Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ENN á ný staðfesta
Íslendingar í könn-
unum að þeir telja sig
með hamingjusömustu
þjóðum heims, eins og
fram kom í flestum
fjölmiðlum í gær.
Þetta kemur ekki á
óvart, hér eru lífsgæði
langflestra góð og
framfarir miklar á
flestum sviðum. Sam-
félög manna eru hins
vegar ekki sjálfvirkar
þvottavélar. Þessa til-
finningu fólks þarf að
varðveita, þar eiga
margir hlut að máli,
ekki síst við unga fólk-
ið.
Aldraðir
á Íslandi
Þegar einstaklingar
meta sig og sínar að-
stæður gera þeir það
oft með samanburði
við aðra í kringum sig.
Sú kynslóð sem nú er
komin á efri ár lagði
grunn að þeirri hag-
sæld sem við öll njót-
um í dag. Byggði m.a.
upp atvinnulífið nánast
frá grunni, skólana
sem við menntuðumst
í, heilbrigðiskerfið sem
hefur náð betri árangri en í flestum
löndum. Þetta fólk sér með eigin
augum þær miklu framfarir sem hafa
orðið og þá hagsæld sem við njótum.
Þetta er kynslóð sem er mun nægju-
samari en þeir sem yngri eru. Þrátt
fyrir það er það skylda okkar að búa
eins vel að henni og kostur er, þegar
hún getur það ekki
lengur sjálf fyrir aldurs
eða sjúkleika sakir.
Henni má ekki finnast
hún vera afskipt í ríki-
dæmi dagsins í dag.
Hamingja allra –
sátt kynslóða
Það er stundum sagt
að það sé mælikvarði á
samfélög hversu vel þau
búi að þeim sem elstir
eru og yngstir. Við sem í
dag erum að koma út úr
því menntakerfi sem
eldri kynslóðir byggðu
upp, erum að fara inn í
blómstrandi atvinnulíf
sem þær lögðu grunn
að, eigum að setja okk-
ur það markmið að eldri
borgarar fái einnig að
njóta afrakstursins.
Þeir, sem hafa lokið
sínu ævistarfi, eiga það
skilið að vel sé að þeim
búið.
Virkja þarf aldraða til
hvers kyns samfélags-
þátttöku. Fjölga þarf
hjúkrunarrýmum og
þjónustuíbúðum. Efla
þarf heimahjúkrun. Allt
þetta þarf að vinna með
frjálsum félagasam-
tökum, kirkjum og fjöl-
skyldunum í borginni.
Skylda ungs fólks
við eldri borgara
Eftir Bolla Thoroddsen
Bolli Thoroddsen
’Við, sem erumað koma úr skól-
um, sem eldri
kynslóðir
byggðu upp, er-
um að fara inn í
atvinnulíf, sem
þær lögðu
grunn að, eigum
að tryggja að
þeir sem eldri
eru njóti af-
rakstursins.‘
Höfundur er verkfræðinemi við
HÍ, formaður Heimdallar og
sækist eftir 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins.
Prófkjör Reykjavík
ÉG BÝÐ mig fram til 5.–7. sætis á
lista okkar sjálfstæðismanna í kom-
andi prófkjöri. Ég hef kosið að setja
fram sjö stefnumál sem
ég ætla að berjast fyrir
nái ég kjöri.
Stefnumál mín eru
þessi:
1. Að foreldrar með
börn á leikskóla fái þá
þjónustu sem þeir
greiða fyrir. Leik-
skólana vantar starfs-
fólk og því miður höfum
við orðið vitni að því að
leikskólabörn hafa ver-
ið send heim á miðjum
degi eða ekki tekið við
þeim. Þetta er ekki
þjónusta sem hægt er að bjóða
nokkrum manni og fáar aðrar lausn-
ir í spilunum en að lagfæra kjör þess
starfsfólks sem starfar á leikskólum
borgarinnar því samkeppnin um
vinnuaflið er hörð. Borgaryfirvöld
eru því miður að uppskera eins og
þau hafa sáð til og nú vantar 70
starfsmenn í leikskólana.
