Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að borgar sig yfirleitt ekki að svindla. Sumir halda reyndar öðru fram og geta bent á fjölmörg dæmi, máli sínu til sönnunar og kannski geta menn stundum orðið ríkir á svindli. En ég er fyrst og fremst að tala um stjórnmálamenn sem reyna að blekkja fólk til að ná fram einhverju sem þeir telja bráðnauð- synlegt. Þeir ganga stundum svo langt að brjóta lög en iðrast oft beisklega eftir á vegna þess að af- leiðingarnar verða gjarnan slæm- ar. Bush og Blair áttu heiður skil- inn fyrir að steypa Saddam Huss- ein og taka þannig á hættulegum vanda sem forverar þeirra, þar á meðal Bush eldri, höfðu ýtt á und- an sér. Vesturveldin hlupu frá verkinu eftir fyrra Flóastríðið 1991 og skildu eftir á stalli sínum mann sem var búinn að stunda hrikalegri glæpaverk en nokkrir aðrir sam- tímaleiðtogar í Miðausturlöndum. Saddam beið bara eftir því að Bandaríkjamenn og Bretar gæfust upp á þófinu, þá hefði hann tekið til við fyrri iðju sína og látið drepa miskunnarlaust mörg hundruð þúsund eigin borgara. Síðan hefði hann haldið áfram landvinn- ingastríðum sínum með hjálp olíu- peninganna. Finnst mönnum að betra hefði verið að sleppa honum lausum, hefði manntjónið þá orðið minna? Aðgerðaleysi hefði orðið blóðugri lausn en að gera innrás. Jafnframt er ágætt að nota hér tækifærið til að minna á að til eru umfangsmikil gögn um bein sam- skipti stjórnar Saddams við hryðjuverkamenn al-Qaeda þótt ekki hafi tekist að finna neitt sem sanni aðstoð Íraka við hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 2001. En ætli margir andstæðingar Íraksstríðsins „viti“ samt ekki eða telji sig vita með vissu að Saddam átti engin samskipti við hryðju- verkahópa? Ósannindi margra pólitíkusa og allt of margra fjöl- miðla hafa lengi brenglað umræð- ur manna um þessi mál. Írökum tekst vonandi á næstu árum að losa sig við illa arfleifð harðstjórans og við bjartsýnis- menn sjáum þegar teikn um að það muni gerast. En það er ekki hægt að afsaka ýmis fáránleg mistök og ósvífni stjórnar Bush. Er einhvern tíma hægt að af- saka pyntingar við yfirheyrslur? Það er varla að maður þori að rekja rök þeirra sem fullyrða að stundum geti verið rétt að fórna grundvallarhugsjónum mannrétt- inda og pynta fólk til sagna. Von- andi skilja lesendur þetta ekki sem vörn heldur útskýringu. En pynt- ingameistararnir búa til hugsað dæmi: Hryðjuverkamaður er handsamaður, hann veit hvar búið er að koma fyrir kjarnorku- sprengju í milljónaborg en neitar að segja hvar hún sé. Vitað er að hún mun springa á næstu klukku- stundum. Myndum við halda fast við grundvallarreglur og segja að frekar deyi milljónir manna en að við sættum okkur við að maðurinn verði pyntaður til sagna? Heiðarlegt svar er kannski að við myndum halda fyrir nefið og segja að nauðsyn brjóti lög. En ef Bush og starfsmenn CIA eru á því að baráttan gegn alþjóðlegum hryðjuverkamönnum sé þess eðlis að fórna verði strax sumu af því sem við teljum forsendur siðmenn- ingar verða þeir að segja það hreinskilnislega. Þeir geta þá til dæmis sagt að margt af því sem var gert til að niðurlægja fanga í Abu Ghraib í Írak hafi verið and- styggilegt en samt nauðsynlegt í baráttunni við uppreisnarmenn. Þeir geta sagt að vissulega sé það afleitt en samt óhjákvæmilegt að láta hundruð manna hírast í fanga- búðum í Guantanamo-herstöðinni árum saman án þess að réttað sé í málum þeirra, of hættulegt sé að sleppa þeim. Þeir geta sagt að hryðjuverkamenn samtímans