Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bara fyrir stelpur!
(fullt af leyndarmálum sem stelpur skilja)
„Hmm, látum okkur sjá.
Ég er að falla í einu fagi,
og já, alveg rétt!
Besta vinkona mín hatar mig.
Ég er 14 ára og hef aldrei
verið með strák, ég er
ekki með nein brjóst,
og alveg rétt,
eitt enn,
ég uppgötvaði
nýlega að ég er
prinsessan
af Genóvíu!“
www.jpv.is
MIKLAR líkur eru á því að veiran
sem veldur flensu í fuglum berist
hingað til lands með farfuglum á vori
komanda, en þó fer það mikið eftir
þróuninni í Evrópu í vetur. Sú veira
smitast ekki yfir til manna nema með
viðkomu í svínum að því er
virðist og því er ekki hætta
á flensufaraldri í mann-
heimum í kjölfarið nema
veiran stökkbreytist og
byrji að smitast milli
manna. Sérfræðingar eru
hins vegar almennt á því
að einungis sé tímaspurs-
mál hvenær það gerist.
Um þetta og ýmislegt
annað í tengslum við þær
varnir sem eru fyrir hendi
til að verjast flensufaraldri
í alifuglum verður fjallað
um í erindi Jarle Reiersen,
dýralæknis alifuglasjúk-
dóma, í hádeginu í dag í
bókasafni Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði á Keld-
um.
Jarle segist í erindinu munu fara
yfir hvernig flensuveirur eru flokkað-
ar og hvernig þær smitist. Hann muni
einnig ræða stöðuna erlendis í þess-
um efnum og hvernig flensan er sem
dýrasjúkdómur og hvaða aðgerðir
eru mögulegar til þess að verjast því
að flensan komi hingað til lands.
357 bú með alifugla
Jarle segir að það sé engan veginn
gefið að fuglaflensan komi hingað til
lands. Hins vegar sé margt sem bendi
til þess að hún komi og líklegast sé að
það gerist með komu farfuglanna
hingað með vorinu. Það ráðist mest af
því hvað gerist úti í Evrópu í vetur. Ef
til dæmis ekki greinist fleiri smitaðir
fuglar en nú þegar séu komnir fram
sé áhættan enn í lágmarki. Lykillinn
sé hvað gerist í Bretlandi, þar sem
farfuglar víða að, þar á meðal héðan
og frá Suðaustur-Asíu og Síberíu, hafi
þar vetursetu.
Jarle segir að barátta dýralækna-
embættisins snúi að því að verjast
flensuafbrigðum sem geti valdið sjúk-
dómum í alifuglastofnum hér á landi.
Smitvarnir á alifuglabúum hér séu
mjög góðar. Það sem hins vegar valdi
áhyggjum séu lausagönguhænur sem
séu vappandi úti á
túnum um land allt.
Þær séu mest útsett-
ar fyrir smitun komi
veiran hingað til
lands með farfuglum.
Evrópusambandið
hafi til að mynda
brugðist við smit-
hættunni að þessu
leyti með því að
banna útigang fugla
tímabundið. Þetta sé
ein af þeim aðgerðum
sem komi til álita að
grípa til aukist lík-
urnar á því að flensan
komi hingað til lands
frá því sem nú er. Nú
væru skráð hér á landi 357 bú með ali-
fugla og þar af væru 30–40 svokölluð
stórbú. Lausaganga tíðkaðist ekki á
stórum alifuglabúum og nú væri verið
að fara yfir skráninguna til þess að
tryggja að hún væri tæmandi, ef til
þess kæmi að grípa þyrfti til aðgerða.
Lítil hætta á að fuglaflensa
smitist við neyslu fuglakjöts
Jarle sagði að hverfandi hætta væri
á að fuglaflensan smitaðist við neyslu
fuglakjöts. Veiran þoldi ekki suðu og
ef kjötið væri almennilega matreitt
væri hættan nánast engin í þessum
efnum, auk þess sem öllu kjöti af
sýktum fuglum væri fargað undan-
tekningarlaust.
„Til þess að veiran geti smitast úr
fuglum í fólk, virðist veiran þurfa að
hafa haft viðkomu í svínum og breyst
erfðalega og þannig fengið eiginleik-
ana til að geta smitað fólk Þetta virð-
ist hafa gerst í Suðaustur-Asíu, en
hættan á því að það gerist hér á landi
vegna veiru sem berst hingað til lands
með farfuglum er hverfandi að mínu
mati og menn eru að gera sér óþarf-
lega miklar áhyggjur að þessu leyti,“
sagði Jarle enn fremur.
Hann sagði að hluti af ástæðunni
fyrir því væri að læknar hefðu kosið
að kalla þessa flensu í Suðaustur-Asíu
fuglaflensu, þótt þar væri um stökk-
breytta veiru að ræða. Dýralæknar
vildu hins vegar halda því nafni fyrir
flensur sem eingöngu smituðust á
milli fugla.
„Sú veira sem er að smita fólk í
Suðaustur-Asíu er mjög skæð veira
sem á uppruna sinn í fuglum með
sama hætti og spánska veikin á sínum
tíma,“ sagði Jarle enn fremur.
Hann bætti því við að þar hefði ver-
ið um stökkbreytta veiru að ræða sem
hefði farið að smitast á milli manna,
en sú stökkbreyting hefði ekki átt sér
stað varðandi H5N1 veirustofninn
sem væri að draga fólk til dauða í Suð-
austur-Asíu.
