Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 20
ARI ALEXANDER Í BORG ENGLANNA GARGANDI SNILLD TIL HOLLYWOOD 022 Fimmtudagurinn 3. nóvember 22. tölublað 1. árgangur Forsíðumynd Silja Magg Vesturport frumsýnir Woyzeck í Borgarleik- húsinu 4 Götutískan í London Módel Götunnar 6 Jakobínarína Á síðum Rolling Stone 8 Íslensk hönnun í Nýló Hönnuðir með læti 10 Ari Alexander í borg engl- anna Gargandi Snilld til Hollywood 12 Hugleiðingar Barnaníðings Sjokkerandi skáldsaga 14 Darraðadans á Unglist Æfingin skapar meist- arann 16 Plata vikunnar Aphex Twin: AFX Han- gable Auto Bulb 17 Gaman, gam- an, gaman Októberbíófest í Há- skólabíó og Regnbog- anum 18 B5 Hlýlegur glæsileiki Hvar býrðu? 20 Mín eigin ómennska og leti Egill Ólafsson 22 FRÍTT 12 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Dalvík | Þeir voru nokkuð ánægðir með aflabrögðin, skipverjarnir á línubátnum Örvari SH frá Hellissandi, Hermann Úlfarsson stýrimað- ur og Guðni Sigurðsson vél- stjóri. Þeir voru að landa um 40 tonnum af fiski á Dalvík í gær, ásamt skipsfélögum sín- um og var uppistaðan þorskur. Einnig fengu þeir 500–600 kg af óvenju stórum og fallegum karfa, eins og sést á myndinni. „Þetta var kallaður aldamóta- karfi á togurunum á árum áð- ur,“ sagði Guðni. Örvar SH hefur verið á línuveiðum fyrir norðan land sl. einn og hálfan mánuð og gert það gott, að sögn þeirra félaga. Örvar SH hefur lagt upp á Dalvík og í síðasta mánuði landaði bát- urinn þar um 300 tonnum af fiski. Morgunblaðið/Kristján Ánægðir með aflabrögðin Aldamótakarfi Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Höfðingleg bókagjöf | Finnbogi Jó- hannsson hefur fært Bókasafni Hruna- manna á Flúðum mikla bókagjöf. Fram kemur í Pésanum, fréttabréfi Hruna- mannahrepps, að margar og merkilegar bækur séu í gjöfinni. Áslaug Bjarnadóttir veitti gjöfinni viðtöku og er nú að skrá bæk- urnar og koma fyrir í bókasafninu.    Nýr leikskóli byggður | Bæjarstjórn Borgarbyggðar hyggst opna nýjan tveggja til þriggja deilda leikskóla í Borgarnesi á næsta ári. Í janúar næstkomandi verður opnuð ein deild, fyrir 2 og 3 ára börn, í bráðabirgðahúsnæði á meðan nýtt húsnæði er í byggingu. Þegar hefur verið auglýst eftir leik- skólastjóra og leikskólakennurum að þess- um nýja leikskóla. Leikskólastjóranum er ætlað að taka þátt í undirbúningi og hönnun húsnæðis og innra starfs skólans, auk þess að stjórna leikskóladeildinni sem opnuð verður í janúar. minningar um hana hald- in á Löngumýri, sunnu- daginn 6. nóvember kl. 14. Samkoman hefst með guðsþjónustu, en að Í tilefni þess að 100 áreru liðin frá fæð-ingu Ingibjargar Jó- hannsdóttur, skólastjóra á Löngumýri í Skaga- firði, verður samkoma til henni lokinni verða ávörp og kaffiveitingar. Allir eru velkomnir og gamlir nemendur eru hvattir til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Samkoma til minningar um Ingibjörgu á Löngumýri Mynd af DavíðHjálmari Har-aldssyni í Morg- unblaðinu að moka snjó varð til þess að það kyngdi niður vísum. Fyrst Hjálmar Freysteinsson: Eins og leiftur fréttin fló fram til dala, út með sjó, hræddi og rændi hugarró: Hagyrðingur mokar snjó!! Þá Davíð Hjálmar sjálfur: Mjöllinni ég moka, þó mjög í förin skafi. Austan fjarðar, út með sjó er nú Björn á kafi. Sigrún Haraldsdóttir: Dúnmjúkt sáldrast sáld, svífur hvítt og létt. Öflugt skófluskáld skefur göngustétt. Björn Ingólfsson á Greni- vík svaraði Davíð: Að láta í blöðum bera á sér býsna er Davíð laginn, en