brjóti allar reglur siðaðra manna, ráðist eingöngu á vopnlausa borg- ara. Þess vegna sé ekki hægt að láta gilda um fangana sömu reglur og aðra. Við hin gætum þá íhugað rök þeirra. Við gætum spurt á móti hvort fangarnir í Guantanamo kynnu ekki sumir að vera saklaus- ir. Við gætum velt því fyrir okkur hvort hægt sé að haga sér eins og grimmur úlfur án þess að breytast sjálfur í villidýr. En ráðamenn í Washington nota ekki rök. Í staðinn nota þeir þá sí- gildu aðferð leynimakksins að hvísla að undirmönnum að finna verði leið fram hjá erfiðum lögum, annars sé öryggi þjóðarinnar í hættu. Til séu bandamenn sem kunni tökin á föngum sem neiti að tala. Engum kemur til hugar að CIA hafi upp á eigin spýtur sent draugaflugvélarnar sínar með meinta hryðjuverkamenn til Tyrk- lands eða arabalanda sem hunsa mannréttindi. Bush, Cheney og Rumsfeld hafa vitað af þessu. Skriffinnar í CIA-bákninu myndu aldrei taka áhættuna, þeir hafa áreiðanlega í höndunum gögn um grænt ljós frá æðri stöðum. Nú í dag er sagt frá leynilegum fang- elsum í Austur-Evrópu, þau hafa áreiðanlega fengið sína blessun í Hvíta húsinu. Að sjálfsögðu eru Bandaríkja- menn oft að berjast við áróð- ursmaskínur og ómerkilega hags- munaaðila sem skara eld að sinni eigin köku. En oft hafa Bush og menn hans skotið sig hjálparlaust í fótinn og það sem verra er, for- herðast frekar en að iðrast. Á Bandaríkjamenn er stundum lagð- ur siðferðilegur mælistokkur sem engum dytti í hug að nota þegar rætt er um aðrar stórþjóðir og margir fara gjörsamlega af hjör- unum ef talið berst að Bush. En þeir sem vilja Bandaríkjamönnum vel geta ekki verið sáttir við að hrokafullir glannar í Washington brjóti hiklaust lög og hefðir eigin þjóðar í skjóli myrkurs. Til þess voru þeir ekki kosnir. Við gætum spurt á móti hvort fangarnir í Guantanamo kynnu ekki sumir að vera saklausir. Við gætum velt því fyrir okkur hvort hægt væri að haga sér eins og grimmur úlfur án þess að breytast sjálfur í villidýr. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ósvífnir draugar UM SÍÐUSTU helgi stóðu sjö samtök og stofnanir að ráðstefnu um vatn undir yfirskriftinni Vatn fyrir alla. Samhliða þessari ráðstefnu gáfu samtökin BSRB, Landvernd, Náttúruvernd- arsamtök Íslands, Hjálparstarf kirkj- unnar, Kenn- arasamband Íslands og SÍB út sameiginlega yfirlýsingu til að vekja athygli á mikilvægi vatns og sérstöðu. Morgunblaðið gerði þessari ráðstefnu mjög góð skil og í leiðara blaðsins 1. nóvember er fjallað um hana og vitnað í yfirlýsinguna sem samtökin sjö standa að. Í yfirlýsingunni er bent á að þótt enginn vatnsskortur sé á Ís- landi sé staðan önnur víðast hvar í heiminum. Gnótt vatns hér á landi gefi því ekki tilefni til skeyting- arleysis af okkar hálfu. Þvert á móti beri okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þvílíkan búning að hún tryggi rétta forgangsröðun varðandi vatns- vernd og nýtingu og geti verið öðr- um þjóðum til fyrirmyndar. Vatnið í stjórnarskrána Leiðarahöfundur Morgunblaðsins vekur athygli á því að fyrrnefndir sjö aðilar sem að ráðstefnunni og yf- irlýsingunni stóðu – fleiri aðilum gefst nú kostur á að gerast aðilar að yfirlýsingunni – vilji að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings, sem taki til réttinda, verndunar og nýtingar vatns. Í leiðaranum er vitn- að í tvo af fyrirlesurum ráðstefn- unnar, þá Nigel Dower, kennara í þróunarsiðfræði við Háskólann á Akureyri sem fjallaði um ýmis sið- fræðileg álitamál í þessu sambandi og Pál