75 ára og var svarhlutfall 62%. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Stuttir svartir kjólar Öll a›sta›a er eins og best gerist me› gó›um hljómbur›i og full- komnu hljó›kerfi. – og úts‡ni› ver›ur hver einasti ma›ur a› upplifa… Salavegi 2 201 Kópavogi Sími 586 9006 Gsm 862 0713 freyja@glersalurinn.is glersalurinn.is Vi› bjó›um hópum a› halda jóla- hla›bor› hjá okkur á tímabilinu frá 18. nóvember til 17. desember. Matrei›slumeistari er Sturla Birgis. Kíktu á heimasí›u okkar, glersalurinn.is, e›a hringdu og fá›u nánari uppl‡singar í símum 586 9006 og 564 2112. E N N E M M / S ÍA / N M 18 3 6 7LO OK ON G CO OL Heimakynningar á tískufatnaði! Við leitum að duglegum hressum sölukonum. Til að selja fallegan tískufatnað á heimakynningum Hafðu samband við okkur í síma 568-2870 og fáðu nánari upplýsingar. Kíktu á www.friendtex.is WHAT TO WEAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.