Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 35
Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Miða sala opn ar kl. 17.15Sími 551 9000 Göldrótt gamanmynd! V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ  Ó.H´T RÁS 2 KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Lost Children / Týndu börnin Sýnd kl. 6 Something like happiness / Eins konar hamingja Sýnd kl. 6 Shark in the Head / Hákarl í höfðinu Sýnd kl. 8 Bed Stories / Rekkjusögur Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 8 og 10 BETRA SEINT EN ALDREI Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 6 Íslenskt tal Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is 553 2075Bara lúxus ☎ Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i i I ! i i Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Miðaverð 450 kr. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 35 ÞAÐ var eins konar „Las Vegas stemning“ í veitingahúsinu Broad- way á föstudagskvöldið þar sem haldnir voru tónleikar í minningu Elvis Presley, sem hefði orðið sjö- tugur á þessu ári. Eins og kunn- ugt er tróð sá ástsæli söngvari jafnan upp í skemmtiborginni frægu hin seinni ár sem hann lifði, og á tónleikunum í Broadway var tekið mið af þeirri tónlist sem kóngurinn flutti þar. Það var því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að feta með þessum hætti í fótspor mesta skemmtikrafts dægurtónlistarsög- unnar, en segja má að vel hafi til tekist. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem fór með hlutverk Elvis, á því heiður skilinn fyrir það áræði og þor að setja upp þessa sýningu, en hann átti hugmyndina að tónleik- unum, sem fyrst voru settir á svið á Blúshátíð Ólafsfjarðar fyrr í sumar. Friðrik Ómar lýsti því þá yfir að hann hefði áhuga á að setja upp sýninguna í Reykjavík og sá draumur rættist á föstudags- kvöldið, honum til mikils sóma. Þegar maður mætir á sýningu í minningu Elvis Presley á maður ósjálfrátt von á að á svið stígi eins konar eftirlíking af Elvis, með svarta hárkollu og sólgleraugu, í hvíta gallanum, þröngu buxunum og með breiða beltið. Það gerðist ekki í Broadway á föstudags- kvöldið því segja má að Friðrik Ómar sé eins ólíkur Elvis í útliti og hugsast getur, lágvaxinn og ljóshærður, auk þess sem söng- rödd hans er á ýmsan hátt frá- brugðin hinni þykku og djúpu rödd rokkkóngsins, þótt vissulega hafi örlað á Presley-töktum í söng og framkomu Friðriks Ómars. Ef til vill var þetta í senn veikleiki sýningarinnar og styrkleiki. Veik- leiki með hliðsjón af því að ein- hverjir harðir Presely-aðdáendur hefðu eflaust kosið að fá Elvis beint í æð með útliti, söngrödd og öllum pakkanum. Styrkleikinn felst hins vegar í því að Friðrik Ómar söng lögin „með sínu nefi,“ og gerði það með stæl. Hér er á ferðinni frábær söngvari, með geðþekka og skemmtilega sviðs- framkomu, og við útsetningar og útfærslu á tónlistinni var greini- lega unnið af mikilli fagmennsku. Í hljómsveitinni var valinn mað- ur í hverju rúmi og kröftug blás- arasveitin gaf tónlistinni þann Las Vegas blæ sem tilheyrði á sýningu sem þessari. Sérstök ástæða er líka til að geta framlags bakradda- kvennanna, en það voru Kenya Emil, Heiða og Regína Ósk og tvær þær síðastnefndu sungu reyndar einsöng í nokkrum lögum og gerðu það með prýði. Friðrik Ómar var hins vegar óumdeilanlega „stjarna kvöldsins“ og hvergi hnökra að finna á fram- lagi hans, hvort heldur var í flutn- ingi laganna eða framgöngu á sviðinu. Ég þekki ekki mikið til forsögu þessa unga pilts, en hér er greinilega á ferðinni maður sem kann sitt fag og verður gam- an að fylgjast með honum í fram- tíðinni. Hann fór vel og með nær- færni um hin upprunalegu Presley-lög, en bestur fannst mér hann þó í Paul Simon-laginu „Bridge Over Troubled Water“, og tveimur lögum frá Righteous Brothers, „You’ve Lost That Lo- vin’ Feeling“ og „Unchained Mel- ody“, en það síðastnefnda tók hann eftir uppklapp og var sér- lega tilþrifamikið atriði þegar hann kom upp úr gólfinu á Broad- way sitjandi við flygilinn, og sýndi hann þar að hann er einnig lið- tækur píanisti. Á heildina litið var hér um að ræða vel heppnaða kvöldsýningu sem var öllum, er hlut áttu að máli, til sóma. Einkum og sér í lagi á það við um Friðrik Ómar Hjörleifsson, enda greinilegt á við- brögðum tónleikagesta í lokin að pilturinn sló rækilega í gegn þetta kvöld. Ljóshærður Elvis sló í gegn TÓNLIST Tónleikar Tónleikar á Broadway tileinkaðir Elvis Presley, föstudagskvöldið 30. september 2005. Fram komu söngvararnir Friðrik Ómar Hjörleifsson, Kenya Emil, Heiða og Regína Ósk, ásamt hljómsveit skipuð valinkunnum tónlistarmönnum. Tónleikar tileinkaðir Elvis Presley  Morgunblaðið/Sverrir „Friðrik Ómar var hins vegar óumdeilanlega „stjarna kvöldsins“ og hvergi hnökra að finna á framlagi hans, hvort heldur var í flutningi laganna eða framgöngu á sviðinu,“ segir m.a. í dómi. Sveinn Guðjónsson SORGIN og eftirsjáin setur sterkan svip á sænsk/norska dramað Vetrarkoss, án þess þó að reynt sé að gegnbleyta klút- ana þrjá, en hún fer langt með það. Leikstjórinn Johnsen hefur ágæt tök á viðkvæmu efni og heldur sig við frostkalda jörðina eins og efni standa til. Atburðarásin er sannarlega innsýn í lífsins táradal. Viktoría (Hallin) er sænskur læknir sem lendir í þeim harmleik að missa son sinn. Þar að auki undir kring- umstæðum sem hún getur ásakað sjálfa sig fyrir að koma honum í. Viktoría er skilin og eftir jarð- arförina skiptir hún um umhverfi, heldur til Noregs, þar sem hún tekur að sér lítið læknishérað. Það er vetur og snjóþyngsli á jörð og skammdegisþungi hvílir á íbúunum. Þegar lík finnst við þjóðveginn heldur harmleikurinn áfram í lífi læknisins. Af ofangreindu mætti ætla að Johnsen sé að velta áhorfand- anum upp úr sorg og sút en svo er þó ekki. Hún útlistar fyrir okk- ur missi, ekki síst í átakanlegri sögu af serbneskum nýbúum í flóttamannabúðum í norska þorp- inu. Ekki síst sú saga, ásamt firna góðum leik Halins, gera Vetrarkoss forvitnilega. Þegar upp er staðið fjallar hún ekki síð- ur um þá hluti sem gera lífið þess virði að lifa því, maður sér birt- una þegar búið er að vinda úr klútunum. Missir á missi ofan KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKÍR 2005 Leikstjóri: Sara Johnsen. Aðalleik- endur: Annika Hallin, Kristoffer Joner, Axel Zuber, Jade Francis Haj, Mina Az- arian, Michalis Koutsogiannakis.80 mín. Noregur. 2005. Vetrarkoss (Vinterkyss)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.