H. Hannesson, alþjóðafull- trúa BSRB, sem fjallaði um reynsl- una af einkavæðingu vatns. Í fram- haldinu segir í leiðara Morgunblaðsins: „Tilgangur einka- væðingar er fyrst og fremst að tryggja neytendum betri þjónustu og kjör með tilstuðlan samkeppni, ekki að færa einokun frá einni hendi yfir á aðra. En það hlýtur einnig að vera mikið álitamál hvort hægt sé að einkavæða auðlind á borð við vatn og má yfirfæra þá um- ræðu yfir á umræðuna um auðlindir hafsins og spyrja hvort ekki sé rétt að líta á vatn sem þjóðareign. Nú stendur yfir nefndarstarf um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Rétt er að við þá endurskoðun verði áskorunin, sem kemur fram í yfirlýsingu fé- lagasamtakanna fyrir helgi um vatn fyrir alla, tekin til alvarlegrar skoð- unar. Þótt á Íslandi sé gnægð vatns verða Íslendingar að sýna að þeir kunni að umgangast þessa mik- ilvægu auðlind af virðingu og alúð.“ Hvers konar löggjöf um vatn? Það er sérstök ástæða til að fagna þeirri afstöðu sem þarna birtist. Ekki eingöngu vegna þess að tekið er undir það sjónarmið að rétturinn til vatns kunni að eiga heima í stjórnarskrá Íslands, heldur ekki síður vegna hins að spurt er hvort yfirleitt sé rétt að fela markaðs- öflunum forræði yfir vatninu. Því miður hafa verið stigin skref í þessa átt með lagasetningu á und- anförnum árum og nefni ég þar sér- staklega vatnsveitulögin sem sam- þykkt voru í fyrra. Verður fróðlegt að sjá hvað stjórnvöld hugsa sér í framhaldinu með boðuðum vatnalög- um, en frumvarp iðnaðarráðherra sem kynnt var sl. vor og hlaut mikla gagnrýni umsagnaraðila var sem betur fer dregið til baka, en von er á því á nýjan leik á næstu vikum og full ástæða til að halda vel vöku sinni. Nú ætla ég ekki að lesa meira í leiðaraskrif Morgunblaðsins en efni standa til enda vel kunnugt um já- kvæða afstöðu blaðsins til markaðs- væðingar. Hitt er mikilvægt að öfl- ugur fjölmiðill á borð við Morgun- blaðið skuli vilja stuðla að umræðu um þetta mikilvæga málefni og vekja athygli á því að vatn hefur sér- stöðu, er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Ef við á annað borð komumst að þeirri niðurstöðu að að- gangur og eignarhald á vatni flokk- ist undir mannréttindi, megum við aldrei fela það duttlungum markaðs- aflanna á hönd. Nánast alls staðar þar sem slíkt hefur verið gert, hefur það gefist illa. BSRB efnir til upplýstrar umræðu Af þessu tilefni vil ég hvetja til þess að við skoðum rækilega reynslu annarra þjóða af markaðsvæðingu vatnsveitna áður en við stígum frek- ari skref í þá átt. Í tengslum við að- alfund BSRB, sem haldinn verður 18. nóvember, kemur prófessor við háskólann í Greenwich í Englandi og gerir grein fyrir rannsóknum sínum um þetta efni. Við Greenwich- háskóla er öflug deild sem hefur um árabil stundað rannsóknir á þessu sviði, bæði hvað varðar skipulags- form í vatnsbúskap og í raforkugeir- anum og veitir David Hall þeirri deild forstöðu. Með því að bjóða David Hall hingað til lands vill BSRB leggja sitt af mörkum til að efla umræðu um málefni sem snýr ekki aðeins að okkur sjálfum heldur einnig komandi kynslóðum. Rétturinn til vatns – Hvern- ig skal hann tryggður? Ögmundur Jónasson skrifar um verndun vatns ’Gnótt vatns hér á landigefi því ekki tilefni til skeytingarleysis af okk- ar hálfu.