Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur ákveðið að færa Heilsugæsl- una í Hafnarfirði undir Heilsugæsl- una á höfuðborgarsvæðinu. Þetta tel ég vera mjög miður. Heilsugæslan í Hafnarfirði ætti að vera áfram sér- stök eining. Öll nær- þjónusta verður að öðrum kosti miklu ómarkvissari og hætta á að persónuleg tengsl rofni.Það er nauðsyn öllum sem þurfa á að- stoð félags- og heil- brigðisþjónustu að halda að sem mest nærþjónusta sé til staðar. Hagsmuna for- eldra með veik börn, svo og langveikra, aldraðra og öryrkja verður að gæta og halda utan um. Sameining Landspítala og Foss- vogsspítala átti á sínum tíma að vera hagræðing. Ég er viss um að ég er ekki sú eina sem sér að þetta stóra bákn er löngu farið að svigna undan eigin þunga. Öll stjórnun er mun ómarkvissari, erf- iðara er að halda utan um hlutina en áður, búnar eru til stöður millistjórnenda sem engu ráða, þeir eru eins konar stuðpúðar fyrir þá sem taka ákvarðanir og starfs- fólkið sem sinnir sjúk- lingunum nær síður sambandi við yfirstjórn spítalans. Einnig skortir á að yfirstjórn- in sé í tengslum við starfsfólkið. Bákn eins og þetta er ekki til hagsbóta fyrir sjúklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Við sem búum í Hafnarfirði erum svo lánsöm að eiga St. Jósepsspít- ala, einn best rekna spítala á land- inu. Þjónustan þar er til fyr- irmyndar, sjúklingurinn settur í forsæti og hann fær þá bestu þjón- ustu sem mögulegt er að veita. Þarna er verið að veita persónulega þjónustu við hvern og einn. Við megum ekki gleyma mannlega þættinum, sem skiptir sköpum í því að sá sjúki eða aldraði fái öryggi og þá þjónustu sem hann á kröfu á að fá. Öryggið skiptir svo miklu máli fyrir þá sem minna mega sín. Ókunnugt andlit, ekki rétt handtök, ókunnuleg rödd, allt þetta veitir óöryggi og skapar vanlíðan. Við sem erum að bjóða okkur fram til for- ystu í bæjarmálum hér í Hafn- arfirði, verðum að hafa þetta að leið- arljósi. Sólvangur er nú til umræðu í öll- um fjölmiðlum sem betur fer. Að- staðan þar er ekki boðleg, hvorki vistmönnum, aðstandendum né því góða starfsfólki sem þar vinnur. Heilbrigðisráðuneytið hefur ýtt vanda Sólvangs á undan sér í mörg ár. Krafan í dag er sú að hver og einn vistmaður fái þá aðstöðu sem honum hentar, hvort sem það er einbýli eða tvíbýli. Snyrtiaðstaða svo sem salerni við hvert einbýli eða tvíbýli er krafa nútímans. Það á enginn að velkjast í vafa um það. Í nútíma þjóðfélagi eigum við að gera ráð fyrir að öryrkjum og öldruðum sé veitt sú besta þjónusta sem völ er á. Þetta er sú siðferðislega krafa sem nútíma þjóðfélag er byggt á. Heilsa og heil- brigðisþjónusta Eftir Guðrúnu Jónsdóttur ’Í nútíma þjóðfélagieigum við að gera ráð fyrir að öryrkjum og öldruðum sé veitt sú besta þjónusta sem völ er á.‘ Guðrún Jónsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frambjóðandi í 3.–4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör í Hafnarfirði MIÐVIKUDAGINN 26. október síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein um spellvirki í framhalds- skólum og rita undir hann nafn sitt fimm kennarar. Textinn hefst á smá- sögu um skyrbjúgu í Hólavallarskóla. Að því er látið liggja að svarið „[N]emendur létust þar af því að éta skyrbjúgu“ sé úr prófi sem þreytt var í skóla þeirra fimmmenninga. Síðan er vitnað í skýrslur mennta- málaráðuneytisins um styttingarmálið. Lík- lega eru þær helst tvær, frá 2003 og 2004. Væri mér