Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum stjórnarfor- mann, fyrrum stjórnarmann og fyrr- um framkvæmdastjóra vátrygginga- félagsins Ísvár hf. í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða samtals 4,2 milljónir í sekt til ríkissjóðs. Skattrannsóknarstjóri skaut mál- inu til ríkislögreglustjóra í ársbyrj- un 2004 og að lokinni rannsókn ákærði ríkislögreglustjóri þá fyrir að standa ekki skil á 3,8 milljónum króna af frádreginni staðgreiðslu sumarið 2002, þar af 1,6 milljónum sem var frádregin staðgreiðsla af launum framkvæmdastjórans í þrjá mánuði. Aðeins stjórnarformaðurinn játaði að hafa komið nálægt daglegum rekstri fyrirtækisins. Enginn þeirra sagðist hafa haft prókúru fyrir félag- ið og enginn taldi það í sínum verka- hring að annast skil á afdreginni staðgreiðslu. Fram kom að stjórn- arformaðurinn tók við embættinu í júní 2002 og gegndi því þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í októ- ber sama ár, stjórnarmaðurinn kvaðst hafa tekið sæti í apríl 2002 og framkvæmdastjórinn kvaðst hafa verið „faglegur framkvæmdastjóri“ í júní og júlí 2002 en aldrei séð um bókhald og uppgjör félagsins. Í niðurstöðu dómsins segir að sem stjórnarmönnum hafi þeim borið að fylgjast með rekstrinum og búa svo um hnútana að starfsemi félagsins væri í réttu og góðu horfi. Þá hafi framkvæmdastjóri átt að sjá til þess að bókhald félagsins væri fært í sam- ræmi við lög og venjur. „Ákærðu geta ekki firrt sig þeirri skyldu sinni, með því að benda á ábyrgð hvers annars,“ segir í dómnum. Haldi mennirnir skilorð í tvö ár fellur fangelsisrefsing þeirra niður. Greiði þeir sektirnar, að upphæð 1,2–1,5 milljónir á mann, ekki innan fjögurra vikna þurfa þeir að sæta þriggja mánaða fangelsi. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Björn Þorvaldsson sótti málið f.h. ríkislögreglustjóra. Verj- endur voru Helgi Jóhannesson hrl., Óskar Sigurðsson hrl. og Guðjón Ólafur Jónsson hrl. Eftir gjaldþrot félagsins óskaði hópur hluthafa sem átti um 35% af hlutafé eftir lögreglurannsókn á fé- laginu og starfsemi þess. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra var það mál látið niður falla. Dæmdir vegna skatta- lagabrota í rekstri Ísvár HELENA Þ. Karls- dóttir, 38 ára, forstöðu- maður Svæðisvinnu- miðlunar Norðurlands eystra, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Akur- eyri vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Helena, sem er lög- fræðingur að mennt, hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi Alþýðu- flokksins og síðar Sam- fylkingarinnar frá unga aldri. Hún var á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi í alþingiskosn- ingum 1991 og í Garðabæ í bæjar- stjórnarkosningum 1994, í hafnar- stjórn Garðabæjar 1994–1996, í stýrihópi um markaðssetningu Ak- ureyrarbæjar 2000, í kjörstjórn Samfylkingarinnar vegna prófkjörs til alþingiskosninga 2002, í fram- kvæmdastjórn Sam- fylkingarinnar frá 2003, varaformaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri frá 2004, varamaður í Íþrótta- og tómstundaráði Ak- ureyrar frá 2004, skip- uð af þingflokki Sam- fylkingarinnar í nefnd um setningu lyfjalaga og lyfjastefnu frá 2004, í undirbúningshópi vegna stofnunar kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2004, í laganefnd Sam- fylkingarinnar 2004– 2005 og ritari Samfylkingarinnar frá 2005. Helena vill stuðla að glæstum sigri Samfylkingarinnar í bæjarstjórnar- kosningunum vorið 2006 og innleiða þau gildi, sem Samfylkingin stendur fyrir, í öllum málaflokkum sveitarfé- lagsins. Prófkjör Samfylkingarinnar Helena gefur kost á sér í 2. sæti Helena Karlsdóttir MÁLÞING til minningar um dr. Guðmund heitinn Pálmason