Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 23 MINNINGAR þínar, Stevo gælunafnið mitt, ferð- irnar í Skýlið, stelast á rúntinn og fara í bakaríið. En kom svo sá dagur að rekstr- inum var hætt og við fórum öll sitt í hverja áttina en héldum þó alltaf vinskapnum. Með þessum orðum vil ég þakka þér, elsku Þurý, fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig, en við vorum nú ekki alltaf sammála, því þrjósk varst þú og ég engu betri. Ég mun minnast okkar samverustunda með þakklæti um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Ég votta fjölskyldu og aðstand- endum samúð mína. Stefanía Ársælsdóttir. Elsku Þurý.Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin.Vinátta okk- ar hófst þegar við Kalli og strákarnir okkar fluttum til Eyja 1989 og hef ég oft hugsað til þess hvað við vorum heppin að hafa kynnst þér og fjöl- skyldu þinni, að flytja á ókunnan stað og kynnast jafngóðri vinkonu og þú hefur reynst mér ætíð síðan eru forréttindi. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, sérstaklega strákana okkar sem þú varst svo góð við. Við eigum svo ótal margar góðar minningar frá þeim tíma, þá var mikið spilað, tvisvar vorum við sam- an á þjóðhátíð og ekki stóð á því að þú reddaðir okkur Kalla öllu sem okkur vantaði inn í Dal, þjóðhátíð- artjaldi og innbúi, eitt símtal og allt klappað og klárt. Þannig varst þú stundum of fljót á þér eins og þegar þú bauðst upp á hráa lundann hér um árið. Þá var nú mikið hlegið og ekki var minna hlegið þegar við fór- um til Dyflinnar. Þurý mín, þú varst mjög dugleg til vinnu og ekki gafstu minna af þér þegar heim var komið, hugsaðir allt- af um að öðrum liði vel, enda sagðir þú oft þegar að maður settist í sóf- ann: Láttu fara vel um þig. Robba varstu góð eiginkona og Fjólu og Jobba yndisleg móðir. Þú varst svo stolt af þeim. Alltaf gat ég treyst á þig þegar strákarnir mínir fóru á þjóðhátíð eftir að við fluttum upp á land. Þeir áttu alltaf athvarf hjá þér og Robba og þú varst dugleg að hringja í mig og láta mig vita um þá. Það skipti ekki máli hvort þeir voru með vini sína með sér, alltaf opnaðir þú faðminn fyrir þeim öllum. Einu sinni sagði kona við mig í Eyjum: „Hún Þurý sér um sína,“ og það er alveg rétt, við misstum ekki af því. Þú varst svo hrein og bein í sam- skiptum við fólk, sagðir alltaf sem þér bjó í brjósti, hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Kæra vinkona, takk fyrir allt. Elsku Robbi, Fjóla, Jobbi, barna- börn og tengdabörn, ykkar missir er mikill en það er gott að eiga góðar minningar um yndislega konu til að ylja sér við. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. þó þú sert horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona Margrét. Ævintýrabirtan fylgdi andrúmi hennar, góða skapið í brosi hennar og augum og jafnvel þó að hvessti um tungu eins og tilfinning hjarta hennar bauð þegar kom að hlut manna og málleysingja sem áttu á brattann að sækja, þá hélt hún samt þessum hlýja og bjarta svip eins og sólin leikur við sker og dranga í öll- um blæbrigðum. Þura var driffjöður í öllu umhverfi sínu, félagslynd og forkur til vinnu og brjóstvit hennar og eðli var slík- um kostum gætt að bestu háskólar í heimi gætu ekki boðið upp á slíkt á námsbrautum vegna þess að þetta gull er áunnið í eðli og upplagi og daglegri notkun venjulegs fólks sem veit það manna best að það er ekki nóg til árangurs að geta bablað á