2. Að tekið verði upp ávísanakerfi
til að örva virka þátttöku barna og
unglinga í heilbrigðu og skipulögðu
íþrótta- og tómstundastarfi, tónlist-
arnámi, o.þ.h. Ég legg áherslu á við
förum svipaða leið og Garðabær með
því að styrkja foreldra um tiltekna
upphæð á ári, sem mætti verða til
þess að auka virka þátttöku barna í
heilbrigðu tómstundastarfi. Þátt-
taka í skapandi tómstundum þar
sem börn fá að láta hæfileika sína
njóta sín og glæða áhuga þeirra er
besta forvörnin gegn vímuefnum og
annarri óáran sem glepja börnin
okkar. Ég veit líka að margir for-
eldrar geta ekki sökum efnahags
gefið börnum sínum tækifæri til að
stunda tómstundir en með þessu
móti getum við komið á móts við
þennan hóp. Vinstriflokkarnir hafa
ekki einkaleyfi á velferðarmálum
sem þessum og því þurfum við sjálf-
stæðismenn að taka forystu í þess-
um málum.
3. Að stuðla að vexti
og valfrelsi í leik-
skólum og grunn-
skólum með virkara
einkaframtaki. Það er
nauðsynlegt að bjóða
upp á og stuðla að
auknu valfrelsi
foreldra þegar komið
er að þessum mála-
flokki. Við sjálfstæð-
ismenn eigum að
stuðla að jákvæðri en
heilbrigðri samkeppni
þar sem því verður
komið við í anda sjálf-
stæðisstefnunnar.
4. Að byggð verði ný hjúkr-
unarheimili til að mæta brýnni þörf
fyrir eldri borgara. Því miður eru
250 manns samkvæmt upplýsingum
borgarstjóra sem bíða eftir hjúkr-
unarrýmum. Þessi fjöldi er án efa
meiri og því miður hafa borgaryf-
irvöld ekki byggt eitt einasta hjúkr-
unarheimili á rúmlega 11 ára valda-
tíð R-listans. Úr þessum vanda
verður að leysa svo fljótt sem kostur
er.
5. Að borgin sýni þann metnað að
umhverfi sé til sóma í öllum hverfum
borgarinnar. Hrein borg. Þótt um-
ræða um framtíðarskipulag Reykja-
víkur hafi snúist um Vatnsmýrina þá
mega ekki hverfi borgarinnar
gleymast. Það var mér mikið fagn-
aðarefni þegar ákveðið var í borg-
arstjórn að taka til umræðu öll
hverfi borgarinnar. Því miður hafa
sum hverfi borgarinnar drabbast
niður og þetta sjáum við t.d. í Breið-
holtinu, sem er fjölmennasta hverfi
borgarinnar. Við viljum hreina borg
og fögur torg í stað þess ástands
sem nú er.
6. Að byggð verði mislæg gatna-
mót á Miklubraut og Kringlumýr-
arbraut. Þessi gatnamót eru sprung-
in og nú í sumar var reynt að setja
plástur á þau. Skipulag á nýju há-
tæknisjúkrahúsi og uppbygging í
Vatnsmýrinni með íbúðarbyggð og
háskóla kallar á að endurskoða verð-
ur umferðarmannvirki til þess að
hægt verði að flytja þá tugi þúsunda
bíla sem fara um þessa stofnbraut á
hverjum degi og umferðin mun
aukast. Það verður einnig að koma
umferðinni frá þessum gatnamótum
með nýjum umferðarmannvirkjum
til vesturs. Ef ekkert verður að gert
mun stefna í algjört óefni.
7. Að auka lóðarframboð og lækka
lóðar- og fasteignagjöld. Lóðir fyrir
alla. Það á að vera metnaður borg-
arinnar að þeir sem vilja byggja sér
húsnæði fái lóð til þess. Lóðar-
skortur á ekki að vera til í orðabók
okkar sjálfstæðismanna. Við verðum
því að auka framboðið og með því
móti lækka lóðargjöld. Fast-
eignaskattar eru alltaf að hækka á
okkur borgarbúa m.a. vegna þess að
verð á fasteignum hefur hækkað.
Borgaryfirvöld hafa því verið að seil-
ast í vasa okkar skattgreiðenda
meira en góðu hófi gegnir. Þessu
verður að linna.
Eigum við samleið?
