Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 12
Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason Akranes | Nærri 900 hundruð ungmenni frá 19 stöðum á landinu tóku þátt í landsmóti Samtaka íslenskra skólalúðrasveita um helgina, mótið fór fram á Akranesi. Það var frekar kalsamt á Skaganum um helgina en tónlistarfólkið lét það ekki á sig fá en klæddi sig í ullarpeysur og húfur og þrammaði um götur bæjarins með hljóðfærin sín. Heima- menn og aðrir gestir fylgdust ánægðir með og nutu tónlistarinnar. Á landsmótinu tóku allar hljómsveitirnar þátt í stóru námskeiði sem bar nafnið „Skap- andi tónlistarmiðlun“. Í lok mótsins léku allir þátttakendurnir í einni risastórri skólalúðra- sveit. Barst lúðraþyturinn um mestallan Skagann. Lúðraþytur á Akranesi 12 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR www.felagsmalaraduneyti.is FÉLAGSMÁLARÁ‹UNEYTI‹ Umræ›ur um sameiningu sveitarfélaga RÁ‹HERRASPJALL Í dag frá kl. 14-15 ÞAÐ REYNDIST Helgu Björk Bjarnadóttur ekki auðvelt að ferðast um í hjólastól í rokinu á miðvikudaginn. Hún er há- skólanemi í Borgarnesi og vinnur nú verkefni um ferlimál fatlaðra. Hana langaði til að kanna þessi mál í sínum heimabæ og fékk lán- aðan hjólastjól hjá Ingu Björk Bjarnadóttur og naut leiðsagnar hennar á ferð sinni um bæinn. Inga Björk er eina unga mann- eskjan í Borgarnesi sem bundin er við hjólastól og hefur verið það frá því hún var lítil. Hún og foreldrar hennar hafa því lent í því hlutverki að benda á ýmislegt sem betur má fara í bæjarfélaginu. Margrét Grétarsdóttir, móðir hennar, segir að stundum hafi þau upplifað sig eins og að þau væru síkvartandi, en segir jafnframt að það sé erfitt fyrir fólk sem á við fötlun að stríða að finnast eins og alltaf sé litið á það sem annars flokks borgara. Helga tekur undir það og segir ekki nógu gott ef alltaf sé ætlast til að fatlaðir einstaklingar notist við bakdyr. Bílastæðið nýtist ekki hjólastólafólki Leið þeirra Helgu og Ingu lá fyrst í Íþróttamiðstöðina í Borg- arnesi. Þær fóru á hjólastólunum alla leið frá heimili Ingu, þó nokk- urn spotta. Inga var í rafknúnum stól og fór þetta léttilega en Helga þurfti oft að standa upp úr stóln- um og ýta honum á undan sér, t.d. upp brekkur. Hún sagði þetta hafa verið miklu erfiðara en hún bjóst við og hömlurnar í umhverfinu fleiri. Það fyrsta sem vakti athygli við íþróttamiðstöðina var að þar var sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða. Það var breitt og gott, en Inga sagði að því miður gæti ein- staklingur sem bundinn væri hjólastól ekki notað þetta stæði þar sem hann kæmist ekki upp á gangstéttina vegna þess hve kant- urinn við bílastæðið er hár. Við enda gangstéttarinnar var hins vegar tekið úr kantinum, en samt sem áður reyndist það Helgu erfitt að komast upp á gangstétt- ina. Betra er að koma yfir gang- braut á götunni og þaðan beint að Íþróttamiðstöðinni. Þegar komið var að dyrunum vandaðist málið enn. Þær komust þó báðar inn, en með erfiðismunum. Til dæmis þurftu þær að teygja sig í hurðina til að opna og í leiðinni að reyna að troða sér inn. Þetta hafðist þó að lokum, en í ljós kom að varla er hægt að komast þarna inn í hjóla- stól nema með aðstoð. Lyftur í íþróttahúsi og skóla Sigurður Páll Harðarson bæj- arverkfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að