Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Höfn | Ferðaþjónustuklasi Suðaust- urlands var formlega stofnaður á Jöklasýningunni á Höfn fyrir skömmu. Meðal viðstaddra voru Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Elvar Knútur Valsson, verkefn- isstjóri Impru á Akureyri, en hann hefur unnið með Hornfirðingum að uppbyggingu klasans. Markmið Ferðaþjónustuklasans er að með markvissu klasasamstarfi fyrirtækja, stofnana og sveitarfélags verði ferðaþjónusta svæðisins öflug og arðbær atvinnugrein. Markmiðið er að bæta afkomu í greininni, lengja ferðamannatímann og viðverutíma ferðamanna og fjölga störfum í greininni á svæðinu. Leiðin að þess- um markmiðum er kröftug markaðs- setning og vöruþróun, þ.e. að þróa vörur og nýjar lausnir til að selja ut- an háannatíma. Klasaaðferðafræðin gengur út á að margir aðilar, t.d. einstaklingar, fyrirtæki og opinberar stofnanir taka höndum saman um samvinnu og sérhæfingu í atvinnumálum. Klasinn byggist á sérstöðu í atvinnu- umhverfi þessara aðila og hefur þann tilgang að bæta samkeppnis- stöðu þeirra. Klasarnir samanstanda því af ólíkum aðilum sem eru í sam- keppni á sama tíma og þeir eru í samvinnu eða svokallaðri „sam- starfskeppni“. Ferðaþjónustuklasa Suðausturlands ætlað að efla greinina Klasaað- ferðin gefst vel á Höfn Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Ferðaþjónustuklasi Elvar Knútur Valsson, verkefnisstjóri hjá Impru, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ari Þ. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Austurlands, og Gísli Már Vilhjálmsson verkefnisstjóri. Egilsstaðir | Ráðstefna um jarð- göng á Miðausturlandi verður hald- in á Hótel Héraði á morgun, 4. nóv- ember. Þróunarfélag Austurlands og Fé- lag áhugafólks um jarðgöng á Mið- austurlandi (Samgöng) standa fyrir ráðstefnunni, sem hefst kl. 10.15 f.h. og eru fundarlok áætluð 16.20. Formaður Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi (SSA), Soffía Lárusdóttir, setur þingið. Erlendir fyrirlesara eru Edvard Dahl, verk- efnisstjóri hjá ELKEM Saudefald- en, og Heine Olsen, fyrrverandi yf- irverkfræðingur færeysku heima- stjórnarinnar. Meðal íslenskra fyrirlesara eru Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, og Kjartan Ólafsson og Jón Þ. Heiðarsson hjá Rann- sóknarstofnun Háskólans á Ak- ureyri, en þeir eru skýrsluhöfundar að nýútkominni skýrslu SSA um mat á samfélagsáhrifum og arð- semi jarðganga á Austurlandi. Ráð- stefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hugað að göngum Sr. Davíð Baldursson blessar Fáskrúðsfjarðargöng sem voru opnuð í haust og hafa breytt samgöngum til hins betra. Þingað um jarðgangakosti á Austurlandi Stöðvarfjörður | Í gær hóf fyrirtæk- ið Landatangi ehf. starfsemi á Stöðv- arfirði, en fyrirtækið er hluti af af- rakstri atvinnuþróunarverkefnis sem hrundið var af stað í kjölfar lok- unar vinnslu Samherja hf. á staðn- um. Stofnendur fyrirtækisins eru Ant- on Helgason og Margeir Margeirs- son. Í fyrstu mun fyrirtækið sjá um að framleiða s.k. Markúsarnet, sem eru björgunarnet í báta. Landatangi ehf. er til húsa að Fjarðarbraut 40a á Stöðvarfirði.    Framleiða Markúsarnet fyrir björgunarbáta Nýtt fyrir- tæki opnað á Stöðvarfirði Fjarðabyggð | Bæjarráð Fjarða- byggðar lýsti á fundi í síðustu viku undrun sinni á tillögum fram- kvæmdanefndar um nýskipan lög- reglumála á Austurlandi. Að mati bæjarráðs hníga öll rök að því að lykilembætti lögreglu á Austurlandi verði á Eskifirði. Framkvæmda- nefndin leggur til að lykilembætti á Austurlandi verði á Seyðisfirði. Bæj- arráð Fjarðabyggðar mun taka mál- ið upp við þingmenn Norðaustur- kjördæmis á næstu dögum. Undrast staðsetn- ingu lykilembættis www.hannabirna.is Hanna Birna - 2. sætið! STILLUM UPP SIGURLIÐI Á föstudag og laugardag verður kosið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Um leið og ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu, minni ég á að mestu skiptir að við sameinumst um að velja öflugan og sigurstranglegan lista. Þannig tekst okkur að ná góðum árangri í borgarstjórnarkosningunum í vor og búa til heimsins bestu höfuðborg. Ég leita eftir áframhaldandi umboði til að vinna í þágu Reykvíkinga og óska eftir stuðningi í 2. sæti listans. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Kosningaskrifstofa stuðningsfólks Hönnu Birnu er í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Sími 561 0900 - hannabirna@hannabirna.isTraust og óhá› fjármálafljónusta HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Ver›bréfastofunnar hf. ver›ur haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 17.00 í húsnæ›i félagsins a› Su›urlandsbraut 18. Dagskrá: - Tillaga um breytingar á samflykktum félagsins. - Kosning stjórnar. - Önnur mál. Breytingartillögur vi› samflykktir félagsins liggja frammi í afgrei›slu Ver›bréfastofunnar hf. Stjórn Ver›bréfastofunnar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.