Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 42

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Jóns-dóttir fæddist á Mýrum í Ytri- Torfustaðahreppi 23. maí 1914. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 28. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Sigurlaug Þorleifsdóttir, f. 8.6. 1886, d. 1924, og Jón Ásmunds- son, f. 21.7. 1887, d. 1938. Guðbjörg átti tvö alsystkini. Þau eru Guðrún Birna, f. 1916, d. 1999, og Þorleif- ur Pálmi, f. 1919, og einn hálf- bróðir, samfeðra, Erlendur, f. 1929. Guðbjörg giftist Þórarni Jóns- syni og eignuðust þau son, Jón Hilmar, f. 1938, í sambúð með Marilou Suson sem á fjögur börn. Leiðir Guðbjargar og Þórarins skildu og Guðbjörg hóf sambúð með Kristó- fer Finnbogasyni Jónssyni, f. 1903, d. 1961, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Guð- laug, f. 1940, maki Niels J. Hansen, f. 1937, d. 2005, eiga þau þrjú börn. 2) Jónína Sigurlaug, f. 1942, maki Kjartan L. Pálsson, f. 1939, eiga þau tvö börn. 3) Sigríður, f. 1945, d. 1998, maki Ásgeir Berg Úlfarsson, f. 1944, d. 1983, eiga þau þrjú börn. Seinni sambýlis- maður Sigríðar var Benedikt Benediktsson, f. 1945. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er komið að því að kveðja Guggu ömmu. Hún var ekki amma mín, en hún var amma barnanna minna og barnabarna og hún var því ávallt kölluð Gugga amma, sama hvort það var ég eða einhver annar í fjölskyldunni sem nefndi hana á nafn. Það eru yfir 40 ár síðan ég hitti hana fyrst. Var þá að gera hosur mín- ar grænar fyrir einni af þrem dætr- um hennar og eiginmanns hennar Kristófers. Ekki held ég að henni hafi í fyrstu litist á þennan pilt sem var að sniglast í kringum heimilið hennar. Ég gleymi seint svipnum á henni þegar ég loks áræddi að fara inn fyrir þröskuldinn þar. Það voru soðin svið á borðum og mér boðið í mat. Borg- ardrengurinn var ekki vanur að glíma við heita kindahausa með aug- um og eyrum og öllu tilheyrandi og fórst þetta verulega illa úr hendi. Meirihlutinn af matnum á hausnum varð eftir á honum og allt út um allt á matarborðin og á gólfinu. Álitið batnaði nú ekki held ég þeg- ar hún seinna spurði um framtíðar- plön piltsins. Fékk hún þá mjög svo loðin svör enda hans plön fram að því aldrei náð lengra en fram til næsta dags og ef vel lét fram að næstu helgi. Ekki álit- legur tengdasonur þetta hefur hún eflaust hugsað en sagði ekki neitt. Gugga sætti sig við pilt þegar á leið og þegar fram liðu stundir vorum við orðnir miklir mátar og það hélst alla tíð. Hún var bóngóð fram úr hófi. Var fljót til að bjóða mér aðstoð peninga- lega þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð og var alltaf boðin og búin hjálpa til. Hún naut þess að líta eftir barna- börnum sínum ef með þurfti og það var oft mikið starf því hópurinn var stór og fjörugur. Gugga var fróð kona og vel lesin og gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Hún hafði sínar skoðannir á málunum og stóð fast á þeim. Mað- ur lét það helst alveg eiga sig að vera mikið á annarri skoðun en hún um málefnin. Svona til að halda friðinn sagði maður við sjálfan sig. Þegar ég hitti hana fyrst voru þau hjónin með starfsemi sem var mjög óvenjuleg og þætti enn óvenjulegri í dag og gengi sjálfsagt ekki heldur nú til dags. Það voru brúðugerð og brúðuviðgerðir. Þá fengust ekki brúður hér í verslunum og þeirra sem til voru á heimilunum var vel og vandlega gætt. Litlar telpur komu með brúðurnar sínar ef þær höfðu orðið fyrir skakkaföllum á Nýlendu- götuna og þar sáu þau Gugga og Kiddi um að laga þær og lækna og gera eins og nýjar. Þetta var dúkku- spítalinn. Var oft gaman að sjá gleðina sem ljómaði á andliti