Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 35
UMRÆÐAN
ÍSLENDINGAR eru með eitt
lægsta hlutfall aldraðra innan landa
OECD. Aldraðir (þ.e. eldri en 65 ára)
eru taldir 11,8% þjóðarinnar og end-
urspegla þannig lága fæðingartíðni
frá kreppuárunum upp
úr 1930. Þeim mun hins
vegar fjölga verulega á
næstu árum en um
miðja síðustu öld var
fæðingartíðni mun
hærri. Þannig verður
hlutfall aldraðra 2015
13,6% og 2020 15,3%.
Reynslan er sú að hver
einstaklingur notar um
80% af þeirri þjónustu,
sem hann þarf frá heil-
brigðiskerfinu, síðustu
2–3 ár ævi sinnar.
Íslendingar eru ein
ríkasta þjóð í heimi. Kostnaður við
rekstur heilbrigðisþjónustunnar er
með þeim hæsta innan landa OECD
ef tekið er tillit til aldurssamsetning-
arinnar.
Heilbrigðisráðherra hefur við-
urkennt að verulegur skortur sé á
hjúkrunarplássum. Hann gaf upp töl-
una 300 en hún er töluvert hærri ef
aðstaða núverandi vistmanna er tekin
með í dæmið. Í öðrum vestrænum
þjóðfélögum er ekki skortur á hjúkr-
unarplássum, því að þar telja menn
sem hafa greint kostnað við einstaka
þætti heilbrigðiskerfisins, að það
borgi sig ekki að búa við skort á
þessu sviði.
Sviðsstjóri skurðlækninga hefur
greint frá því að hjúkrunarsjúklingar
sem ekki er hægt að fá pláss fyrir á
hjúkrunardeildum liggi í bráðarúm-
unum og komi í veg fyr-
ir að hægt sé að sinna
sjúklingum sem þurfa á
skurðaðgerðum að
halda. Þetta þýðir auð-
vitað að fjöldi starfs-
manna spítalans sem
eru á fullum launum
geta ekki sinnt eðlileg-
um verkefnum. Að hafa
hjúkrunarsjúklinga á
bráðadeildum kostar
undir þessum kring-
umstæðum margfalt á
við það sem kostnaður
er á hjúkrunarheim-
ilum. Þetta þýðir auðvitað að þessi
skortur sé mjög dýr fyrir Landspít-
ala og hækki kostnað við rekstur spít-
alans ef hann er reiknaður eftir DRG
kerfinu.
Þetta ástand staðfestir því auðvit-
að þá staðreynd að frá rekstrarlegu
sjónarmiði er ekki glóra í þessu
ástandi.
Aldraðir borgarar þessa lands hafa
greitt skatta sína og skyldur alla sína
ævi en svo kemur að síðustu æviár-
unum og þá telja þeir sig eiga inni þá
miklu þjónustu sem þeir þurfa síð-
ustu æviár sín.
Skortur á hjúkrunarplássum er því
frá mannlegu sjónarmiði hrein mann-
vonska.
Sá stjórnmálaflokkur sem farið
hefur mest með ráðuneyti heilbrigð-
ismála síðustu árin er auðvitað Fram-
sóknarflokkurinn með fullum stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokks. Núverandi
ríkisstjórn ætlar að eyða tugum millj-
arða króna í byggingu nýs bráðaspít-
ala og neitaði algerlega að hlusta á
ráðleggingar reyndra erlendra ráð-
gjafa um að skoða mun ódýrari lausn-
ir. Engar áætlanir hafa verið gerðar
um lausnir við þjónustu við aldraða
og allir sem átta sig á eðli mála skilja
að það er vonlaust að reka nýjan
bráðaspítala án þess að tryggja nægi-
legan fjölda hjúkrunarplássa áður.
Aldraðir íbúar landsins átta sig því
á að þeir geta ekki búist við viðunandi
lausn á þörfum þeirra síðustu ár æv-
innar frá núverandi ríkisstjórnar-
flokkum. Stjórnarandstaðan hefur
heldur ekki látið þessi mál til sín taka
og ekki haldið uppi viðunandi gagn-
rýni á störf ríkisstjórna undanfarinna
kjörtímabila.
Skortur á hjúkr-
unarplássum
Ólafur Örn Arnarson fjallar
um vandamál aldraðra
’Aldraðir íbúar landsinsátta sig því á að þeir
geta ekki búist við við-
unandi lausn á þörfum
þeirra síðustu ár ævinn-
ar frá núverandi ríkis-
stjórnarflokkum.‘
Ólafur Örn Arnarson
Höfundur er læknir.