„Þegar veiran byrjar að smita
manna á milli kemur veiran hingað til
lands með fyrsta fluginu frá þessum
heimshluta. Það má alveg reikna með
því,“ sagði Jarle.
Hann sagði að sérfræðingar yrðu
meira og meira sammála um að það
væri einungis tímaspursmál hvenær
það gerðist að veiran stökkbreyttist
og færi að smita milli manna.
Dýralæknir segir miklar líkur á að farfuglar beri veiruna til landsins næsta vor
Smitvarnir á alifugla-
búum hér mjög góðar
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Jarle Reiersen
BUBBI Morthens hefur stefnt 365
prentmiðlum og Garðari Erni Úlfars-
syni, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins
Hér og nú, vegna umfjöllunar og
myndbirtingar í
blaðinu í sumar. Bubbi
fer fram á að ummæli
sem fram koma í fyr-
irsögnum í blaðagrein-
inni verði dæmd dauð
og ómerk og að hann
fái 20 milljónir króna í
miskabætur.
Í samtali við Morg-
unblaðið segir Sigríður
Rut Júlíusdóttir, lög-
maður Bubba, að stefnt
sé fyrir ærumeiðingar
og brot gegn friðhelgi
einkalífs. Á forsíðu Hér
og nú í júní sl. var
mynd af Bubba þar
sem hann sat inni í bíl
og reykti sígarettu. Inni í blaðinu
voru fleiri myndir af svipuðum toga af
Bubba með sömu fyrirsögn og á for-
síðunni: „Bubbi fallinn.“ Að sögn Sig-
ríðar Rutar er fyrirsögnin til þess fall-
in að blekkja þá sem hana sjá. „Fólk
tengir fyrirsögnina við það að Bubbi
sé aftur fallinn í dópneyslu, frekar en
hann sé fallinn á einhverju meintu
sígarettubindindi,“ segir Sigríður Rut
og bendir á að málið snúist einnig um
réttinn til eigin mynda. „Þarna voru
myndir teknar úr launsátri og án vit-
undar og samþykkis stefnanda og
birtar án hans samþykk-
is og vitundar.“
Spurð um upphæð
skaðabótakröfunnar
svarar Sigríður Rut:
„Ástæðan fyrir því að
hún er svona há er að út-
gefandi Hér og nú er
mjög stór og sterkur að-
ili á fjölmiðlamarkaði
með ennþá sterkara
móðurfyrirtæki á bak
við sig. Til þess að svona
mál hafi eitthvað að
segja og hafi einhver
varnaðaráhrif þá þarf að
koma í veg fyrir að fjöl-
miðlar græði á því að
brjóta á réttindum ann-
arra. Sökum þess þýðir ekkert að
hafa bótakröfuna lága, því það myndi
ekki breyta neinu. Það myndi aðeins
þýða að fjölmiðlar sæju sér hag í því
og teldu ágóða fólginn í því að brjóta
lögin og brjóta gegn réttindum ann-
arra og myndu þá halda því áfram.“
Að sögn Sigríðar Rutar var stefnan
birt í gær, en málið verður þingfest
þriðjudaginn 8. nóvember nk.
Bubbi Morthens
stefnir útgefanda
Hér og nú
Bubbi Morthens
122 hafa smitast og helmingur dáið
FUGLAFLENSA hefur greinst í 122 tilvikum í Suðaustur-Asíu fram
til síðustu mánaðamóta, samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar. Þar af hefur rétt rúmur helmingur, eða 62, dáið
af völdum sjúkdómsins. Fjölgun tilfella hefur verið mest á þessu ári,
en frá 16. des. síðastliðnum hafa greint 78 tilfelli og þar af hafa 30 lát-
ist. Langflest tilvikin eru í Víetnam þar sem greinst hafa 91 tilvik og
41 hafa dáið og næstflest í Taílandi þar sem 20 hafa greinst og 13 dáið
vegna sjúkdómsins. Hér er um að ræða staðfestar smitanir, en talið er
að þær geti verið mun fleiri.
SVEITARSTJÓRN Austurbyggðar
hefur borist kauptilboð frá Eign-
arhaldsfélagi Skeggjastaðahrepps
í um 70% félagslegs húsnæðis
sveitarfélagsins.
„Aðilar frá þessu félagi voru að
skoða íbúðirnar hjá okkur nýlega
og það er komið tilboð,“ segir
Steinþór Pétursson sveitarstjóri.
„Viðræður eru í gangi og þetta
ætti að geta skýrst í næstu viku.
Tilboðið nær til sautján af rúm-
lega tuttugu félagslegum íbúðum
Austurbyggðar og hefur félaginu
verið gert gagntilboð.“
Steinþór segir ekki endilega
nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að
eiga félagslegar íbúðir og um það
geti verið skiptar skoðanir. Í Aust-
urbyggð hafi sveitarfélagið verið
með margar slíkar íbúðir og
hærra hlutfall af heildar-
íbúðafjölda en víðast hvar annars
staðar. Sú spurning vakni hvers
vegna sveitarfélagið eigi að reka
leigumarkað ef aðrir séu tilbúnir
til þess. Þó að sveitarfélagið þurfi
að nýta félagslegar íbúðir í til-
teknum aðstæðum geti menn gert
það með því að fara á almennan
markað.
Eignarhaldsfélag Skeggja-
staðahrepps er í eignaleigu og á
íbúðir á Bakkafirði, Norðfirði,
Eskifirði og víðar.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hreyfing á íbúðamarkaði í Austur-
byggð hefur snaraukist.
Vilja kaupa
17 íbúðir á
einu bretti
Reuters