Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Frá hÖfundi LEthal weApon. Robert Downey Jr. Val Kilmer  S.V. / MBL H.J. Mbl. GlettiLega gÓð og frumLEg spEnnuGrínmynd með töFf leiKUrum. Ó.Ö.H / DV FORSÝND Í KVÖLD! OKTÓBERBÍÓFEST 26. október - 14. nóvember Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá á www.icelandfi lmfestival.is DOOM kl. 5.45 og 8 b.i. 16 ára Cinderella Man kl. 5.30 og 8.30 b.i. 14 ára Flightplan kl. 10.10 b.i. 12 ára Frozen Land • Sýnd kl. 5.30 Enskur texti Rize • Sýnd kl. 6 Enskt tal The Assas. Of R. Nixon • Sýnd kl.8 ísl. texti L´enfant • Sýnd kl. 8 og 10 ísl. texti Hip, Hip Hora! • Sýnd kl. 10 ísl. texti FRUMSÝNING SIGURVEGARI GULLPÁLMANS Á CANNES 2005 L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. Listahátíðin Unglist hefurverið haldin ár hvert frá1992 í samstarfi við Hitt húsið, menningar- og upplýsinga- miðstöð unga fólksins. Hátíðin er nú haldin í þrettánda sinn og stendur hún yfir í viku. Á dagskrá vikunnar kennir ýmissa grasa. Myndlist, tónlist, hönnun og leiklist er meðal þess sem þáttak- endur og áhorfendur geta upplifað á hátíðinni.    Hátíðin hefst á morgun, föstudag, með myndlistar- maraþoni í upplýsingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti 3–5, milli klukkan 13 og 17. Þátttakendur fá afhent gögn og reglur um þátttöku. Maraþonið er opið öllum á aldr- inum 16 til 25 ára og geta áhuga- samir skráð sig til þátttöku á staðn- um. Þátttakendur hafa sólarhring til að vinna verk sín og skila þeim af sér. Afraksturinn verður svo hengdur upp í Gallerý Tukt og dómnefnd veitir verðlaun fyrir þrjú bestu verkin. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Lucas myndlistavörum.    Annað kvöld er svo komið aðleikhúsgjörningi eftir hina ítölsku Firenza Guidi en það er opn- unaratriði Unglistar. Guidi er list- rænn stjórnandi Elan Wales, og hefur starfað áður hér á Íslandi í verkefninu Vera, við munum berj- ast með ástina að vopni en það var samstarfsverkefni Lab Loka og Elan Wales með þátttöku LHÍ, Menntaskólans í Hamrahlíð og Ólöf Danskompaní. Gjörningurinn ber heitið The Chinaman og þátttakendur eru frá Íslandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Wales. Með Firenzu koma fjórir meðlimir Elan sem einnig taka þátt í sýningunni. Ungmennin íslensku, sem þátt taka, eru úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og einnig mun stúlknakór úr skólanum Vox Feminae taka þátt í sýning- unni. The Chinaman er partur af fimm sýningaröðum sem eiga að virkja ungt fólk í listinni og er sýningin á Íslandi önnur í röðinni. Í mars síð- astliðnum voru tveir ungir íslenskir listamenn sendir til Ítalíu og tóku þar þátt í sýningunni Artemisia og munu fulltrúar Íslands einnig taka þátt í þremur komandi verkefnum Elan. Það fara fram tvær sýningar á The Chinaman annað kvöld, klukk- an 19 og klukkan 21, í Sundhöllinni í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis líkt og á alla viðburði hátíðarinnar.    Dagskrá Unglistar er afar fjöl-breytt alla vikuna. Þegar rennt er yfir dagskrárliði er þar ýmislegt sem fangar athygli manns og margt sem maður gæti hugsað sér að taka þátt í … ef maður væri ekki kominn á aldur! Ungir sem aldnir geta þó notið afraksturs Unglistar víða um borg. Ber þar fyrst að nefna Lifandi bókasafn sem starfrækt verður í upplýsinga- miðstöð Hins hússins dagana 9. til 11. nóvember, milli klukkan 14 og 18. Gestir og gangandi geta fengið að láni í 45 mínútur í senn lifandi „bækur“, sem í þessu tilfelli eru manneskjur. Tilgangurinn með út- láninu er að gefa almenningi kost á að kynnast ólíku fólki sem gæti flokkast undir minnihlutahópa í samfélaginu eða hópa sem oftar en ekki mæta fordómum frá sam- ferðamönnum, svo sem lesbíur, lög- reglumenn, fatlaðir, innflytjendur, fyrrum fíkniefnaneytendur, ellilíf- eyrisþegar og fyrrum fangar. Hugmyndina um Lifandi bóka- safn má rekja til Danmerkur en ár- ið 2000 var þessu fyrst hrint í fram- kvæmd á árlegri Hróarskelduhátíð þar í landi. Lifandi bókasafn hefur nú verið