Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNAGJÖLD í Reykja-
vík nema 0,4% af verðmæti eigna.
Til viðbótar greiðast 0,115% af
verðmæti í holræsagjald. Sam-
anlögð gjöld sem fylgja fast-
eignaverði, réttnefnd fast-
eignagjöld, eru því 0,515% af
fasteignamati. Eigandi íbúðar, met-
in er á 20 milljónir króna greiðir
því kr. 103.000 af ráðstöf-
unartekjum eftir skatta í fast-
eignagjöld. Að því gefnu að tekjur
íbúðareigandans séu yfir skattleys-
ismörkum má því ætla að um
170.000 krónur af brúttólaunum
hans gangi til greiðslu fasteigna-
gjalda. Hjón í 20 milljón króna íbúð
með fimm milljónir króna í árslaun
greiða þannig um 3,4% heild-
artekna sinna í fasteignagjöld.
Þetta er svipuð upphæð og árlegur
kostnaður við eldsneyti
á venjulegan fólksbíl,
svo dæmi sé tekið.
Fasteignagjöld fylgja
fasteignamati, en þróun
þess fylgir að mestu
breytingum á húsnæð-
isverði. Síðast þegar
fasteignagjöld voru lögð
á hækkuðu þau þannig
um tæp 17%, í samræmi
við hækkun fast-
eignamats (sjá línurit).
Frá áramótum hefur
húsnæðisverð í Reykja-
vík hækkað um nær
30%. Líklegt er að
næsta álagning fasteignagjalda
endurspegli þetta. Íbúð sem um
síðustu áramót var metin á 20
milljónir króna gæti þannig hafa
hækkað í 26 milljónir. Líkleg fast-
eignagjöld yrðu þá um 134.000.
Hjónin í dæminu þurfa því að afla
um 57.000 króna brúttótekna í við-
bót til að standa straum af fast-
eignagjöldum á næsta ári. Hjá
þeim færi helmingur þeirrar 2,3%
kaupmáttaraukningar sem spáð er
á árinu beint í aukin fasteignagjöld.
Sé ekki um kaupmáttaraukningu að
ræða þyrfti fjölskyldan að skera
niður í annarri neyslu.
Á síðustu fimm árum hefur
íbúðaverð hækkað um 105% á með-
an laun hafa hækkað um 45%.
Munurinn er um 60 prósentustig
eins og sést á með-
fylgjandi grafi. Sú
eignaaukning sem
verður til með
hækkun húsnæð-
isverðs er vissulega
mikil. Hins vegar
kemur hún fáum til
góða í raun, enda
fæstir í þeirri stöðu
að geta innleyst
hagnaðinn. Ekki
dugar heldur að
selja íbúðina og
leigja aðra, því
leiguverð end-
urspeglar að sjálf-
sögðu fasteignagjöldin líka.
Á síðasta ári varð nokkur um-
ræða um hvernig best væri að
borgaryfirvöld brygðust við hækk-
un fasteignamats. Vildu ýmsir
draga úr áhrifum hækkunarinnar.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks lagði til dæmis
síðasta vetur fram tillögu um að
borgin hækkaði ekki fasteignagjöld
umfram verðlagsþróun. Hún hlaut
ekki náð fyrir augum meirihlutans.
Ekki er ólíklegt að slíkar raddir
verði enn háværari nú þegar tvö-
falt meiri hækkun er fyrirsjáanleg.
Kostnaður einstaklinga vegna
fasteignagjalda hefur stóraukist á
síðustu árum, í takt við hækkað
húsnæðisverð. Þessi kostnaður er
ekki í neinu samræmi við ráðstöf-
unartekjur. Fasteignagjöldin verka
því á vissan hátt eins og nefskattur
og koma oft harðast niður á þeim
tekjulægstu, til dæmis á ellilífeyr-
isþegum. Nauðsynlegt er að endur-
skoða þessa skattlagningu enda
ljóst að ekkert samhengi er milli
kostnaðar sveitarfélaga af þjónustu
við fasteignir og þeirrar verðþróun-
ar sem verið hefur undanfarið á
fasteignamarkaði. Til dæmis mætti
huga að því að festa gjöldin héðan í
frá við vísitölu neysluverðs eða
byggingarvísitölu, eða þá fella þau
niður og hækka útsvarsprósentu á
móti sé þess þörf.
Fer kaupmáttaraukningin
í fasteignagjöld?
Þorsteinn Siglaugsson fjallar
um hækkun fasteignagjalda
’Kostnaður einstak-linga vegna fasteigna-
gjalda hefur stóraukist
á síðustu árum, í takt við
hækkað húsnæðisverð.
Þessi kostnaður er ekki
í neinu samræmi við
ráðstöfunartekjur.‘
Höfundur er hagfræðingur.
Þorsteinn
Siglaugsson
Uppsöfnuð hækkun fasteignaverðs á höfuðborg-
arsvæðinu umfram laun frá árslokum 1999.
OFFITA er vaxandi vandamál
meðal barna á Íslandi, fyrir því eru
aðallega tvær ástæður, mataræðið
og minni hreyfing.
Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Menntaráði lögðum fram svohljóð-
andi tillögu í ráðinu 17. febrúar sl.
„Fulltrúar Sjálfstæðismanna leggja
til að gerð verði úttekt
á næringargildi matar
sem nemendum í skól-
um og leikskólum
borgarinnar er boðið
upp á. Úttektin verði
gerð í samráði við fag-
aðila. Starfsmenn
Fræðslumiðstöðvar og
Leikskóla Reykjavíkur
komi með tillögur um
tilhögun og fram-
kvæmd verksins.“
Tillögunni var frest-
að en loksins afgreidd
og samþykkt á fundi
Menntaráðs 1. september sl. – meira
en hálfu ári síðar.
Rík ástæða er til að skoða það sem
börnin okkar fá að borða í skólanum.
Er MSG í matnum? Hvert er syk-
urmagnið? Hvernig hefur maturinn
verið unninn og hvert er næring-
arinnihaldið? Hvaða aukaefni eru
notuð? Hvert er magn fitu? Og svo
mætti lengi telja.
Það er nauðsynlegt að velta því
fyrir sér af hverju við þurfum að
setja sætuefni og/eða aukaefni s.s.
aspartam í matvöru. Er ekki nær að
nota náttúrulegar afurðir s.s. ávexti
eða einfaldlega hrásykur til að
bragðbæta þær matvörur sem við
bjóðum börnunum okkar uppá? Hrá-
sykur er þó náttúruleg afurð og lík-
aminn vinnur úr honum.
Næringarinnihaldið
Í matvöruverslununum má oft sjá
fólk með fullar körfur af unnum mat-
vörum til að stinga beint í ofninn,
sykurlausu gosi með
aspartam og öðrum
aukaefnum, snakki
með MSG, mjólkuraf-
urðum með aspartam
og svona mætti lengi
telja. Meira og minna
tilbúnar afurðir með af-
ar lítið næringargildi.
Það eru allt of margir
sem átta sig ekki á því
hve lítil næring er í
ýmsum þeim vörum
sem við kaupum. Vand-
inn er sá að því minni
næring sem er í því
sem við borðum því meira þurfum
við að innbyrða til að mæta nær-
ingar þörfinni. Þessi orkulausi mat-
ur stuðlar að hreyfingarleysi því án
orkunnar er erfitt að hreyfa sig. Út-
koman er offita. Það er ekki furða þó
að börn séu þreytt, áhugalaus og
pirruð ef næringin sem þau fá upp-
fyllir ekki þarfir þeirra.
Fræðsla
Mikilvægt er að fræða börn og
foreldra í auknum mæli um næring-
arinnihald hinna ýmsu fæðuflokka.
„Við erum það sem við borðum.“
Börn eru móttækileg fyrir hvers
kyns fræðslu, foreldra með sitt
fyrsta barn þyrstir í fræðslu. Við
þurfum að leggja áherslu á að fræða
foreldra og börn um mikilvægi góðr-
ar næringar og hjálpa foreldrum við
að velja það sem best hentar börnum
þeirra.
Sýnum gott fordæmi í leik- og
grunnskólum borgarinnar. Við erum
á góðri leið og mötuneytin sem kom-
in eru þegar í marga af skólum borg-
arinnar lofa svo sannarlega góðu. En
það er ekki nóg að hafa búninginn,
innihaldið skiptir höfuðmáli. Höfum
metnað til að gera enn betur í þess-
um efnum í Reykjavík. Að mörgu er
að hyggja, með aukinni fræðslu,
fyrsta flokks hráefni og góðu for-
dæmi getum við uppskorið ánægðari
og einbeittari börn.
Mataræði barna skiptir máli
Eftir Jórunni Frímannsdóttur ’Að mörgu er aðhyggja, með aukinni
fræðslu, fyrsta flokks
hráefni og góðu for-
dæmi getum við upp-
skorið ánægðari og ein-
beittari börn.‘
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og
varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér
í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins.
Prófkjör Reykjavík
Á UNDANFÖRNUM árum og
áratugum hefur margt verið ritað
um byggðamál og byggðastefnu og
ýmsir hópar settir í það verk að
finna lausnina á þeim
vanda sem skapast í
fámenni við að fólk
flyst burt, en án mikils
sýnilegs árangurs.
Stærstur hluti
byggðaröskunar er
fylgifiskur eðlilegra
þjóðfélagsbreytinga
sem erfitt er að ráðast
gegn og ef til vill
ástæðulaust að ráðast
gegn. Fólk flyst úr fá-
menninu í þéttbýlið,
þar eru fjölbreyttari
atvinnutækifæri og
þjónustan betri. En
fólksfækkun er slæm
fyrir þá sem eftir
verða. Það verður dýr-
ara að halda uppi eðli-
legri þjónustu og ef til
vill ómögulegt að
bjóða upp á allt sem
íbúarnir vilja eiga kost
á. Auðvitað má meta
gildi búsetu á lands-
byggðinni með öðrum
hætti en út frá hag-
kvæmninni einni sam-
an, en sama hvert matið er, þá eru
það íbúar landsbyggðarinnar sem
líða fyrir þá röskun sem verður og á
því þarf að taka.