enginn tekur mynd af mér þótt moki ég allan daginn. Loks Þórir Jónsson: Einn mokar Davíð á við fjóra; ekki eru tökin lík mínum og aflóga ýtustjóra austur á Grenivík. Að moka snjó pebl@mbl.is Keflavík | Byko hefur keypt Ofnamiðju Suðurnesja í Keflavík af stofnanda fyr- irtækisins, Jóni William Magnússyni og fjölskyldu hans. „Fyrirtækið hefur aldrei gengið betur en nú og við lítum á sölu þess sem gott tækifæri,“ segir Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Ofnasmiðj- unnar og hótelstjóri á Hótel Keflavík sem er í eigu sömu fjölskyldu. Ofnasmiðja Suðurnesja var stofnuð 1972 af Jóni William og konu hans, Unni Ingunni Steinþórsdóttur, og hefur alla tíð verið rekin af fjölskyldunni. Steinþór hef- ur verið framkvæmdastjóri í rúm tuttugu ár. Steinþór segir að vegna uppsveiflu í byggingariðnaði hafi síðustu tvö árin verið þau bestu í sögu fyrirtækisins til þessa. Það hafi nú yfir 50% hlutdeild á ofna- markaðnum. Steinþór segir að fyrirtækið hafi ekki farið út í verslun með fylgihluti en kominn hafi verið tími til að taka ákvarðanir um framtíðina, meðal annars um að tengjast öðrum. Hann kveðst ánægður með söluna til Byko. Ofnasmiðja Suðurnesja verður áfram rekin að Víkurbraut 2 í Keflavík, með sömu starfsmönnum. Að sögn Steinþórs eru ýmsar hugmynd- ir uppi um að efla Hótel Keflavík og sagði hann að ýmis sóknartækifæri sköpuðust við sölu Ofnasmiðjunnar. Hefur aldrei gengið betur Byko kaupir Ofnasmiðju Suðurnesja Hærra framlag | Fjölbrautaskóli Suður- lands hefur fengið hækkun á fjárframlagi til rekstrar skólans. Á fundi í Félagi íslenskra framhaldsskóla sem haldinn var nýlega í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ gerðu starfsmenn mennta- málaráðuneytisins grein fyrir forsendum fjárframlaga til framhaldsskóla í fjárlaga- frumvarpinu 2006. Hvað FSu varðar kom fram að umtalsverð hækkun verður nú á fjárveitingum til sérkennslu, en undanfarin ár hefur verið verulegur halli á þessum lið hjá skólanum. Þá kom fram að tekið hefur verið tillit til nemendafjölgunarinnar í FSu að undanförnu og er þannig miðað við 784 ársnemendur til uppgjörs 2006 í stað 735 ársnemenda 2005.    Selfoss | Menntamálaráðuneytið, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Héraðssam- bandið Skarphéðinn, og æskulýðsráð rík- isins efna til málþings, á morgun, föstudag, um mikilvægi íþrótta-, félags- og tóm- stundastarfs fyrir ungt fólk undir yfir- skriftinni „Þátttaka er lífsstíll – Ungt fólk á Suðurlandi“. Þingið verður í sal Fjöl- brautaskóla Suðurlands kl. 13.15–16.30. Framsögur og umræður verða í þremur umræðuhópum og ungmennasmiðju sem munu í lok dagsins kynna niðurstöður sín- ar. Ávarp flytur Gísli Páll Pálsson, formað- ur Skarphéðins. Fyrirlesarar eru Einar Bárðarson, Þorvarður Hjaltason, Sædís Íva Elíasdóttir, Helga Sæmundsdóttir, og Fjóla Dögg Sigurðardóttir. Ungt fólk á Suðurlandi ♦♦♦ Bónus á Skagann | Bónus stefnir að því að opna verslun á Akranesi vorið 2007. Hef- ur fyrirtækið fengið lóð við Þjóðbraut. Á vef Skessuhorns kemur fram að samið hafi verið við verktaka um byggingu húss- ins. Haft er eftir Jóhannesi Jónssyni í Bón- us að verslunin verði svipuð nýrri verslun fyrirtækisins í Borgarnesi. Spurður um ástæður þess að Bónus opnaði á Akranesi sagði Jóhannes við Skessuhorn að fyrir- tækið hefði fengið góð viðbrögð við nýju búðinni í Borgarnesi og á því hefðu dunið óskir um verslun á Akranesi.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.