ÉG SÁ aldrei Berlínarmúrinn.
Það var búið að brjóta hann í smátt
þegar ég kom í fyrsta sinn til Berl-
ínar. Henry, sem hefur alið allan
aldur sinn í þeim bæ, gaf mér
rauðleitan steinsteypumola sem
hann fullyrti að væri úr þessu ill-
ræmda mannvirki flokks og ríkis.
Ég þáði hann og átti hann um tíma
en svo týndist hann og
ég sakna hans ekki.
Ekki fremur en ég
sakna Berlínarmúrs-
ins. Sumt má sann-
arlega missa sig.
Við vorum ekki inn-
múruð í Berlín júlí-
dagana þarna um árið
og þeir sem fyrrum
höfðu verið innvígðir í
flokksvé og verið
ónefndir og ósnert-
anlegir gegndu hvers-
dagslegum nöfnum og
gengu settlega um
götur og torg eða iðkuðu amstur
sitt friðsamlega. Einhverjir voru
raunar í steininum. Þeir verstu
vonaði maður.
Það var skrýtin og ögrandi fyr-
irsögn á grein í vikublaðinu Spiegel
um þær mundir. „Peepshow im
Wikingerreich“. Gægjusýning í vík-
ingaríkinu. Nei, þessi íslensku orð
ná engan veginn þeirri blöndu af
klámi og opinberu ofbeldi ríkisins
sem felst í þýsku fyrirsögninni og
skírskotar til ærið strembinna at-
burða í þarlendri fortíð. Greinin
var rituð um íslensk málefni vegna
tilburða til að koma hér á svoköll-
uðum gagnagrunni á heilbrigð-
issviði og áttu innvígðir að hljóta
opinbera heimild til að ganga
frekjulega í skrokk allra hinna og
skrá hjá sér kvilla og kveisur.
Þetta var á endanum leyft með lög-
um en rann út í sandinn í fram-
kvæmdinni. Bættur sé skaðinn.
Eins og við mátti búast ónýtti
Hæstiréttur málatilbúnað Jóns H.
B. Snorrasonar, saksóknara í
Baugsmálinu, fyrir skemmstu. Smá
slitrur úr því fóru raunar aftur til
héraðsdóms og fá dómararnir það
vanþakkláta verkefni að ráða í
merkingu hinna myrku orða sak-
sóknarans sem maður gæti stund-
um haldið að hafi þá vinnureglu að
leitast við af fremsta megni að
varpa hulu yfir hvaðeina sem ljóst
kann að vera. Hjálpi þeim sá sem
vanur er.
Talið um ónefndan mann, inn-
múraðar og innvígðar ráðstafanir,
að eitt skjal muni nægja til að
senda hina tindilfættu rannsókn-
arliða á vettvang, æ það minnir
einhvern veginn óþægilega á múr
sem maður var svo lánsamur að sjá
aldrei. Mikið skelfing
var það ógæfulegt
upphafið á hinum há-
timbraða málatilbún-
aði sem hafnaði að
lokum í flórnum og
margt klámfengið og
ógeðfellt hefur fylgt á
eftir þessi þrjú ár sem
liðin eru. Útkoman er
eftir því.
Baugsmálið hefur
þegar valdið miklu
tjóni. Friðsæld og ör-
yggi eru þegar öllu er
til skila haldið langt-
um mikilvægari heldur en fjár-
munir. Málatilbúnaðurinn vitlausi
og langvinni hefur rýrt mjög þessi
mikilvægu lífsgæði sakborninga.
Miklu fé og löngum tíma mun einn-
ig hafa verið varið til málsins af op-
inberri hálfu og svo er að skilja
sem eigendur Baugs hf. hafi orðið
fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna
umstangsins sem kvað hafa haft
miður heppileg áhrif á viðskipti
þeirra. Lakast er þó án efa að allt
málið hefur tvímælalaust veikt
traust fjöldamargra íslenskra borg-
ara á því að embætti ríkislög-
reglustjóra sé svo óháð og faglegt
sem það ætti að vera.