bók, þótt gott sé. Þura leitaði alltaf eftir jákvæðu hliðunum, var til í tuskið og skóp líf og fjör í kring um sig og sína og hann Robbi hennar fór ekkert varhluta af því, hann eins og Heimaklettur og hún eins og hlýr blærinn sem lék við kinnar klettsins síns. Í stöðinni var hún stúlkan sú sem strákana heillaði mest, segir Ási í Bæ í einu ljóða sinna og Þura rímaði við þetta ljóð, gerði umhverfi soðn- ingarinnar notalegt og skemmtilegt og hún var ekkert að mylja moðið í því sem henni datt í huga. Hún fylgdi því eftir með hispursleysi sínu og hreif menn með. Þá kom sérstakur viðbótarhnykkur á brosið hennar. Það var alltaf gaman að hitta hana, því lífsfjörið sem fylgdi henni var meira en öll meðaltöl geta gert ráð fyrir, enda Þura óháð öllum slík- um mælikvörðum, vegna þess að manneskjan í henni var svo auðug af leikgleði fyrir fólk með fólki. „Geturðu komið og sungið með okkur?“ sagði hún síðast þegar við hittumst á Snæfellsnesi og þannig var hún í eðli sínu, vildi nýta öll tæki- færi til gleði og góðs. Það er skelfilega vont að sjá á eftir henni langt fyrir aldur fram, skelfi- lega erfitt að punkturinn datt svo grimmilega á líf geislandi konu. En minningin er sterk og fylgir sam- tíma sínum áfram sporin framtíðar, fylgir fólki hennar og vinum sem ég votta dýpstu samúð og bið góðan Guð að varðveita og styrkja. En þótt allt sé í heiminum hverfult þá er það víst að á þeim krossgötum sem nú eru gengur Þura inn í drauma sína og þrár, sjálfa ævintýrabirtuna. Árni Johnsen. Það er komið haust, laufin falla af trjánum, það er kuldi úti, og það set- ur að manni hroll en við sitjum hér inni í hlýju og yl nokkrir fyrrverandi starfsmenn Íslenskra matvæla í Vestmannaeyjum og hugsum til elsku Þurýjar okkar sem fallin er nú frá langt fyrir aldur fram. Kjarna- konan hún Þurý var drifkrafturinn í því fyrirtæki, hún var flokksstjórinn okkar, alltaf svo úrræðagóð. Það var ekkert sem Þurý gat ekki reddað, hvort sem það var að fara á lyftara inn í vöruskemmu að ná í heilu pakkningarnar af síldarkrukkum eða heilu brettin af laxaumbúðum og keyrandi með þriggja metra háa stæðu af fullunnum afurðum út um allan bæ í frost og geymslu. Hana munaði ekki um það að sjá um alla lögun á síld. Einnig sá hún um reyk- ofn o.fl. undir góðri handleiðslu og dyggri stjórn yfirmanns okkar, Ingvars Karlssonar. Það var mikil eftirsjá hjá starfs- fólkinu þegar Íslensk matvæli voru lögð niður. Þar hafði myndast svo góður kjarni sem erfitt verður að finna og þar átti Þurý með sinni ein- lægni og léttu lund stóran hlut. Hún smitaði alla sem voru í kringum hana og gat látið okkur vinna þau verk sem oft voru ákveðin með mjög stuttum fyrirvara, og þá var nú handagangur í öskjunni, útvarpið sett á fullt og hundrað prósent af- köst. Þetta gerðist mjög oft að við unnum undir álagi en einhvern veg- inn var enginn argur yfir því. Þetta var svo samheldinn hópur, og aldrei leið Þurý betur en þegar allt var á fullum dampi. Við sem urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með Þurý gleymum seint þegar hún birtist með veisluréttina sína fyrir allt að tuttugu mans og hafði sko ekki mikið fyrir því að eigin sögn, enda frábær kokkur og hafði unun af að elda góð- an mat og fengu margir að njóta þess. Þurý var mjög gefandi per- sóna, hún vildi allt fyrir alla gera og alltaf hafði hún tíma fyrir vini sína og vinnufélaga. Hún elskaði að vinna og gaf svo mikið af sjálfri