Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 14

Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Bílar á morgun Sjö manna Jeep Commander í prófun SAMKOMULAG í strandríkja- viðræðum Íslands, Færeyja, Nor- egs og Evrópusambandsins í Kaup- mannahöfn hefur náðst í meginatriðum um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á Norður- Atlantshafi. Samkvæmt þessu munu strandríkin skipta leyfilegum heildarafla sínum úr kolmunna- stofninum með þeim hætti að Evr- ópusambandið fær 30,5%, Færeyjar 26,125%, Noregur 25,745% og Ís- land 17,63%. Enn er þó eftir að ganga frá út- færsluatriðum samkomulagsins, sem ekki varða Ísland, í tvíhliða viðræðum, áður en hægt verður að skrifa undir endanlegt sam- komulag. Varðar það aðgang að veiðisvæðum. Stefnt er að frágangi sam- komulagsins á ársfundi Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefnd- arinnar, NEAFC, sem haldinn verður í Lundúnum dagana 14. til 18. nóvember næstkomandi. Allir urðu að gefa eftir Stefán Ásmundsson, formaður ís- lenzku samninganefndarinnar, segir að með samkomulaginu verði bund- inn endi á stjórnlausar veiðar und- anfarinna ára sem ógnað hafa við- gangi kolmunnastofnsins en hann sé sá fiskstofn sem mest hefur verið veitt úr á Norður-Atlantshafi und- anfarin ár. „Þessar viðræður hafa staðið yfir í mörg ár, en á þeim tíma hafa þjóð- irnar keppzt við að auka hlutdeild sína. Til að ná samkomulagi urðu allir að gefa eftir, því ekki verður unað við stjórnlausar veiðar áfram. Það er þó engu að síður mikilvægt að ná sem mestri hlutdeild úr heild- arveiðinni. Það er léttir að þessu skuli vera lokið, allir vildu þó helzt fá meira í sinn hlut,“ segir Stefán. Ná meiri arðsemi Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra segist fagna þessu samkomulagi. Það hafi verið afar nauðsynlegt að ná utan um heildarveiðina. Veiðiálag hafi verið allt of mikið. „Þetta er mjög mik- ilvægt í efnahagslegu tilliti. Nú gefst tækifæri til að stýra veiðunum betur og ná meiri arðsemi út úr þeim. Við hefðum kosið meiri hlut- deild, en þegar allt er vegið og met- ið er þetta viðunandi niðurstaða. Það hefur verið ríkur vilji til að koma stjórn á veiðarnar og íslenzk stjónvöld höfðu frumkvæði að því að hvetja útvegsmenn strandríkj- anna til að reyna að ná sam- komulagi. Ég held að það hafi orðið til þess að stuðla að þessari lausn,“ segir Einar. Meira til manneldis „Það má segja að menn séu ánægðir með samkomulagið, en enginn sé ánægður með sinn hlut. Það að ná böndum yfir veiðar gerir okkur nú kleift að ná meiri hag- kvæmni í veiðunum. Vinna meira til manneldis og fá þannig meiri verð- mæti fyrir minna magn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. Ekki hefur verið samið um hve mikið verður leyft að veiða í heild- ina á næsta ári. Hins vegar hefur ráð verið fyrir því gert að á næsta ári verði leyft að veiða tvær millj- ónir tonna, og kvótinn lækki síðan í 1,5 milljónir á næstu fimm árum. Verði þetta niðurstaðan verður kvóti Íslands á næsta ári 352.600 tonn. Aflinn nú er um 255.000 tonn, en í fyrra varð hann 422.000 tonn og mestur varð hann 500.000 tonn árið 2003. Kvóti ESB verður 610.000 tonn, Færeyingar fá 522.400 og Norðmenn 514.000. 2,4 milljónir tonna í fyrra Heildarafli af kolmunna varð í fyrra 2,4 milljónir tonna. Noregur var með langmest, eða 960.000 tonn. Ísland kom næst með 422.000, þá ESB með 360.000, þá Rússland með 347.000 og loks Færeyjar með 322.000 tonn. Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að hlut- deild Íslands verður nánast sú sama í framtíðinni og hún var í fyrra. Hlutdeild hinna landanna er hins vegar ekki í samræmi við afla þeirra í fyrra, en það skýrist af inn- byrðis samningum um skipti á veiðiheimildum. Rússar fá til dæmis nær allar veiðiheimildir sínar innan lögsögu Færeyja, sem fá á móti leyfi til bolfiskveiða innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Norðmenn og Evrópusambandið skiptast á veiði- heimildum þannig að þeir fyrr- nefndu fá heimildir í kolmunna í skiptum fyrir aðrar tegundir. Þegar hins vegar heimildir Færeyinga og Rússa annars vegar og Norðmanna og ESB hins vegar eru lagðar