Það er vissulega engum vafa
undirorpið að þeir einstaklingar
sem fást við kaupsýslu eða annars
konar rekstur eða stunda fagstörf
af einhverju tagi þurfa ætíð að vera
undir það búnir að verja gerðir sín-
ar fyrir dómstólum, bera ábyrgð á
þeim og taka afleiðingum af athöfn-
um sínum. En þeir eiga jafnframt
skýlausa kröfu á því að þau mál
sem upp koma séu reist á rökum
og meðhöndluð á faglegan hátt í
samræmi við reglur réttarkerfisins.
Mikill og alvarlegur misbrestur
hefur orðið á því í Baugsmáli eins
og alkunna er.
Eftir það sem á undan er gengið
væri sjálfsagt eðlilegast að láta nú
staðar numið. Gangast við því að
Baugsmálið er draugur vakinn upp
úr fúlum pytti rógmælgi og ann-
arlegra tengsla milli einstaklinga
sem höfðu beðið skipbrot í við-
skiptum og einkalífi og heiftúðugra
stjórnmálamanna. Láta málið falla
niður dautt. En nú er ekki útlit
fyrir það. Lögspakir menn halda
því fram að samkvæmt laganna
bókstaf sé unnt að halda mála-
rekstrinum áfram. Einhvern veginn
er nú erfitt fyrir leikmann að koma
því heim og saman við almenna
skynsemi eða hugmyndir um
mannréttindi en lögfræði á ekki
alltaf samleið með þessu tvennu
þannig að svo kann að fara að
Baugsundrin haldi áfram enn um
sinn.
En ef svo verður þarf að hreinsa
til þannig að sakborningar í Baugs-
máli og öðrum málum sem rekin
eru og rekin verða fyrir dómstólum
geti verið þess fullvissir að fjallað
verði um mál þeirra af hlutlægni
og faglegri kunnáttu og án þess að
annarleg sjónarmið liggi að baki.
Embættismenn flokks og ríkis,
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra og Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri, bera hvor um
sig og sameiginlega ábyrgð á þeirri
réttaróvissu sem orðin er í Baugs-
máli og til er komin vegna þeirra
stórfelldu afglapa sem framin voru
við rannsókn og ákæru í málinu og
lýst er með skorinorðum hætti í
dómsorði Hæstaréttar. Það hefur
komið í ljós að embætti ríkislög-
reglustjóra veldur ekki hlutverki
sínu þegar á herðir. Það er því
mikilvægt og nauðsynlegt fyrir
traust almennings á réttarkerfinu
að þessir embættismenn axli
ábyrgð sína, geri það sem skyldan
býður og segi af sér hið allra
fyrsta.
Múrbrot
Kristján Sveinsson fjallar
um Baugsmálið ’Eftir það sem á undaner gengið væri sjálfsagt
eðlilegast að láta nú
staðar numið.‘
Kristján Sveinsson
Höfundur er sagnfræðingur
í Reykjavík.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
AR
G
US
/
05
-0
73
5
STARFI
NÁM
SA M H L I ‹ A
Sjálfstæ›ur
rekstur
Námið er ætlað sjálfstætt starfandi sérfræðingum með lítinn eða meðal-
stóran rekstur. Námið er kjörið fyrir þá sem vilja öðlast færni við að nýta
tækifæri og afla sér meiri þekkingar á sviði stjórnunar og reksturs.
Markmiðið er að sjálfstætt starfandi sérfræðingar geti aflað sér hag-
nýtrar þekkingar á stjórnun og rekstri lítilla fyrirtækja, sem auðveldar
framkvæmd og ákvarðanatöku varðandi rekstur, fjármál, bókhald,
stjórnun og starfsmannamál og markaðs- og þjónustumál. Námi› er
eitt misseri og er 7,5 einingar á háskólastigi.
Umsóknarfrestur fyrir vormisseri er til 15. nóv.
Kennarar:
• Ásta Dís Óladóttir, a›junkt vi› HÍ og doktorsnemi vi› Vi›skiptaháskólann í
Kaupmannahöfn
• Bjarni Frímann Karlsson, lektor vi› HÍ
• Kristján Jóhannsson, lektor vi› HÍ
• Magnús Pálsson, forstö›uma›ur flróunarsvi›s hjá Sparisjó›i Hafnarfjar›ar
• Reynir Jónsson, vi›skiptafræ›ingur og sjálfstætt starfandi rá›gjafi
• Námstími: 12. janúar 2006 til júní 2006
Nánari uppl‡singar og umsóknir á
www.endurmenntun.is e›a í síma 525 4444.