Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 18
FILIPPSEYINGUR býr sig undir að flytja fjölskyldu á
bifhjóli, sem hefur verið breytt þannig að það geti tekið
allt að átta farþega í einu, í bænum Mongkayo í suður-
hluta Filippseyja. Slík bifhjól njóta mikilla vinsælda á
þessum slóðum og eru oft einu farartækin sem hægt er
að nota vegna slæmra vega.
AP
Níu manna bifhjól
18 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9
• Í I
- , I • Í I
Buenos Aires. AP. | Forystumenn
frumbyggja í Ameríkulöndum
komu saman í Buenos Aires á dög-
unum til að semja yfirlýsingu þar
sem þess er krafist að þjóðir heims
viðurkenni réttindi frumbyggja. Yf-
irlýsingin verður afhent leiðtogum
Ameríkuríkja á fundi þeirra sem
hefst í argenstínsku borginni Mar
del Plata á morgun.
Tugir fulltrúa frumbyggja sátu
fundinn í Buenos Aires og kröfðust
þess að ríkin gerðu ráðstafanir til
að draga úr atvinnuleysi og fátækt
meðal frumbyggja.
„Við erum eigendur þessa lands
og viljum njóta virðingar sem
mannverur,“ sagði Bernabe Mam-
ani, 53 ára tónlistarmaður sem til-
heyrir Kolla-ættflokknum í Jujuy-
héraði í Argentínu. „Fólk metur
okkur ekki að verðleikum.“
Victor Capitan, leiðtogi samtaka
frumbyggja í Argentínu, sagði að
fátæktin meðal þeirra hefði aukist
vegna þess að þeir væru sviptir
landsvæðum. Þeir neyddust því til
að flytja búferlum úr strjálbýlinu í
fátækrahverfi borganna í veikri von
um að fá atvinnu.
Hafa illan bifur á
fríverslunarsvæðinu
Búist er við að námsmenn,
vinstrimenn og frumbyggjar efni til
mótmæla í tengslum við leiðtoga-
fund Ameríkuríkja. Hreyfingar
frumbyggja óttast að stofnun Frí-
verslunarsvæðis Ameríkuríkja
(FTAA) verði til þess að þörfin á að
bæta lífskjör frumbyggja víki fyrir
hagsmunum fjölþjóðlegra fyrir-
tækja sem þeir telja grafa undan
atvinnulífi og menningu frum-
byggja.
Réttindi frumbyggja verði virt
!
()*+,-../ )
"#
# $
%&'%
(
%&
(
0
%1
1
%
&2
&
%
%
2
3 21
4
%
%
5%
% 2
%
&
&
%
%
+
2%
6
%
27
!"###
Réttindayfirlýs-
ing afhent á fundi
Ameríkuríkja
RANNSÓKN sagnfræðings í Þjóð-
aröryggisstofnun Bandaríkjanna,
NSA, leiddi í ljós að starfsmenn
hennar breyttu leyniþjónustugögn-
um, sem talin eru hafa stuðlað að
Víetnamstríðinu, til að breiða yfir
mistök sín, að sögn dagblaðsins
The New York Times. Blaðið segir
að njósnastofnunin hafi haldið
þessari niðurstöðu leyndri í tæp
fimm ár.
Sagnfræðingurinn segir að milli-
stjórnendur Þjóðaröryggisstofnun-
arinnar, sem annast meðal annars
hleranir og tölvunjósnir, hafi fals-
að gögn til að láta líta út fyrir að
Norður-Víetnamar hafi gert árás á
tvö bandarísk herskip í Tonkin-
flóa 4. ágúst 1964, tveimur dögum
eftir að þeir gerðu svipaða loft-
árás. Lyndon B. Johnson, þá-
verandi forseti, skírskotaði til
meintrar annarrar árásar Norður-
Víetnama þegar hann taldi Banda-
ríkjaþing á að samþykkja viða-
miklar hernaðaraðgerðir í Víet-
nam. Flestir sagnfræðingar telja
nú að umrædd árás hafi ekki verið
gerð.
Gert til að hylma
yfir mistök
Sagnfræðingur NSA, Robert J.
Hanyok, fann ýmsar þýðingarvill-
ur sem ekki voru leiðréttar, breyt-
ingar á dagsetningum gagna um
hleranir og fleiri vísbendingar um
að millistjórnendur njósnastofnun-
arinnar hefðu rangfært upplýsing-
ar af ásettu ráði. Hanyok komst að
þeirri niðurstöðu að þeir hefðu
ekki gert þetta í pólitískum til-
gangi, heldur til að hylma yfir
fyrri mistök. Hvorki yfirstjórnend-
ur Þjóðaröryggisstofnunarinnar né
embættismenn í varnarmálaráðu-
neytinu hefðu vitað af blekking-
unum eða heimilað þær. „Frekar
en að viðurkenna mistök sín stuðl-
uðu þeir að því að Bandaríkja-
menn fóru í mannskætt stríð sem
stóð í tíu ár,“ sagði Matthew M.