sem lesanda nokkurt hagræði að vera bent á hvor þeirra liggur undir í þessum texta. Ekki síst til þess að auðvelda mér að finna dæmin sem þeir nefna. Vandi heilda eða hluta heilda Hvað varðar það að skellt sé skollaeyrum við því að horft sé á skólakerfið í heild sinni þá hélt ég að menntamálaráðherra núverandi hefði lýst því yfir að hann (hún) vildi einmitt horfa á þetta mál í heild. Í skýrslunni frá 2004 er ítrekað minnst á þessi mál, t.d. á bls. 23, 34 o.v. Þá hef ég ávallt talið, eða frá því skýrsla um mótun menntastefnu (1994) kom út að verið væri að tala um að stytta tímann frá upphafi grunnskóla til loka framhaldsskóla. Muni ég rétt er m.a. vikið að þeirri umdeildu kenningu í lokaskýrslunni (2004:bls. 20) að grunnskólinn hafi í framkvæmd lengst um tvö ár og því megi flytja efni frá framhaldsskól- anum til grunnskólans. Ekki er ég búinn að finna „einu rök stjórnvalda“ um dreifbýlisfólk sem nokkurt veður er gert út af í grein fimmmenninganna. Í skýrsl- unni frá 2004 er t.d. lagt til að nem- endur geti átt kost á að ljúka 8.-10. bekk á tveimur árum svo þeir geti hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr (2004:bls. 34 o.v.). Hins vegar hafna ég þeim rökum fimmmenninganna að fyrst eitthvað hafi verið nógu gott í gamla daga þá hljóti það að vera það enn. Þessi rökhenduháttur er fremur létt- vægur og ekki málefnalegur. Í næstu málsgrein lenda höfundar í þversögn við sjálfa sig. Þeir eru búnir að fordæma það að stjórnvöld vilji ekki breyta neinu í grunnskól- anum en nefna svo að það eigi færa efni frá framhaldsskóla til grunnskóla (sem er sbr. skýrslu 2004, bls. 34). Og ræða aukið álag á grunnskóla- kennara af þessum sökum. Það eykst en er í sjálfu sér ekki um- deildasti þáttur máls- ins. Ég set enn stærra spurningarmerki við það hvort grunnskólinn sé reiðubúinn til að taka við þessu verkefni og sama gera fleiri. Frá rekstrarlegum sjónarhóli er vitaskuld einfaldast að breyta 8.-10. bekk í einhverskonar áfangakerfi, nokkuð sem er í raun þegar hafið sumstaðar. Vandi í langri setningu Í þessum hluta má svo lesa ógn- arlanga setningu um skóla án að- greiningar. Það hugtak er sett innan gæsalappa og segir nokkuð. Hér vil ég staldra við. Er þetta eitthvað sem allir eru sammála um? Eitthvað sem „allir“ segja eða hafa höfundar fyrir sér handföst gögn sem byggjast á öðru en orðrómi? Og hver er lausn- in? Að setja upp skóla með aðgrein- ingu? Hér ráða verulega úrelt sjón- armið ferðinni. Er það ekki tryggt í stjórnarskrá Íslands (65. og 76. gr.) að allir eigi rétt á menntun við hæfi? Og ítrekað í lögum um framhalds- skóla (80/1996; t.d. 2. gr.). Mér hefur einmitt sýnst, þrátt fyrir að hafa stundum verið í and- stöðu við nokkra síðustu mennta- málaráðherra, að það sé einmitt vilji þeirra að tryggja rétt þegnanna og endurskoða menntakerfið í heild sinni. Ég get fallist á að líklega er réttar skólabarna ekki gætt sem skyldi og þar þarf að bæta úr. En væri nú ekki rétt að kanna þetta mál og gera sér grein fyrir því í hverju vandinn felst áður en því er varpað fram sem gefnu að „enginn nem- andi, heill eða fatlaður“ njóti „að fullu þeirrar þjónustu, sem er lög- boðin“? Og verður þá ekki fjallað um notkun orðanna heill og fatlaður sem er kapítuli út af fyrir sig. Þessir gagnrýnendur styttingar tala um minni gæði menntunar við fyrirhugaða breytingu. Þá er talað um skerðingu menntunar, spellvirki og fleira. Hvernig ætla menn að standa við slíkt? Hvenær var kerfið betra? Þegar skólaárið var styttra? Þegar skyldunám var styttra? Hver var ætlunin? Ég ætla ekki að orðlengja um þennan texta. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hann. Í honum eru sleggjudómar og gífuryrði sem dæma sig sjálf. Höfundar spyrja hvort íslenskir foreldrar vilji að börn þeirra njóti verri menntunar en þeir sjálfir fengu. Ég spyr: Er átt við þá foreldra sem fóru í gegnum háskóla? Eða hættu námi í og eftir framhaldsskóla? Eða þá sem kannski áttu þess ekki kost að halda áfram að grunnskóla (barnaskóla) loknum? Það væri mikilvægt að skoða t.d. þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á framgangi heilu árganganna, afstöðu útskrifaðra stúdenta til þess náms sem þeir fengu og byggja þannig á vísindalegum gögnum en ekki orðrómi og fordómum. Undir lok greinar þeirra fimm- menninga er styttingarstefnan orðin að skyrbjúgnastefnu. Þeir, sem sé, líta framhjá því að skyrbjúgað varð til í núverandi kerfi. Er ekki fremur rétt að tala um að styttingin sé sett skyrbjúgnastefnunni til höfuðs? Af spellvirkjum og skæru- hernaði í framhaldsskólum Magnús Þorkelsson gerir athugasemd við grein fimm kennara um styttingu framhaldsskólanáms ’Frá rekstrarlegumsjónarhóli er vitaskuld einfaldast að breyta 8.– 10. bekk í einhverskon- ar áfangakerfi, nokkuð sem er í raun þegar haf- ið sumstaðar. ‘ Magnús Þorkelsson Höfundur er aðstoðarskólameistari í Flensborgarskólanum. 1. NÓVEMBER sl. sótti ég fund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þar er ég ekki tíður gestur, en til- efnið var fyrsti liður á dagskrá fund- arins, tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjáls- lynda flokksins, um að borgarstjórn Reykja- víkur skori á heilbrigð- isráðherra að sjá til þess að heilsugæslu- og heilsuverndarstarf verði áfram innt af hendi á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Óafur reynir að koma í veg fyrir það glapræði að starfsemi Heilsuverndarstöðv- arinnar ýmist leggist af eða verði tvístrað, því að 21. júní sl. bar Ólafur upp svohljóð- andi tillögu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur: „Borg- arstjórn Reykjavíkur lýsir yfir andstöðu við áform um að Heilsu- verndarstöð Reykja- víkur verði seld á al- mennum markaði.“ Þeirri tillögu var vísað frá með öllum atkvæð- um fulltrúa R- og D-lista gegn at- kvæði Ólafs. Ólafur flutti að nýju tillögu 1. nóv- ember sl., þar sem hann ítrekaði skoðun sína, sbr. það sem að framan greinir og fylgdi henni eftir með ít- arlegri greinargerð. Þessa tillögu hefðu borgarfulltrúar átt að geta samþykkt, þar sem hún fól ekki í sér neina skuldbindingu. Svo óskiljanlegt sem það er var samþykkt að vísa tillögunni frá. Hins vegar var samþykkt álykt- unartillaga borgarstjóra um málið, þar sem beint er þeim tilmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að tryggt verði, að hugsanlegar breytingar á húsnæðismálum heilsu- gæslunnar, mæðraverndar og ung- barnaeftirlits verði ekki til þess að þjónusta við borgarbúa skerðist. Að sjálfsögðu er margvísleg önnur starf- semi í Heilsuverndarstöðinni en þarna er tilgreint, þótt gott sé að vart verði ábyrgðartilfinningar varðandi þessa þætti hjá borgarstjórn. Þeir eru margir innan heilbrigð- isþjónustunnar, sem telja það fjarri öllu lagi að úthýsa heilbrigðisþjón- ustu Heilsuverndarstöðvarinnar af svæði, sem er nátengt Landspítala háskólasjúkrahúsi og