sér í starf- ið. En við eigum minningarnar um þessa frábæru konu sem seint munu gleymast og þær munu ylja okkur um hjartarætur. Elsku Þurý, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við biðjum algóðan guð að styrkja Róbert manninn þinn, börn og barnabörn. Með saknaðarkveðju. Fv. starfsfólk Íslenskra matvæla í Vestmannaeyjum. Það voru sorgleg tíðindi sem bár- ust okkur mánudaginn 19. septem- ber síðastliðinn. Þurý er dáin. Við vorum svo sem viðbúin þessu en allt- af er þetta jafnsárt og svo dapurlegt, aðeins 57 ára að aldri, sem er ekki hár aldur. Þið Robbi fluttuð í Kópa- voginn, börnin flutt að heiman og komin fjögur barnabörn. Þið voruð farin að hafa það gott eins og þið átt- uð nú skilið. Þú varst nú algjör vinnuþjarkur, hlífðir þér ekki í einu né neinu. Hreifst alla með þér, en þú fórst nú líka stundum fram úr þér. Það var gaman að vera nálægt þér eins og þegar við unnum saman í Ís- félaginu fyrir brunann þar. Þeir sem þekktu þig verða kannski ekki hissa þegar maður nefnir mat í sambandi við þig. Þú varst stórkostlegur kokk- ur, því fengum við vinnufélagarnir að kynnast. Við vissum hvað var í vændum þegar þú fórst heim með slatta af fiski! Nú kemur Þurý með plokkfisk á morgun, nammi namm, þvílík veisla, öllum boðið í plokkara, rúgbrauð og ekta smjör, alltaf jafn gott, takk elskan. Borðuðum saman grjónagraut og slátur, þú gerðir kæfu, aðrir sultu og marmelaði og svo var „bíttað“. Þú vildir alltaf venjulegan íslenskan mat, annað var rusl í þínum munni, sagðirðu oft þeg- ar talið barst að pitsum og pasta. Já, alltaf var verið að tala um mat og er reyndar enn. Ef eitthvað stóð til í vinnunni varst þú sjálfkjörin hvort sem var í snittugerð eða við grillið, alltaf jafn jákvæð, hress og ósérhlífin. Það er best að enda þennan matarkafla á uppáhaldssetningunni þegar eitt- hvað var að: „Ekki finnast mér þetta nú góðar tvíbökur.“ Það sem þú gast hlegið að þessu. Já, það eru margir sem eiga eftir að sakna þín, elsku Þurý, sem aldrei máttir aumt sjá, alltaf svo góð. Það er kalt núna þessa dagana og við sjáum þig fyrir okkur í þjóðhátíð- arbúningnum, sægrænu lopapeys- unni og með húfu, þar sem þú stend- ur álengdar og veifar okkur með nestisboxið undir hendinni. Góða ferð, elskan, og takk fyrir samfylgdina. Við gömlu starfsfélagarnir sem nú störfum í Godthaab sendum Robba og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur sem og systkinum Þur- ýjar og fjölskyldum. Megi minning hennar lifa um ókomin ár. Gamlir vinnufélagar í Godthaab. kynnast honum, en við urðum samt góðir vinir. Öllu þekkti ég hins veg- ar í þrjátíu ár. Hún var „tengdó“ með öllu sem því fylgir. Við urðum fljótt góðir vinir og höfðum alltaf nóg um að tala. Ég var sonur út- gerðarmanns í Grindavík og hún og fjölskyldan höfðu rekið frystihús í Garðinum um árabil. Öllu fannst gaman að rifja upp hasarinn í fisk- vinnslunni í gamla daga og þá sat ég oft og hlustaði, því af nógu var að taka. Lífið fór ekki mjúkum höndum um Öllu. Ekki ætla ég að rekja það hér en eins og svo margir af hennar kynslóð upplifði hún ótrúlegar breytingar. Þegar Alla missti Eirík, manninn sinn, rétt rúmlega fimm- tug, hófst erfiður tími hjá henni. Hún var þá ein með þrjú hálfstálpuð börn og litlu úr að moða. Hún hélt sínu striki, vann og hélt heimilinu gangandi en átti erfitt. Þannig gekk þetta í nokkur ár. Þá kynntist hún sambýlismanni sínum seinni árin, Kristni Hannessyni. Það