Aid, sagnfræðingur sem hefur
rætt rannsókn Hanyoks við emb-
ættismenn NSA og leyniþjónust-
unnar, CIA.
Skýrslan verður birt
Hanyok skýrði frá þessum nið-
urstöðum í leynilegu tímariti, sem
dreift er innan NSA, fyrir tæpum
fimm árum. Talsmaður stofnunar-
innar sagði að skýrsla Hanyoks
yrði gerð opinber innan mánaðar.
The New York Times hafði eftir
heimildarmanni sínum að yfirmenn
NSA hefðu í fyrstu ætlað að heim-
ila að greinin yrði gerð opinber en
fallið frá því af ótta við að málinu
yrði líkt við gölluð leyniþjónustu-
gögn sem notuð voru til að rétt-
læta innrásina í Írak.
Margir sagnfræðingar telja að
Johnson hefði hert hernaðinn gegn
Norður-Víetnömum þótt hann
hefði vitað að meint árás þeirra 4.
ágúst 1964 hefði ekki verið gerð.
Þeir segja að svo virðist sem John-
son hafi sjálfur haft efasemdir um
árásina.
Robert S. McNamara, sem var
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna á þessum tíma, sagði þó í vik-
unni sem leið að leyniþjónustu-
gögnin hefðu átt stóran þátt í því
að Bandaríkjamenn ákváðu að
herða hernaðinn í Víetnam. „Ég
tel að það sé rangt að Johnson hafi
viljað stríð,“ sagði McNamara og
kvaðst aldrei hafa heyrt að gögn-
um hefði verið breytt til að láta
líta út fyrir að Norður-Víetnamar
hefðu gert árás þennan umrædda
dag.
Breyttu gögnum
sem stuðluðu að
Víetnamstríðinu
Bandarísk njósnastofnun leyndi
skýrslu um blekkingarnar
DAVID Blunkett, ráðherra atvinnu- og eftirlaunamála í
Bretlandi, sagði af sér í gær. Þetta er í annað skiptið sem
Blunkett neyðist til að segja af sér embætti í ríkisstjórn
Tonys Blairs forsætisráðherra.
Ákvörðun Blunketts kemur í kjölfar þess að upplýst
var að hann hefði brotið siðareglur ráðherra varðandi
greiðslur sem hann þáði er hann var utan ríkisstjórnar.
Blunkett sagði af sér embætti innanríkisráðherra í
desember í fyrra vegna ásakana um að hann hefði flýtt
fyrir því að erlendri barnfóstru þáverandi ástkonu sinn-
ar yrði fengið landvistarleyfi í Bretlandi. Hann var á ný
skipaður ráðherra í vor. Nú hefur komið í ljós, að á tíma-
bilinu milli ráðherraembættanna tók Blunkett að sér
launuð ráðgjafarstörf hjá tveimur fyrirtækjum án þess
að bera það undir sérstaka siðanefnd eins og honum var
skylt að gera í tvö ár eftir að hann hætti sem ráðherra.
Var hann þrívegis minntur á að þetta bæri honum að
gera en þær athugasemdir hundsaði hann.
Blunkett skýrði hins vegar frá því að hann hefði selt
bréf í öðru fyrirtækjanna, DNA Biosciences, fyrir 15.000
sterlingspund (rúmlega 1,6 milljónir króna) og hefðu
þeir fjármunir verið settir í sérstakan sjóð sem ætlaður
væri sonum hans. Sagði hann fráleitt að um hags-
munaárekstur væri að ræða þar sem ráðuneyti hans
hefði engin samskipti við DNA Biosciences. Sir Alistar
Graham, formaður siðanefndar þingsins, sagði engan
vafa leika á því að Blunkett hefði brotið reglur varðandi
framgöngu ráðherra í Bretlandi. Hann tók hins vegar
fram að reglurnar væru þess eðlis að það væri forsætis-
ráðherrans að ákveða hvernig bregðast bæri við.
Eftir fund með Blair í gærmorgun ákvað Blunkett síð-
an að segja af sér. Kvaðst hann harma mjög að hafa
komið Blair í þennan vanda.
Blunkett hættir öðru sinni
Reuters
David Blunkett eftir að hann sagði af sér í gær.