Stefnumál mín varða hag fjöl-
skyldunnar og velferð hennar allt
frá þeim yngstu til þeirra sem eldri
eru, skattamál, skipulagsmál og um-
ferðarmál. Ég heiti á stuðning þinn í
5.–7. sæti listans, þitt atkvæði
skiptir máli. Sjá nánar á www.-
gudnithor.is
Þitt atkvæði
skiptir máli
Eftir Guðna Þór Jónsson
’Ég heiti á stuðningþinn í 5.–7. sæti
listans, þitt atkvæði
skiptir máli.‘
Guðni Þór
Jónsson
Höfundur sækist eftir 5.–7. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
Á NÝAFSTÖÐNUM landsfundi
Sjálfstæðisflokksins var mikil
áhersla lögð á uppbyggingu velferð-
arkerfisins. Á það var ennfremur
lögð áhersla að mennt-
un og heilbrigðisþjón-
usta skyldu ekki vera
fyrir fáa útvalda. Vel-
ferðarmál hafa verið
Sjálfstæðisflokknum
hugleikinn og nú er á
stefnuskránni upp-
bygging á fullkomnu
hátæknisjúkrahúsi.
Fatlaðir hafa um
margt verið afskiptur
hópur í samfélaginu.
Aldursdreifing fatl-
aðra er mikil og þarfir
þeirra því mjög mis-
munandi. Fatlaðir eiga
að hafa valfrelsi til að ákveða hvort
þeir vilji starfa á hinum almenna
vinnumarkaði fremur en á vernd-
uðum vinnustöðum. Mjög mikilvægt
er að reynt sé að horfa á hlutina frá
sjónarhorni fatlaðra og að þeir fái
sem mest valfrelsi. Það er brýnt að
gera umbætur á menntakerfi sem
og vinnumarkaði fatlaðra. Í atvinnu-
lífi samtímans er það í raun sí-
menntun sem skiptir mestu máli.
Með eflingu símenntunar á að vera
unnt að veita fötluðum aðstoð við að
treysta stöðu sína á vinnumark-
aðinum og um leið draga úr atvinnu-
leysi á meðal þeirra. Stuðla þarf enn
betur að því að veita þeim tækifæri
til að komast inn á almenna vinnu-
markaðinn. Fyrir marga eru vernd-
aðir vinnustaðir að ýmsu leyti úr sér
gengnir þó svo þeirra kunni að vera
þörf fyrir aðra. Það eflir sjálfstæði
fatlaðra að ekki verði eingöngu litið
til þróunar í atvinnumálefnum
þeirra út frá verndarsjónarmiðum.
Það þarf að breyta hugarfari á
vinnumarkaðinum og gera átak til
að veita fötluðum jafna
möguleika til þátttöku
í atvinnulífinu. Víða í
Evrópu hefur slík hug-
myndafræði náð að
ryðja sér til rúms og
má ætla að hún hafi
alla burði til að vaxa og
dafna í okkar sam-
félagi.
Fatlaðir hafa mikinn
áhuga á því að vera
virkir þátttakendur á
hinum almenna vinnu-
markaði. Aukin al-
menn atvinnuþátttaka
þeirra myndi í senn
bæta lífsgæði og lífshamingju fatl-
aðra svo ekki sé minnst á fjárhag
þeirra. Samhliða myndi slík at-
vinnuþátttaka auka víðsýni annarra.
Sumir þurfa á því að halda sem
nefnt er atvinna með stuðningi.
Fötlun er mjög breytileg og brýnt
er að fötluðum séu veitt tækifæri til
að starfa á jafnréttisgrundvelli,
hverjar svo sem aðstæður þeirra
eru.
Lífskjör fatlaðra eru oft bág,
a.m.k. í samanburði við aðra þjóð-
félagsþegna. Umræður um málefni
fatlaðra snúast því miður alltof oft
um kostnað af málefnum þeirra en
um leið gleymist að það er þjóð-
hagslega hagkvæmt að gefa þeim
fötluðu einstaklingum, sem hafa
áhuga og getu, kost á að fara út á
hinn almenna vinnumarkað. Það er
allra hagur að búa vel að fötluðum
og alkunna að þeir hafa víða reynst
traustir starfsmenn. Ætli má að
stærsta hindrunin sé hjá vinnuveit-
endum sem oft skortir kjark til að
ráða fatlaða einstaklinga til starfa. Í
starfsmannastefnu fyrirtækja ættu
að vera skýr markmið sem miði að
aukinni þátttöku fatlaðra á vinnu-
markaðinum.
