Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 60

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi 4.SÆTIÐ www.jorunn.is FJÖLDI breskra nemenda kemur hingað til lands ár hvert í náms- og skemmtiferðir. Í fyrradag var hópur 33 nema, 16–18 ára, og fjögurra kennara úr Frensham Hights- skólanum, sunnan við London, á Mýrdalsjökli. Kristófer Már Kristinsson, leiðsögumaður hjá Allrahanda, sagði að Discover the Living Planet (Uppgötvið lifandi plánetuna) hafi skipulagt ferðir breskra námsmanna hingað til lands allt frá 1985. Auk þess býður fyr- irtækið upp á skipulagðar ferðir til Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Í ferðunum er bland- að saman skemmtun og alvöru. „Krakkar sem eru að ljúka stúdents- prófsígildi sínu í Bretlandi taka jarðfræðihlut- ann sinn hér. Sum sem ég er með hér nú eru í mjög alvarlegri jarðfræði. Þau þurfa að gera alls konar athuganir og uppgötva hitt og þetta,“ sagði Kristófer Már. Hann sagði 30 hópa breskra nemenda á aldrinum 14–18 ára koma hingað á hverju vori og jafnmarga hópa að hausti. Í hverjum hópi er frá 25 og upp í 70 manns. Fjöldinn er því talinn í þúsundum ár hvert. Hver hópur dvelur hér 3–6 daga. Hópurinn sem var í gær á Mýrdalsjökli fór einnig á skriðjökulinn Sólheimajökul og að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Þá átti að skoða Vatnajökul og jökulruðninga, fara í Skaftafell og skoða Svartafoss. Kristófer Már sagði jöklaferðina nýnæmi fyrir langflesta nemendanna. „Þessi skóli er að senda hingað hóp í fyrsta skipti og þau hafa þegar ákveðið að koma hingað aftur,“ sagði Kristófer Már. „Kennarar sem eru að koma hingað í þriðja eða fjórða skipti segja mér að sumir krakkanna sem hingað hafa komið í svona ferðir hafi smitast svo af hrifningu á landinu að þau hafi heimsótt Ísland með fjölskyldu sinni í sumarfríinu.“ Morgunblaðið/RAX Smitast af hrifningu á landinu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RIMAAPÓTEK í Grafarvogi reyndist oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem verð- lagseftirlit ASÍ gerði sl. þriðjudag á lyfseð- ilsskyldum lyfjum. Lyf og heilsa við Melhaga og Skipholtsapótek í Skipholti voru oftast með hæsta verðið. Allt að 26% verðmunur var á verði lyfjanna og það munaði síðan allt að 49% á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun. Könnunin var gerð í tíu apótekum en eitt apótek neitaði þátttöku, Laugarnesapótek við Kirkjuteig. | 28 Morgunblaðið/Kristinn Verðkönnun á lyfjum Allt að 26% verðmunur LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, er tekin til starfa í gamla safnaðarheimili Neskirkju. Að Ljósinu stendur fagfólk, einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi segir tilganginn að fjölga úrræðum fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Erna hefur langa reynslu af iðjuþjálfun krabbameinsgreindra. Þá er unnið að stofnun styrktarfélags Ljóss- ins, undir forystu Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns, sem mun styðja við rekstur endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvarinnar. „Það er mikil þörf fyrir svona starfsemi,“ sagði Erna. „Margir vilja fá að komast út í þjóðfélagið og fá sína endurhæfingu þar, eftir að hafa gengið í gegnum lyfja- og eða geisla- meðferðir á sjúkrahúsum.“ Þjónusta af þessu tagi sem fyrir er á sjúkrahúsum annar vart þörfinni, að sögn Ernu. Sumir sem sækja fundi Ljóssins eru enn í meðferð og aðrir löngu bún- ir, en þurfa á stuðningi að halda. „Þetta er sál-félagslegur stuðningur þar sem hugur og hönd fara saman. Það verður mikil breyting í lífi margra við veikindin. Sum- ir hafa ekkert við að vera. Margir missa allt frumkvæði og sjálfstraustið vill einnig dala. Þá er gott að eiga athvarf þar sem fólk fær tæki- færi til að byggja sig upp í gegnum heilsuefl- andi verkefni, hlýtt faðmlag og kaffisopa.