Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Allt að 26% verðmunur vará verði nokkurra lyfseð-ilsskyldra lyfja í verð-könnun sem verðlagseft- irlit ASÍ gerði í apótekum sl. þriðjudag. Rimaapótek í Grafarvogi var oftast með lægsta verðið í könn- uninni en Lyf og heilsa við Melhaga og Skipholtsapótek í Skipholti voru oftast með hæsta verðið. Verðmunur á frumlyfi og sam- heitalyfi með sömu verkun er allt að 49%. Sett voru upp dæmi af tveimur einstaklingum. Fyrst var um að ræða 48 ára karlmann á tveimur lyfjum, mígrenilyfi (Imigran) og bólgueyðandi verkjalyfi (Voltaren Rapid). Hitt dæmið snerist um 7 ára barn á tveimur lyfjum, ofnæmislyfi (Claritin) og asmalyfi (Ventolin). Heildarþátttaka TR í lyfjum karlsins var kr. 2.446 og hluti sjúk- lings í lyfjaverðinu gat hæst orðið kr. 6.581 ef enginn afsláttur var veittur hjá apótekinu. Í tveimur apótekum, Apótekinu og Árbæjarapóteki var við- skiptavinunum boðið ódýrara sam- heitalyfið Vostar S í stað Voltaren Rapid sem var á lyfseðlinum, áður en lyfið var skrifað út og í þeim til- vikum var það tekið með í nið- urstöðunum. Heildarverðið á lyfjum karlsins var lægst í Rimaapóteki, 4.998 krónur, og hæst í Garðsapóteki, 5.985 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta heildarverði var 987 krónur eða 20%. Minni munur er á hæsta og lægsta verði nú en var í könnun á sömu lyfjum í apríl sl. en þá reyndist 26% munur á heildarverð- inu sem í þessari könnun reyndist 20%. Heildarþátttaka TR í lyfjum barnsins var 526 krónur og hluti sjúklings í lyfjaverðinu gat hæst orðið 5.081 króna ef enginn af- sláttur var veittur hjá apótekinu. Í sex apótekum af þeim tíu sem könnunin var gerð í var boðið ódýr- ara samheitalyfið Loritin í stað of- næmislyfsins Claritin sem var á lyf- seðlinum. Þessi apótek voru: Apótekarinn, Apótekið, Árbæj- arapótek, Garðsapótek, Lyfjaval og Rimaapótek. Heildarverðið á lyfjum barnsins var einnig lægst í Rimaapóteki, kr. 3.481, en hæst í Lyfjum og heilsu við Melhaga og Skipholtsapóteki, kr. 5.081. Munurinn á hæsta og lægsta verði var kr. 1.600 eða 46%. Eitt apótek neitaði þátttöku Könnunin var gerð í eftirfarandi 10 apótekum: Apótekaranum Þönglabakka 1, Apótekinu Hvera- fold 1-3, Árbæjarapóteki Hraunbæ 102b, Garðsapóteki Sogavegi 108, Lyfjum og heilsu Melhaga 20, Lyfju á Egilsstöðum, Lyfjavali Þöngla- bakka 6, Lyfjaveri Suðurlandsbraut 22, Rimaapóteki Langarima 21 og Skipholtsapóteki Skipholti 50b. Eitt apótek neitaði þátttöku í könn- uninni, Laugarnesapótek við Kirkjuteig. Að sögn Hennýar Hinz verkefn- isstjóra hjá verðlagseftirliti ASÍ gerir verðlagseftirlitið verðkannanir á lyfseðilsskyldum lyfjum í samráði við Landlæknisembættið og eru þær framkvæmdar þannig að lagðir eru fram raunverulegir lyfseðlar í apótekum án þess að gefið sé upp að um verðkönnun sé að ræða. Þetta er gert með það fyrir aug- um að tryggja að verð í könnuninni endurspegli raunverulegt verð til viðskiptavina. Hún segir að í verð- könnuninni sé einungis mögulegt að kanna verð á fáum lyfjategundum sem endurspegli ekki verð á öllum lyfjum í viðkomandi apóteki. „Neyt- endur eru þó hvattir til að nýta sér niðurstöðurnar sem áminningu um að gera verðsamanburð milli apó- teka, auk þess sem það getur marg- borgað sig að spyrjast fyrir í apó- tekinu hvort til sé ódýrara sam- heitalyf í stað þess sem læknirinn hefur ávísað.“ Um beinan verðsamanburð er að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.  VERÐKÖNNUN | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í tíu apótekum Rimaapótek oftast með lægsta verðið       ! "#$% % &% '    ()%    $* *$ &  "  + $% '  "" " &  $,""   -"  ' ". 8% & 9:  1% &12 7 !5%%  %  "#$%  .  ". ../ ,  $ # &' "#$%  .  ". .. / ,  ()#   $ # 012 * +,     - # "#$%  .  ". .. / ,  ()#   .$# 012 #$  ) *$  3.  " * +,      ;<   5%  =<   5 %             !"! !!! #      !  ! !! # # ##      !                 ! % 4  " 012 4 + "*$       !"!  !     !      # !"!   $ # !    " !!$ #" "# " #           !"!     !     !       !" # " #" #!$ " $    !     " !!!  "   "    ! % %      !"     #  #    !      !" #" # #  !  $ #    !    #   $  "      %   # ! !! ##    ! "$ !!$      $! Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 49%. Bónus Gildir 01. nóv - 06. nóv verð nú verð áður mælie. verð Frosið hrefnukjöt .................................. 199 499 199 kr. kg Bónus lambalæri kryddað ..................... 899 998 899 kr. kg KS frosið lambalæri ............................. 799 998 799 kr. kg Ýsa nætursöltuð ................................... 599 899 599 kr. kg Saltfiskur útvatnaður ............................ 595 699 595 kr. kg Rækja 1 flokkur ................................... 599 799 599 kr. kg Bónus þorskalýsi, 500 ml..................... 359 399 718 kr. ltr Bónus safi epla ................................... 59 85 59 kr. ltr Bónus trönuberjasafi ............................ 259 0 259 kr. ltr Ali beikon ............................................ 879 1438 879 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 03. nóv - 05. nóv verð nú verð áður mælie. verð Bestu kaupin, 1/2 skrokkur .................. 598 798 598 kr. kg London lamb....................................... 985 1539 985 kr. kg Úrb. hangiframpartur............................ 1298 1573 1298 kr. kg Léttreyktur lambahryggur ...................... 1298 1703 1298 kr. kg Ali party skinka .................................... 1274 1698 1274 kr. kg Nautahakk I flokkur.............................. 798 1038 798 kr. kg Nauta piparsteik úr kjötborði................. 1798 2298 1798 kr. kg Lamba ribeye úr kjötborði ..................... 1898 2698 1898 kr. kg Nauta roastbeef úr kjötborði ................. 1598 1998 1598 kr. kg Ali reyktur svínahnakki .......................... 1124 1498 1124 kr. kg Hagkaup Gildir 03. nóv - 09. nóv verð nú verð áður mælie. verð Kalkúnn heill frosinn ............................ 599 889 599 kr. kg Bayonne skinka ................................... 818 1363 818 kr. kg Findus lasagne, 500 g ......................... 399 448 399 kr. pk. Hatting hvítlauks snittubrauð ................ 199 289 199 kr. stk. Freschetta bricoven osta, 450 g ............ 499 598 499 kr. stk. Ernos Pizzas margherita, 300 g ............. 149 179 149 kr. stk. Borganes helgarlamb m/sólþ.tómötum . 1.136 1.748 1.136 kr. kg Borganes helgarlamb m/ísl.kryddjurtu... 1.136 1.748 1.136 kr. kg Krónan Gildir 02. nóv - 08. nóv verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs grísabógur........................... 359 599 359 kr. kg Gourmet innralæri kryddað ................... 2271 3494 2271 kr. kg Goða medisterpylsa reykt ..................... 401 668 401 kr. kg Gourmet ungnautahakk........................ 819 1365 819 kr. kg SS Grand Orange helgarsteik ................ 998 1668 998 kr. kg Eðalfiskur túnfisksalat .......................... 143 238 715 kr. kg Jarðarber ............................................ 129 175 645 kr. kg Blómkál .............................................. 99 165 99 kr. kg Myllu danskt rúgbrauð.......................... 95 106 95 kr. stk. Hunt́s tómatsósa ................................. 149 189 110 kr. kg Nettó Gildir 03. nóv - 06. nóv verð nú verð áður mælie. verð Kalkúnapottréttur................................. 539 899 539 kr. kg Kalkúnastrimlar ................................... 599 998 599 kr. kg Gourmet hamborg.m/brauði, 4x80 g ..... 