stúlkn- anna þegar þær fengu dúkkuna sína aftur þegar þau hjónin voru búin að lækna hana. Með þessu og ýmsum öðrum smá- verkefnum sáu þau hjónin um sig, sitt og sína enda ekki gerðar stórar kröfur í lífinu eða staðið í kapphlaupi um þægindi eða auð. Það var fyrst og fremst hugsað um að börnin hefðu það gott, allir hefðu í sig og á og að skulda ekki neinum manni neitt. Þau voru bæði listamenn í höndum, hvort á sinn hátt. Ég hef oft hugsað til þess hvað þau hefðu farið langt og náð hátt ef þau hefðu haft þau tæki og tækifæri sem bjóðast í dag. Hann smíðaði og tálgaði mót og bjó til gips og steypti og hún málaði síðan hlut- ina eða saumaði búk og bjó til hár á dúkkurnar. Það og styttur af fuglum og konu í íslenska skautbúningnum og fleiri verk voru mikil listaverk. Gert við mjög frumstæð skilyrði og með verkfærum sem fólk veit varla hvað heita í dag. Þegar Kristófer féll frá langt um aldur fram lagði Gugga ekki neitt ár- ar í bát. Ég minnist hennar í fisk- verkun úti á Granda, sem matráðs- konu í skólum og rafveituflokki úti á landi og matráðskonu á Upptöku- heimilinu í Kópavogi. Þar voru ung- lingar sem áttu í einhverjum útistöð- um við yfirvöld eða foreldra sína sett inn. Þar var Gugga bæði mamma og amma margra þeirra. Hún þurfti ekki neitt fræðimannatal eða próf úr æðri skólum til að geta talað við þau á máli sem þau skildu. Mörg þessara ungmenna höfðu samband við hana og fylgdust með henni og hún með þeim löngu eftir að þau voru orðin fullorðin og komin á græna grein í líf- inu. Það segir sitt um þessa sóma- konu sem Gugga var. Nú undir það síðasta var sárt að sjá þessa hörkukonu dofna upp og verða nánast ósjálfbjarga. Ég heim- sótti hana af og til á Elliheimilið Grund, þar sem hún var síðustu árin. Tók hana í smáökutúr í hjólastólnum hennar um ganga heimilisins og sagði henni í leiðinni helstu fréttir af ömmu- og langömmubörnunum hennar. Þótt hún gæti ekki talað eða tjáð sig og ég héldi oft að hún vissi ekkert hver þessi maður væri sem væri að aka henni um og tala við hana, þá brosti hún og andlitið ljóm- aði þegar talið barst að þeim. Þetta var hennar fólk sem ég var að segja henni frá, og hennar fólk var henni allt alveg fram í það síðasta. Nú kveð ég þessa sómakonu með þessum einföldum orðum: Vertu sæl, Gugga mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum öll árin. Kjartan L. Pálsson. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði, sem ég tileinka þér. Þú varst amma mín ég var stúlkan þín. Fann ég hlýja hönd hnýta ættarbönd. Hvar er höndin nú, hlýja ást og trú? Hvar er brosið hýrt, hjarta tryggt og skýrt? Allt sem er og var áfram verður þar, geymt í hugans sjóð, hverfist sorg í ljóð. Ósk mín, amma mín, er að ferðin þín heim á ljóssins lönd leysi þrauta bönd. Vertu kærust kvödd. Kallar nú sú rödd ljóss er lýtur vald. Lífsins fellur tjald. (R.S.E.) Sofðu rótt, elsku amma. Saknaðar- kveðja. Guðbjörg Ásgeirsdóttir. Nú er hún amma mín búin að fá hvíldina og fær þá að hvíla við hlið afa eftir margra áratuga aðskilnað. Hún amma var mikið hörkutól og dugnað- arforkur. Það var gott að leita til hennar með alla hluti. Þegar mig vantaði vettlinga eða nýja lopapeysu fór ég til hennar og hún var ekki lengi að redda því. Þegar ég var 12 ára átti ég að prjóna vettlinga í handavinnu. Ég fór beint til ömmu með lopann og uppskriftina og bað hana að hjálpa mér. Hún sagði að það kæmi ekki til greina að ég lærði svona ljóta úrtöku. „Á ég ekki bara að prjóna fyrir þig al- mennilega vettlinga?