sam- an, verður hlutdeildin framvegis í nokkru samræmi við veiðarnar í fyrra. Breytir engu fyrir Ísland Þessar þjóðir eiga hins vegar eft- ir að ganga frá samkomulagi sín á milli um skiptingu veiðiheimilda fyrir næsta ár. Ennfremur er eftir ná um það samkomulagi á hvaða veiðisvæðum utan eigin lögsögu hver þjóð megi veiða. Hvað Ísland varðar er ekki að vænta breytinga þar á, en nú höfum við leyfi til veiða í eigin lögsögu og lögsögu Færeyja auk veiða á alþjóðlegu hafsvæði (Síldarsmugunni). Færeyingar hafa svo leyfi til veiða innan lögsögu okkar en aðrar þjóðir ekki. Mikið er af ungum kolmunna inn- an lögsögu Noregs og verður Norð- mönnum því væntanlega gert kleift að stunda veiðar innan lögsögu ESB til að forðast smáfiskadráp og greiða þannig fyrir vexti og við- gangi stofnsins. Samkomulag hefur náðst í kolmunnadeilunni Hlutdeild Íslands verður 17,62%, sem skilar 352.600 tonnum úr tveggja milljóna kvóta                           !  " #      $              %&  & '   #               !" #$ Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is starfrækir 14 björgunarskip hring- inn í kringum landið, einnig starfa innan vébanda félagsins 100 björg- unarsveitir. Í samningnum er einnig kveðið á um að Slysavarnafélagið Landsbjörg muni, í samvinnu við LÍÚ, vinna að bættri öryggisvitund STJÓRN LÍÚ hefur ákveðið að styrkja Slysavarnafélagið Lands- björg um 15 milljónir króna og var styrktarsamningur þessa efnis und- irritaður á aðalfundi samtakanna. Í samningnum er kveðið á um samstarf aðila í björgunar- og slysa- varnamálum, með sérstakri áherslu á öryggi sjófarenda. Mun Slysa- varnafélagið Landsbjörg nota þessa fjármuni til að styrkja björg- unarstarf um allt land og verða pen- ingarnir hluti af styrktarsjóði fé- lagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg á sjó og koma að samstarfsverk- efnum á því sviði, samkvæmt sam- komulagi hverju sinni. Samstarfssamningurinn gildir til fimm ára og verður styrkurinn greiddur félaginu með fimm jöfnum greiðslum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirritun Á myndinni eru f.h. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, Ei- ríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Slysavarna- félagið Lands- björg fær 15 milljónir frá LÍÚ ELDISÞORSKUR hefur selzt vel í Evrópu á þessu ári. Magnið er reynd- ar lítið, en Norðmenn hafa selt þang- að um 650 tonn fyrstu sjö mánuði árs- ins fyrir nálægt 230 milljónir íslenzkra króna. Mest af þorskinum fer til Frakklands, Danmerkur og Spánar og aðallega á betri veitinga- hús. Þó að magnið sé ekki mikið er það þó margfalt meira en í fyrra. Aukningin nemur 268% í magni og 307% í verðmætum. Tölulegar upplýsingar um inn- flutning á þorski til Evrópusam- bandsins staðfesta ekki fullyrðingar um aukna eftirspurn. Samkvæmt op- inberum tölum hefur markaðurinn fyrir þorsk og þorskflök staðnað, og jafnvel dregizt saman. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir ferskum þorskflökum og ódýrum frystum flökum af botnfiski, sem líkist þorski. Kínverjar koma þarna mikið við sögu, en innflutningur þeirra á þorsk- og alaskaufsaflökum til ESB eykst stöð- ugt. Megnið af þeim botnfiski, sem Kínverjar kaupa til vinnslu og endur- útflutnings fá þeir hjá Rússum, eða 295.000 tonn á fyrri helmingi þessa árs, sem er 80% af innflutningi þeirra. Á sama tíma hefur innflutningur Kín- verja á botnfiski til vinnslu aukizt um 20%. Hráefnisverð hefur farið hækk- andi vegna samkeppni fiskverkenda í Kína og vegna þess að fleiri fyrirtæki eru byrjuð að vinna fisk í Kína. Þessi aðkoma Kínverja að mark- aðnum innan ESB hefur haldið verði á frystum flökum niðri. Fiskurinn frá þeim er ódýr, en hjálpar til að anna eftirspurn vegna samdráttar í veiðum víða í heiminum. Reikna má með því á næstunni að sala á ferskum fiski og ferskum flök- um muni aukast hægt og rólega og verðið hækka. Gert er ráð fyrir því að sala á frystum flökum aukist í magni en verð verði stöðugt. Heimild: Seafood International Sala á ferskum fiski eykst                 ! " #  $   %  &  '                          

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.