fyrirhugaðri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóð og vísinda- og þekk- ingarþorps í Vatnsmýrinni. Viðbrögð borgarstjórnar voru þess eðlis að ég get ekki orða bundist. Borgarstjóri lýsti því yfir, að margsinnis hefði mál Heilsuvernd- arstöðvarinnar verið rætt, en þetta ætti ekki heima á vettvangi borg- arstjórnar, þetta væri alfarið mál rík- isins, sem rekur heilsugæsluna. Svo mörg voru þau orð. Varðar sú þjónusta við Reykvík- inga, sem þarna fer fram ekki borg- arstjórn Reykvíkinga? Þótt ríkið reki þjónustuna og taki lokaákvörðun getur borgarstjórn haft mikil áhrif á ákvörðun rík- isins, enginn annar get- ur það með sama þunga. Reykjavíkurborg á 60% af húsinu, þannig að borgarstjórn hefur það í hendi sér að selja húsið með kvöð um, hvernig það verður nýtt. Borgarstjórn ætlar sem sagt ekki að nýta sér þau völd og áhrif, sem hún getur haft á málið. Mín tilfinning eftir að hafa setið undir um- ræðum borgarstjórnar um þetta mál er þessi: borgarstjórn allri, nema Ólafi F. Magnússyni, stendur greinilega á sama um málefni Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, þótt þeir nefni að tveir þættir í þjónustu við borgarbúa, megi ekki skerðast. Hvernig ætla þeir að tryggja það? Hvað með alla hina þættina? Af hverju má starf- semin ekki vera kyrr þar sem hún er og hentar vel, í stað þess að flytja hana með ærnum tilkostnaði, guð má vita hvert, og sennilega sundra henni. Þarna gæti hlutur borgarstjórnar vegið þungt, hefðu fleiri borg- arfulltrúar en Ólafur F. Magnússon áhuga á málinu. Frambjóðendur í prófkjörum hafa bersýnilega engan áhuga á málinu. Einhverjir þeirra hafa að vísu talað um að efla heimahjúkrun. Þeir vita vonandi að hún er rekin af ríkinu, þannig að það hlýtur að vera mál rík- isstjórnarinnar, ekki borgarstjórnar, samkvæmt yfirlýsingum borg- arstjórnar. En til að gæta allrar sanngirni, er rétt að geta þess að borgarstjórn virðist nokkuð annt um húsið sjálft, sem slíkt og að því verði sýndur verðugur sómi, hver svo sem eigandinn verður, en það tel ég best gert með því að miðstöð heilsuvernd- ar verði þar til húsa, Reykvíkingum og landsmönnum öllum til heilla. Skiptir það borgarstjórn engu, hvers konar starfsemi fer þar fram? Nú virðist sem málið sé algerlega í höndum fjármálaráðherra, hvar er heilbrigðisráðherra? Fyrir nokkrum árum óskaði ég eft- ir viðtali við þáverandi fjár- málaráðherra Geir Haarde, varðandi Heilsuverndarstöðina, en hann baðst undan því, þar sem hann þekkti ekk- ert til málsins. Hvað með nýjan fjár- málaráðherra Árna Mathiesen, þekk- ir hann málið nægilega vel til að geta tekið þá mikilvægu ákvörðun að selja húsið á frjálsum markaði og senda starfsemina út í óvissuna. Af hverju á yfir höfuð að selja? Á því hefur engin skýring fengist. Það var hins vegar nokkuð óvænt að sjá hversu mikil eindrægni ríkti á fundi borgarstjórnar, allir fulltrúar bæði R-lista og Sjálfstæðisflokks voru sammála öfugt við það sem gjarnan heyrist frá þessum vett- vangi. Aðeins einn stóð gegn ofureflinu, Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Hafi hann þökk fyrir. Borgarstjórn Reykjavíkur – Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Bergljót Líndal fjallar um sölu Heilsuverndarstöðvarinnar Bergljót Líndal ’Borgarstjórnallri, nema Ólafi F. Magnússyni, stendur greini- lega á sama um málefni Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur.‘ Höfundur er fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.