á síðustu ár- um hafi bæjaryfirvöld reynt að bæta aðgengi fatlaðra á mörgum sviðum. Hvað íþróttahúsið varðaði hefði verið settur rafknúinn opnari við hurð á neðri hæð hússins. Hann nýttist þó ekki sem skyldi vegna þess að afgreiðslan er á efri hæðinni. Lausn þyrfti að finna á því máli. Einnig var sett upp lyfta í íþróttahúsinu, salerni og bún- ingaaðstaða fyrir fatlaða og raf- drifnar hurðir með skynjara út á laugarsvæðið. Í Grunnskólanum í Borgarnesi, þar sem Inga Björk stundar nám í 7. bekk, hefur einnig verið sett upp lyfta. „Bæjarskrifstofurnar í Borg- arbyggð eru nú að flytjast yfir í fyrrum húsnæði Sparisjóðs Mýra- sýslu og okkar fyrsta hugsun var að það þyrfti að bæta aðgengi fatl- aðra einstaklinga,“ sagði Sigurður Páll. „Mér finnst eins og fólk sé al- mennt orðið mun meðvitaðra um þessi mál og þegar ný hús eru byggð er í flestum tilfellum hugsað fyrir góðu aðgengi fatlaðra. Hér í bænum eru mörg eldri hús þar sem greinilegt er að það hefur ekki verið gert og það tekur tíma að bæta úr því. Í flestum tilfellum er það hægt, en það kostar allt sitt og tekur sinn tíma. Það má samt ekki gleyma því sem gert er og það hef- ur verið þó nokkuð.“ Jákvætt að fólk sé meðvitað Sigurður segir að mikil vinna sé framundan í að taka niður gang- stéttir og einnig að huga að gang- brautum yfir götur. „Ég held að besta lausnin væri að hækka gang- brautirnar svo þær verði í sama plani og gangstéttir.“ Þannig mundu gangbrautirnar virka sem hraðahindrun í leiðinni. „Það er jákvæð þróun að fólk sé almennt meðvitað um gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. En það tekur tíma að uppfylla allar óskir og þarfir þeirra og einhver tími mun líða þar til hægt verður að segja að aðgengið sé almennt gott. Hvað varðar verslanir og þjón- ustufyrirtæki má einnig margt betur fara. Oft koma ábendingar um ýmis atriði sem virðast vera smá og auðvelt að laga en hefta för fatlaðra.“ Þær Helga Björk, Inga Björk og Margrét nefna ýmis slík atriði. Í einni versluninni í Borgarnesi eru til dæmis fínar rafknúnar dyr sem opnast sjálfkrafa með skynjara. Vandamálið er hins vegar að þegar komið er inn um þær tekur við stór motta sem hjólastóllinn drífur ekki yfir. Á fjölförnum stað í Borg- arnesi eru útidyrnar þannig að erf- itt er að opna þær úr hjólastól hvað þá að komast inn um þær. Þær eru sannfærðar um að ef þetta yrði lagað myndu viðskiptin aukast enn. Litlu auðleysanlegu atriðin hamla oft för Helga Björk nærri búin að velta. Helga Björk í pásu en Inga Björk fór brekkuna leikandi á rafknúna stólnu. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Eins gott að passa puttana þegar farið er inn í íþróttamiðstöðina. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is VESTURLAND á morgun Umræðan Daglegt málþing þjóðarinnar FÉLAGSFUNDUR Vinstri grænna á Akranesi og nærsveitum telur að auka þurfi fjölbreytni í at- vinnulífi á svæðinu. Fundurinn hvetur sérstaklega til þess að fjölga þurfi störfum í þekkingar- iðnaði, til dæmis með því að efla starfsemi Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Jafnframt lýsir fundurinn yfir stuðningi við framkomna tillögu um stofnun háskólaseturs á Akra- nesi með áherslu á iðn- og tækni- greinar. Aukin fjöl- breytni í atvinnu- málum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.