Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 298. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Væru til í Evróvisjón Skítamóralsmenn standa keikir eftir 16 ára samvinnu | 54 Viðskipti | Athafnakona með hugsjónir  Sælkeri í fyrirheitna landinu Íþróttir | Þórður á Skagann  Valur á toppinn  Málið | Ari Alexander í borg englanna  Mín eigin ómennska og leti OPI‹ TIL KL. 21 Í KVÖLD Í SMÁRALIND Hulduhag- kerfið blómstrar EINN angi af stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum beinist að fjár- mögnunarleiðum hryðjuverkasam- taka. Eftir ellefta september beind- ist athygli yfirvalda að neti lítilla peningafærslufyrirtækja, sem kall- ast Hawala, en grunur lék á að al Qaeda hefði nýtt sér þjónustu þeirra til að millifæra og þvo 30 milljón doll- ara árið 2001. Eftir gríðarlega umfangsmikla lögreglurannsókn á starfsemi fyrir- tækjanna, stórkarlalegar yfirlýsing- ar stjórnmálamanna, stærra reglu- verk og þyngri viðurlög, er árangur baráttunnar lítill. Ef eitthvað er kann hún að hafa haft þveröfug áhrif við þau sem til stóð að hún hefði.  Stríð Bandaríkjanna | B8 Viðskipti, Íþróttir og Málið BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, og talsmaður Bandaríkja- stjórnar neituðu í gær að tjá sig um þá frétt bandaríska dagblaðsins The Washington Post, að meintum hryðjuverkamönnum væri haldið í leynilegum fangelsum í austurhluta Evrópu og víðar. Sagði blaðið, að að- eins nokkrir embættismenn vissu hvar þessir fangar væru geymdir. Blaðið hefur eftir bandarískum embættismönnum og embættis- mönnum frá öðrum löndum, að CIA hafi notað umrædd fangelsi, sem nefnd eru „svartir staðir“, á und- anförnum fjórum árum í átta lönd- um, þar á meðal Taílandi, Afganist- an og nokkrum löndum í austurhluta Evrópu. Um sé að ræða lykilatriði í baráttu CIA gegn hryðjuverkum sem byggist á sam- vinnu við erlendar leyniþjónustu- stofnanir og því að halda áætluninni leyndri fyrir embættismönnum og þingmönnum. Blaðið segist ekki birta nöfn Aust- ur-Evrópuríkjanna að kröfu hátt- settra bandarískra embættismanna. „Við neitum að svara,“ sagði tals- maður CIA í gær er hann var spurð- ur um fréttina í The Washington Post og Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, kvaðst ekki mundu svara spurningum um at- hafnir leyniþjónustunnar. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sakaði í gær stjórn George W. Bush forseta um að fótum troða þau siðferðislegu gildi, sem bandarísk utanríkisstefna hefði byggst á um áratugaskeið. Haft var eftir Frantisek Bublan, innanríkisráðherra Tékklands, í gær á fréttavefnum Aktualne.cz, að Bandaríkjamenn hefðu „reynt að koma einhverju af þessu taginu upp hér“ en á það hefði ekki verið hlust- að. Átti hann þá við leynilegar fangabúðir en á vefnum var haft eft- ir „áreiðanlegum heimildamanni“, að Bandaríkjastjórn hefði orðið bet- ur ágengt annars staðar í Austur- Evrópu. Andras Toth, yfirmaður ungversku leyniþjónustunnar, sagði hins vegar, að við ungversku stjórn- ina hefði ekki verið rætt um þetta mál. Vilja ekkert segja um leynilegar fangabúðir The Washington Post segir „svörtu staðina“ aðeins á fárra vitorði N379P fór fimm sinnum um lofthelgina árið 2003 VITNI voru að því að flugvél með kallnúmerið N379P var notuð til að flytja menn, sem bandaríska leyniþjónustan grunaði um aðild að hryðjuverkum, frá Svíþjóð til Egyptalands og frá Pakistan til Jemen. Flugvél sömu gerðar og með sama kallnúmer, væntanlega sama vélin, fór fimm sinnum um ís- lenska lofthelgi árið 2003, skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands. Flugvélin er einkaþota af gerðinni Gulfstream en bandarískir fjölmiðlar hafa upplýst að flugvélar af þeirri gerð hafi á síðustu árum mikið verið not- aðar af CIA til að flytja fanga til landa þar sem pyntingar viðgangast. Erf- itt er að sanna að slíkir flutningar hafi átt sér stað en vísbendingarnar eru sterkar, ekki síst varðandi fyrrnefnda flugvél, N379P. Denver. AP. | Fínt hús í góðu úthverfi í Denver í Bandaríkjunum er falt fyrir 36 millj. kr. Þarf kaupandinn að vera karlmaður á aldrinum 40 til 60 ára vegna þess, að það fylgir kona með í kaupunum. Deborah Hale, tæplega fimmtug, auglýsti þetta hvort tveggja á eBay-uppboðsvefnum og þar segist hún vera að leita sér að sálufélaga. Gefur hún ýmsar gagnlegar upplýs- ingar um sjálfa sig en áskilur sér auðvitað allan rétt til að hafna öll- um tilboðum. Nú þegar hafa um 60 manns sýnt kaupunum áhuga. Ekki spillir fyrir, að Hale á og rekur skartgripaverslun, sem hún segir að gangi mjög vel. „Ég verð að segja, að tölvupóst- arnir, sem ég hef fengið, eru mjög innilegir,“ segir Hale en uppboðs- fresturinn rennur út á Valentínus- ardegi á næsta ári. Eiginkona í kaupbæti Í GRÍÐARSTÓRRI hvelfingu, rúma fjögur hundruð metra undir yfirborði jarðar starfa saman menn frá fjölda verktakafyrirtækja víða að við að steypa stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar. Júlíus Ingvarsson hjá Á. G. Verk, vinnur m.a. við járnabindingar vegna steypuvinnu undir túrbínur virkjunarinnar. „Það hefur gengið vel,“ segir Júlíus, sem kveður erfitt að lýsa tilfinningunni að vinna í iðrum jarðar. „Maður útilokar allt annað og er að taka þátt í þessu verki. Það er alltaf dálít- il mengun, en maður er annað hvort í þessu eða finnur sér eitthvað annað að gera.“ Risabor tvö er farinn aftur að bora eftir nokk- urra mánaða misgengi og standa vonir til að hann komist á eðlilegan vinnuhraða á næstu vikum. Morgunblaðið/RAX Dvalið í djúpsölum fjalla ♦♦♦ Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Fangaflutningar | 16 og 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.