Þjóðfélagsbreytingar ráða einnig
miklu um stöðu Akureyrar eins og
annarra byggðarlaga. Vöxtur og
uppbygging er því ekki eingöngu
háð því sem við gerum eða gerum
ekki heldur ráða þar að miklu leyti
þættir sem við höfum lítil sem engin
áhrif á. Bestu dæmin eru harðnandi
alþjóðleg samkeppni í okkar helstu
útflutningsgreinum bæði á sviði iðn-
aðar og sjávarútvegs.
Án þess að fara nánar út í það hér
sýnir svokölluð SVÓT greining á
stöðu Akureyrar að möguleikar
svæðisins eru miklir, en til að nýta
þau tækifæri sem framtíðin býður
uppá þarf samstillt átak lands-
stjórnar, bæjarstjórnar og atvinnu-
lífs. Við þurfum að leggja áherslu á
að auka útflutning frá okkar svæði
til útlanda eða annarra landshluta
til að styrkja undirstöðu samfélags-
ins, um það hljóta allir að vera sam-
mála. Spurningin er því á hvaða
sviðum sé vænlegast að auka út-
flutning?
Lítum aðeins á stöðuna í dag:
Sjávarútvegur – aukin hagræð-
ing og tæknivæðing þýðir fækk-
un starfa bæði á
landi og sjó.
Landbúnaður – auk-
in hagræðing mun
fækka störfum.
Bankar og fjár-
málastofnanir –
störfum mun fækka
í hefðbundinni
bankastarfsemi en
fjölga á nýjum svið-
um, sumum tengd-
um útrás bankanna,
náum við í þau
störf?
Iðnaður – þjónusta
við atvinnulífið og
uppbygging mun
fjölga störfum.
Möguleikar á stór-
iðju á Norðurlandi
skipta hér miklu
máli.
Ferðaþjónusta –
talsverðir mögu-
leikar á fjölgun
starfa með bættum
samgöngum og auk-
inni afþreyingu.
Verslun og af-
þreying fer vaxandi með auknum
íbúafjölda, fleiri námsmönnum
og kröfunni um betri þjónustu.
Starfsemi hins opinbera fer án
efa áfram vaxandi á landsvísu,
náum við í þau störf?
Framhaldsskólar og háskólinn –
aukið vægi endurmenntunar og
rannsókna mun fjölga störfum.
Heilbrigðisþjónusta – miklir
möguleikar á fjölgun starfa.
Ný svið og ný starfsemi tengd
aukinni menntun mun geta skap-
að hér fleiri störf, en það er lang-
tíma verkefni.
Þessi upptalning sýnir að mögu-
leikarnir eru helstir í þjón-
ustustörfum hverskonar bæði á veg-
um opinberra og einkaaðila og í
iðnaði og þá sérstaklega tengdum
stórum verkefnum á því sviði.
Orðunum um eflingu Akureyrar
og Eyjafjarðarsvæðisins þurfa að
fylgja athafnir, sem í sumum til-
fellum kosta tilfærslu verkefna og
fólks. Opinber þjónusta fer vaxandi
og Akureyri er eini staður landsins
sem hefur raunverulega möguleika
á að taka við slíkum störfum. Hér er
ég ekki að tala um að setja niður
tvo, fjóra starfsmenn, sem eingöngu
sinna staðbundnum verkefnum frá
höfuðstöðvunum í Reykjavík, heldur
heilu stofnanirnar eða sér-
fræðideildir sem ætlað er það hlut-
verk að sinna landinu öllu.
Stórar sérfræðideildir krefjast
ákveðins umhverfis og góðrar þjón-
ustu sem hér er til staðar og því er
Akureyri í raun eini raunhæfi val-
kosturinn þegar rætt er um að
byggja upp slíka þjónustu á lands-
byggðinni.
Það er engin byggðastefna fólgin
í því þegar stjórnmálamenn rétta
upp hönd og samþykkja að efla beri
ákveðin svæði, en eru síðan ekki til-
búnir til að fylgja þeim sam-
þykktum eftir með nauðsynlegum
fjármunum og aðgerðum. Orðum
þurfa að fylgja athafnir. Það er já-
kvæð byggðastefna fyrir landið allt
að leggja áherslu á að efla Akureyri
sem góðan búsetukost í landinu,
ekki sem mótvægi við höfuðborg-
arsvæðið heldur sem öðruvísi val-
kost sem laðar að fólk og fyrirtæki.
Efling Akureyrar
– jákvæð
byggðastefna
Eftir Ásgeir Magnússon
Ásgeir Magnússon
’… möguleik-arnir eru helstir
í þjónustustörf-
um hverskonar
bæði á vegum
opinberra og
einkaaðila og í
iðnaði …‘
Höfundur er forstöðumaður skrif-
stofu atvinnulífsins á Norðurlandi og
gefur kost á sér í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í prófkjörinu á Akureyri.
Prófkjör Akureyri
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16