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB. ÞEGAR konur sjá sig knúnar til að leggja niður störf í stórum stíl, eins og við sáum fyrir stuttu, þá felast í því ákveðin skilaboð. Eitt- hvað er eins og það ætti ekki að vera, og sennilega má draga það saman í eina setningu: Konur eru ekki metnar að verðleikum í sam- félaginu. Verkfall kvenna var með friðsamlegum hætti og snerist fyrst og fremst um sam- stöðu kvenna. En hvar er okkar sam- staða? Er ekki kom- inn tími til að við karlar tökum saman höndum í baráttunni fyrir jafnrétti, áður en konur gefast end- anlega upp á að mata okkur, þvo af okkur, baka fyrir okkur, ala okkur upp og hjúkra okkur? Það er eitt að styðja jafnrétti kynjanna en annað að vinna að því að það verði að veruleika. Það er líka erfiðara. Það þykir ekki leng- ur undarlegt að karlar hafi áhuga á jafnrétti, en málið vandast fyrst þegar við reynum að samþætta hugmyndir okkar og daglegt líf. Þar liggur verkefnið. Eitt af því sem við getum gert er að velta fyrir okkur hvernig við vinnum á heimilinu. Tökum við til, vöskum við upp og þrífum við klósettið? Þarf að biðja okkur um að taka til hendinni, eða göngum við bara í störfin óumbeðnir eins og konur hafa alla tíð gert? Hvað með börnin okkar? Segj- umst við ennþá vera að „passa“ þegar börnin eru í okkar umsjá? Kunnum við allt sem kunna þarf eins og að skipta á börnum, gefa þeim að borða og klæða þau sóma- samlega? Gefum við okkur nægan tíma með börnunum okkar og ræktum við tengslin við þau á þann hátt að þau geti seinna meir leitað til okkar, jafnt sem móður sinnar, þegar eitt- hvað bjátar á? Erum við tilbúnir að veita börnum okkar þá ást- úð sem þarf til að byggja upp traust? Þar liggur sennilega okkar besta tækifæri til fjárfestingar, því efnisleg gæði munu aldrei jafnast á við ástina sem börnin geta veitt okkur. Það er einnig mik- ilvægt að við spyrjum okkur hvort við ber- um virðingu fyrir konum eins og við gerum fyrir körlum – lítum við á þær sem jafningja okkar? Hlust- um við þegar konur tala, eða töl- um við ofan í þær? Horfum við á konur fyrst og fremst sem kynver- ur, eða berum við virðingu fyrir hugmyndum þeirra, skoðunum og verkum? Erum við t.d. tilbúnir að kjósa konur til forystu í samfélag- inu, eða treystum við ennþá körl- um best til að stýra þjóðarskút- unni, sama í hvaða átt stefnir? Jafnrétti er ekki ókeypis, það kemur ekki af sjálfu sér heldur þarf að vinna fyrir því og það mun kosta fórnir. En ef við erum til- búnir að leggjast á eitt þá getum við skapað börnum okkar betra og réttlátara samfélag en við þekkj- um í dag. Það er margt sem þú getur gert til að breyta ástandinu. Þú getur tekið þátt í að axla þá ábyrgð sem konur jafnan axla, þú getur reynt að hlusta betur á konur og fylgja ráðum þeirra og hvar sem þú kemur geturðu notað forrétt- indastöðu þína sem karlmaður til að gagnrýna ójafnrétti. Ekki láta konur einar um að berjast fyrir jafnrétti, því þetta er þitt sam- félag einnig. Og jafnrétti kemst ekki á hér án þinnar þátttöku. Ekki sitja hjá, heldur taktu þátt í baráttunni – jafnvel þó það sé ekki sársaukalaust. Þú getur breytt stöðunni. Ef taka þarf til heima hjá þér, þá geturðu gengið í þrifin. Ef taka þarf til í samfélaginu, þá geturðu sömuleiðis gengið í þau verk. Við þurfum á þér að halda, annars komumst við aldrei alla leið. Karlar, hvað er til ráða? Arnar Gíslason brýnir karla til dáða í jafnréttismálum ’…tökum saman hönd-um í baráttunni fyrir jafnrétti, áður en konur gefast endanlega upp á að mata okkur, þvo af okkur, baka fyrir okkur, ala okkur upp og hjúkra okkur…‘ Arnar Gíslason Höfundur er félagi í karlahópi Femínistafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.