“ Í safnaðarheimili Neskirkju er nú opið hús á miðvikudögum þar sem í boði er sjálfstyrking og slökun, á föstudögum kl. 12.30–16.00 er handverkshús þar sem aðstandendur geta einnig komið. Á þriðjudögum og fimmtudög- um er boðið upp á jóga. Auk Ernu starfa við Ljósið Sigrún Erla Þorsteinsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Arnhildur Magnúsdóttir jógaleiðbeinandi. Einnig leiðbeina gestakenn- arar og fyrrverandi skjólstæðingar. Þær Erna og Erla vinna við Ljósið í sjálfboðavinnu. „Listasmiðjan gefur fólki svo mikið, eflir sjálfstraust og gefur fólki tækifæri til að hitt- ast og hlæja saman. Við gleymum krabbameini á föstudögum! Þá er ekkert verið að tala um sjúkdóminn og erfiðleikana. Það er tími til að byggja sig upp, næra sálina og efla lífsgæðin. Við stefnum að því að vera með starfsemi alla daga, nema um helgar. Séra Örn Bárður Jóns- son var svo vinsamlegur að leyfa okkur að vera í safnaðarheimilinu endurgjaldslaust, meðan við byggjum starfsemina upp. Annars gætum við þetta ekki,“ sagði Erna. „Við gleymum krabbameini á föstudögum!“ „Það er mikil þörf fyrir svona starfsemi,“ segir Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi um Ljósið. VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hefur keypt 54% hlutafjár í breska tryggingafélaginu IGI Group og varð þar með fyrst íslenskra trygg- ingafélaga til að eignast meirihluta í erlendu tryggingafélagi. Félagið hefur jafnframt tryggt sér for- kaupsrétt að enn stærri hlut og eignast 75% hlutafjár verði hann virkur. Kaupverðið er trúnaðarmál en velta IGI er áætluð um 2,5 millj- arðar íslenskra króna og eru starfsmenn þess á sjöunda tug. Fé- lagið rekur skrifstofur í Notting- ham og miðborg Lundúna. Íslenski tryggingamarkaðurinn er takmarkaður og nokkurn veginn mettaður markaður enda Íslend- ingar ekki nema tæp 300 þúsund. Til þess að stækka þurfum við að fara í útrás,“ segir Finnur Ingólfs- son, forstjóri VÍS. Hann bendir á að til þessa hafi tryggingafélögin ekki sjálf farið í útrás. „En við vilj- um fylgja viðskiptavinum okkar eftir og tryggja þá áhættu sem þeir eru með í Bretlandi. Við höfum ver- ið að vinna fyrir íslensk fyrirtæki í því sambandi og samtímis höfum við verið að skoða tækifæri á því að kaupa félög.“ Finnur segir rekstur IGI hafa gengið þokkalega en það hafi stað- ið félaginu fyrir þrifum að það hafi skort fjármagn til þess að geta vax- ið enn frekar. „Með innkomu okkar gefst þeim tækifæri til þess og við teljum vera talsverða möguleika í þeim efnum.“ IGI Group Ltd. var upphaflega stofnað í Suður-Afríku 1954 og setti síðar á laggir útibú í Bret- landi. Árið 1995 keyptu þeir Clive Saron og John Levin félagið. Eftir kaup VÍS munu þeir eiga tæplega 45% hlut í IGI. VÍS kaupir meirihluta í breska tryggingafélaginu IGI Group Fylgja viðskiptavinum  VÍS festir | B1 FYRIRHUGUÐ færsla Sæbrautar og hljóð- vistaraðgerðir vegna hennar voru kynntar á sérstökum kynningarfundi í Laugalækjarskóla í gærkvöld. Áætlað er að framkvæmdir við færslu Sæbrautar til norðurs hefjist á næsta ári, en verkefnið fer í útboð nú í nóvember. Tilgangur færslunnar er tvíþættur. Annars vegar að rýma fyrir umferð í tvær áttir á Kleppsvegi og gera strætósamgöngur þannig úr garði að notendur strætisvagna þurfi ekki að fara yfir Sæbrautina til að taka vagn á vest- urleið. Hins vegar að bæta hljóðvist í íbúðum við Kleppsveg 2–76, bæði með því að auka fjar- lægð Sæbrautarinnar frá íbúðarhúsum við Kleppsveg um 10–15 metra og með byggingu sérstaks hljóðveggs. | 4 Hluti Sæbraut- ar fluttur ÞAÐ munar 63% á verði plaststrengs sem seld- ur er í metravís, 62% á tréskrúfum og 50% á verði fjöltengis í verðkönnun sem Morgunblað- ið gerði í gærmorgun í Byko og Húsasmiðj- unni. Þrátt fyrir mikinn verðmun á einstaka vörutegundum munar sáralitlu á vörukörfunni sem í er tuttugu og ein vörutegund þegar kom- ið er á kassa. Vörukarfan kostaði 25.724 krónur í Byko og 25.923 krónur í Húsasmiðjunni. Munurinn er innan við 1% og nemur 199 krón- um, Byko í hag. Í öllum tilfellum nema einu var samræmi milli hillu- og kassaverðs. | 29 Þrisvar yfir 50% verðmunur ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.