Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 28
AFMÆLI 28 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Efnahagur og búseta eldri borgara Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara, Selfossi, í samstarfi við sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, standa að ráðstefnunni 5. nóvember kl. 13:30 í Grænumörk 5, Selfossi. Efnisatriði og framsögumenn: Setning: Kl. 13:30 Hjörtur Þórarinsson. Ávarp: Einar Njálsson, bæjarstjóri. Lífskjör og búseta eldri borgara: Ólafur Ólafsson, formaður LEB, og Einar Árnason, hagfræðingur. Staða heilbrigðismála og stefna: Magnús Skúlason, forstjóri. Könnun og þörf á þjónustu aldraðra í Ár- borg: Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnis- stjóri félagslegra úrræða. Viðhorf og væntingar eldri borgara: Hjörtur Þórarinsson. Kaffi og léttar veitingar kl. 15:00. Fyrirspurnir og kynning ályktana frá ráðstefn- unni kl. 15:20-16:30. Ráðstefnustjóri: Arndís Erlingsdóttir. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykja- víkur 2001 - 2024. Miðsvæði M2, Hlemmur –Grensás, þétt- ingarsvæði 16. Tillaga að breytingu: bætt verður við þéttingar- svæði nr. 16 við Suðurlandsbraut-Múla, þar sem gert er ráð fyrir allt að 300 íbúðum, sjá tillögu að breytingu á 5. mynd í staðfestri greinargerð (sjá 1. mynd í netútgáfu). Enn- fremur er gerð breyting á skilgreiningu miðsvæðis M2. Hlemmur/ Grensás, samanber tillögu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Suðurlandsbraut - Múlar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi eftirfarandi svæða: Ármúli/Vegmúli/Hallarmúli, vegna Suðurlandsbraut 4-16, Ármúla 5-13a, Vegmúli 2-4 og Hallarmúli, Suðurlandsbraut/Ármúli, vegna Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúla 15- 27 og Suðurlandsbraut/Ármúli vegna Suður- landsbraut 30-34 og Ármúla 29-31. Tillagan gerir ráð fyrir því m.a. að heimilt verði að gera íbúðir á efri hæðum framhúsa við Suðurlandsbraut, krafa um bílastæði er eitt bílastæði pr. íbúð þar sem svæðið er miðsvæði og gert er ráð fyrir samnýtingu bílastæða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 31. október til og með 12. desember 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 12. desember 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 31. október 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Félagslíf  MÍMIR 6005103119 II  HEKLA 6005103119 IV/V  GIMLI 6005103119 III I.O.O.F. 19  18610317  0* I.O.O.F. 10  18610318  0.* Raðauglýsingar sími 569 1100 Það má ekki minna vera en örfá orð séu blaðfest þegar vinur minn og félagi Hjörleifur Guttormsson fyllir nú sjöunda tuginn. Margs er að minnast af langri og ánægjulegri samleið þar sem ég fékk að kynnast einkar heilsteyptum og heiðarlegum hæfileikamanni og góðum og gjöf- ulum félaga um leið. Til margra þátta skal horft þegar til ævihlaupsins er litið en sannfær- ing mín sú að því meir sem fram líða stundir, því betur kunni menn að meta verk hans og viðhorf, því um HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON margt er Hjörleifur á undan sinni samtíð og nægir að minna á frum- kvöðulsstarf hans í umhverfismálum því til sönnunar. Þar ber tímamóta- verk hans, Vistkreppa eða náttúru- vernd, svo og barátta öll síðar raun- sæjum hugsjónamanni verðugt vitni. Sem iðnaðarráðherra vann Hjörleifur það afrek í raun við erf- iðar aðstæður um margt að knýja erlendan auðhring til skikkanlegri og siðlegri viðskiptahátta, ómetan- legt framtak sem hefir orðið for- dæmisgefandi, þó undanlátssemi stjórnvalda gagn- vart