var mikil blessun. Kristinn hafði, eins og hún, fengið að reyna ýmislegt um ævina. Þau urðu strax góðir félagar og vin- ir og hófu fljótlega sambúð. Kristinn hafði, eins og Alla, afskaplega gam- an af ferðalögum og stússi alls kon- ar í kringum það. Þau héldu saman heimili allt þar til Kristinn lést árið 2000. Saman ferðuðust þau um land- ið okkar þvert og endilangt og út um allan heim. Ég hafði gaman af að ræða ferðamennskuna við þau, enda með ferðadellu sjálfur. Þegar Kristinn féll frá missti Alla aftur förunaut sinn og dró þá talsvert af henni. En ekki gafst hún upp. Það var aldrei valkostur. Seiglan og þrjóskan sem einkenndi hana svo sterklega urðu oftar en ekki til að fleyta henni yfir erfiða hjalla. Þessi einkenni þekki ég svo vel í mínum lífsförunaut, dóttur Öllu, og er alveg ljóst hvaðan þau eru komin. Við Alla vorum góðir vinir alla tíð, eins ólík og við vorum. Ég held að við höfum borið virðingu fyrir sérvisku hvort annars og gerólíkum lífsviðhorfum. Ég gat alltaf reiknað með stuðningi og trausti hjá „tengdó“, því hún trúði því alltaf að ég væri að gera mitt besta hverju sinni. Þetta var alltaf dýrmætt. Börnin mín vissu alltaf hvað Öllu ömmu þótti vænt um þau. Hún hafði mikið af þeim að segja alveg frá byrjun og árin sem við bjuggum á Akranesi var hún óþreytandi að koma í heimsókn og kíkja á barnabörnin. Eftir að við fluttum síðan aftur í höfuðborgina var komið að börnunum mínum að heimsækja ömmu, enda hún hætt að aka bíl. Þarna bar aldrei skugga á. Samskipti konunnar minnar við móður sína síðustu daga hennar sögðu mér allt sem ég þarf að vita um kærleikann milli þeirra. Nokkrum dögum áður en Alla dó sá ég hana nota sína ýtrustu krafta til að setjast fram á rúm- stokkinn til geta setið andspænis dóttur sinni. Svo skiptust þær á kærleiksorðum sem þurftu engra skýringa við. Það var ekkert ósagt og ekkert sem fór á milli mála. Þannig var Alla einmitt alltaf gagnvart mér og okkur, hrein og bein, allt til síðustu stundar. Ég kveð Aðalheiði, tengdamóður mína, með kærleika og virðingu. Gunnar M. Gunnarsson. Amma ding dáin. Hver getur hugsað sér það? En svona er þetta bara. Við systkinin vorum alltaf ánægð með ömmu ding. Við fórum oft í heimsókn til hennar og hún passaði okkur oft, sérstaklega þegar hún var á Kóngsbakkanum. Þá bakaði hún pönnsur og gerði kakó. Svo spiluðum við á eftir. Henni fannst líka gaman að fara í spilakassana í Mjóddinni og eyddi stundum miklum tíma þar. „Amma ertu ekki að koma?“ spurði ég þá oft. „Bara síðasta spil, ég er alveg að klára,“ sagði hún þá, en síðasta spilið var oft lengi að klárast. Við fórum líka saman í strætó að gefa bra bra brauð og labba Laugaveg- inn. Þá sagði hún okkur hvar hún hefði búið þegar hún var lítil og hvernig hún lék sér í gamla daga. Það vara líka gaman þegar hún heimsótti okkur til Danmerkur. Þá spjölluðum við öll saman og hún sagði okkur sögur. Og hvað hún nennti að láta eftir okkur, já, það var bara amma ding sem vildi gera okkur allt til geðs og öllum öðrum í kringum sig líka. Amma ding, þú átt þér alltaf stað í hjarta okkar og verður sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi faðir, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu. Blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Heiðmundur Einar, Margrét Eydís, Ragnar Eiríkur, Char- lotta Elín og Ólafur Einar. Elsku, elsku amma mín, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin. Lífskraftur