399 599 399 kr. pk. Léttreyktur grísahnakki ......................... 1.006 1.502 1.006 kr. kg Villikryddað hátíðarlambalæri ............... 998 1.838 998 kr. kg Hangiframpartur úrb.pk ........................ 1.105 1.726 1.105 kr. kg Ben and Jerrys ís, allar teg. ................... 499 799 499 kr. stk. Pepsi Cola 1.ltr .................................... 70 140 70 kr. stk. Stone Oven Pizza Special ..................... 299 399 299 kr. pk. Stone Oven Pizza Royal......................... 299 399 299 kr. pk. Nóatún Gildir 03. nóv - 09. nóv verð nú verð áður mælie. verð Kindahakk........................................... 398 598 398 kr. kg Kindagúllas ......................................... 899 1598 899 kr. kg Kindainnanlærisvöðvi ........................... 1498 1898 1498 kr. kg Móa kjúklingabringur magnpk. .............. 1996 2495 1996 kr. kg Kea léttr. lambahryggur ........................ 917 1529 917 kr. kg Móðir Náttúra brokkólíbuff, 320g .......... 399 579 1247 kr. kg Goða svið frosin í poka ......................... 298 573 298 kr. kg Gular melónur ..................................... 69 1219 69 kr. kg Perur .................................................. 99 159 99 kr. kg Persil þvottaefni, 5,4 kg........................ 799 1298 148 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 03. nóv - 06. nóv verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrið blandað hakk ..................... 698 997 698 kr. kg Bautabúrs bayonneskinka .................... 974 1499 974 kr. kg Bautabúrið bjúgu................................. 384 549 384 kr. kg Brauðskinka Bautabúrið ....................... 767 1278 767 kr. kg Íslandsfugl ferskur heill kjúklingur.......... 389 598 389 kr. kg Náttúra hveiti, 2 kg. ............................. 59 75 30 kr. kg Náttúra Jasmin hrísgrjón ....................... 99 179 99 kr. kg Spergilkál............................................ 289 389 289 kr. kg Jarðarber, 200g ................................... 149 249 596 kr. kg Þín Verslun Gildir 03. nóv - 09. nóv verð nú verð áður mælie. verð Ísfugls steiktir kalkúnaborgarar ............. 979 0 979 kr. kg Villikryddað lambalæri ......................... 1.470 1.838 1.470 kr. kg Blandað nauta- og svínahakk................ 645 806 645 kr. kg Hrossakjöt saltað og úrbeinað............... 504 630 504 kr. kg Casa Fiesta vörur 20% afsláttur............. 0 0 0 kr. kg Tilda Basmati hrísgrjón 1 kg.................. 298 357 298 kr. kg Filippo Berio ólífuólía 500 ml................ 329 398 658 kr. ltr Tilda Sósur, 6 teg. 340 g ...................... 249 299 722 kr. kg Chigago Town örbylgjupizzur 2 stk.......... 349 422 174 kr. stk. Milka 4úkkulaði, 100 g ........................ 99 129 990 kr. kg Nautahakk og grænmeti  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is KRÓNAN á Bílds- höfða hefur und- anfarna mánuði verið að gera til- raunir með raf- rænar hillumerk- ingar í ferskvör- unni og græn- metis- og ávaxta- deildinni. Að sögn Árna Þórs Freysteins- sonar, rekstr- arstjóra Krónu- búðanna, hefur fyrirkomulagið fjölmarga kosti umfram hefð- bundnu hillu- merkingarnar og gerir hann fastlega ráð fyrir að rafrænar hillumerkingar í Krón- unni séu komnar til að vera þó svo að stofnkostnaðurinn sé all- verulegur. „Allt kerfið verður mun virkara en ella. Verðmerkingum er ein- faldlega stýrt af skrifstofunni svo að ekki þarf lengur að prenta út sérstaka merkimiða, sem starfsmenn þurfa svo að koma fyrir á hillunum. Þetta fyrirkomulag er bæði til hægðarauka fyrir starfs- menn sem og viðskiptavinina.“ Rafrænar hillumerkingar  VERSLUN | Krónan á Bíldshöfða Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.