“ spurði hún? Ég þáði það og var bara dauðfegin að þurfa ekki að gera þetta sjálf. Þegar ég svo náði í þessa fínu vettlinga með mynsturbekk og fallegri úrtöku fatt- aði ég að handavinnukennarinn myndi ekki trúa að ég hefði gert þá sjálf. Ég ákvað að segja bara sann- leikann og auðvitað fékk hún amma 10 fyrir vettlingana. Svona var hún amma, reddaði bara hlutunum. Á haustin kom amma til mömmu og pabba í sláturgerð. Þetta var ómetanlegur tími, maður lærði auð- vitað að gera þetta fína slátur og amma sagði okkur skemmtilegar sögur. Það var mikið hlegið enda ekki von á öðru þar sem amma var virki- lega skemmtileg kona. Amma passaði mig mikið þegar ég var lítil. Ég var annáluð frekjudós og reyndi hvað ég gat til að stjórna henni, en fattaði mjög fljótlega að það stjórnaði enginn ömmu, ekki einu sinni ég. Amma hafði gaman af að rifja upp ýmsar sögur frá þessum árum. Þá hló hún mikið og stríddi mér óspart. Við vorum góðar vinkon- ur við amma. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á þessa sjálfstæðu konu sem vildi ekkert annað en að ráða sér sjálf, verða ósjálfbjarga og öðrum háð undanfarin ár á elliheimilinu Grund. Ég er fegin fyrir ömmu hönd að hún hafi loks fengið hvíldina. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með henni og viskuna sem hún deildi með mér. Við erum öll rík að hafa notið samvista við hana. Við eigum eftir að sakna hennar sárt en minningin um hana ömmu á eftir að lifa í hjörtum okkar allra. Ég kveð hana elsku bestu ömmu mína með miklum sökn- uði. Guðbjörg Nielsdóttir Hansen. GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Ástkær faðir okkar, vinur, afi, langafi og langalangafi, KJARTAN ÓLAFSSON frá Strandseli, Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp, Birkihvammi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 25. október. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. María Erla, Bolli, Einar, Guðríður og Halldór Kjartansbörn, Sigríður Helgadóttir og afabörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÓSKARSSON fv. útgerðarmaður á Akranesi, Urðarási 8, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Halldóra Björnsdóttir, Halldóra R. Þórðardóttir, Björn Þórðarson, Óskar Þórðarson, Rósa Jónsdóttir, Þórður Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Arnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, HJÁLMDÍS SIGURÁST JÓNSDÓTTIR, Ytri Höfða, Stykkishólmi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 29. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laug- ardaginn 5. nóvember nk. kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, börn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON útgerðarmaður, Skólabraut 29, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Marselía Guðjónsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Hrönn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA S.F. THORLACIUS frá Bæjarskerjum, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hvalsneskirkju (Þórhildur, sími 423 7426). Blóm og kransar afþakkaðir. Raghildur Jónasdóttir, Ólafur Jónasson, Kristólína Ólafsdóttir, Þórarna Jónasdóttir, Sigfús Guðbrandsson, Einar Jónsson, Finnur Thorlacius og Sara Hrund, Ari Thorlacius og Bylgja, Jón og Bjarni Sigfússynir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRIÐBJÖRG MIDJORD, Fellsási, Breiðdal, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laug- ardaginn 29. október, verður jarðsungin frá Hey- dalakirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Erlendur Björgvinsson, Nína Midjord Erlendsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sigurbjörg Petra Erlendsdóttir, Emil Hafsteinsson, Sóley Berglind Erlendsdóttir, Sigursteinn Brynjólfsson, Rósa Elísabet Erlendsdóttir, Björgvin Hlíðar Erlendsson, Bergþóra Guðnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.