þinn var svo ótrúlega mikill að mér fannst að þú myndir aldrei nokkurn tímann deyja, hélt að enginn gæti slökkt á þessari orku þinni. Þú varst svo þrjósk og ákveðin að það hefði örugglega ekkert í heiminum getað bugað þig. Þú varst bara búin að fá nóg, tilbúin til að kveðja þennan heim eftir erfið veikindi. Ég hugsa næstum með kvíða til jólanna, hvernig verður að hafa þig ekki með á hátíðinni? Ég man aðeins tvenn jól sem við vorum ekki saman. Þegar ég var lítil baðstu mig alltaf að skrifa óska- lista yfir jólagjafir og það var allt- af jafn spennandi því ég vissi að þú myndir kaupa handa mér flest- ar ef ekki allar gjafirnar á listan- um. Ég var alltaf vinsælasta vin- konan eftir jólin og afmælið mitt því amma mín gaf mér flottustu gjafir í heimi. Það var ekkert sem þú gerðir ekki fyrir mig, alltaf gat ég treyst því. Oftar en einu sinni bjó ég hjá þér í Kóngsbakkanum. Þér blöskr- aði svo hversu feimin ég var að spyrja hvort ég mætti vera hjá þér. „Hvernig spyrðu, elsku dúkk- an mín,“ sagðirðu og knúsaðir mig í kaf. Mér þykir svo endalaust vænt um að hafa fengið að eiga þennan tíma með þér. Hann Krist- inn okkar var þá farinn og við bara tvær í kotinu. Við áttum svo margar yndislegar stundir. Skemmtilegast þótti mér þegar við horfðum alltaf saman á Djúpu laugina í sjónvarpinu, það var orð- in hefð hjá okkur. Ef ég þurfti að fara áður en þátturinn kláraðist þá hringdir þú í mig og sagðir mér hvað hefði gerst og við skiptumst á skoðunum á því. Vinkonur mínar öfunduðu mig þá að eiga ömmu eins og þig. Mér fannst við svo oft vera bara jafnaldra vinkonur, gát- um endalaust spjallað saman um alla hluti og alltaf vorum við að grínast. Einu skiptin sem þú varðst virkilega alvarleg var þegar þú sagðir mér að passa mig á strákunum, það mátti enginn fá að særa litlu dúkkuna þína! Mín heitasta von var að „litla Sara“ dóttir mín (eins og þú kall- aðir hana) fengi að kynnast „ömmu löngu“. Ég vona af öllu hjarta að hún geymi minninguna um þig í litla kollinum sínum, ég mun svo sannarlega minna hana á þig og segja henni allar sögurnar þínar. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég syng fyrir hana „allur matur“ því þannig fékkst þú mig til að borða matinn minn í 27 ár! Ef það var svo eitthvað sem mig langaði í uppi í ömmuskáp þá sönglaðir þú „...mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina“. Ég mun alltaf muna eftir þér þannig, kátri, stríðinni og yndis- legri. Það verður skrítið að vera án þín, þú varst mér svo mikið og gafst mér svo mikið af góðum minningum. Mér þykir svo enda- laust vænt um að fá að geyma hringinn þinn, að þú hafir veitt mér þann heiður að bera hann á eftir þér. Hann minnir mig á þig oft á dag, alla daga og hlýjar mér um hjartaræturnar. Skrítið, mér finnst þú í raun ekki farin, ég finn þig alltaf svo nálægt. Ég trúi því að þú sért hjá okkur í anda og bið þess heitt að við fáum að hittast á ný og ég fái aftur að kúra í ömmu- fangi. Ég bið til Guðs af öllu hjarta að þér líði vel og að þú sért sátt. Hvíl í friði, elsku amma, andi þinn mun aldrei deyja og ég lofa því að minning þín lifir á mínu heimili, alla tíð. Horfin burt úr heimi hér horfin burt frá sjónum mér samt svo nærri finn ég þig. Þó augu eigi fá að sjá þó armar tómir séu veit hjartað best og sefar mig. Sjáumst seinna, amma mín. Dúkkan þín, Gunnhildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.