Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF HEILSUEFLING í skólum er verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar sem nú er verið að endurskipu- leggja hér á landi en það er hluti af stóru Evrópuverkefni. Áætlað er að þessari vinnu verði lokið í lok þessa skólaárs. „Hugmyndin er að auka þekk- ingu um hlutverk skóla sem mik- ilvægan vettvang fyrir heilsueflingu almennt. Til- gangurinn með þessu verkefni er að styðja grunnskóla og leikskóla í því að þróa heildræna heilsuefling- arstefnu,“ segir Jórlaug Heim- isdóttir verkefnisstjóri hjá Lýð- heilsustöð. „Heilsuefling í skólum nær yfir fjölda mörg atriði eins og heilbrigðisfræðslu, hreyfingu, skólamáltíðir, félagslegar aðstæður barna í skólum, heilbrigt og öruggt skólaumhverfi, heilsueflingu fyrir starfsfólk, aðkomu foreldra og tengsl við skólaheilsugæsluna.“ Skólafólk í undir- búningsvinnunni Núna er starfandi stýrihópur á vegum Lýðheilsustöðvar sem er að þróa gátlista sem tekur á öllum ofangreindum þáttum. Skólar og leikskólar geta nýtt sér hann til að sjá hvar þeir standa í þessum efn- um. „Við höfum fengið til liðs við okkur aðila frá Kennaraháskól- anum og heilsugæslunni og munum við vinna þennan gátlista með kennurum og stjórnendum í grunn- skólum og leikskólum, til að laga þetta að íslensku samfélagi. Þetta er ekki verkefni sem gengur út á einhverja vottun frá Lýðheilsustöð, heldur er þetta ákveðin hug- myndafræði og það er hægt að fara margar leiðir og því þurfa alls ekki allir skólar að fara sömu leið til að tileinka sér heilsueflingahugmynda- fræðina,“ segir Jórlaug og tekur fram að þetta heilsueflingarverk- efni sé ekki hluti af verkefninu Heilsuleikskólum en þeir skólar geta að sjálfsögðu nýtt sér vinnu Lýðheilsustöðvar til að þróa hjá sér heildræna stefnu. Heilsuefling í leikskól- um og grunnskólum Morgunblaðið/Sverrir Jórlaug Heimisdóttir SÆNSKU neytendasamtökin krefjast þess nú að hætt verði að selja tannkrem sem inniheldur efnið triklosan. Nýlega var greint frá því að danska matvörukeðjan Irma hafi hætt sölu a.m.k. einnar tegundar tannkrems sem inni- heldur efnið, þ.e. Colgate Total. Í Göteborgs Posten eru talin upp fleiri tannkrem sem innihalda triklosan og sænsku neytenda- samtökin vilja fjarlægð úr hillum verslana, m.a.: Colgate Total og samnefnt tannkrem með und- irtitlunum Plus Whitening og Fresh Stripe, einnig Pepsodent með undirtitlunum Complete, Complete White og Sensitive Extra. Evrópusambandið hefur sett triklosan á lista yfir efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu og Louise Ungerth, yfirmaður neyt- enda- og umhverfismála hjá Sænsku neytendasamtökunum, segir óskiljanlegt að tannkrems- framleiðendur noti efnið áfram. Efnið triklosan er bakteríudrep- andi og er talið hafa góð áhrif á tannholdið, m.a. til að draga úr blæðingu úr því. Colgate kallar gagnrýnina hræðsluáróður að því er fram kemur í GP og segir tann- krem með triklosan öruggt fyrir fólk. En efnið er einnig náskylt eit- urefninu díoxíni og hefur fundist í brjóstamjólk í sænskum rann- sóknum. Triklosan var áður notað í skurðarbretti, nærföt, barna- leikföng og sokka en ekki lengur. Morgunblaðið/Jim Smart Ýmis tannkrem innihalda umrætt efni. Viss efni í tann- kremi umdeild  SVÍÞJÓÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.