Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 19 ERLENT HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í norðanverðri Brasilíu reyna nú að bregðast við árásum mikils fjölda af blóðsugu-leðurblökum sem smitaðar eru hundaæði og ráðast á fólk. Dæmi voru um slíkar árásir áður, en þær eru sagðar óvenju skæðar sem stendur, ef til vill vegna skorts á spendýrum því leð- urblökur lifa á blóði úr þeim. Leðurblökur eru einu spendýrin sem geta flogið. Þær hafa smitað og drepið alls 23 íbúa á fenjasvæðum og víðar í Maranhao- héraði í Brasilíu af hundaæði á síðastliðnum tveimur mánuðum. Um 1300 manns hafa fengið læknismeðferð við veikinni eftir árás- ir sem eiga sér yfirleitt stað á nóttunni í hí- býlum fólks. Víða hefur fátækt fólk á svæð- inu reynt að fylla upp í glufur í veggjum kofa sinna með bananablöðum til að verjast árásunum. Leðurblökurnar eru helstu smitberar hundaæðis í Brasilíu. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að sumir sér- fræðingar hafi skýrt fjölgun árásanna með eyðingu regnskóga sem eru náttúrulegar heimalendur leðurblaknanna. Aðrir segja að jafnvægi lífríkisins hafi verið truflað með aukinni nautgriparækt sem hafi aukið fæðu- framboð leðurblaknanna. Mörg dæmi eru um það í Rómönsku-Ameríku að þegar naut- gripirnir eru skyndilega fluttir á brott af ákveðnu svæði byrja leðurblökurnar að ráð- ast á fólk. Blóðsugu-leðurblökur drepa fólk AP Bagdad. AFP. | Að minnsta kosti 21 maður beið bana í sprengjutilræði í Írak í gær. Árásin var gerð með þeim hætti að bifreið hlaðinni sprengjuefni var ek- ið að mosku sjíta í bænum Musayyib, um 55 kílómetra suður af höfuðborg- inni, Bagdad. Þar nærri er einnig markaður og veitingastaður og margir á ferli. Minnst 61 særðist í tilræðinu sem gert var kl. 5.20 að staðartíma (14.20 að íslenskum tíma). Bænahald var að hefjast í mosk- unni en síðar í vikunni halda músl- imar Eid al-Fitr-hátíðina til að fagna lyktum föstumánaðarins, Ramadan. Voru margir á ferli til að undirbúa hátíðina. Rúmlega 80 manns týndu lífi í sprengjutilræði á sama stað í bæn- um í júlímánuði. Líklegt þykir að hryðjuverka- menn úr röðum súnni-múslima í Írak hafi staðið að baki tilræðinu í þeim tilgangi að stuðla að átökum milli þess trúarhóps og sjíta fyrir þing- kosningarnar, sem fram eiga að fara í næsta mánuði. Hópur, sem nefnir sig „Al-Qaeda í Írak“ og lýtur stjórn súnnítans Abu Musab al-Zarqawi, lýsti í september yfir stríði gegn sjít- um í Írak. 21 myrtur í Írak Zanzibar. AFP. | Amani Abeid Karume sór embættiseið forseta á Zanzibar- eyju í Tansaníu í gær eftir að kjör- stjórn eyjunnar lýsti því yfir að hann hefði náð endurkjöri og flokkur hans, Chama Cha Mapinduzi, hlotið meiri- hluta atkvæða í nýafstöðnum for- seta- og þingkosningum. Sterkar grunsemdir voru um að beitt hefði verið kosningasvikum og hafa of- beldisfull mótmæli einkennt kosn- ingarnar. Stjórnarliðar voru sakaðir um að hafa svindlað í kosningum árið 2000 og einnig 1995. Leiðtogi Borgaralegrar samfylk- ingar (CUF), helsta flokks stjórnar- andstöðunnar, Seif Sharif Hamad, lýsti yfir sigri í forsetakjörinu. Hafði hann eftir fulltrúum sínum að hann hefði fengið ívið fleiri atkvæði en Karume forseti. Nokkrum stundum síðar sögðu stjórnvöld að Karume hefði unnið, fengið 53,2% atkvæða en Hamadi 46,1%. Eyjan Zanzibar er í ríkjasambandi við Tansaníu og hefur umtalsverða sjálfstjórn. Ríkisútvarp landsins til- kynnti um sigur stjórnarflokksins og var sagt að hann hlyti 27 sæti á þingi á móti 19 sætum stjórnarandstöð- unnar er búið var að telja megnið af atkvæðunum. Lögregluþjónar tóku sér stöðu við höfuðstöðvar stærstu stjórnar- andstöðuflokkanna í helstu borg Zanzibar, Stone Town, í fyrradag. Gengu þeir í skrokk á mótmælend- um í hverfum þar sem andstaða er mest við ríkjandi stjórn. Reuters Amani Abeid Karume sver embætt- iseið forseta Zanzibar í Tansaníu. Ásakanir um kosn- ingasvindl á Zanzibar ♦♦♦ Þorbjörg Helga er ráðgjafi menntamálaráðherra og starfar með borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Rúnar Ingi Einarsson Verkefnisstjóri og fyrrv. forseti Nemendafélags VÍ Stefanía K. Karlsdóttir Viðskiptafræðingur og fyrrv. rektor Tækniháskóla Íslands Veitum Þorbjörgu Helgu stuðning í 4. sætið! Sigurður Kári Kristjánsson Formaður menntamálanefndar Alþingis Jónína Lárusdóttir Leikskólastjóri Fálkaborgar Sigurður Magnús Garðarsson Dósent við Verkfræðideild HÍ Helgi Árnason Skólastjóri Rimaskóla Guðný Eydal Lektor í félagsráðgjöf við HÍ Edda Huld Sigurðardóttir Skólastjóri Ísaksskóla Ólafur Johnson Skólameistari við Menntaskólann Hraðbraut Haukur Ísfeld Fyrrv. grunnskólakennari María Kristín Gylfadóttir Formaður Heimilis og skóla Ragnhildur Helgadóttir Fyrrv. menntamálaráðherra Við styðjum Þorbjörgu Helgu til góðra verka í menntamálum Borgin okkar – skólinn minn Borgin á að bjóða framúrskarandi skóla. Lykillinn að metnaðarfullu og skapandi skólastarfi er mennta- kerfi sem byggist á fjölbreytni og valkostum bæði í grunn- og leik- skólum. Hlutverk borgarstjórnar er að setja gæðaviðmið en treysta þarf fagfólki til að sjá um framkvæmd og útfærslu skólastarfsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.