hinu erlenda auðvaldi sé hreint makalaus og því miður sífellt að sannast. En áhugamál Hjörleifs eru mörg og árbækurnar hans Austurlandi helgað- ar hreinasta snilld, enda njóta sín þar einstök og viðamikil þekking, vandvirkni og samvizkusemi Hjörleifs ásamt þeim stílbrögðum sem bezt gerast, þar lofa verkin meistarann, þar sem einnig sannast heit væntumþykja Hjörleifs til lands sem lýðs. Og ekki má gleyma hinu stór- kostlega verki hans ný- útkomnu um Hallorms- stað. Safnamálin eru kapítuli út af fyrir sig og vökuls frumkvæðis hans þar njóta Aust- firðingar sannarlega og ekki þeir einir. Ekki skyldi jafnréttismálun- um gleymt og ríkri áherzlu Hjörleifs á jafnrétti kynjanna og nauðsyn aukinna áhrifa kvenna í stjórnmálum svo löngu áður en menn fóru almennt að huga að þeim mál- um eða sýna þeim nægan skilning. Aðeins að örfáu vikið til upprifj- unar, en ótalin er þó mín eigin reynsla af öllum samskiptum við Hjörleif, þar mátti ævinlega reiða sig á orð hans sem gerðir, skipu- lagshæfileikarnir einstakir og komu sér vel fyrir þann skipulagslausa og viðmótsbetri og fjölfróðari ferða- félaga hygg ég ekki hafa verið unnt að fá. Á ferðaflakki okkar fékk ég að kynnast vel ríkri réttlætisvitund hans og samkennd með fólki en ekki síður glettninni sem glitraði oft og gladdi hug á löngum ferðaleiðum. Við Hanna sendum honum og hans ágætu eiginkonu, Kristínu, sem nýlega náði sama áfanga og eiginmaðurinn, okkar hlýju heilla- kveðjur og árnum þeim alls hins bezta á óförnum vegi sem allra lengstum. Helgi Seljan FRÉTTIR KAPPABEL-KEPPNIN í stærðfræði verður nú haldin í fimmta sinn. Undanfarin fjögur ár hefur KappAbel gefið íslenskum 9. bekk- ingum kost á að sýna hvers þeir eru megnugir í stærð- fræði. Keppnin hefur líka gefið þeim tækifæri til að skoða á hvetjandi og marg- breytilegan hátt hve víða stærðfræði kemur við á ýmsum sviðum þjóðlífs og áhugamála þeirra, segir í fréttatilkynningu. Í KappAbel keppa nem- endur í bekknum við aðra bekki. Þeir leysa stærð- fræðiþrautir sem enginn hefur kennt þeim að leysa. Þeir vinna bekkjarverkefni sem undanfarin ár hafa fjallað um Stærðfræði og íþróttir, Stærðfræði og tækni, Stærðfræði og tón- list, Stærðfræði og líkam- ann. Í ár verður það Stærð- fræði og samskipti. KappAbel er norræn stærðfræðikeppni og hefur Norðurlandakeppnin verið haldin tvisvar með þátttöku allra landanna. 2004 var hún haldin á heimsþingi um stærðfræðimenntun í Kaup- mannahöfn og í lok apríl 2005 var hún haldin á Ís- landi. Þar sigraði 9.B í Lundarskóla á Akureyri mjög glæsilega. KappAbel býður alla 9. bekki velkomna til leiks. Nánari upplýsingar um skráningu eru á vefnum Stærðfræðin hrífur. KappAbel-stærð- fræðikeppnin að hefjast TENGLAR ..................................... http://staerdfraedin- hrifur.khi.is NÝLEGA var úthlutað úr menntunarsjóði Félags heyrnarlausra og fengu eft- irtaldir aðilar styrki að þessu sinni: Sindri Jóhannesson, Döveskolan paa Kastelvej í Danmörku kr. 75.000, Júlía G. Hreinsdóttir, Háskóli Ís- lands kr. 35.000, Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir, Há- skóli Íslands, kr. 35.000, Kristján Friðgeirsson, Nám- skeið í DreamweawerMX, kr. 25.000, Stefán Henriksen, Nám í Iðnskólanum í Reykja- vík, kr. 25.000, Herdís Skarphéðinsdóttir, Borg- arholtsskóli, kr. 10.000 og Elín Ýr Arnardóttir, Háskóli Íslands, kr. 10.000. Á mynd- inni eru nokkrir af styrkþeg- um ásamt formanni Mennt- unarsjóðs Félags heyrnar- lausra. Styrkir úr Menntunarsjóði Félags heyrnarlausra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.