sett á laggirnar víða um Evrópu í tengslum við ýmiss konar lista- og menningarhátíðir. Sundlaugagestir í Laugardals- lauginni geta svo á laugardaginn kemur nært bæði líkama og sál í heitu pottunum en þar verða hengdar upp smásögur eftir Arn- dísi Þórarinsdóttur gestum til af- lestrar. Smásögur Arndísar eru af- rakstur sumarvinnu hennar hjá Hinu húsinu undir formerkjum Skapandi sumarstarfs. Nemar í Iðnskólanum í Reykjavík sýna föt úr eigin smiðju, heitustu danssporin í íslenskri dansmenn- ingu verða kynnt áhugasömum og framhaldsskólarnir bítast í svoköll- uðu leikhússporti. Allt þetta og miklu meira er hluti af fjölbreyttri dagskrá Unglistar í þetta sinn.    Hitt húsið á sannarlega hrósskilið fyrir áralangt starf í þágu íslenskra ungmenna. Unglist og Skapandi sumarstarf er fyrir- taks framtak af hálfu hússins, ýtir undir frjóa hugsun, skapandi störf og frumkvæði ungmenna á hinum ýmsu sviðum menningar og lista. Listahátíð unga fólksins ’Gestir og gangandigeta fengið að láni í 45 mínútur í senn lifandi „bækur“, sem í þessu tilfelli eru manneskjur.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Götuleikhúsið kom fram á setningarhátíð Unglistar í Ráðhúsinu í fyrra. birta@mbl.is www.unglist.is JÓLIN ERU greinilega á næsta leiti en breska dagblaðið Daily Mail hefur tekið saman lista yfir þau lög sem fólk vill síst heyra þegar það tekur upp jólapakkana. Flestir þeirra sem tóku þátt í könnun blaðsins hugsuðu með hryllingi til lagsins „Mistletoe and Wine“ sem sir Cliff Rich- ard söng inn á plötu árið 1988. Jólalagið sem næstflestir hugsa með hryllingi til er lagið „Do They Know It’s Christmas“, sem hópur tónlistarmanna söng inn á plötu til stuðnings bágstöddum í Afríku. Alls tóku 2.000 manns þátt í könn- uninni. Topp 10 listinn yfir verstu jólalögin: 1. „Mistletoe And Wine“ með Cliff Rich- ard (25,1%) 2. „Do They Know It’s Christmas?“ með Band Aid (13,5%) 3. „Angels“ með Robbie Williams (7,9%) 4. „I Wish It Could Be Christmas Everyday“ með Wizzard (6,9%) 5. „Driving Home for Christmas“ með Chris Rea (6,2%) 6. „Last Christmas“ með Wham! (5,7%) 7. „Merry Christmas Everybody“ með Slade (5,5%) 8. „Mary’s Boy Child – Oh My Lord“ með Boney M (5%) 9. „Merry Christmas Everyone“ með Shakin’ Stevens (4,1%) 10. „When A Child Is Born“ með Johnny Mathis (3,7%) Versta jólalagið valið AP Sir Cliff Richard sýnir hér ilmvatn sem ber heiti lags hans „Miss You Nights“. Ólíklegt er að ilmvatn verði nefnt eftir jólalagi hans. Á MORGUN verður blásið til helj- arinnar teknóveislu á NASA við Austurvöll þar sem skífuþeytarinn Mistress Barbara, Exos, Tómas Thx og Dj Richard Cuellar koma fram. Mistress Barbara eða Barbara Bon- figlio eins og hún heitir réttu nafni, fæddist á Sikiley árið1975 en ung fluttist hún til Montreal í Kanada þar sem hún hefur búið síðan. Áhugi Barböru á tónlist og sér í lagi áslátt- artónlist, vaknaði snemma og um 12 ára aldur var hún byrjuð að spila á trommur með fjölmörgum hljóm- sveitum. Það gerðist svo árið 1994 að stúlkan snerist til teknótónlistar, varð sér úti um plötuspilara og hljóðblandara. Síðan þá hefur Barbara spilað út um allan heim, þar með talið á Ís- landi sem hún nú sækir fjórða sinn. Tónlist | Mistress Barbara á NASA Teknó-frill- an Barbara Mistress Barbara er vinsæll skífu- þeytari um allan heim. Teknóveislan á NASA hefst kl. 23 föstudagskvöld og forsala að- göngumiða fer fram í Þrumunni á Laugavegi. Talsmaður Brads Pitt segir sögu-sagnir af leynilegu brúðkaupi sínu og Angelinu Jolie alrangar. Breska götublaðið Star Magazine segir að heimildarmaður þess hafi sagt frá brúðkaupinu sem fór fram að sið búddista með nánustu vini og ættingja sem vitni: „Brad og Angel- ina vildu bindast hvort öðru eins fljótt og auðið var, og skipulögðu einkaathöfn til að innsigla ást sína.“ Talsmaður Brads, Cindy Guagenti dæmdi söguna dauða og ómerka og sagði að hún væri alls ekki sönn. „Það er ekki arða af sann- leik í þessari sögu,“ sagði hún. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.