var haldið í Orkugarði í gær. Jarðhita- félag Íslands, Orkustofnun og Íslenskar orkurann- sóknir stóðu að málþinginu. Nánir samstarfsmenn og vinir Guðmundar fjöll- uðu um nokkur sérsvið þar sem Guðmundur mark- aði mikilvæg spor. Guðmundur var forstöðumaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar og undir forystu hans urðu miklar framfarir í rannsóknum og nýt- ingu jarðhita. Hann tók mjög virkan þátt í alþjóða- samstarfi á því sviði og var auk þess góður skák- maður. Sveinbjörn Björnsson fjallaði um alþjóðasamskipti dr. Guðmundar Pálmasonar. Guðmundur var m.a. einn af frumkvöðlum stofnunar Alþjóðajarðhita- sambandsins 1989. Morgunblaðið/Sverrir Frumkvöðuls minnst Enn ósamið vegna blað- bera Frétta- blaðsins ENN er ósamið milli Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og Póst- hússins, dreifingaraðila Fréttablaðs- ins og DV, um kjör blaðburðafólks. Viðræður hafa staðið yfir í þónokk- urn tíma. Að sögn Hafsteins Hannessonar hjá VR lágu viðræður niðri í sumar en fóru af stað aftur í haust. Segir Hafsteinn að á síðasta fundi hafi komið upp hugmyndir sem báðir að- ilar vilji skoða betur. Því séu þreif- ingar í gangi og verið sé að reyna að finna einhverja lausn. Hildur Þórisdóttir, starfsmanna- stjóri Pósthússins, tók í sama streng og sagði að kominn væri skriður á málið en ekki nein niðurstaða enn sem komið væri. Nærri 1200 blaðberar starfa hjá Pósthúsinu. Árvakur hf., útgáfufélag Morgun- blaðsins, gerði kjarasamning við VR árið 2003, vegna sinna blaðbera. Keflavíkurflugvöllur | Flugvallarstjór- inn á Keflavíkurflugvelli segir al- rangt að flugöryggi sé ógnað á vell- inum með fækkun starfa í snjóruðningsdeild og slökkviliði. Hann segir að fylgt sé stöðlum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Hins vegar geti verið að þjónustustigið sé ekki eins hátt og verið hafi. Þessu megi ekki rugla saman. Varnarliðið rekur slökkvilið Kefla- víkurflugvallar og snjóruðningsdeild og hefur störfum verið fækkað þar verulega á síðustu mánuðum og ár- um. Fundur í deild Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna á Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér ályktun þar sem sagt er að öryggismál tengd flugumferð séu í miklum ólestri, meðal annars vegna samdráttar og uppsagna á mjög hæf- um starfsmönnum. Fram kemur að nú þegar hafi ver- ið fækkað um 32 menn í snjóruðn- ingsdeild yfir vetrarmánuðina og hafi hún haft veruleg áhrif á verklag við hreinsun á snjó og við hálku- varnir á flugbrautum vallarins. Lengri tíma taki að ryðja brautir og lítið megi út af bregða til að full- hlaðnar farþegaþotur lendi út af brautum, sérstaklega ef lent er í hliðarvindi. Jafnframt er sagt að að- eins 15 slökkviliðsmenn séu á vakt að jafnaði. Þeir myndu eiga fullt í fangi með að ráða við öll þau verkefni sem leysa þurfi á skömmum tíma ef flug- slys verði. Flugöryggi ekki ógnað Jón Böðvarsson flugvallarstjóri segir það algerlega rangt, ef því sé haldið fram að flugöryggi sé ógnað með fækkun starfsfólks slökkviliðs og snjóruðningsdeildar, enda sé það ekki rökstutt í ályktun þeirra. Segir hann að varnarliðið hafi haldið uppi háu þjónustustigi á vellinum, sam- kvæmt stöðlum Bandaríkjahers. Þeir telji ekki þörf á svo mikilli þjón- ustu, miðað við starfsemi sína nú, og séu að laga starfsemina að stöðlum Alþjóðaflugmálastjórnarinnar fyrir borgaralegt flug. Segist hann hafa verið fullvissaður um að ekki verði slakað á þeim kröfum. Þetta hafi hins vegar óhjákvæmilega í för með sér að þjónustan minnki. Varðandi áhyggjur slökkviliðsmanna af snjó- ruðningi segir Jón að það geti tekið lengri tíma að ryðja brautir í fulla breidd. Flugstjórar fái upplýsingar um stöðu mála áður en þeir lenda og geti ákveðið að bíða með lendingu á meðan verið sé að ljúka verkinu, ef þeir meti aðstæður þannig. Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velli telja að við þetta ástand verði ekki unað. Skora þeir á stjórnvöld að leysa þann hnút sem kominn er á við- ræður við bandarísk stjórnvöld og eyða óvissu um öryggi þeirra sem um flugvöllinn fara og einnig þeirra sem starfa við öryggismál á Kefla- víkurflugvelli. Slökkviliðsmenn hafa áhyggjur af öryggi Fylgja stöðlum um borgaralegt flug  SÆDÍS Sævars- dóttir læknir varði doktorsritgerð sína, við læknadeild Há- skóla Íslands, 7. október sl.: „Mannan binding lectin (MBL) in in- flammatory diseas- es“ (mannan bindilektín í bólgu- sjúkdómum). Andmælendur voru dr. Steffen Thiel, frá Háskólanum í Ár- ósum og dr. Björn Guðbjörnsson, dósent við læknadeild HÍ. Ritgerðin fjallar um próteinið MBL í bólgusjúkdómum. Nið- urstöður hennar benda til að ein- staklingar sem hafa mikið af MBL í blóði geti síður átt á hættu að fá kransæðastíflu, rauða úlfa og sjálfs- ofnæmi í skjaldkirtli. Þeir sem eru með lágt MBL reyndust hafa aukna áhættu á að fá kransæðastíflu, en þessi áhætta virt- ist fyrst og fremst vera til staðar í einstaklingum með sykursýki, hækkað kólesteról eða þrálátar bólg- ur. Auk þess var sýnt var fram á að MBL getur bundið „vonda kólester- ólið“ (LDL), sem stuðlar að krans- æðastíflu. Innan ætta með tilhneig- ingu til rauðra úlfa tengdist lágt MBL birtingu sjúkdómsins. Jafn- framt tengdist lágt MBL sjálfs- ofnæmi í skjaldkirtli, en einungis í einstaklingum sem einnig hafa gigt- sjúkdóma eða ættarsögu um gigt. Lágt MBL tengdist hins vegar ekki áhættu á iktsýki eða liðagigt, en virt- ist tengjast verri horfum. Verkefnið var unnið á ónæmis- fræðideild Landspítala háskóla- sjúkrahúss og nýttur efniviður úr hóprannsókn Hjartaverndar, fjöl- skylduefniviður með ættlæga gigt- sjúkdóma á vegum Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og auk þess efnivið- ur úr framvirkri og þversniðsrann- sókn á byrjandi iktsýki. Sjúklinga með sjálfsofnæmi í skjaldkirtli og sykursýki var aflað á göngudeildum LSH. Leiðbeinandi verkefnisins var próf. Helgi Valdimarsson. Auk hans sátu í doktorsnefnd próf. Kristján Steinsson, dr. Vilmundur Guðnason dósent, dr. Bergljót Magnadóttir og Þóra Víkingsdóttir. Sædís Sævarsdóttir fæddist árið 1975. Eftir stúdentspróf frá MR 1995 nam hún læknisfræði við HÍ. Sædís hefur eftir kandídatspróf 2001 stundað doktorsnám í ónæmisfræði, auk klínískra starfa á ónæmisfræði- og lyflæknisdeildum LSH. Sædís er gift Magnúsi Konráðssyni lækni og þau eiga eina dóttur. Doktor í ónæmis- fræðum Hagnaður búanna jókst um 3–4% HEILDARTEKJUR á sérhæfðum kúabúum á árinu 2004 námu að með- altali 15,2 milljónum króna sem er 8,3% aukning frá fyrra ári. Hagnað- ur búanna til að greiða eigendum sínum nam að meðaltali 1.929 þús- und krónum sem er 3,3% aukning milli ára. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðar- ins um uppgjör búreikninga. Innlegg mjólkur í afurðastöð hjá þeim 135 sérhæfðu kúabúum sem út- tektin náði til nam 150.334 lítrum sem er 5,4% aukning frá fyrra ári. Meðalbúið var með 33,8 mjólkurkýr að meðaltali sem er nánast óbreyttur bústofn samanborið við fyrra ár, er fjöldi mjólkurkúa var 33,7. Samkvæmt tölum Hagþjónust- unnar voru heildartekjur á sérhæfð- um sauðfjárbúum að meðaltali tæp- lega 4,2 milljónir krónur 2004 sem er 5,6% aukning frá fyrra ári. Hagnaður fyrir laun eigenda nam að meðaltali 996 þúsund krónum sem er 3,8% aukning milli ára. Innlegg kindakjöts í afurðastöð nam 6.461 kílóum sem er 12,3% aukning frá fyrra ári. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.