Það eru sem betur fer mörg fyr-
irtæki sem standa sig vel og átta sig
á að fjölbreytni kemur þeim til
góða. Í grunnskólanum sem ég gekk
í var fatlaður drengur að nafni
Benedikt. Það að hafa Benna með
okkur í bekk jók víðsýni annarra
nemenda og skilning á daglegu lífi
fatlaðra. Ég tel að auka þurfi sam-
starf við fyrirtæki í borginni og
tryggja aðkomu fatlaðra að störfum
í þeirra þágu. Hugarfarsbreytinga
er þörf og auka þarf skilning fyr-
irtækja á mikilvægi þátttöku fatl-
aðra í atvinnulífinu. Aukinn skiln-
ingur á fötlun og þörfum fatlaðra á
að tryggja þeim jafnrétti á við aðra
og um leið tækifæri til að lifa eðli-
legu lífi.
Viðhorf til atvinnumála
fatlaðra þarf að breytast
Eftir Davíð Ólaf Ingimarsson ’Mjög mikilvægt er aðreynt sé að horfa á hlut-
ina frá sjónarhorni fatl-
aðra og að þeir fái sem
mest valfrelsi.‘
Davíð Ólafur
Ingimarsson
Höfundur er hagfræðingur
og gefur kost á sér í 7. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ERINDI þessarar greinar er að
koma á framfæri skoðun minni á síð-
asta þætti, þáttaraðarinnar „Allt í
drasli“.
Síðastliðinn vetur hóf Skjár einn
sýningar á þáttunum Allt í drasli.
þættirnir eru gerðir til afþreyingar
fyrir sjónvarpsáhorfendur. Afþrey-
ingin og skemmtun þáttanna felst í
því að heimsækja fólk sem hefur
trassað eða gefist upp á því að halda
heimilum sínum hreinum. Eða það
hefur hætt að hafa hemil á illri um-
gengni sjálfs sín eða annars heim-
ilisfólks.
Ég hef horft á þónokkra af þess-
um þáttum og haft frekar þægilega
dægrastyttingu af þeim. En eftir
síðasta þátt sem var fyrri hluti
heimsóknar til Önnu sem býr á
Hesteyri við Mjóafjörð stóð ég mjög
ósáttur upp frá sjónvarpinu. Og eftir
því sem frá líður hef ég orðið enn
ósáttari við þáttinn. Auk þess sem
fjöldi fólks sem ég hef talað við og sá
þáttinn er mér sammála.
Í þættinum var farið til Önnu,
aldraðrar einsetukonu. Konu sem
hefur búið ein í rúma tvo áratugi,
eða allt frá því móðir hennar lést.
Í þættinum voru sýndar myndir,
teknar á heimili hennar, þar sem allt
var jú í drasli. En var húsráðandinn
sá rétti til að sýna frá umgengni á
sínu heimili.
Mitt svar er nei. Og það þvert nei.
Anna kom mér fyrir sjónir sem
gömul lasburða kona sem á engan
hátt getur staðið í stórhreingern-
ingum á sínu heimili. Það gefur mér
ekkert leyfi að dæma hana en ein-
setan virðist sannarlega vera búin
að setja mark sitt á líf Önnu og við-
horf hennar til hlutanna.
Var það til að skemmta okkur
áhorfendum að sýna Önnu þar sem
hún var að
grúska í drasl-
haugnum og tína
úr honum hluti
sem henni voru
kærir. Var það til
að undirstrika
sóðaskapinn að
sýna hana í
miðjum pappa-
kassahaugnum
með bókarkápu
og kuðungana sína? Gera síðan sem
mest úr því að Anna vildi ekki henda
neinu nema pappakössunum?
Þessi þáttur var ein sú mesta lág-
kúra sem ég hef séð í íslensku sjón-
varpi. Þar með taldir sjónvarps-
þættir sem ganga út á fíflaskap og
háð.
Það er hægt að heimsækja fólk og
sýna því virðingu. Við sem munum
þætti Ómars Ragnarssonar þar sem
hann meðal annars heimsótti Gísla á
Uppsölum og aðra þætti í svipuðum
dúr höfum séð í þeim hvernig tala á
við fólk af virðingu og sýna aðstæð-
urnar sem það býr við með þeim
hætti að ekki sé verið að níðast á
því.
Ég vil því biðja Skjá einn að taka
út af dagskrá seinni þáttinn um
Önnu á Hesteyri við Mjóafjörð. Það
er í verkahring félagsmálayfirvalda í
hennar sveitarfélagi að sinna þess-
um verkum sem notuð voru í óvægn-
um tilgangi gagnvart þessari konu.
NJÖRÐUR HELGASON,
Lóurima 1, 800 Selfossi.
Tiltekt á röngum
forsendum
Frá Nirði Helgasyni
Njörður Helgason